Íslendingur


Íslendingur - 03.02.1922, Blaðsíða 3

Íslendingur - 03.02.1922, Blaðsíða 3
ÍSLENDINGUR 19 5 tbl. Colmanstivelsi Maccaronur Döðlur Gráfíkjur Epli Apelsinur Kandis er nýkomið í verzlunina Hamborg. Fyrirlesturinn, sem mishepnaðist. Við umræður þær er fram fóru eftir fyrirlestur þann, er Jónas Dags-ritstj. hélt hér hinn 15. jan. þ. á., sagðist einn af fundarmönnum vera í vafa um það, hver meining fyrirlesarans væri með nefndum fyrirlestri og beiddist upplýsingar þar um, sem fyrirlesarinn aldrei svaraði né heldur málsvari hans Ingimar Eydal; að öllum líkindum vegna þess, að þeir hafa ímyndað sér, að sú andúð, sem fyrirlesturinn virtist drukna í hjá áheyrendunum, myndi sízt minka við sanna skýringu á tilefni hans. En þegar eg las Dag, sem út kom 26. jan. þ. á., þar sem ritslj. mintist á þennan makalausa fyrirlestur virðist svar vera fengið við umræddri spurningu, sem sé það, að með hon- um hafi ritstjórinn ætlað sér að afla blaði sínu þrætuforða, sem endast mætti fram eftir * árinu, enda munu fáir væna ritstjóran þess, að hann muni ekki reyna að drýja karpið og þræturnar við andmælendur fyrirlesturs- ins, sem allra mest, ef dæma skal eftir skrifum hans um B. Lindal, Hallgrím Davíðsson o. fl. s. I.'ár. Að sjálfsögðu skamtar rilstjórinn lesendum sínum af þeim forða sem hann á mest af; og dettur andstæðingum hans ekki í hug að hafa nokkur áhrif á það, hvort »Dagur« verður meira andfúll yfir- standandi ár, en hann var árið sem leið; eu vonandi muna aðstandendur Dags og styrktarmenn eftir því, að þeir hafa gengið í einskonar samábyrgð fyrir þeim vafasama heiðri hinnar andlegu fýlu, er blaðið flytur út meðal þjóðarinnar í karps og árásagreinum þess á einstaka menn. Tilraun ritstjórans á því, að koma því inn hjá lesendum sínum, að komið hafi fram óvild til samvinnustefnunnar á bændanámsskeiðinu er algjörlega mishepnuð engu síður an fyrirlestur- inn, Það voru svo margir menn, sem sóttu bændanámsskeiðið og vita, að þar kom engin óvild fram til sam- vinnustefnunnar eða neinnar annarar stefnu, að óhugsandi er að ritstjórinn geti komið því inn hjá fjöldanum þótt hann reyni. Fyrirlestrarnir, sem þar voru fluttir voru lausir við alla flokks- pólitík og umræðurnar sem út af þeim spunnust fóru fram án alls kala til manna eða n.álefna. í fám orðum sagt, ríkti yfir bændanámsskeiðinu samúðar- andi allra fundarmanna áns alls tillits til flokkaskiftingar. Hefði Jónas Rorbergsson fengið leyfi til þess að flytja þann fyrirlestur á bændanámsskeiðinu, sein hann .flutti í samkomuhúsi bæjarins þann 15, jan. s.l., þá hefði samúðin og einingin, sem á námsskeiðinu rfkti verið útrekin fyr- ir fult ogalt; en það kom framkvæmd- arstjórinn hr. Einar J. Reynis í veg fyrir, með þvf að hleypa ritstjóranum ekki að námsskeiðinu með fyrirlestur sinn. Fyrir það á framkvæmdarstjórinn þakkir skyldar. Retta sveið ritstjóran- um — sennilega mest vegna þess, að hefði fyrirlesturinn fengist fluttur í skjóli bændanámsskeiðsins, var það ekki Iengur fyrirlesarinn, sein tók einn við ákúrunum heldur hlaut nokkuð af þeim að lenda á Ræklunarfélaginu, sem þá hefði á vissan hátt skýlt fyririestrin- um; og það var einmitt skjól og vernd, sem fyrirlesarinn vanhagaði svo tilfinnanlega um. En þegar þessi list ritstjórans brást, var það frekjan og sjálfsálitið, sem réði fyrir skynseminni; þess vegna fór sem fór, þrátt fyrir aðvörun Eydals og máske annara holl- vina Jónasar. Áheyrandi, oc Úr heimahögum. Talsimanúmer íslcndings hefir verið breytt. Er nú 105. Síld veiddist hér á Pollinum í gær og og morgun. Þingmennirnir eru nú á förum til Al- þingis. Landveg með pósti fór Stefán í Fagraskógi og líklega Jón Sigurðsson þm. Skagfirðinga. Með Goðafoss komu að austan Sveinn Olafssort' í Firði og Þor- leifur Jónsson í Hólum og frá Húsavík Sigurður Jónsson frá Yztafelli og Sigurjón Friðjónsson. Héðan fóru Einar á Eyrar- landi og Þorst. M Jónsson Norðniýlinga- þingmaður. Þingmenn Húnvetninga bætast í förina á Blönduúsi. Af austan þingnrönn- um sitja 2 heima. Sig. H. Kvaran, sem engan lækni hefir getað fengið fyrir sig ennþá og Björn Hallsson á Rangá, sem ekki var ferða fær sökum þess að hestur sló hann og meiddi til muna í öðru lær- inu. Býist við að Fálkinn sæki þessa þing- menn seinna. Qvíst að Gísli Sveinsson þm. Vestur-Skaftfellinga geti sótt þingið söknm heilsubilunar. Kosnlng á þingmanni fyrir Suður-Þing- eyjarsýslu á að fara fram 18. þ. m. Frain- bjóðendur verða að öllum líkindum tveir, þeir Steingrímur Jónsson bæjarfógeti og Ingólfur Bjarnarson bóndi í Fjósatungu í Fnjóskadal. — Dagur í gær getur aðeins um framboð Ingólfs í leiðara sínum, og segist ekki vita um aðra, þótt öllum væri kunnugt um framboð Steingríms áður en framboð Ingólfs var afráðið. Hví þessi blekkingaleikur? Iðnskóíinn kennir öll virk kvöld vik- unnar: Tíðin. Einmuna ágætistíð hefir verið hér undanfarnar vikur, leysingar og blíð- viðri. Lummukappátið. Læknirinn frá Hofsós upplýsir að lummuátið hafi ekki orðið mönnunum að bana heldur lugnabólga sem stafað hafi áf ósreik. Höfðu þeir lagt sig til kvildar að veislunni afstaðinni en her- bergið verið fult af sterkju (iíklega eftir lummubökunina) og ósreik sem settist svo í lungun og réði aldurtila þeirra. Goðafoss kom frá útlöndum á þriðju- dagskvöldið og fór aftur héðan suður í nótt. Með skipinu var fjöldi farþega. Hing- að kom frá útlöndum Árni Þorvaldsson kennari. Héðan tóku sér far til Reykjavík- ur auk þingmanna: Jón E. Bergsveinsson yfirsíldarmatsm., Ludv. Andersen heildsali, kaupmennirnir Jakob Karlsson og Magnús Sigurðsson á Grund, Páll HaJldórsson ráðunautur, Oddur Björnsson prensmiðju- eigandi, Kristinn Þorvaldsson verzlunarm. og Kristín Eggertsdóttir hótelstýra og ung- frúrnar Anna Pálsdóttir og Anna Daginar Sveinsdóttir. Þönglabakki er laus til ábúðar frá næstkomandi fardögum. Semja má og um grasbýlislönd. Grenivík 16. janúar 1922. Árni Jóhannesson. Nýbflamálið. Útdráttur úr erindi Björns Lindals um nýbýli birtist í næsta blaði. Nýlátin er á Ytri-Tjörnum á Staðarbygð ekkjan Sigríður Jónsdóttir, rúmlega nýræð. Var hún ekkja Benjamíns Flóventssonar, áður bónda á Ytri-Tjörnum, en sem látinn er fyrir 44 árum síðan. Synir þeirra eru, Kristján bóndi á Ytri-Tjörnum, Jón bóndi á Hól á Staðarbygð, Halldór bóndi á Rif- kelsstöðum og Benjamín vatnsleiðslustjóri hér á Akureyri. Sigríður heitin var dugn- aðarkona hin mesta meðan að heilsa og kraftar entust. Kirkjan. Messað verður kl. 2. á sunnud. OC Skák nr. I. Athugasemdir eftir Ara Guðmundsson. Drotningarpeðslelkur. Halldór Arnórss. Lúðvik Bjarnason Akureyri, Reykjavík. Hvitt: Svart: 1. d2 —d4 d7 — d5 2. c2 —c4 e7 —e6 3. Rb 1 — c3 Rg8 — fó 4. Bcl —g5 Bf8-e7 - 5. e2 —e3 Rb8 —c6 Undir þessum kringumstæðum mun —d7 vera betra; 6. Rgl-f3 d5Xc4 7. BflXc4 0-0 8. 0-0 Rc6-b4 . 9. Rf3-e5 Rb4 — d5 10. Rc3Xd5 e6Xd5 11. Bc4-d3 Rf6-e4 12. Bg5Xe7 Dd8X.e7 13. Ddl —c2 f7—f5 Hér gat líka komið til greina að f7 —f6 eða Re4- -f6. 14. Hal-cl c7 —c6 15. f 2 — f 3 Re4-d6 16. e3 —e4 f5Xe4 17. f3Xe4 d5Xe4 18. HflXfÖf De7Xf8 19. Bd3Xe4 Bc8-f5? Betra hefði verið R x B og því næst 1 20. Hcl-fl g7 — g6 21.' Be4Xf5 g6Xf5 22. Dc2-b3f Kg8-h8 Taflstaðan eftir 22. Ieik, Svart: Hvítt: Hvítt gat nú náð algerðri yfirhönd í tafl- inu við að leika 23. Db3—e6 ógnandi með D x R og ef svart reynir að bjarga riddaranum vinnur hvítt við 24. Hfl—f3, t. d. 23. Db3—e6, Ha8-d8. 24. Hfl-f3, f5-f4. J&. HH-H3 og vinnwr, eðt 23. Db3-e6, Kh8—g7. 24. Hfl-f3, f5—f4. 25. Re5—d7 og vinnur. 23. Db3 —h3 Df8-g7 24. Hfl —f3 Dg7-g5 25. Hf3-e3 Ha8-g8 26. Dh3-f3 Dg5-h4 27. Df3 —dl Dh4—f4 28. Ddl — d3 Rd6 —e4 29. Dd3-e2 Re4-d6 30. De2-d3 Jafntefli eftir samkomulagi. Þetta er ein af þeim 8 ritsímaskák- um, sem tefldar voru milli Taflfélags Reykjavíkur og Skákfélags Akureyrar aðfaranótt hins 30. desember s.l. H_Vjartans þakklæti vottum við “ ^öllum þeim nær og fjær, sem á einn eða annan hátt sýndu okk- ur hluttekningu við fráfal! og jarðarför sonar okkur og bróður, Jóns Olafs Guðmundssonar frá Hrísey. Hrísey 30. janúar 1922. Foreldri og systkini hins látna. Sandur. Þeir, sem fengið hafa sand af Tanganum síðastliðið ár, eru vin- samlega ámintir um að gefa upp hve mikið þeir hafa tekið, og borga hið allra fyrsta. h. f. Carl Höpíners verzlun. Parfanaut má vitja í Sunnuhvol. Afnot kr. lO.oo. Sigurjón Rögnvaldsson. Verzlunarmaður sem er vanur við kontorstörf og öll þau verk, sem að verzlun lýtur, óskar eftir atvinnu. Beztu meðmæli frá fyrverandi húsbónda. Nánari upplýsingar gefur A. Schiöth. Undirrituð spinnur á spunavél lopa, sem kemdir sjeu vel. Margrjet Pálsdóttir Strandgötu 39. OSTAR margar tegundir komu með Goðafoss í H.f. Carl Höepfners verzlun. Prentemiðja Björns Jónssonar.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.