Íslendingur


Íslendingur - 03.02.1922, Blaðsíða 2

Íslendingur - 03.02.1922, Blaðsíða 2
18 >lslendingur< kemur út á hverjum föstudegi og aukablöð þegar ástæða er til. Argangurinn kostar sex krónur. Gjalddagi fyrir 1, júlí ár hvert. , Uppsögn'skrifleg, bundin við áramót, sé komin til áfgreiðslu- manns fyrir 1. október. Auglýsingar og innheimtu annast rit- stjórinn. Skrifstofutími kl. 10—12 og 5—7. Afgreiðslumaður blaðsins er Hallgrímur Valdemarsson Hafnarstræti 84. Samkv. 5. eignalið kr. 764914,64 Hjá útbúunum . . — 399467,19 Víxilskuldir . . . - 831585,56 Samfals kr. 1995967,39 Nefndin hefir haft til alhugunar skrár yfir þessar útistandandi skuldir allflest- ar, og telur meiri hlutinn að gera verði ráð fyrir einhverri rýrnun á þeim, sem ekki er tiltökumál, þar sem um svo mikla vellu er að ræða og svo þröngt, sern nú er í ári, og er ekki unt, að segja fyrirfram, hve mikil sú rýrnun kann að verða, en ekki er sjá- anlegt, að hún þurfi að verða mjög veruleg. Að öliu athuguðu telur meirihlutinn óhætt að áætla, að varasjóður verzl- unarinnar muni verða um næstu ára- raót full 1 milj. kr. ef fyrirtækinu verð- ur þá lokið, og er það nokkuð minna en sú upphæð, sem ríkissjóður greiðir verzluninni til þess að standast hið fyrra tap á kolum og salti. Því fer mjög fjærri, að nefndin vilji álasa ríkisstjórninni eða stjórn lands- verzlunarinnar fyrir það, að hafa ekki gert þessa ófriðarráðstöíun að gróða- fyrirtæki. Meiri hluti nefndarinnar vill ekki heldur fara úí í neinn samanburð á aðstöðu landsverzlunar og frjálsrar verzlunar, en einungis benda á, að auk þeirrar aðstoðar, sem ríkissjóður veitir fyrirtækinu með greiðslu kola- og salttapsins, þá hefir verzlunin haft mjög hagkvæm afnot af skipastól lands- ins og stuðst við takmarkanir á inn- flutningi á vissum vörutegundum til annara, og þetta alt á þeim tírnum, er innflutningur á vörum gat naumast gefið tap. Þegar gera skal tillögur og taka á- kvarðanir um framtíð þessa verzlunar- reksturs ríkisins, virðist oss fyrst verða að h'ta á það, að aldrei mundi hafa verið til þess stofnað, ef ekki hefði gerst þeir viðburðir í heiminum, sem komu meiri truflun á alt viðskiftalíf en dæmi eru til áður. Er þá einkum átt við það, að allskonar þömlur lögðust á verzlun og siglingar, og það svo, að sijórnir ófriðarþjóðanna heimtuðu afskifti viðkomandi ríkisstjórna um út- og innflulning, og varð þetta þess valdandi og beinlfnis orsök þess, að til landsverzluaar var gripið. Það hefir þó eflaust vakað jafnt fyrir þingi sem þjóð, að hjer væri að eins um bráðabirgðaráðstöfun að ræða, sem afnema bæri, þegar alt kæmist á rjett- an kjöl að ófriðnum loknum.* (Framh.) Karlmannaföt o. fl. sauma eg fyrir af^rlágt verð. Sveinbjörg Kristjánsdóttir, Brekkugötu 19 Til sölu lítið hús á Oddeyri. .R. v, á, íslendingur Hálfsögð saga. »Dagur« frá 19. jan. minnist á fram- komu mína á þingmálafundi á Grund nieð sinni vanalegu kurteisi eða óhlut- drægni!! Það er auðheyrt af sögunni, að einhver miður góðgjarn náungi færir honum sögurnar og ritstj. lætuH svo blað sitt flytja þær almenningi. Fyrsta mál á dagskrá var um það, að fá sérstakan læknir fyrir héraðið — Eyjafjörð — og annan læknir fyrir spítalann á Akureyri. í umræðum máls- ins mátti skilja svo, að héraðslæknir- inn ætti að segja af sér, og hann fengi svo yeitingu fyrir læknisembætti við Akureyrarspítala að viðbættum bænum. Engin umsögn var frá héraðslækni um, að hann vildi þessa breylingu, eða að hann yildi leggja niður-héraðslæknis- embættið, í von um að fá veitingu fyrir Akureyrarbæ og spítalanum. Það var svo að skilja á þeim, sem í mál- inu töluðu, að hjá þeim væri veiting- arvaldið, því héraðslæknirinn vildu þeir eigi missa frá spítalanum, eins og ekkert vit hefði verið í. Málið var svo illa undirbúið frá þeirri hlið á fundinum, þar eð engin yfirlýsing lá fyrir frá héraðslækninum, að það út af fyrir sig hefði verið næg ástæða að fella málið. En svo var að líta á fleiri hliðar málsins. Þingmennirnir gáfu það ský- laust upp, að ef Eyfirðingar ætla að fá nýtt læknisembætti stofnsett á Ak- ureyri, mundi það leiða til þess, að 5 — fimm — önnur læknaembætti á landinu yrðu stofnsett. Þörfin væri svo brýn í fleiri stöðum. Annar þing- maður talaði um hrossakaup, og hvað þau gætu í ýmsum tilíellum verið bráðnauðsynleg, og gat maður dregið út úr því, að læknisembættð fengist ekki nema með hrossakaupum við aðra þingmenn, sem vildu fá ný læknahér- uð stofnsett. Þessi skýring þingmann- anna um, að fara að stofna á þessum fjárhagslega örðugu tímum 6 ný lækna- embætti, mun hafa valdið því, að mál þetta fékk andstöðu. Eg skal tilnefna einn fundarmann, Bergstein í Kaup- angi, sem talaði á móti málinu og greiddi atkvæði á móti því. Hann lýsti hvernig læknaskipun væri í Ár- nessýslu, sem hann er uppalinn, og eftir lýsingu hans er þar miklu lakara með læknaleysi en hér í Eyjafjarðar- sýslu. Þegar þess er gætt, að Berg- steinn í Kaupangi er varamaður í stjórn Kaupfél. Eyf. og í stjórn í út- gáfuféjagi »Dags< og þræðir þar senni- lega hina »kristilegu grunnlínu«, þá má merkilegt heita, að mér einum er kent, að eg »gekk á móti því velferð- armáli héraðsins, að því sé með lög- um trygð læknishjálp sem öðrum hlut- um þessa lands«. Eftir orðum þing- mannanna, sem »Dagur« heldur þó af, er það rangt hjá ritstj., að Eyjafirði sé trygð lakar læknishjálp en öðrum hlutum landsins. Bæði þingmennirnir og Bergsteinn lýstu jafn brýnni, ef ekki meiri, þörf á læknahéruðum í öðrum hlutum landsins. Blaðið sýnir mér þann heiður, að ég hafi haft þau áhrif á fundinum, að 5 menn slæddust með mér að greiða atkvæði á móti tillögunni. Eg hefi nú nefnt einn manninn á nafn, sem slæddist með, og sem eg hygg að ritstj, hefði viljað hlífa við hnútukast- inu, en hún hlýtur ekki síður að hitta hann en mig. Suma hina tnun hon- um einnig vera sárt um. Á dagskrá fundarins var sett, að spara sem mest fé ríkissjóðs, og á- skorun til þingmannanna að skila fjár- lögunum hallalausum. Formælandi fyrir því máli var hreppstjóri Davíð Jónsson á , Kroppi, og talaði hann sköruglega fyrir því máli; brýndi fyrir þingmönnunum sparnað og lagði þeim ríkt á hjarta, að skila úr þinginu fjár- lögunum hallalausum. Þetta þótti ýmsum fundarmönnum eigi vera í samræmi við að spara1 og skila fjárlögunum hallalausutn, að fara að stofna 6 ný læknaembætli, en það vill oft svo verða, að »hægra er að kenna heilræðin en halda þau«, og á fundum snúast sumir á móti sínum eigin kenningum, og svo varð á þessum fundi. Þegar þess er gætt, að síðasta þing skilaði fjárlögunum með nær tveggja miljóna króna tekjuhalla og ríkið varð að taka lán nteð slæmum kjörum tii að geta borgað nauðsynlegustú útgjöld og starfsmönnum landsins lögákveðin laun og dýrtíðaruppbætur, og þá sparn- aðarbjallan kveður við landshornanna milli, þá er eigi afsakanlegt, að á þing- málafundi skuli vera samþykt tillaga, sem gengur í þá átt, að bæta við em- bætti, sem eftir orðum þingmannanna fæðir af sér 5 önnur embætti. Þjóðin verður umfram alt að reyna að standa á sínum eigin fótum, reyna að verða efnalega sjálfstæð og taka eigi miljóna króna lán upp í tekju- halla til að borga starfsmönnum rík- isins. Við þurfum að spara okkur enibættismenn sem annað, heldur fækka þeim 6n fjölga. Þetta mun hafa verið skoðun þeirra, sem greiddu atkvæði á móti tillögunni. Að auka skatta á þjóðina nú í þessu ári er ekki árennilegt, en eitt- hvað verður til bragðs að taka til að afnema tekjuhallann og borga áfallnar rentur og afborganir af skuldum ríkisins. Ef hver þingmálafundur á landinu hrópar um aukna embættismenn og þingið samþykkir svo beiðnirnar, hvar lendir þá með hag ríkissjóðs? (Meira). E. S. oo Símfréitir frá útlöndum. Rvik i gœr. Kuldar miklir ganga nú yfir Norð- ur- og Mið-Evrópu. Hafa allar skipa- ferðir orðið að hcetta milli dönsku eyjanna og meginlandsins vegna þess að sundin eru frosin og millilanda- skip frá Kaupmannahöfn þarfað saga gegnum isinn svo þau nái rúmsjó. / Paris var 11 stiga frost 1. þ. m. {Á Akureyri var þann dag 1 stig hiti.) Kauprnannaráðið danska hefir sarn- kvœmt tillögum nefndar, sem falið hefir verið að rannsaka viðskifti is- lenzkra kaupmanna i Danmörku, far- ið þess á leit við þjóðbankann, að hann hlutaðist til um, að skrásett gengi yrði sett á islenzka krónu. 5. tbl. Dans kenni eg á kvöldin yfirstand- andi mánuð. Listi til áskriftar liggur frammi í Gudmans Efterf. verzlun. Guðrún Indriðadóttir. Nýkomið í verzlunina HÁMBORG Kvenpeysur ullar Kvensokkar Vasaklútar Hnappar margar teg. . Millifóðurstrígi Vatt Hjálpræðisherinn Vetrarhátíð föstud. þ. 3. og laugard. þ. 4. þ. m. kl. 8. Útsala — veitingar — hljómleikar — Inngangur. 35 aura. Islenzka krónan seldist fyrir 77 aura 1 Kaupmannahöfn i fyrradag. Stjórn Bandarikjanna hefir neitað að taka þátt í fjármálardðstefnunni i Genúa i nœsta mánuði, ef Bolshevika- stjórnin rússneska fái að send full- trúa þangað. Pýzka stjórnin hefir fengið þingið til að samþykkja að eins miljarðs gullmarka nauðungarlán verði jafnað nidur á þjöðina, til þess að geta mœtt skaðabótakröfum bandamanna. Páfinn jarðaður i gœr viðhafnar- laust, og þykir það nýlunda. Röstur á Indlandi, auka Bretar herlið sitt þar i ákafa. co Innlendar símfregnir. Rvik i gcer. Bœjarstjórnarkosningarnar í Reykja- vik fóru þannig að A-listinn (borgara- listinn) fékk 3360 atkv. og kom að 3 fulltrúum, Pétri Magnússyni, Birni Ólafssyni og Jónatan Þorsteinssyni en B-listinn (verkamannalistinn) fékk 1720 atkv. og marði með naumindum 2 fulltrúum i gegn, Héðni Valdemars- syni og Hallbirni Halldórssyni prentara. Lœtur Alþýðublaðið hið versta yfir úrslitunum. Liklegt talið að Magnús Kristjánsson, forstjóri Landsverzlunarinnar verði at- vinnumálaráðherra i stað Péturs heit- ins Jónssonar, haldi Jón Magnússon völdum. Ráðherravalið bíður komu þingmanna. Þingmálafundir Árnesinga og Rang- œinga hafa lýst vantrausti á stjórn- inni. QC

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.