Íslendingur


Íslendingur - 03.11.1922, Qupperneq 1

Íslendingur - 03.11.1922, Qupperneq 1
Talsími 105. Ritstjóri: Gunnl. Tr. Jónsson. Aðalstræti 16. VIII. árgangur. Akureyri, 3. Nóvember 1922. 45. tölubl. T i J ,, D a g s“. Blaðið »Dagur« hefir, eins og eg bjóst við í riti mínu »Verzlun- arólagið«, gert ritið að umtalsefni, eða öllu heldur mig, því af grein þess blaðs er trauðla hægt að sjá, að blaðið sé að tala um það rit, heldur um alt annað rit. Svo víða er talað um umsagnir, sem alls ekki finnast í mínu riti. »Dagur« byrjar með því að tala um lævísi mína og slægð, sem ritið sé þrungið af. Hann um það. En eigi munu það vera margir, sem ritið lesa, sem staðfesta það, enda er eðli mitt, að segja hlutina opin- skátt eins og þeir eru, og fyrir það hefi eg svo margt hnútukastið feng- ið hjá þeim, sem kunna bezt við sig í gruggugu vatni. Eg viður- kenni þvf ekki það lof, sem blaðið ber á mig, að eg sé lævís eða slæg- ur, og lof er það, því engir geta nú sem stendur komið ár sinni bet- ur fyrir borð en þeir menn, sem hafa þessa kosti. Uppskera »Tíma«- klíkunnar er eitt dæmi þess. »Dagur« segir, að eg ráðist »á knéfallinn íslenzkan landbúnað á þann hátt, að tortryggja í augum almennings menn þá, sem fyrir er beitt, og tortryggja í augum inn- lendra og erlendra lánsstofnana verzlunarfyrirtœki bœnda, fjárhags- styrkleik þess og tryggingar«-. Þetta er alls ekki rétt. Eg þekki engin verzlunarfyrirtæki bænda önn- ur en kaupfélögin, sem á »Tíma«- máli eru kölluð Samvinnufélög. Þó ritstjóri »Dags« lesi ritið upp aftur og aftur til æfiloka, þá finnur hann hvergi, að eg vilji leggja stein í götu kaupfélaganna, eða að eg ásaki þau, nema fyrir það eitt, að þau lögðu ekki framan af allan arð sinn í stofnsjóð til þess að geta safnað sér sem fyrst hins sjálfsagða og nauðsynlega veltufjár. Og það ætti sízt að vera kaupfélögunum til skaða, þó þau væru hvött til þess. Og efnahag bænda yfirleitt segi eg ná- kvæmlega eins og hann er, og væru það því svik við lánsstofnanirnar og almenning, ef eg segði hann betri en hann er. Og mín umsögn um efnahag bænda mundi hafa sár- lítið að þýða. Aðalatriðið er, hvernig lánsstofnanirnar sjálfar líta á efna- haginn bygt á reynslunni. En að öðru hefi eg fundið í riti mínu; það er stofnun og starfsemi »Sambands íslenzkra samvinnufé- laga«. Pað skoða eg ekki fyrirtæki bænda, heldur fyrirtæki fárra Reyk- víkinga, sem flekað hafa kaupfélög- in inn í það völundarhús. En »Dag- ur« og »Tíminn« blandar þessu saman í auðséðum tilgangi, tii að fá menn til að trúa því, að eg vilji skóinn niður af kaupfélögunum. Rit mitt er þverí á móti vörn fyrir kaup- félögin gegn sambandsvitleysunni. Og þau munu reyna, að sú vörn er ekki ástæðulaus. »Dagur« segir, að það muni vera öllum ljóst, er þektu ástandið hér, er kaupfélögin stofnuðust, »að fram- lag veltufjár var íslenzkum bændum gersamlega um megn«. Petta er nú vottorð hans um efnahag bænda. Er það ekki að toríryggja »fjár- hagsstyrkleik« bænda? Og mér er spurn: Var þeim þá ekki líka um megn, að ganga í víðtæka sjálf- skuldarábyrgð, þar sem þeir gátu búist við, að ailur bústofn þeirra væri af þeim tekinn hvenær sem verulegt misæri bæri að? . Eg lít svo á, að þeir hafi haft enn minni ráð á því, því að taka að sér sjálf- skuldarábyrgð upp á allan fjárstofn- inn skoða eg engu hættuminna fyrir bændur en að setja fjárstofninn á alt of lítið fóður, og að eiga á hætt- unni að gerfella hann. Eg lít bjart- ara á fjárhag bænda en »Dagur«. Eg segi, að hver meðalbóndi hefði átt að geta haft úrræði til að leggja fram veltufé, svo sem 100 kr., um leið og hann gekk í félagið, ef hann hefði viljað leggja kapp á, að standa í sem minstri sjálfskuldarábyrgð. Og ef hann hefði ekki getað það á einu ári, þá mátti nota 2 ár til þess að safna fénu saman. »Dag« undrar það, að eg skuli ekki vilja hafa samábyrgðina víð- tækari en fyrir einn hrepp, og segir út af því með breyttu letri: *En hver hœttumunur er á sjálf- skuldarábyrgð innan hreppa, innan heils sýslufélags, eða jafnvel innan margra héraða, hefir B. Kr. láðst að skýra frá í riti þessu.« Það er full greinilega skýrt frá þessum mismun í riti mínu, sem þeir skilja, sem skilja vilja. En úr því ritstjóri »Dags« sér hér á engan mun, þá vil eg reyna að skýra þetta með dæmi: Setjum svo, að ritstjóri »Dags« sé meðal- bóndi í t. d. Hrafnagilshreppi og sé í hreppsnefnd, og að þar stofn- ist kaupfélag fyrir hreppinn, sem taki lán til vörukaupa, t. d. 15—20 þús. krónur, sem trygðar eru með sjálfskuldarábyrgð allra hreppsbúa. Samhliða stofnar Sambandið 41 kaupfélag, og ganga allir kaupfélag- ar í sjálfskuldará'oyrgð fyrir skuld- um allra þessara kaupfélaga og skuldum Sambandsins, sem ekki einungis verzlar við kaupfélögin, sem eru í Sambandinu, heldur við hina og þessa utanfélagsmenn, og veitir þeim lán svo hundruðum þús. króna skiftir á ári. Félögum þess- um stjórna hinir og þessir menn, sem ritstjórinn aldrei hefir heyrt eða séð, þar á meðal ungir og óreyndir Sambandsskólanemar, sem aldrei hafa við verzlun fengist. Félög þessi skulda, er skuldir eru minstar á árinu, 8—12 miljónir krónur. Heima í hreppi sínum þekkir rit- stjórinn hag hvers manns, og veit uni, hvernig hver einstakur hrepps- búi fer að bjargast, og getur jafn- vel sem dugnaðarmaður haft mikil áhrif á ráðdeild og líðan hreppsbúa sinna; svo veit hann nákvæmlega um, hvernig kaupfélaginu í hreppi hans er stjórnað. Allir efnaðri hreppsbúarnir gæta þess, að kaup- félagsskapurinu fari vel úr hendi og að enginn hreppsbúi stofni skuld hjá félaginu, sem hann ekki getur borgað, sbr. lög Skagfirðinga frá 1907. Og allir' hreppsbúarnir finna til ábyrgðar þeirrar, er þeir hafa undirgengist, og vita, að skuldin verður að borgast. Sér nú ritstjórinn ekki neinn mun á þessu? Og finst honum ekki, að það sé fremur sniðið eftir hans efna- hag sem meðalbónda, að ganga í sjálfskuldarábyrgð fyrir t. d. 15—20 þús. krónum með mönnum, sem hann nauðþekkir, eða að ganga í sjálfskuldarábyrgð fyrir 8—12 milj- ónum, eða jafnvel miklu meiru, með mönnum, sem hann alls ekki þekkir né veit um, hvernig stjórna sér og verzlunarfyrirtækjum sínum. Mér finst, að hann megi ómögulega leggja út í að dæma um verzlun, ef hann sér engan mun á þessu. Og öreiga framfærslan í landinu, sem ritstjórinn er að blanda hér saman, á ekkert skylt við þessa samábyrgð. Svo segir ritstjórinn: »Einstakir bændur hafa aldrei átt greiðan aðgang að lánsstofnunum til verzlunarlána. Eða getur B. Kr. hrósað sér af því, að hann hafi sem bankasijóri greitt götu bænda í þessu efni? Tæplega verður það talið honum til réttlætingar, þegar gífur- yrði hans, árásir og ásakanir í garð íslenzkra bænda verður metin í fram- tíðinni«. Hvar eru þessi »gífuryrði, árásir og ásakanir í garð íslenzkra bænda« að finna í riti mínu? Hvergi. Það eru vísvitandi ósannindi, Um að eg hafi ekki viljað styðja verzlun bænda sem bankastjóri er upptugga úr »Tímanum« fyrir mörg- um árum. Svaraði eg því þá í »Tímanum«, að eg hefði aldreineit- að nokkru kaupfélagi um lán, enda hafi þau jafnan verið hófleg og sæmilega trygð. »Tíminn« fór þá á stúfana og bað kaupfélögin að votta hið gagnstæða, en fékk enga áheyrn, sem ekki var von. Þá komum við að málæði »Dags« um kaupmenn, að gamla róginum um þá. Eg er enginn málsvari þeirra, og tel þá geta svarað fyrir sig, þó eg í riti mínu hafi látið uppi skýlaust álit mitt á nauðsyn kaupmannastétt- ar. Og vitanlega kemur það álit mitt ekki heim við álit sósíalista. Mér er því allur vaðallinn um kaup- menn óviðkomandi. Ekki trúir »Dagur« því, að það geti haft áhrif á skuldaaukning bænda, að þeir ekki fá að vita um verð á innleggi sínu fyr en árið eftir, og það þó jafnvel hafi komið fyrir, að áœtlunarverðið hafi verið svo skakt, t. d. á ull, að nœsta árs ull nægði eklci til að borga áætl- unarskekkjuna. Segir hann að ó- mögulegt sé að breyta þessu; það ríði í bága við verzlun á »samvinnu grundvelli«. Hér held eg að ritstjór- anum hafi orðið mismæli, og að hann hafi ætlað að segja á póli- tiskum grundvelli. Á samvinnu grundvelli má alveg eins verzla, þó sú aðferð sé notuð, sem eg benti á í riti mínu, bls. 44. En pólitiska tjóðurbandið slitnar við það, og »Tíma«-klikan missir það úr hönd- um sínum. í því liggja erfiðleikarnir. »Dagur« felst á að nauðsynlegt sé, að peningaviðskifti komist á í landinu, en vill þó ekki fallast á »viðskiftasjóðina«, sem gætu komið þegar að haldi. Hann vill stofna Samvinnubanka í því skyni. Með hvaða fé? Á nú máske að flækja bændunum inn í þriðju aUsherjar ábyrgðina og að bankann eigi að stofna á þeim grundvelli? Jú, það er þjóðráð. Ef viðskiftasjóðirnir eru stofnaðir, losnar pólitiska tjóður- bandið, en ef Samvinnubanki er stofnaður á þessum ábyrgðargrund- velli, þá styrkist það enn meir. Hún veit svo sem hvað hún er að gera »Tíma«-kIíkan í Reykjavík. Um stofnun skulda Sambandsins vísa eg til ritlings míns á bls. 36 og víðar. Það er alls ekki misærið, sem eitt hefir stofnað skuldirnar, heldur mishepnuð sala Sambands-

x

Íslendingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.