Íslendingur


Íslendingur - 15.10.1926, Qupperneq 1

Íslendingur - 15.10.1926, Qupperneq 1
SLE Talsímí 105. Riístjóri: Gunnl. Tr. Jónsson. GUR Strandgata 29. XII. árgangur. Akureyri, 15. október 1926. 42. tölubl. Rauði saiiiherjiiiii. Verkamaðurinn hefir tekið það ráð, að minnast ekki á meginstefnu- skrármál flokks síns í kosningaskrif- um sínum, af ótta við, að það mundi spilla fyrir bandalagslistan- um meðal bænda. Alþýðublaðið hefir ekki verið eins varkárt og hefir hreinlega sagt, að bandalagið við Framsóknarforkólfana væri bundið því loforði, að hugsjóna- og áhuga- málum Alþýðuflokksins, einokun og þjóðnýting, væri borgið, kæmust samherjarnir til valda. En til þess nú að geta lagt eitthvað til mál- anna, hefir Verkamaðurinn vikið að því ráði, að rægja íhaldsstjórnina við kjósendur, með því að Ijúga upp á hana sakargiftum og falsa frásagnir af aðstöðu stjórnarinnar og íhaldsflokksins til mála. Með málunum, þannig snúið, þykist blað- ið geta réttlætt bandalagið og hvatt kjósendur til fylgis við lista þess. Bardagaaðferðin er altaf jafn drengi- leg hjá þessu málgagni »alþýð- unnar*. Fyrsta ákæran á stjórnina er sú, að hún hafi veitt Norðmönnum undanþágu frá fiskiveiðalöggjöfinni og bakað með því áslenzkum út- gerðarmönnum stórtjón. Sú und- anþágan, sem mestu varðar, var gefin af Framsóknarráðherranum Klemens Jónssyni, er leyfði hverju norsku skipi að leggja 700 tunnur af afia sínum á land og selja hann þar. Verksmiðjuhlunnindi veitti hann einnig. Er verið var að semja um kjöttollinn við Norðmenn, voru Framsóknarforsprakkarnir þess al- búnir, að gera mikilsverðar ívilnan- ir á fiskiveiðalöggjöfinni, Norð- mönnum til handa, gegn lækkun kjöttollsins, en íhaldsstjórninni tókst, er hún komst til valda, að fá kjöt- tollinn lækkaðan án nokkurrar í- vilnunar í inóti, öðrum en þeim, að Norðmenn fengju að halda þeim hlunnindum, sem þeir voru búnir að fá hjá Klemens, eða eins og komist var að orði: »hin sama vingjarnlega túlkun fiskiveiðalag- anna héldist.« Það hefir núverandi stjórn efnt. Með því hefir hún trygt landbúnaðinum hinn hag- kvæma kjöttollssamning, sem Norð- menn naga sig nú í handarbökin fyrir að hafa látið okkur hafa, svona endurgjaldslítið. Ef stjórnin hefir ekki verið eins harðdræg í garð Norðmanna og bókstafur laganna heimilaði, er það af umhyggju fyrir landbúnaðinum. Því vissulega munu Norðmenn nota það fyrsta tækifæri, sem þeir sjá sér fært, til þess að segja kjöttollssamningnum upp. Annars er þessi umhyggja Verka- mannsins fyrir hagsmunum ísl. útgerðarmanna all-nýstárleg, og væri betur að hún héldist. En það má Verkamaðurinn eiga víst, að útgerð- armenn munu kjósa lista íhalds- flokksins nú við Iandskjörið, þó blaðinu finnist sem stjórnin hafi ekki gætt hagsmuna þeirra sem skyldi, því ennþá síður verður hags- muna þeirra og sjávarútvegsins gœtt, ef Framsókn kœmi til að fara með völdin. Að ríkissfjórnin hafi í »öll- um málum« ýmist snúist í lið með útlendingum gegn hérlendummönn- um, »eða látið ógert að veita þegn- um ríkisins þá vernd er henni bar,« — eru frekustu ósannindi, og er skorað á blaðið að færa sönnur á þessi orð sín, ef það vill ekki liggja undir ósannsöglisstimplinum. Eins er skorað á blaðið, að færa þeim orðum sínum stað, að stjórnin hafi þverbrotið lög á landsmönnum. Geti blaðið fært þeim orðum sínum stað, er stjórnin fallin undir Landsdóms- ákæru, og ætti Verkamaðurinn ekki að hlffa henni. En geti blaðið ekki fært þessum orðum sínum stað, sem næsta litlar líkur munu til, að það geti, úr því að engar slíkar kærur hafa komið fram á Alþingi á hendur stjórnarinnar, ætti ritstjóri þess að hypja sig inn til afdala og láta ekki sjá ^sig á almannafæri næstu misserin. Þá er ein ákæran sú, að ríkis- stjórnin hafi viljað koma hér upp stéttaher, eftir ítölsku fyrirkomulagi, sér og sínum nánustu til hægðar- auka. Þessi ósannindi hafa verið svo margoft hrakin, að um þau er ekki eyðandi orðum. En finst mönnum nú ekki í alvöru, að ein- hver nauðsyn kunni að vera á rík- islögreglu í Iandinu, þegar að leið- togar Alþýðuflokksins eru farnir að hóta því, að nota ^handaflið^ til þess, að koma áhugamálum sín- um í framkvæmd. En vel er það skiljanlegt, að þeim sé illa við, að hægt verði að veita þeim mótstöðu við ofbeldisverkin, og vernda lög- hlýðna borgara og eigur þeirra. Ein ákæran er sú, að stjórnin hafi hlaðið tolli á toll ofan á fátækustu stétt landsins, en jafnframt farið betliferð til þingsins um eftirgjöf á lögboðnum sköttum stórefnamanna. Hér eru ósannindi á ósannindi of- an. Stjórnin hefir enga tolla lagt á þjóðina, hvorki fátœkustu stétt- irtiar eða hinar, síðan luín kom til valda, en hún hefir létt af tollum að miklum mun, og það aðallega af fátœkustu stéttunum. Þetta veit ritstj. Verkam. ofurvel, svo hann segir hér vísvitandi ósatt. Að stjórn- in hafi farið betliferðir til þingsins um eftirgjöf »á lögboðnum skött- um stórefnamanna« er og tilhæfu- laus uppspuni. En það er satt, að fjármálaráðherra vildi breyta tekju- og eignaskattslöggjöfinni nokkuð, svo hún kæmi réttlátara niður. Og þegar þess er gætt, að skattstigi sá, sem hjá okkur gi!dir, er yfirleitt 50°/o hærri en hjá flestum nágranna- þjóðunuin, getur það naumast tal- ist höfuðsynd, þó hann sé lækkað- ur, eða þá breytt þannig, að skatt- urinn komi hagkvæmar niður. Þá er gengismálið. Þar reynir blaðið að rugla málum, með því að segja, að bæði Framsóknarflokk- urinn og íhaldsflokkurinn hafi ver- ið tvískiftir í málinu, og Alþýðu- AKUREYRAR BIO I kvöld, laugardags- og sunnudagskvöld kl. 9: Ambátt öræfahöfðingjans Stórkostleg kvikmynd í 8 þáttum. Aðalhlutverkið leikur NORMA T ALMADGE. -V'i I Sunnudaginn kl. 5 síðd.: TEXASTEX. 5 þátta spennandi cowboy-mynd. Aðalhlutverkið leikur TOM M I X . ■■■ ■■■■■■■■■■>■■ ■íbmmhéíéhéi flokkurinn þurfi því ekkert tillit að taka til afstöðu flokkanna til máls- ins. Sannleikurinn er sá, að allur Framsóknarflokkurinn, að undan- skildum Klemens Jónssyni, fylgdi Tryggva Þórhallssyni í stýfingar- braski hans, en allur íhaldsflokkur- inn, að tveimur mönnum undan- skildum, stóðu við hlið Alþýðú- flokksfulltrúans, í baráttu hans fyrir hækkun krónunnar, »/>essu mesta velferðamáli verkalýðsins,« sem hann svo nefndi. Og ef ritstj. Vm. hefir ekki þingtíðindin við hendina, til þess að geta sannfærst um, að svona sé það, þá ætti hann að lesa samherja sinn, Tímann. Þar mun hann geta séð, og það ótví- rætt, að það var íhaldsflokkurinn, sem fylkti sér um »mesta velferða- mál verkalýðsins,® með Jóni Bald- vinssyni, en Framsóknin á móti. Frekari skil er óþarft að gera Verkamanninum. ■ • Samkepni og pjóðnýtiog. i. Það mun næsta erfitt að mótmæla því, að kepnin í Iífsbaráttunni sé eitt aðal lífsaflið í þróun mannkynsins. Kapp og metnaður milli einstaklinga til frama, auðs og annara lífsgæða, er það sem mestan þáttinn hefir átt í því, að mönnum hefir jíokað smátt og smátt frá villimanna þjóðskipun til núverandi siðmenningar og framþró- unar. Það er samkepnin, sem vekur og viðheldur framsóknarþrá mannsins, hún knýr þá til framtaks, dugnaðar og dáða, vekur leynda hæfileika og þroskar þá. Þar sem engin er sam- kepnrn, þar er ekkert náttúrulegt líf, heldur kyrstaða, lognmolla og úr- kynjun. í viðskifta- og atvinnulífinu er samkepnin ekki hvað sízt nauðsynleg. Frjáls verzlun getur aðeins þróast að hennar gæti og hún er trygging hag- stæðs verðlags og vörugæða. Og at- vinnulífið er án hennar eins og sjúk- lingur, er líður af uppdráttarsýki. Þó eru þeir stjórnmálaflokkar til í landi voru, sem vilja uppræta alla samkepni úr þjóðlífinu, einkanlega þó á sviði viðskifta- og atvinnulffsins Er það , eitt af grundvallaratriðum jafnaðarstefnunnar um heim allan, að uppræta samkepnina úr mannfélaginu og gera aðstöðu allra manna jafna, hveisu óhkir sem þeir eru, misjafnir að hæfileikum og öðru. Hin frjálsa samkepni er því dauðadæmd, nái jafn- aðarstefnan yfirráðum í þjóðfélaginu. Sama virðist mega ætla að verði uppi á teningnum nái Framsóknar- flokkurinn völdum, því að eftir því sem blöð hans hafa látið undanfarið mun samkepnin litlu betur séð í þeirra herbúðum. Það er þvl einokun á verzlun og öllum atvinnurekstri, sem blasir við framundan, nái banda- lagsflokkarnir völdum í landinu.j Vill þjóðin nýtt einokunartímabil yfir sig; vill hún, að athafna- og ein- staklingsfrelsið sé upphafið og að all- ur almenningur verði þý og þjónar á einu allsherjar sameignarheimili? Þetta er markmið jafnaðarmanna, og Framsóknarforsprakkarnir hafa lýst því yfir, að þá greini ekki á um markmið við jafnaðarmenn. Vilja kjósendur, að þetta bandalag sigri nú við kosningarnar? Vilja þeir útiloka frjálsa samkepni úr þjóðfélaginu og Ieiða yfir þjóðina kyrstöðu, kúgun og úrkynjun í andlegum og líkamlegum ef»um, fáskrúðugt og fjörvana við- skifta- og atvinHulíf? Eða hefir annað orðið uppi á ten- ingnum, þar sem samkepnin hefir verið útilokuð? Aðgætum sögu sam- eignarbúskaparins og þjóðnýtingarinnar, þar sem þeirra hefir gætt í reyndinni. II. í bók Sígurðar Þórólfssonar, »/a/n- aðarstefnur«, segir rn. a: »Það vill svo vel til, að sameignar- búskapur hefir verið reyndur vfða, og alstaðar gefist illa. Alstaðar hefir komið fram hið sama: framtaksleysi einstaklinganna, ábyrgðarleysi og óvilji til líkamlegrar vinnu. Alt að 100 sameignarnýlendur hafa verið stofn- aðar á 19. öldinni í ýmsum löndum, flestar í Ameríku. Eldheitir kommún- istar hafa verið forgöngumennirnir. Flestar nýlendur þessar hafa byrjað búskapinn með miklu fé og úrvalslið (sjálfboðalið), venjulega 2000 — 4000 sálir. Eit öll þessi félög, eða þessar sameignarnýlendur,. hafa Iagst niður eftir 5 — 10 ár, að einum tveimur írá- töldum. Þau lifðu nokkra áratugi, enda voru þau um leið sértrúarmanna samfélag, Guðmóður trúarákafans

x

Íslendingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.