Íslendingur


Íslendingur - 26.08.1927, Page 4

Íslendingur - 26.08.1927, Page 4
4 fSLENDlNGUR K V i t t u n. Eg verð líklega að gera Jónasi Porbergssyni aðvart utn það, að eg hefi veitt eftirtekt vesaidardropanum, sem lekið hefir úr penna hans (mið- stöðinni?) í 20. tbl. Dags þ. á , til andsvars ádeilu minni á formann Búnaðarfélags íslands, úí af framkomu hans og stjórnar Bf. í. gagnvart bún- aðarmálastjóra, sem ísl. flutti 22. aprí! s. I. í grein minni í ísl. færði eg gild rök að vítaverðri framkomu form. Bf. í. gegn búnaðarmálastj., þar sem hann með lognum sökum og ófrægingum ræðst á S. S. og sviftir hann stöðu sinni fyrirvaralaust. í stað þess að viðurkenna þetta grípur hann (þ. e. J. F\) til hinna Jón- asarlegu vopna, ósannindanna, er hann segir, að það séu verlt íhaldsflokksins, nokkur hluti hans hafi unnið það til, að sparka Valtý úr stjórn Bf. í. og koma Magnúsi á Blikastöðum í stjórnina í hans stað, og með því hafi þeir ætlað Sigurði skilyrðislausa frávikning. En Jónas veit nú betur, — að það eru 3 Framsóknarmenn, þeir Halldór Stefáns- son, Jörundur og Ágúst Helgason, sem sæti áttu í landbúnaðarnefnd Al- þingis 1926, sem eiga hér fyrst og fremst hlut um val hinna þingkjörnu fulltrúa í stjórn- Bf. í., ásamt 2 íhalds- mönnum af 5, sem í nefndinni voru. Pað var því meirihluti íhaldsmanna, sem vildu að Valtýr væri endurkosinn í stjórn Bf. í., en greiddu ekki atkvæði um kosningu þeirra Magnúsar og Tryggva, er meirihluti nefndarinnar synjaði þeim um hlutfallskosningu; það sjá því allir, að það eru Framsóknar- mennirnir 3, sem ráðið hafa kosningu þeirra Magnúsar og Tryggva. Að fyrir þeim hafi vakað skilyrðíslaus afsetnitig Sigurðar, skal eg ekki rengja Jónas um, honum munu kurinug vinnubvögð flokksbræðra sinna og hugaiþel í garð Sigurðar. En fiam- koma Tryggva efíir endurkosninguna gagnvart Sigurði ber hér glegst vitni. Tii að sýna, að eg fari hér rétt með gang þessa máls í landbúnaðarnefnd Al- þingis 1926, gefeg hér einum nefndar- manninum, Árna Jónssyni, orðið: »Eins og kunnugt er, eru þingkjörnu fulltrúarnir í stjórn Búnaðarfélagsins kosnir af landbúnaðarnefndum beggja deilda sam- eiginlega. I" landbúnaðarnefnd neðri deild- ar eiga 5 menn sæti, en í efri deildar nefnd- inni 3. Þessir áttu sæti í landbúnaðar- nefnd neðri deildar: Árni fónsson, Hákon Kristójersson og Jón Sigurðsson kosnir af íhaldsflokknum og Halldór Stejánsson og Jörundur Brynjóljsson kosnir af Fram- sóknarflokknum. í efri deild nefndarinnar áttu sæti: Ágúst Helgason kosinn af Fram- sóknarflokknum, Eggei;t Pálsson og Gunn- ar Ólafsson, kosnir af íhaldsflokknum. Af þessum 8 mönnum, sem fjalla áttu um kosninguna hafði Íhaldsflokkurinn þannig 5 fulltrúa, en Framsóknarflokkurinn þrjá. Postulinn skrifar : »Og í staðinn (þ. e. a. s. fyrir V. St.) setti stjórnarflokkurinn mann, sem allir vissu að bar sérstakan óvildarhug til Sigurðar forseta.* Þegar til kosninga kom, varð það ljóst, að íhaldsflokkurinn var skiftur. Þrír íhalds- menn, Á. }., E. P. og O. Ó. vildu endur- kjósa Valtý Stefánsson. En tveir vildu heldur Magnús Þorláksson á Blikastöðum. íhaldsmennirnir þrír seni nefndir voru, fóru fram á að höfð væri hlutfallskosning eins og tíðkast hefði. Var gengið til at- kvæða um það og till. feld með 4 atkv. gegn 3. Einn nefndarmannanna, H. St., greiddi ekki atkv. Var síðan gengið tit skriflegrar kosningar. Á. J. og E. P. viku þa af fundi, en þriðji maðurinn, O. Ó., skilaði auðum seðli. Síðan var Magnús á Blikastöðum kosinn í stjórnina með 5 samhlj.atkv.,Framsóknarfulltrúanna þriggja og íhaldsfulltrúanna tveggja. FOOTWEAR COMPANY. Gúmmístígvél með Hvííuœ botni Byrgðir af: Hvítum og brúnum striga- skófatnaði með gúmmíbotnum mnusKor BERNHARD KJÆR Gothersgade 49, Köbenhavn Telegr. Adr. »HoImstroin« K. Jónas fullyrðir, að Magnús hafi verið kosinn í stjórnina til þess að koma Sigurði búnaðarmálastjóra fiá. Ekkert get eg um það sagf, hvað fyrir þeim vakti, sem að kosningu hans stóðu. En hafi svo verið, þá getur Jónas fyrst og fremst kent það fulltrúum Framsóknarflokksins i landbúnaðarnefndum. Þeir stóðu þar allir sem einn maður. Með þeim var kosningin hreint flokksmál. Hins vegar studdu aðeins tveir íhaldsmenn af' fimm kosningu þessa manns, sem Jónas segir að allir hafi vitað, að borið hafi »sérstakan óvildarhug* til búnaðarmálastjóra. En hvað er um Tryggva Þórhallsson? Hann er kosinn af öllum sömu mönnum og Magnús á Biikastöðum. Ef þessir menn hafa viljað S^»urð feigan í stöðunni og kosið Magnús til þess að koma fram vilja sínum, er þá líklegt að þeir hafi í sömu andránni kosið Tr. Þ. í stjórnina til þess aJ haida hlífiskildi yfir Sigurði? Engum heilvita nianni dettur það í hug Tr. Þ. hafði búið þær ákærur á hendur Sig., sem landbúnaðarnefnd bygði álit sitt á. Allar þessar ákærur hef/r Tr. Þ. endurtekið í greinargerð Búnaðarfélags- stjórnarinnar. Ákærurnar um ofsókn á hendur búnaðarmálastjóranum lenda þess vegna fyrst og fremst á Tr. Þ. Annað mál er það, að Tr. Þ. var í sumar orðið kunnugt um, að málið mundi mælast illa fyrir. Þá gerir hann tilraun til þess að hlaupa frá afleiðingum gerða sinua, með því að skjóta máli sínu til Búnaðarþings.c (Vörður 42. tbl. 1926). Parf hér ekki frekar vitnánna við, að Árni Jónsson viti hér betur en Jónas Þorbergsson. Þá kem eg að þeim orðum J. Þ., er hann segir: »Tr. Þ. vildi að staðan væri Iaus á Búnaðarþingi, sem hafði máiið til ratin- sóknar og úrlausnar. Hann hamlar því, að staðan væri veitt á síðastliðnu hausti. Hann hamlar því, að Sigurð- ur væri á síöastl. vetri rekinn eða jafn- vel borinn út úr húsum Búnaðarfél. Loks leiðir hann málið til þeirra úr- slita, er urðu á Búnaðarþingi.* ! ! Þessi framkoma Tryggva minnir óueitanlega á gainlan kunningja úr Njálu, Björn í Mörk. Birni var svo lýst: »Ok hafði Björn í sínu orðinu, hvórt at hann vildi flýja sem harðast eða hann vildi bíða ok taka í móti.* Það er broslegt eftir að Tryggvi hefir reynt að hafa æru og mannorð af Sigurði með tilbúnum áburði, áð heyra sögur af kostmannlegri vörn Tryggva fyrir málstað Sigurðar, það Iíkist nokkuð raupi Björns í Mörk, er hann sagði Valgerði konu sinni sögur af hugrekkis- og hreystiverkum sínum. »Og hann (þ. e. Tr. Þ.) leiddi II a Rapmótorinn þykir beztur b^ta- og skipamótor í Noregi, og hefir hann fengið þar langmesta úíbreiðslu allra mótora á s.l. 3 árum. Mótorinn er fábrotinn, afar olíuspar, gangviss, ódýr og traustbygður úr úrvals efni. Nokkrir Rapmótorar hafa þegar verið keyptir á Austfjörðum og reynst ágætlega. Aliar uppiýsingar um Rapmótorinn, sem lysthafendur kynnu að óska, gefur undirritaður. Einar Gunnarsson, aðalumboðstnaður fyrir Rapmótorinn á Norðurlandi. málið til þeirra úrslita*), er urðn á Búnaðarþingi,« segir jónas. Það er [)á Tryggva að kenna hin hneykslan- lega meðferð málsins á Búnaðarþingi. Tryggva að kenna að Búnaðarþingið brást trausti manna um »rannsókn og útskurð*, en breiddi loðinn lepp vesaldóms og undanbragða yfir málið. Tryggva að kenna að Sigurður fær aðeins hálfa uppreisn. Tryggva að kenna að Búnaðarþingið leggur blessun sína á brot gegn lögum Búnaðarfélagsins. Tryggva að kenna sá þverbrestur, sem hefir orðið á trausti og tiltrú til Búnaðarþings og Búnaðarfél.stjóinar. Loddaraleik Tryggva í þessu máli verður ekki svarað viðuuandi á annan hátt e» með stöðumissi í stjórn Bf. í. Bændur geta ekki Falið arftaka Björns í Mörk forustu í Búnaðarfélagi ísiands. Grein Jónasar Þorbergss. er ekki endaslepp með Jónasar-háttinn; klikkir hann út með persónulegu níði í minn garð; er það að vísu vanaleg til- hneiging mannsins þessa, en sorglegt vitni þess, hvað lítill og itlur efnivið- ur hefir verið í manninum, þrátt fyrir að hafa þó getað notið handleiðslu föðurs til þessa dags. Ef ummæli J. Þ. um föður minn væru frá þeim manni, sem góðir menn tækju mark á, væru þau þakka- verð, en um leið þungur dómur yfir stefnu Jónasar og hanslíka í »Samvinnu- málum«. Um það vita kunnugir best. Þá er Jónas af venjulegu þrællyndi, að bera mér á brýn, að eg sé ættar og stéttar skömm vegna »uppeldis í skólanum á Svalbarði.® Sennilega ber að skilja þeita svo *) Auðkent af mér. J. L. sem hjá rnér gæti einhverra áhrifa frá bóndanum á Svalbarði, og líkar mér all-vel, því framkoma hans í þjóð- rrtálum og framkvæmdir á Svalbarði bera þess glögt vitni, að hann ann sinni þjóð og er sótni íslenzkra bænda. Annars verður það seint talið lastvert rreðal drenglundaðra manna, að áhrif góðra manna gæti hjá einum og öðrum. Gunnar á Hlíðarenda verður ekki lítils viitur, þótt hann sækti ráð til vitringsins Njáls. En þrællinn Þor- björn Öngull hefir jafnan lítinn sóma af ráðum fóstrunnar. [óh. Laxdal. (Sökmn rúrnleysis í blaðinu, hefir grein þessi orðið að bíða í lengri tíma. Ritstj.) LINOLEUH Margar gerðir fyrirliggjandi — A. B. C. — fæst í verzlun Péturs tl. Lárussonar. Handskorið neftóbak fæst í verzlun Péturs H. Lárussonar. Prentsmiðja Björns Jónssonar.

x

Íslendingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.