Íslendingur - 29.05.1931, Síða 3
ÍSLENDINGUR
3
Verzlniin NORBURLAND
er flutt í hús Bifreiðastöðvar Akureyrar
við Strandgötu.
lnnilegt þakklœti vottum við öll-
utn þeim, er minntust okkar og
sýndu okkur vinarhug á silfurbrúð-
kaupsdegi okkar 12. þ.m
Maren og Einar Gunnarsson.
Innlend:
Undirréttardómur er fallinn í máli
Rórðar Flygenrings. Er hann dæmd-
ur í 18 mánaða betrunarhúsvist og
sviftur æfilangt rétti til að reka eða
stjórna verzlun eða öðru atvinnu-
fyrirtæki. Var dæmdur fvrir svik og
brot á 5 greinum 26. kafla hegn-
ingarlaganna. Beinteinn Bjarnason
var dæmdur í 30 daga einfalt fang-
elsi og Ingólfur Ffygenring í 1500
kr. sekt.
Verkamaðurinii og
fiskverkendur.
Vkm. frá 23. þ. m , segir að fisk-
verkendur hafi brotið taxta verka-
kvennafélagsins í>Eining«. Retta er
alls ekki rétt. Ef fiskverkendur hefðu
gengið að taxta þeim, sem verka-
kvennafélagið setti í vor, og gilda
skyldi frá 1. maí, og síðan ekki
greitt þar ákveðið kaupgjald, þá
hefði verið hægt að segja að þeir
hefðu brotið taxtann. En um þetta
er ekki að ræða, því verkakvenna
félagið hefir alls ekki grenslast eftir
því, hvort íiskverkendur gætu greill
taxta félagsins. Hér er því ekki um
neitt taxtabrot að ræða, heldur það,
að fiskverkendur hafa lýst því yfir,
að þeir gætu ekki greitt hærra kaup,
en í fyrra. Og í raun og veru geta
þeir ekki einu sinni greitt jafnhátt
kaup, þó þeir hafi ákveðið að gera
það f þeirri von, að tíðin verði þeim
hagstæð.
Rað er sannanlegt, að flestir fisk-
verkendur á Akureyri hafa tapað á
fiskverkun s. 1, ár. Regar miðað er
við 20 kr. verkunargjald á stórfisk
og Labradorfisk. Tíðin var stirð frá
ágústmánaðarbyrjun og hefir það
haft sín áhrif. En það sem mestu
hefir valdið um slæma reikningslega
útkomu er hið háa kaupgjald og þó
sérstaklega á fiskþvottinum.
Hvergi á landinu er greitt eins
mikið fyrir fiskþvott og á Axureyri.
Nú er greitt hér 75 aurum meira
fyrir þvott á stórfiskskippundi en á
ísafirði og 30 aurum meira fyrir
Labradorskippund.
Vkm. vitnar í það að verkakonur
á ísafirði haíi 85 uura kaup fyrir
klukkustund en einnugis 70 aura
hér. Mundi ekki láta nærri að jafn-
mikið sé greitt í kaup fyrir fisk-
verkun hér og á ísafirði þegar til-
lit er tekið til þess, hvað hér er
greitt hærra íyrir fiskþvott en þar?
Vkm. vill setja verkbann á,alla
fiskverkendur, líklega á öllum svíð-
um atvinnu þeirra, til þess að þvinga
þá til að ganga að kauptaxta verka-
kvennafélagsins. Við skulum ætla að
verkbannið nái tilgangi sínum, en
þá þyrfti annað verkbann til þess að
þvinga fiskverkendur að halda áfram
að iáta verka fisk, því enginn þeirra
leggur út í það með hærra kaup-
gjaldi en í fyrra. Til þess yrði að
hækka verkunargjaldið og kæmi það
æði hart við fiskeigendur, útgerðar-
menn og sjómenn, og eitthvað tillit
þarf að taka til þeirra. Rað vilja
fiskverkendur gera jafnframt því
sem þeir vilja halda við þessari al-
vinnugrein, fiskverkun, sem'er mjög
þægileg kvenfólki og unglingum
Fiskverkpn á Akureyri færir íbú-
unum líklega um 300 þús. króna at-
vinnu. Ress myndi einhversstaðar
vart, ef þessi, alvinnugrein legðis
niður og verkalaunin féllu í hendur
útlendinga t. d. Englendinga. En til
Englands er árlega fiutt mikið af
óverkuðum fiski, sem svo er verk-
aður þar. Slíkur útfiuthingur myndi
aukast, ef kaupgjaldsboginn hér
heima yrði spentur of hátt.
Eftir að þetta er skrifað hefir
birst í Vkm, ein hin svívirðilegasta
grein, sem þar hefir birst og er þá
langt til jafnað. Greinin eru sam-
fléttaðar svivirðingar um fiskverk-
unarstúlkur. Greinin telur fiskvei k-
unarstúlkur lifa á sama stigi og
dyrin, en kreíjist þess þó að fá að
lifa á æðra stigi, en atvinnurekend-
ur standi þar á móti með því að
ganga ekki inn á kauptaxta verka-
kvennafélagsins.
Kaflinn, »Launakúgun og vinnu-
þrælkun« í greininni er svo ósvíf-
inn, að það er varla að slíkt geti
hafa fæðst í huga nokkurs kven-
manns. Eða geta fiskverkunarstúlk-
ur tekið það til sín að þær vanræki
heimilin, eiginmann og börn eins og
þar er lýst. Ég geri ráð fyrir að
þær láti einmitt það sitja í fyirrúmi
fyrir öllu öðru.
Setningarnar, 'pœr verða seint
taldar allar syndir auðdrottnanna i
garð kvenna. Meö launakiigun og
þrœlkun hej'ir peim tekist að gera
kynferðið aö verslunarvöru)«, er ekki
hægt að skilja á annan hátt en þann
að íiskverkunarstöðvarnar séu vænd-
iskvennahús og þarf þá ekki að íara
í graígötur um hverjar »Verkakon-
an« ætlar að séu vændiskonurnar.
En svo virðist að »Verkakonán« sé
ánægð yíir slíku bara, ef kauptaxt-
inn sé greiddur.
Hinar tilvitnuðu setningar hljóta
að vekja kröfu fiskverkunarstúlkna
um að greinarhöfundur gefi sigfram,
og að fiskverkunarstúlkur geti fylgt
sama félagsskap áfram og greinar-
höfundur er útilokað.
Fiskverkunarstúlkur! Munið kinn-
hestinn. K.
Leiðréfting.
í 22. tbl, í greininni uin landsreikning-
inn 1929 hafa af rnisgáningi nokkrar
línur fallið niður á einum stað og ineð
því raskast frásögnin. Klausan, sem
þetta óhapp kom fyrir, átti að hljóða
svo: „Til skýrslugerða, utan hagstofu
og stjórnarráðs, hefir verið varið rúm-
lega 14 þús. kr. — og þessutan er full-
yrt að um 100 þús. kr. hafi gengið í
ýmiskonar nefndastarfsemi, þó minnst af
því komi fram á reikningum, og hefir
allt þetta fé verið greitt í heimildarleysi.
— Pá eru færðar til útgjalda kr. 9450,00
fyrir „Útdrátt nokkurra mála“ og spyrj-
ast endurskoðunarmenri fyrir um hvern-
ig á þeim greiðalum standi — en stjórn-
in neitar að svara, segir að almenningur
fái að vita það á sinum tíma. — Slík
svör gefur stjórnin trúnaðarmönnum Al-
þingis.“
Sel mold
og plöntur á mánudögum. Heima
kl. 10-12 f. h.
JÓN BALDVINSSON.
1 eða 2 stúlkur
vantar í kaupavinnu í sumar að
Höfða í Höfðahverti. Nánari upp-
lýsingar gefur
SVEINN ÞÓRÐARSON,
hjá K.E.A.
Ur heimahðgum.
Kirkjan: Messað á Akureyri kl. 11 f.lr.
á sunnudaginn.
Framboðsfundurinn, er halda átti lrér á
annan í Hvitasunnu, fórst fyrir vegna
veikinda frambjóðanda Sjálfstæðisflokksins
— Guðbrandar Isbergs. — Lagðist hann
á laugardaginn í slæmri kvefsótt, með
háum hita, og hefir legið rúmfastur síð-
an. í gær var hanu hitalaust og mun
að líkmdum geta tekið þátt í framboðs-
fundinum sem nú er ákveðið að haldinn
verði í Samkomuhúsinu á sunnudaginn
og hefjist kl. 4 síðd.
Dr. Alexandrine kom í gærkvöldi. - -
Margt farþega, þar á. m. Pórsteinn Sig-
valdason veiziunarstjóri og Ingvar Guð-
jónsson útgerðarmaður.
Guðm. Pétursson úlgeiðarmaður hefir
verið kosinn af útgerðarmönnum í út-
flutningsnefnd Síldareinkasölunnar í stað
Ásgeirs bróður síus, og Jón Arnesen kon-
súll varamaður.
Rússavíxlarnir, fyrir síldinni frá í fyrra,
hafa nú verið seldir. Gaf ríkisstjórnin
— með samþykki allra þingflokkanna —
ríkisábyrgð fyrir þeiin, svo hægt væri að
selja þá. — Útborgun á hlut útgerðar-
nranna og sjómanna mun fara fratn iiæstu
daga, og verður úlborgað kr, 1,50 á luniiu,
Prófessor Þórður Sveinsson kom með
Drotningunni,- Verður hauri prófdómari
við stúdentspróf Menntaskólans hér.
Ljðsmóðirin jórunn Bjarnadóltir er flutt
í Oddeyrargötu 38.
Leiðréttingar. 1 tilkynningu um útdrátt
skuldabréfa U M.F.A, í síðasta blaði hafði
rnisprenlast 1831 fyiir 1931, 75 fyrir 76 og
talan 131 fallið burtu.
Hjúskapur. Ungfrú Pórunn Einarsdótl-
ir og Reimar Þórðarson bílstjóri, tingfiú
Sigurlina Aðalsteinsdóttir og Adam Magn-
ússon smiður. Ungfrú Jóhanua Krisljáns-
dóttir og Guðm. Pórarinnsson smiður.
Hér og þar.
Kjördæinaverzlun Framsóknar.
Einar Árnason fyrv. fjármálaráð-
herra lýsti það ósannindi á fundin-
urn á Hrafnagili, að nokkurt makk
haíi verið milli Framsóknar og
jafnaðarmanna í þingbyrjun í vetur,
eða síðar um kjördæmabreytingar,
þó vera kynni að jafnaðarmenn
hefðu eitthvað fært þetta í tal og
flytur Dagur í gær yfirlýsingu frá
miðstjórn Framsóknar, er gengur í
sömu átt. — Aftur* hafa bæði Héð-
inn Valdemarsson og Jón Baldvins-
son, aðalforingjar jafnaðarmanna,
lýst hinu gagnstæða fíir. Hafa þeir
lýst því yfir, að þeir hali átt í lang-
varandi samningum við Framsóknar-
ráðherrana fyrri hluta þingsins, um
breytta kjördæmaskipun, og hafi
stjórnin boðist til að gera Sigluíjörð
og Norðfjörð að sérstökum kjör-
dæmdm, og jafnvel vera því fylgj-
andi að bæta einum þingmanni við
Reykjavík, en jafnaðarmenu vildu
vrðtækari breytingar á kjördæma-
skipuninni. Segist Héðni Valde-
marssyni svo frá um það sem síðar
gerðist:
»Regar ráðherrana fór að gruna
að við jafnaðarmenn værum farnir
að tala við Sjálfstæðismenn um
stjórnarskrárbreytingarnar, þá kom
Tryggvi Rórhallsson að máli við
okkur. Talaði hann þá bæði við
mig og Jón Baldvinsson, Ráðlagði
Stór brjóstnál
með upphleyptri steinmynd í silf-
urumgerð, tapaðist á 2. í Hvítasunnu.
— Skilist gegn fundarlaunum til frú
Tulinius, Iiafnarstræti 8.
hann okkur, að við skyldum semja
við Sjálfstæðismenn um kjördæma-
skipunina, og komast eins langt í
þeim samningum, eins og við frek-
ast gætum teygt Sjálfstæðismenn,
fá-hjá þeim eins hagkvæm tilboð
fyrir okkur og hægt væri. Lagði
hann ennfremur þau ráð á, að við
skyldum ekkert afgera um afstöðu
okkar jafnaðarmanna, en koma aftur
til Framsóknarmanna, og þá skyldu
Framsóknarmenn ganga að hag-
kvæmari samningum við Alþýðu-
flokkinn, en Sjálfstæðismenn hefðu
verið fáanlegir til. Hvað eftir ann-
að kom Tryggvi Rórhallsson til
okkar í þessum erindum. Hans ráð
voru ennfremur þau, að við kosn-
ingarnar í surnar ætti Framsókn að
nota það sem vopn í baráttunni, að
Sjálfstæðismenn hefðu gert Alþýðu-
flokknum tilboð í þessu efni.«
Helir Héðinn skýrt þannig frá á
fundum víða um landið, en jaíníramt
getið þess, að jafnaðarmenn haii
ekkert sinnt þessum málaleitunum
Tryggva. Framsóknarþingmaður-
inn fón i Stóradal hefir á fundi á
Blönduósijátaö frásögn Héðins rótta
vera og má þvf ganga út frá því
sem nokkurnvegin gefnu, að yfir-
iýsing miðstjórnarinnar er tii þess
eins framkomin, að slá ryki í augu
bænda. Það nui telja fullsannað,
að Tryggvi Pórhallsson hejir boðið
jaj'naðarmönnum samviumt um aö
breyta kjördæmaskipuninni eins og
. þeim best Ukaði — og átti fylgi
peirra að koma í móti.
Töp bankanna.
Framsóknarloddarnir revna að
leggja töp bankanna, síðustu
10—12 árin, að dyrurn Sjálfstæðis-
flokksins; honum eða íhaldsttokkn-
um gamla. séu þau aðallega að
kenna. Állir vita að ræturnar að
hinum miklu töpum bankanna ná
miklu lengra fram en bæði Ihalds-
ílokkurinn og arftaki hans Sjálf-
stæðisflokkurinn — eða til næstu
áranna eitir að stríðinu mikla lauk.
Árið 1920 var efiaust erfiðasta
verzlunarárið, sem komið hefur hér
á landi. Rá steig enend vara um
helming, en innlend vara féll um
helming. Bændur landsins, jafnt og
aðrir atvinnurekendur, urðu hart úti
eftir þá geysikreppu — og verður
engum stjórnmálaflokki um hana
kennt — og hvað sízt Sjálfstæðis-
flokknum. Ef kenna ætti íslenzkum
stjórnmálaflokki töpin, þá yrði að
minnsta kosti að láta skuldina skella
á þeim flokkum, sem þá voru starf-
andi en öðrum ekki. Af stjórn-
málaflokkunum þremur, sem nú
starfa — kommúnistar koma í þessu
sambandi ekki til greina — voru
tveir stofnaðir fyrir 1920, Fram-
sókn og Alþýðuflokkurinn. íhalds-
flokkurinn, sem er aðaluppistaða
núverandi Sjálfstæðisflokks, var ekki
stofnaður íyr en á þingi 1924. —
Aftur hafði Framsókn verið stjórn-
arflokkur mest allan tímann frá
1917 fram að stofnun íhaldsflokks-
ins, og ber frekast allra stjórn-
málalfokkanna ábyrgð á töpum