Fréttablaðið - 20.06.2011, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 20.06.2011, Blaðsíða 1
veðrið í dag MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar – mars 2011 KJARAMÁL „Ég sé ekki forsendur fyrir því að ráðast í stórfram- kvæmdir í vegagerð, byggðar á vegatollum, á þessu stigi málsins,“ segir Ögmundur Jónasson innan- ríkisráðherra spurður um afstöðu sína til gagnrýni aðila vinnu- markaðarins um seinagang í fram- kvæmdum á vegum hins opinbera. Hann segir almenna andstöðu við slíka fjármögnun framkvæmda. Ráðherra fundaði með full trúum ASÍ og Samtaka atvinnulífsins (SA) í gær eftir að þau síðarnefndu höfðu lýst því yfir að meintur skortur á efndum ríkisstjórnar- innar hefði sett endurskoðun á forsendum nýgerðra kjarasamn- inga í uppnám. Í dag eða á morgun kemur í ljós hvort ASÍ og SA telji forsendur vera fyrir þriggja ára samningum eða hvort þeir verði ógiltir og aðfararsamningur látinn gilda til loka janúar 2012. „Spurningin snýst um hraða framkvæmda og hvernig er greitt fyrir þær,“ segir ráðherra. Hann bætir þó við að stjórnvöld leggi sex milljarða króna í nýfram- kvæmdir í vegamálum í ár og fimmtán milljarða alls. „Verkefni okkar er að nýta fjár- muni með þrennt í huga í senn: Bæta samgöngukerfið, auka umferðaröryggi og skapa sem flest störf við framkvæmdirnar.“ Hann segir rangt að uppkomin staða skapi forsendubrest varðandi kjarasamninga SA og ASÍ. „Við ætluðum að fara yfir stöð- una og reyna að fá niðurstöður varðandi flýtiframkvæmdir en nú standa mál þannig að það eru ekki forsendur til að ráðast í fram- kvæmdir fjármagnaðar með veg- tollum. Þetta er raunsætt mat og í anda þess sem almenningur vill.“ Pétur Reimarsson, forstöðu- maður hjá SA, hafnar þessum rökum ráðherra og segir tafir á stórframkvæmdum áhyggjuefni. Pétur segir SA hafa lagt áherslu á að hægt sé að ráðast í fram- kvæmdir núna þar sem gjaldtaka hefjist ekki fyrr en að verki loknu. „Okkar sýn er sú að aðstæður í samfélaginu verði þá töluvert öðruvísi en í dag og að sú viðbótar- gjaldtaka sem framkvæmdum fylgi verði hófleg. Þetta séu arð- bærar og góðar framkvæmdir sem skipti miklu máli. Við slíka heildar- endurskoðun yrði þetta hagstætt fyrir allt þjóðfélagið.“ Varðandi endurskoðun á forsend- um kjarasamninga segir Pétur að þetta sé hluti af heildarmyndinni. „Þetta er þáttur í því hvort við komum hagvexti og atvinnusköpun í gang og hvort þjóðfélagið komist út úr vandanum og það lítur ekki vel út.“ - þj / sjá síðu 4 Mánudagur skoðun 12 2 SÉRBLÖÐ í Fréttablaðinu Allt Fasteignir.is 20. júní 2011 141. tölublað 11. árgangur Nú standa mál þannig að það eru ekki forsendur til að ráðast í framkvæmdir fjármagnaðar með vegtollum. Þetta er raunsætt mat og í anda þess sem almenningur vill. ÖGMUNDUR JÓNASSON INNANRÍKISRÁÐHERRA Spennandi tækifæri Herborg Eðvaldsdóttir er á leið í starfsnám hjá Kahla í Þýskalandi. allt Hlýtur gullverðlaun Emilía Borgþórsdóttir iðnhönnuður verðlaunuð á virtri húsgagnasýningu. tímamót 14 Sölufulltrúi: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Herborg Eðvaldsdóttir er á leið í starfsnám í postulínsverksmiðjunni Kahla í Þýskalandi. Sýningin Hlutirnir okkar stendur nú yfir í Hönnunarsafni Íslands í Garðabæ. Þar gefur að líta fjölbreytt úrval af safngripum í eigum safnsins. Má þar nefna verðlaunalampann Heklu frá 1962 eftir Jón Ólafsson og Pétur B. Lúthersson húsgagna- hönnuði sem safnið fékk að gjöf í tilefni sýningarinnnar. Spennandi tækifæriÞ etta verður skemmtileg upplifun,“ segir Her-borg Eðvaldsdóttir, einn þriggja nemenda Myndlistaskólans í Reykjavík sem valdir voru í starfsnám í postulínsverksmiðjunni Kahla í Þýskalandi. Tilkynnt var um valið á alþjóð-legu sýningunni DMY í Berlín á dögunum, þar sem sjö nemendur skólans sýndu verk sín.„Við fáum fullan aðgang að verkstæðum, efnum og sérfræðingum verksmiðjunnar í þrjár vikur. Það hljómar ekki langur tími en ofnarnir eru öfl-ugir og vinnuferlið gengur hraðar en hér,“ segir Herborg. Hún segir spennandi að fá að kynnast starfsemi svo stórrar verksmiðju og að starfs-námið geti opnað ýmsa möguleika í framtíðinni.Herborg sýndi samsettan blómavasa í Berlín. „Ég var orðin leið á að leita eftir vasa sem hent-aði undir blómvendi. Ég gerði því vasa sem hægt er að stækka og minnka eða raða saman eins og skúlptúr. Eins er hægt að snúa stykkjunum við og nota sem kertastjaka,“ segir Herborg, sem sér sjálf um framleiðslu vasans. „Ég er að koma mér upp vinnuaðstöðu og kemst vonandi af stað í haust. Draumurinn er auðvitað að láta fjöldaframleiða hann.“Nánar má kynna sér verk nemendanna á síðunni www.atriptothefactory.com. heida@frettabladid.is Gleðilegt grillsumar www.weber.is Bonito ehf. Friendtex Faxafen 10, 108 Reykjavík, sími: 568 2870 - www.friendtex.is Opnunartími:mánud.-föstud. kl. 11:00 - 18:00 Lokað laugardaga ÚTSALA MIKIÐ ÚRVALAF FALLEGUM FATNAÐI FASTEIGNIR.IS Inná www.landmar .is er hægt að panta verðmat ða selja í sölu. ...Og við höfum samband um hæl! Land ark fasteignasala - Þú hringir – við seljum! KÍKTU INNÁ WWW.LANDMARK.IS – ÖFLUGUR HÓPUR SÖLUMANNA! SÍMI 5 900 800 Ólafur B. Blöndal, löggiltur fasteignasali. 20. JÚNÍ 2011 25. TBL. Hraunhamar fasteignasala hefur til sölu glæsilegt einbýli á einni hæð með sérstæðum bílskúr í Hafnarfirði. E inbýlið stendur við Steinahlíð í Hafnarfirði og er í heildina 168 fermetrar.Góður inngangur er á húsinu og komið er þvottaherbergi með sérútgangi er einnig í fasteign-inni. Í svefnálmu eru tvö góð barnaherbergi með skáp. Þá er rúmgott svefnherbergi með skáp og útgangi út í garðinn. Einnig er flísalagt baðherbergi með baðkari, sturtuklefa, vandaðri innréttingu og glugga. Innfelld halógenlýsing er í stofu, borðstofu og sjón-va kál Þ Einbýli á rólegum stað Eignin er fullbúin og vönduð. Lactoghurt daily þ j g innar og komið á jafnvægi. Ráðlagður dagskammtur er 1 hylki á dag. Lactoghurt fæst í apótekum. S 1 1 3 0 1 3 Einstök blanda mjólkursýrugerla fiskurinn Mánudags Fáðu uppskriftina á gottimatinn.is viðarparket Verðdæmi: Eik 3ja stafa kr. 3.990 m2 Skútuvogi 6 - Sími 568 6755 Með nál og tvinna á lofti Charlies-stelpurnar sitja sveittar og sauma. fólk 26 NOKKUÐ BJART Í dag verður fremur hægur vindur víðast hvar. Bjart með köflum SV-lands en líkur á skúrum seinnipartinn. NA-lands léttir til með deginum. VEÐUR 4 7 12 8 6 8 Þurftum meiri tíma Eyjólfur Sverrisson fer yfir þátttöku Íslands í EM U21 í Danmörku. sport 22 FÓLK Íslenski arkitektinn Gulla Jónsdóttir hefur fengið það verkefni að endurhanna hið fræga kvikmyndahús Grauman‘s Chinese Theatre í Hollywood. Húsið var vígt árið 1927 og á sér mikla sögu, þar sem Óskarsverðlaunahátíðir voru haldnar þar á árum áður. Margir tengja húsið við hina sögufrægu stétt framan við leikhúsið þar sem sjá má handarför yfir á annað hundrað stjarna í steypunni. „Þetta er rosalega spennandi verkefni en húsið er friðað, þannig að fara verður varlega. Mig langar að endurskapa þennan gamla Hollywood- glamúr sem tilheyrir fortíðinni,“ segir Gulla þegar Fréttablaðið nær af henni tali. Gulla stendur í stórræðum því á dögunum hlaut hún verðlaun í arkitektúr í flokki næturklúbba fyrir hönnun næturklúbbsins Roxbury í Hollywood. Verðlaunin eru veitt árlega af tímaritinu Hospitality Design og þykja mikil viðurkenning. Mynd af nætur- klúbbnum prýðir forsíðu tímaritsins um þessar mundir. Auk þessa á Gulla í sam- starfi við franska hönnuðinn Phillippe Starck um hönnun innandyra á Bellagio-hótelinu í Las Vegas. - jma Gulla Jónsdóttir arkitekt hlaut verðlaun fyrir hönnun næturklúbbs í Los Angeles: Endurskapar gömlu Hollywood FÓLK Gunnlaugur Sigurðsson, sem útnefndur er Reykvíkingur ársins 2011, rennir fyrstur fyrir lax þegar veiði hefst í Elliðaánum í dag. Með því er brotin áratuga hefð fyrir því að borgarstjórinn í Reykjavík ríði á vaðið í ánum í boði Stangaveiðifélags Reykja- víkur. Gunnlaugur, sem er 79 ára fyrrverandi lögreglumaður, býr í Fellsmúla. Nágrannar segja hann hafa haldið sameign og lóðum fjölbýlishúsanna við Fellsmúla 13 og 15 hreinum í áratugi án þess að þiggja greiðslu, auk þess að hreinsa burt illgresi við gang- brautarkanta í nágrenninu. „Gunnlaugur hefur alla burði til þess að vera í hópi fyrir- myndar Reykvíkinga, sem láta sér annt um umhverfi sitt og stuðla jafnframt að friðsælu sam- býli fólks með ólíkar skoðanir og viðhorf,“ segir í tilkynningu frá borgaryfirvöldum. - gar Borgarstjóri fær staðgengil: Lögreglumaður á eftirlaunum fyrstur í laxinn Stórframkvæmdir í biðstöðu Innanríkisráðherra segir ekki forsendur fyrir stórframkvæmdum í vegagerð vegna almennrar andstöðu við vegatolla. Breyti þó engu varðandi kjarasamninga. SA segir tafir á framkvæmdum vera mikið áhyggjuefni. GULLA JÓNSDÓTTIR ANNIR Á KVENNAFRÍDEGI Sjá mátti og reyna verklag fyrri tíma á Árbæjarsafninu í blíðunni á Kvennafrídeginum í gær. Ásta Fanney leiðbeindi Rögnu Dúu og Kolbrúnu Köru við að vinda þvott með gamla laginu og Guðrún fylgdist með. FRÉTTABLAÐIÐ/HAG

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.