Fréttablaðið - 20.06.2011, Page 4
20. júní 2011 MÁNUDAGUR4
VEÐURSPÁ
Alicante
Basel
Berlín
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
27°
25°
20°
16°
18°
23°
19°
19°
27°
19°
28°
27°
36°
20°
23°
25°
18°Á MORGUN
Fremur hægur vindur
víðast hvar.
MIÐVIKUDAGUR
Fremur hægur vindur
víðast hvar.
7
10 8
5
6
9
8
87
6
11
9
12
9
8
8
3
3
5
5
3
45
4
5
4
2
710
6
7
5
ÁGÆTT Fremur
hæg N- og NA-
læg átt víðast hvar
næstu daga. 5-15
stig að deginum,
hlýast SV-lands.
Líkur á næturfrosti
í innsveitum NA-
lands. Gera má ráð
fyrir einhverjum
skúrum SV-lands
næstu daga.
Snjólaug
Ólafsdóttir
veður-
fréttamaður
ÍTALÍA, AP Umberto Bossi, formaður
Norðurbandalagsins á Ítalíu, hefur
sett forsætisráðherranum Silvio
Berlusconi
afarkosti fyrir
áframhaldandi
samstarfi.
Berlusconi
hefur beðið
hvert áfallið
á fætur öðru
undan farna
mánuði en Bossi
segir engu að
síður að óskynsamlegt sé að efna
til kosninga nú.
Í ræðu á ársfundi Noðurbanda-
lagsins í gær setti hann ströng skil-
yrði fyrir framtíðarstuðningi.
Bossi krefst þess meðal annars
að skattar lækki, tvö ráðuneyti hið
minnsta verði flutt til norðurhluta
landsins og hernaði verði hætt í
Líbíu. - þj
Norðurbandalagið á Ítalíu:
Setur Berlus-
coni úrslitakosti
RÚSSLAND Rússneski aðgerðar-
sinninn Jelena Bonner er látin
eftir langvinn veikindi, 88 ára að
aldri. Lést hún í
Bandaríkjunum
á laugardag.
Bonner var
virk í baráttu
fyrir mannrétt-
indum í Sovét-
ríkjunum á
sjöunda áratug
síðustu aldar.
Árið 1972 gift-
ist hún kjarnorkuvísindamann-
inum Andrei Sakharov, sem vann
friðarverðlaun Nóbels þremur
árum seinna.
Hátt settir evrópskir stjórn-
málamenn minntust á laugardag
baráttu Bonner fyrir mannrétt-
indum. - mmf
Hátt settir minntust Bonner:
Jelena Bonner
lést á laugardag
UMBERTO BOSSI
JELENA BONNER
SAMGÖNGUR Sveitarstjórnarfólk á
Suðurlandi segir andstöðu almenn-
ings við vegtolla ekki þurfa að
standa nauðsynlegum vegafram-
kvæmdum fyrir þrifum. Ögmund-
ur Jónasson innanríkisráðherra
sagði að loknum fundi með aðilum
vinnumarkaðarins í gær að sökum
andstöðu almennings og atvinnu-
rekenda væru ekki forsendur til að
ráðast í stórframkvæmdir á grund-
velli vegtolla.
Aldís Hafsteinsdóttir, bæjar-
stjóri í Hveragerði, segir ótrúlegt
að ekki skuli enn vera hafnar fram-
kvæmdir við Suðurlandsveg.
„ Þ a ð m á
áfangaskipta
þessu meira en
hingað til hefur
verið ráðgert
og hefja þann-
ig framkvæmd-
ir strax, þrátt
fyrir að þær
muni taka lengri
tíma. Það má svo
bæta því við að
vegfarendur borga í dag háar upp-
hæðir til ríkisins, til dæmis í formi
eldsneytisskatta, sem fara að stóru
leyti í aðra málaflokka.“
Aldís segir „órofa samstöðu“
meðal sveitarstjórnarfólks á
Suður landi um að íbúar svæðis-
ins skuli sitja við sama borð og
aðrir landsmenn hvað varðar fjár-
mögnun nauðsynlegra vegafram-
kvæmda.
„Það er skilyrðislaus krafa
okkar. Að öðrum kosti hljótum
við að gera ráð fyrir því að allar
vegaframkvæmdir á Íslandi verði
héðan í frá fjármagnaðar með veg-
tollum, hvort sem um er að ræða
innanbæjar í Reykjavík, yfir
Hellisheiðina, eða hvar sem er á
landinu.“ - þj
Krefjast þess að framkvæmdir hefjist við Suðurlandsveg strax, óháð andstöðu almennings við vegtolla:
Sunnlendingar sitji við sama borð og aðrir
ALDÍS
HAFSTEINSDÓTTIR
VILJA HEFJA FRAMKVÆMDIR Sveitar-
stjórnarfólk á Suðurlandi vill að fram-
kvæmdir hefjist strax við Suðurlandsveg.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
GENGIÐ 16.06.2011
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is
ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is RAÐAUGLÝSINGAR/FASTEIGNIR SÍMI 512-5403:
Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
220,5547
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
116,59 117,15
187,83 188,75
164,39 165,31
22,039 22,167
20,924 21,048
17,896 18,000
1,4444 1,4528
184,74 185,84
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
OSTBORGARI MEÐ FRÖNSKUM + CARLSBERG Á KRANA
20 viðskiptavini þarf til að virkja tilboðið
HÓPKAUP.IS Í DAG
í krafti fjöldans
hópkaup.is
790 kr. GILDIR Í 24 TÍMA
1.750 kr.
Verð
55%
Afsláttur
960 kr.
Afsláttur í kr.
PI
PA
R\
BW
A
TB
P
•
SÍ
A
•
11
155
31
STJÓRNMÁL „Eflaust er eitthvað
sem má endurskoða en ég tel að
við munum byggja á þeim grunni
sem þarna er til staðar,“ segir Lilja
Rafney Magnúsdóttir, formaður
sjávarútvegs- og landbúnaðar-
nefndar Alþingis, um niður stöður
sérfræðihóps sjávarútvegs-
ráðherra um hagræn áhrif frum-
varps hans um fiskveiðastjórn.
Sérfræðihópurinn segir þær
breytingar sem felist í frumvarpi
Jóns Bjarnasonar sjávarútvegs-
ráðherra vegi að rekstri og stöðu
sjávarútvegsfyrirtækja og draga
úr arðsemi af fiskveiðum. Hægt
væri að styrkja byggðir með
öðrum hætti en að beina þang-
að veiðiheimildum. Undir þetta
tók Björn Valur Gíslason, flokks-
bróðir Lilju í sjávarútvegsnefnd,
í Fréttablaðinu á laugardag. Nýta
mætti arðinn af fiskveiðiauðlind-
inni til að búa til ný atvinnutæki-
færi.
Lilja segir að líta verði á
heildar myndina, sem hafi fleiri
víddir en aðeins fjárhagslegar.
„Kannski ætti hrunið að kenna
okkur það að við þurfum að horfa
á hlutina út frá fleiri þáttum en
bara köldum markaðshyggjulög-
málum. Þeir landshlutar sem
liggja vel að miðunum verða að
geta treyst því að þeir geti byggt
afkomu sína í grunninn á sjávar-
útvegi og vinnslu og þjónustu-
greinum sem snúa að þeim geira,“
segir hún og undirstrikar mikil-
vægi þess að horft sé á málið í
stóru samhengi:
„Við getum alveg látið reikna
það út að einhver 300 þúsund
manns á eyju út í ballarhafi gætu
verið einhvers staðar allt annars
staðar og látið togara Evrópu-
sambandsins sækja fisk í sjó við
strendur Íslands. Það væri alveg
hægt að gera þannig hagfræðilega
úttekt og sýna fram á að það borg-
aði sig ekki fyrir okkur eyjar-
skeggja að vera yfirhöfuð uppi á
þessu skeri,“ segir Lilja.
Greinargerð sérfræðihóps
sjávar útvegsráðherra verður nú
að sögn Lilju vegin inn í heildar-
endurskoðun á kerfinu. Fengnar
verði fleiri umsagnir í sumar.
Síðan verði nýtt frumvarp lagt
fram í október.
„Byggt verður á þeirri stefnu
beggja ríkistjórnarflokkanna að
endurskoða fiskveiðistjórnun-
arkerfið með heildarhagsmuni
þjóðar innar í huga,“ segir Lilja
og ítrekar að hún telji fráleitt
að ætla að segja við fólk á svæð-
um sem liggi vel við sjósókn að
reiknað hafi verið út á borðum
hagfræðinga að ekki borgi sig að
þessi byggðarlög hafi atvinnu af
sjósókn.
„Ég er ekki farin að sjá að það
borgi sig að þær byggðir sem
liggja vel að fiskimiðunum hafi
ekki möguleika á að draga afla í
land – það er þá einhver hagfræði
sem ég skil ekki.“ gar@frettabladid.is
Hagfræðingar gætu
reiknað þjóðina burt
Formaður sjávarútvegsnefndar segir stjórnarflokkana áfram byggja á frum-
varpi um fiskveiðistjórnum þrátt fyrir gagnrýni sérfræðihóps. Sú hagfræði að
það borgi sig ekki að sækja sjó frá stöðum næst fiskimiðunum sé óskiljanleg.
LILJA RAFNEY MAGNÚSDÓTTIR Formaður sjávarútvegsnefndar, sem hér sést í brúnni
á leið á sjóstöng frá Suðureyri við Súgandafjörð, segir það sína hugmyndafræði að
sjávarútvegsbyggðarlög eigi að hafa möguleika á sjósókn til að skapa sér grundvöll.
MYND/ÚR EINKASAFNI
MENNTAMÁL Háskólinn í Reykja-
vík hefur tekið við 200 milljóna
króna framlagi sem ætlað er til
eflingar starf-
semi og rann-
sókna innan
skólans. Frá
þessu greindi
rektor Háskóla
Reykjavíkur,
Ari Kristinn
Jónsson, í ræðu
sinni við braut-
skráningu 470
nemenda frá skólanum á laugar-
dag.
Bakhjarlar skólans standa að
framlaginu, Samtök iðnaðarins,
Samtök atvinnulífsins og Sjálfs-
eignarstofnun Viðskiptaráðs
Íslands um viðskiptamenntun. Í
ræðu Ara kom fram að háskól-
inn í Reykjavík útskrifaði tvo
af hverjum þremur sem lykju
tæknimenntun á háskólastigi. - jma
Háskólinn í Reykjavík:
Framlag frá
atvinnulífinu
ARI K. JÓNSSON
HEILBRIGÐISMÁL Þórir Kr. Þóris-
son, fyrrverandi bæjarstjóri í
Fjallabyggð, hyggst hjóla frá
Seltjarnarnesi til Siglufjarðar
og hefst ferðin á morgun. Þórir
hjólar til styrktar Iðju, dagvist
á Siglufirði sem veitir fötluðum
einstaklingsmiðaða dagþjónustu.
Markmið ferðarinnar er að
vekja athygli á starfsemi Iðju og
safna fyrir svokölluðu „skynörv-
unarherbergi“, sem er mikilvægt
hjálpartæki við þjálfun fatlaðra,
en vegna fjárskorts hefur ekki
tekist að innrétta slíkt.
Hægt verður að styrkja
söfnun ina með því að leggja inn á
reikningsnúmer: 1102-05-402699,
kt. 580706-0880 í Sparisjóði
Siglufjarðar. - jma
Fyrrverandi bæjarstjóri:
Hjólar til styrkt-
ar fötluðum