Fréttablaðið - 20.06.2011, Page 8

Fréttablaðið - 20.06.2011, Page 8
20. júní 2011 MÁNUDAGUR8 SJÁVARÚTVEGUR „Þetta er mjög góð viðurkenning enda teljum við að fleiri fyrirtæki muni sækj- ast eftir umhverfisvottun,“ segir Gísli Gíslason, ráðgjafi hjá Sjávar- nytjaráðinu, Marine Stewardship Council (MSC), á Íslandi. MSC í Evr- ópu og Gísli hafa gert nýjan samning um samstarf sem felur í sér að Gísli mun starfa áfram f y r i r M S C hér auk þess að vera tengiliður Sjávarnytja ráðsins við Færeyjar. MSC vottar að fiskur komi úr stofnum sem nýttir eru á sjálfbær- an hátt. Alþjóðanáttúruverndar- sjóðurinn (WWF) og stórfyr- irtækið Unilever stofnuðu Sjávarnytjaráðið árið 1966 í því augna- miði að þrýsta á um umbætur í fiskveiði- stjórnun og auka eft- irspurn eftir sjávar- fangi úr sjálfbærum veiðum. MSC lítur heild- rænt á fiskveiðar, ástand fiski- stofna og aðferðir við að ná aflan- um. Merki ráðsins er á vottuðum vörum. Gísli segir áhuga íslenskra fyrir tækja á vottun MSC skýr- ast af því að hún opni þeim dyr að erlendum mörkuðum. Sæmark sjávarafurðir í Reykja- vík fær afhent fyrstu umhverfis- vottun MSC hér á landi á fimmtu- dag. Vottunin er veitt eftir úttekt íslenskra sérfræðinga á nokkrum fiskveiðiútgerðum undir forystu Sæmarks. Fyrirtækin gera út á handfæri, línu og dragnót. Vottun- in gerir Sæmarki kleift að selja þorsk og ýsu erlendis með merki MSC. Umsókn útflutningsfyrir- tækisins Icelandic Group er enn í ferli hjá MSC en fyrirtækið sótti um vottun fyrir þorsk og ýsu fyrir öll veiðarfæri og á öllum miðum. Norsk vottunarstofa vinnur að úttektinni. Umhverfisvottun MSC nær um heim allan og getur nærri að tíu prósent af öllum heimsveiðum séu ýmist þegar með hana eða umsókn um slíkt í ferli. Sem dæmi eru þorskveiðar í Noregi vottaðar og veiðar í Eystrasalti og Norðursjó ýmist í ferli eða komn- ar með vottun. Í byrjun mánaðar báru tíu þús- und vörur merki MSC í 74 löndum. „Þetta er orðin krafa margra stórmarkaða erlendis. Þeir vilja hafa vissu fyrir því að fiskurinn sem þeir kaupa sé úr vel nýttum fiskistofnum og gera kröfu um að fyrirtæki geti sýnt fram á að stofnarnir séu sjálfbærir,“ segir Gísli Gíslason. jonab@frettabladid.is DANMÖRK Danskir karlar eru í áhættuhópi hvað varðar krabba- mein og áunna sykursýki og lifa skemur en kynbræður þeirra í nágrannaríkjunum. Skýrsla á vegum Evrópusam- bandsins var birt nýlega og tók til ástandsins í 33 löndum. Þar kom í ljós að karlar eru almennt við verri heilsu en konur og er þar mörgu um að kenna. Til dæmis eru konur líklegri til að leita til læknis og ef menn fara yfirhöfuð í læknisskoð- un er það oft of seint. Það sem er mest sláandi varð- andi heilsufar danskra manna er tíðni krabbameins, en þarlendum mönnum er afar hætt við að fá krabbamein í endaþarm, eistu og blöðruhálskirtil. „Við höfum ekki gert nóg,“ sagði Svend Aage Madsen, yfirlæknir á Ríkissjúkrahúsinu, í samtali við Berlingske tidende. „Sjúkdómur- inn uppgötvast síðar og dánartíðni er hærri en í öðrum löndum. Málin standa ekki vel í Evrópu, en sérlega illa í Danmörku.“ Félagsskapur um heilbrigðismál karlmanna þar í landi segir bráða þörf vera á sérstakri heilbrigðis- stefnu fyrir karlmenn, bæði hvað varðar fræðslu og meðhöndlun. - þj Við höfum ekki gert nóg. SVEND AAGE MADSEN YFIRLÆKNIR Á RÍKISSJÚKRAHÚSINU Þeir vilja hafa vissu fyrir því að fiskurinn sem þeir kaupa sé úr vel nýttum fiskistofnum.... GÍSLI GÍSLASON RÁÐGJAFI Sæktu um skuldalækkun strax í dag J Ó N S S O N & L E ’M A C K S • jl .i s • S ÍA landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn Ekki þarf að sækja um lækkun fasteignaskulda ef öll áhvílandi lán eru í Landsbankanum. Sækja þarf um ef önnur lánafyrirtæki þurfa að færa niður skuldir. Ekki þarf að sækja um endur greiðslu vaxta. Skilmála og nánari upp- á landsbankinn.is, eða í næsta útibúi. Skuldalækkun Landsbankans verður aðeins í boði í fáeinar vikur. Sæktu strax um að lækka skuldir þínar áður en frestur rennur út. Lækkun fasteignaskulda - Þú sækir um í næsta útibúi Lækkun annarra skulda - Þú sækir um í netbankanum 1. júlí 15. júlí 1 Hver er forseti Sýrlands? 2 Hver er nýkjörinn formaður Kvenréttindafélags Íslands? 3 Edduhótelin héldu upp á stórafmæli um helgina. Hvað eru hótelin gömul? SVÖR Danskir karlar koma illa út úr heilbrigðiskönnun: Tíðni krabbameins og sykursýki er há 1. Bashar Assad 2. Helga Guðrún Jóns- dóttir 3. Edduhótelin eru fimmtíu ára TRÚMÁL Pétur Bürcher, biskup kaþ- ólsku kirkjunnar á Íslandi, hafnar því að kaþólska kirkjan hafi þagað þunnu hljóði þrátt fyrir vitneskju um kynferðislegt ofbeldi innan kirkjunnar. Kaþólski biskupinn sendi frá sér yfirlýsingu á föstudagskvöld vegna umfjöllunar Fréttatímans um kynferðisofbeldi sem fyrr- verandi nemendur við Landakots- skóla höfðu orðið fyrir af hálfu skólastjórans, kennara og sam- starfskonu. Í yfirlýsingunni kemur jafn- framt fram að síðastliðinn vetur hafi biskup kaþ- ólsku kirkjunn- ar fengið bréf þar sem lýst var kynferðis- legri áreitni eins af prestum kirkjunnar, sem var nýlátinn. „Þá kom fram í bréfinu að bróð- ir viðkomandi [brotaþola] hafi orðið fyrir áreitni af hálfu fyrrum skólastjóra Landa- kotsskóla og samstarfskonu hans.“ Í framhaldinu bentu fulltrúar kaþólsku kirkjunnar þolanda hinna meintu brota á að leita til yfirvalda og myndi kirkjan veita alla þá aðstoð sem unnt væri til að upplýsa málið. Biskup var boðaður til fundar í innanríkisráðuneytinu þar sem gerð var grein fyrir viðbrögðum við bréfinu og upplýsti hann að kirkjan ynni að gerð samræmdrar viðbragðsáætlunar við kynferðis- brotum í samráði við biskupa ann- arra Norðurlanda. Þá áréttar bisk- up að kaþólska kirkjan líti mál af þessum toga mjög alvarlegum augum. - mmf Kaþólska kirkjan bendir fórnarlömbum kynferðisbrota á að leita til yfirvalda: Vilja aðstoða við að upplýsa málin PÉTUR BÜRCHER GARÐABÆR Útikaffihús verður starfrækt við Arnarnesvoginn í Garðabæ um helgina og um næstu helgi. Sett hefur verið upp tjald og boðið verður upp á einfaldan mat þessar helgar frá fimmtudegi til sunnudags. Veitingastaðurinn Himinn og haf rekur kaffihúsið, en lóðin við Arnarnesvoginn hefur verið úthlutuð eigendum kaffihúss- ins undir veitingastað. Unnið er að fjármögnun veit- ingastaðarins, sem á að vera með gott útisvæði enda eru fjölmargar gönguleiðir í kring. - þeb Útikaffihús við Arnarnesvog: Boðið upp á einfaldan mat ARNARNES Kaffi og veitingar verða í boði um helgar í sumar. Fyrstu vottun MSC landað Alþjóðleg umhverfisvottun á sjávarfangi opnar út- flutningsfyrirtækjum dyr á erlendum mörkuðum. Áhuginn hér hefur glæðst mikið. Sæmark fær merki Sjávarnytjaráðsins í þessari viku. FISKUR FÆRÐUR TIL HAFNAR Alþjóð umhverfisvottun Marine Stewardship Council opnar íslenskum fyrirtækjum dyr á erlenda stórmarkaði, segir Gísli Gíslason ráðgjafi. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN GÍSLI GÍSLASON UMHVERFISMÁL Fyrirtæki, stofnan- ir og íbúar í Strandabyggð eru nú hvött til að taka þátt í hreinsunar- átaki. „Kvennakórinn Norðurljós reið á vaðið með rusltínslu meðfram vegum á vegum Vegagerðarinnar og Vinnuskólinn í Strandabyggð fegrar umhverfið á hverjum degi. Þá hefur fjöldi íbúa lagt hönd á plóg með hreinsun í kringum bæi, tún og fjörur og í kringum íbúðarhús og götur á Hólmavík sem er til fyrirmyndar,“ segir á heimasíðu Strandabyggðar. - gar Hreinsunarátak á Ströndum: Kvennakór tínir rusl við vegina VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.