Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.06.2011, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 20.06.2011, Qupperneq 10
20. júní 2011 MÁNUDAGUR LAUGARDAGUR 25. júní – FÉLAGSHEIMILIÐ BORG SUNNUDAGUR 26. JÚNÍ – ÞRASTALUNDUR og FÉLAGSHEIMILIÐ BORG AÐGANGUR ÓKEYPIS að dagskrá í félagsheimilINU Borg FÉLAGSHEIMILIÐ BORG KL. 15:10 KL. 15:45 Suðurlands Menningarráð STYKKISHÓLMUR Matís, stærsta matvælarannsóknafyrirtæki landsins, hefur ákveðið að vera með starfsemi í Stykkishólmi í sumar. Starfsmenn eiga að aðstoða matvælaframleiðendur og aðra á svæðinu sem hafa hug á að reyna fyrir sér í framleiðslu og vöru- þróun. Aðstoð verður meðal ann- ars veitt við vinnslutilraunir og fyrstu framleiðslu. Ekki verður þó sett upp sérstök aðstaða fyrir slíkt í Stykkishólmi heldur hefur bærinn útvegað skrifstofuaðstöðu fyrir sumarið. - þeb Ný starfsemi í Stykkishólmi: Aðstoða fólk við vöruþróun STYKKISHÓLMUR Aðstoð verður veitt við tilraunir og fyrstu framleiðslu. Nokkrir sváfu í steininum Lögreglan á Akureyri hafði í nógu að snúast vegna Bíladaga sem fram fóru í bænum um helgina. Átta fangarými lögreglunnar voru fullsetin aðfaranótt sunnudagsins. Eitthvað var um slagsmál og tveir ökumenn voru stöðvaðir vegna gruns um að vera undir áhrifum. LÖGREGLUFRÉTTIR FÓLK Tvær sýningar voru opnað- ar í Menntaskólanum í Reykjavík á laugardag, „Alþingi á sal Lærða skólans“ og „Jón Sigurðsson og Reykjavík“. Sýningarnar eru sam- starfsverkefni afmælisnefndar Jóns Sigurðssonar og Reykjavíkur- borgar. Sólveig Pétursdóttir ávarpaði gesti í hinum forna þingsal Alþing- is, en þar hafði húsgögnum verið stillt upp eins og var á fyrsta þinginu 1845. Ljósmyndir af þing- fulltrúum voru við sæti þeirra. Forseti Alþingis, Ásta Ragn- heiður Jóhannesdóttir, talaði um þingið í Lærða skólanum og formaður borgarráðs, Dagur B. Eggerts son, um tengsl Jóns Sigurðs sonar og Reykjavíkur. Í lokin fluttu nemendur frum- samið atriði með sögulegu ívafi, leik og söng. Sýningarnar verða opnar alla daga frá klukkan 13 til 17 til 18. ágúst. - mmf Tvær sýningar í Menntaskólanum í Reykjavík: Jón í Lærða skólanum LÍFSHLAUP JÓNS Björg Brjánsdóttir í hlutverki Ingibjargar Einarsdóttur, konu Jóns, og Ragnhildur Ásta Valdimarsdóttir í hlutverki vinnukonu. Nemendur í MR fluttu stutt leikrit um lífshlaup Jóns við opnun sýningarinnar. DÓMSMÁL Hópur fólks sem tapaði milljörðum á kaupum hlutabréfa í Glitni vikuna fyrir þjóðnýtingu bankans hyggst stefna ríkinu. Hópurinn segist hafa verið rænd- ur, þar sem ráðamönnum hafi verið grafalvarleg staða banka- kerfisins ljós en engu að síður leyft kaup og sölu á hlutabréfum í bankanum. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöld. Hinn 29. september 2008 ákvað íslenska ríkið að leggja Glitni til nýtt hlutafé að upphæð 600 milljónir evra og varð með því eigandi 75 prósenta hlutar í bankanum. Þetta var Glitnis- leiðin svokallaða og töldu marg- ir að bankanum hefði þar með verið bjargað. Glitnir féll um viku síðar. Guðmundur Jón Matthíasson, sem fer fyrir hópnum, sagði í fréttum Stöðvar 2 að það væri forkastanlegt að ríkið og stofn- anir á borð við Fjármálaeftir- lit og Seðlabanka skyldu hafa opnað fyrir viðskipti með bréf í bankanum á sama tíma og óvissa hefði ríkt um framtíð bankans. „Hvers á fólkið á götunni að gjalda,“ spyr Guðmundur. Fólk sem tapaði á hlutabréfakaupum stefnir ríkinu: Forkastanleg vinnubrögð

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.