Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.06.2011, Qupperneq 14

Fréttablaðið - 20.06.2011, Qupperneq 14
20. júní 2011 MÁNUDAGUR14 Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. timamot@frettabladid.is MOSAIK Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Ómar Árnason cand act, lést á St. Jósefsspítala laugardaginn 11. júní. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju miðvikudaginn 22. júní klukkan 13.00. Hrafnhildur Oddný Kristbjörnsdóttir Kristín Ómarsdóttir Sveinbjörg Bjarnadóttir Guðrún Yrsa Ómarsdóttir Ágúst Ómar Ágústsson Árni Björn Ómarsson Borghildur Þórisdóttir Hulda Sigríður Jeppesen Guðmundur J. Stefánsson og barnabörn. Emilía Borgþórsdóttir iðnhönnuður hlaut gullverðlaun á stærstu húsgagna- sýningu Bandaríkjanna, NeoCon, sem haldin er árlega í Chicago. Verðlaunin þykja mikill heiður og reynist mörg- um stökkpallur í fremstu línu hönn- uða á heimsvísu. Emilía fékk verðlaun í flokki sófaborða en sérstaka athygli vekur ytra að fyrsta vara hönnuðar, eins og raunin er með borð hennar, hljóti svo stóra viðurkenningu. „Ég var fyrir það fyrsta alveg nógu ánægð með að fá að taka þátt í þessari sýningu og var því ekkert að spá í verðlaunin. Þetta var því óvænt ánægja og bara meiriháttar,“ segir Emilía þegar Fréttablaðið nær af henni tali. Borðin, sem kallast Sebastopol, eru nýkomin á markað, en Coalesse framleiðir þau. Coalesse er dótturfyrirtæki stærsta húsgagna- fyrirtækis í heimi, Steelcase Inc. „Þessar sýningar eru mjög mikil- vægar fyrir hönnuði þar sem að þang- að mæta innanhússhönnuðir til að sjá hvaða nýjungar eru í boði og versla fyrir kúnnana sína. Borðin mín eru nýr vinkill á sófaborð þar sem ég lék mér með rúmfræðina og formið og borð- in eiga að geta þjónað öllum þörfum manns án þess að taka of mikið pláss.“ Emilía segir að þörfin hafi kveikt hugmyndina. Hún þekki það hjá sjálfri sér, vinum og kunningjum, hvað stórt sófaborð geti tekið mikið pláss í minni stofum en samt vilji maður geta haft borð þar sem hægt er að nota fyrir saumaklúbbinn, sjón- varpskvöld og svo framvegis. „Mig langaði að athuga hvort ég gæti ekki brotið form sófaborðsins upp, gert það nettara og passa um leið að það samsvaraði sér vel. Úr varð að ég byrjaði með ferkantaða plötu og skoð- aði í bak og fyrir hvaða horn ég gæti skorið af án þess að það kæmi niður á notkunarmöguleikum borðsins.“ Borð- unum má raða upp nokkrum saman endilangt eða láta þau mynda þyrp- ingu auk þess að hafa eitt og eitt á stangli. Þau koma í nokkrum litum og tveimur stærðum. Emilía útskrifaðist sem iðnhönn- uður frá Art Institute of California árið 2009. Hún hefur síðan þá verið í eigin rekstri þar sem hún býr í San Francisco og hefur tekið að sér ýmis verkefni. Hún hefur einnig þann óvenjulega bakgrunn að vera mennt- aður sjúkraþjálfari. Emilía segir þá menntun gagnast sér vel því hún hafi það alltaf ofarlega í huga að hún sé að hanna húsgögn fyrir manns- líkamann. „Það er virkilega gaman að byrja svona vel, vera tekinn alvarlega sem hönnuður og komast að hjá svona stóru fyrirtæki.“ juliam@frettabladid.is ÍSLENSKUR IÐNHÖNNUÐUR: HLÝTUR GULLVERÐLAUN Í BANDARÍKJUNUM Gaman að byrja svona vel LÉK SÉR MEÐ RÚMFRÆÐINA Borð Emilíu Borgþórsdóttur hreif dómnefnd stærstu húsgagnasýningar í Bandaríkjunum, NeoCon, en borðin eru í nokkrum litum og tveimur stærðum. 44 Handtak.is hefur nú verið opnað aftur eftir gagn gerar breytingar og allsherjar endurskoðun á virkni og viðmóti kerfisins. Handtak.is var stofn- að 2003 og hafa þúsundir Íslendinga notið þjónust- unnar síðan. Vefsíðan er gagnlegur vettvangur þar sem þjónustuaðilar, þ.e. verktakar á ýmsum sviðum, og verkkaupar leita hver annan uppi. Verkkaupar skrá verk sín frítt og í kjöl- farið geta þjónustuaðilar byrjað að bjóða í verkið. Gagnagrunnur Hand- taks.is auðveldar leit að þjónustuaðilum á öllum sviðum og sparar tíma. Margar nýjungar hafa litið dagsins ljós, eins og raf- ræn fréttabréf í stóru upp- lagi fyrir fyrirtæki og ein- staklinga. Hægt er að kynna sér grunninn á http://handtak. is/umokkur.htm og http:// handtak.is. Enn betra handtak HANDTAK Það sparar bæði tíma og fyrirhöfn að finna verktaka og verkkaupa á Handtak.is. AFMÆLISBÖRN VIGNIR SVAVARSSON handboltamaður er 31 árs. ÁRNÝ ERLA SVEINBJÖRNSDÓTTIR jarðfræðingur er 58 ára. ROBERT RODRIGUEZ leikstjóri er 43 ára. LIONEL RICHIE tónlistarmaður er 62 ára. Þrír fangar, allir um tvítugt, struku úr Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg á þessum degi árið 1978. Flóttinn varð um hádegisbil þegar flytja átti fangana frá Hegningarhúsinu að Litla-Hrauni. Tveir lögreglumenn gættu fanganna, sem voru ójárnaðir. Þegar fangarnir voru komnir út á gangstéttina fyrir utan fangelsið og áttu að fara upp í lögreglu- bílinn tóku þeir skyndilega til fótanna, hver í sína áttina, en lögreglumennirnir náðu ekki að veita þeim eftirför. Einn fanganna gaf sig fram síðdegis við lögregluna en hinir tveir fundust tveimur klukkutímum síðar á Hótel Heklu við Rauðarárstíg, þar sem þeir höfðu leigt sér hótelherbergi og voru þeir mjög ölvaðir þegar þeir náðust. Þeir höfðu logið til um nöfn og sagst vera frá Bíldudal. ÞETTA GERÐIST: 20. JÚNÍ 1978 Flótti úr Hegningarhúsinu Merkisatburðir 1627 Tyrkjaránið hefst þegar ræningjar frá Alsír koma á skipi til Grinda- víkur. 1750 Gengið er á tind Heklu í fyrsta sinn svo vitað sé. Það gera Bjarni Páls- son, síðar landlæknir, og Eggert Ólafsson, vís- indamaður og skáld. 1970 Listahátíð í Reykjavík er sett í fyrsta sinn. Meðal flytjenda á hátíðinni eru Daniel Barenboim píanóleikari og hljóm- sveitin Led Zeppelin. 1976 Vesturlandabúar eru fluttir frá Beirút. 1980 Luciano Pavarotti syng- ur í Laugardalshöllinni. NICOLE KIDMAN leikkona er 44 ára í dag. „Alveg frá því að ég man eftir mér hef ég viljað prófa allt það sem lífið hefur upp á að bjóða, jafnvel þótt það sé hugsanlega hættulegt.“

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.