Fréttablaðið - 20.06.2011, Síða 30

Fréttablaðið - 20.06.2011, Síða 30
20. júní 2011 MÁNUDAGUR18 BAKÞANKAR Gerðar Kristnýjar Lesendur okkar eru á öllum aldri með ólíka sýn á lífið – og við þjónum þeim öllum Allt sem þú þarft 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman LÁRÉTT 2. helminguð, 6. í röð, 8. sólunda, 9. móða, 11. frú, 12. ílát, 14. dvaldist, 16. bókstafur, 17. orga, 18. beita, 20. í röð, 21. skrifa. LÓÐRÉTT 1. ónæði, 3. spil, 4. handarlínulist, 5. skip, 7. brennivínstegund, 10. strá, 13. frjó, 15. bannhelgi, 16. krass, 19. ólæti. LAUSN LÁRÉTT: 2. hálf, 6. aá, 8. sóa, 9. ský, 11. fr, 12. karfa, 14. varst, 16. pí, 17. æpa, 18. áta, 20. áb, 21. rita. LÓÐRÉTT: 1. rask, 3. ás, 4. lófaspá, 5. far, 7. ákavíti, 10. ýra, 13. fræ, 15. tabú, 16. pár, 19. at. Stefnumót við höfund ævisögunnar VÖRTUR OG ALLT BÆKUR KYNNIR: Skrímsli sem finnast í Mítlar Itchus Bitchus Skallabjöllur Hottus Grandus Húðflær Spottus Speus Finnast í flestum koddum! Geta valdið kláða og ofnæmi! Óvætturinn mikli! Borðar hárið af höfðinu og veldur skalla. Læðist upp andlitið á nóttunni! Getur skilið eftir brún sár á húðinni! Eða freknur, ef fólk kalla þær það. Grípur því miður sumt fólk og veldur ranghugmynd- um og mikilmennskubrjál- æði. Nær aðallega til fólks með lága greindarvísitölu! Pierce! Fékkstu Nano! Ójá! Þeir eru geðveikir! Þúsund?? Má ég sjá! Örþunnur en tekur samt þúsund lög. Þú ættir að fá þér svona! Jafnvel þótt ég muni bara eftir svona tólf góðum lögum? ÞÁ: NÚ:GOTT UPPELDI Horfðu í báðar átti áður en þú ferð yfir götuna. Ekki láta þér detta í hug að fara yfir götuna. Það sem okkur tókst að barma okkur yfir þessu kalda vori. Þrátt fyrir vel- byggðu húsin og upphituðu bílana leið okkur eins og við værum tötrumklæddir niðursetningar sem sendir hefðu verið upp á heiði í leitir frostaveturinn mikla og ættum von á kalsárum frá tám og upp undir handarkrika. Okkur tók sárar að sjá hitastigið falla en gengi íslensku krón- unnar, enda ef til vill orðin því vön. „Það var búið að lofa / hnattrænni hlýnun,“ segir í Júníhreti, ljóði Gyrðis Elías- sonar úr Nokkrum almennum orðum um kulnun sólar. Margir hafa eflaust hugsað svipað. Í SÍÐUSTU viku fór loksins að hlýna og þá var ekki að sökum að spyrja. Við dembdum okkur yfir í hinar öfgarnar. Hita- stigið var skyndilega orðið svo ægilegt að heilsu okkar og lífríki var ógnað. Strax 14. júní birti Morgun blaðið veglega umfjöll- un um það sem fæstir vilja rekast á – pöddur. Fyrirsögnin er ógnvænleg: „Innfluttar og óþarfar pöddur geta vald- ið miklum skaða“. Gæti ég trúað því að lesendum blaðs- ins hafi svelgst á morgun- kaffinu við þessi voveiflegu tíðindi og þá sér í lagi myndinni af skemmuköngulónni sem teygir granna limi sína yfir hálfa síðu. AÐ SÖGN Erlings Ólafssonar skordýra- fræðings er ástæðan fyrir fjölgun skor- dýra hér á landi einföld; stóraukinn innflutningur á gróðurvörum en líka hækkandi hitastig. Í greininni er síðan skýrt frá pöddum sem blaðamaður segir „ráðast til atlögu“ og „gera usla“. Þau eru „mikil átvögl“ og ein er meira að segja „argasta rándýr“. Taldar eru upp nokkr- ar tegundir sem hafa numið hér land, svo sem skógarmítillinn sem getur sýkt menn af heilabólgu en líka blaðflugan sem er víst alveg meinlaus. MAÐUR skyldi samt aldrei vera viss og inni í kústaskápnum mínum bíður gripur sem líkist tennisspaða. Ekki þarf ég annað en að leggja hann á pöddurnar, sem fyrir mér eru allar jafnóþarfar, og ýta á rauðan takka til að gefa þeim eilítið rafstuð. Fyrir þessum aldurtila hafa þær hingað til unnið sér inn með látlausu suði, svo ekki sé minnst á óprýðina sem af þeim hlýst. Héðan í frá mun ég samt líka hugsa um það hvernig húshumlan er smám saman að ryðja gamla ramm- íslenska móhumlukyninu úr vegi um leið og ég reiði til höggs. Ísland í öfganna rás MAN U-vírus Manshait Nogood Ubrukilius

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.