Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.06.2011, Qupperneq 33

Fréttablaðið - 20.06.2011, Qupperneq 33
MÁNUDAGUR 20. júní 2011 21 Yfirnáttúrulegur veitingastaður Gló leggur ríka áherslu á að nota einungis ferskasta og besta hráefni sem völ er á. Daglega eru í boði fjórir mismunandi réttir: Hráfæðisréttur, kjúklingaréttur, grænmetisréttur og súpa, með öllum réttum er brakandi ferskt salat og ljúffengar sósur sem kitla bragðlaukana. Kökur staðarins eru orðnar velþekktar á meðal sælkera. Sollu þarf vart að kynna fyrir landsmönnum enda verið frumkvöðull í gerð hollari matar í fjölmörg ár og er stöðugt að leita nýrra leiða til að gera góða rétti betri. Listhúsinu Laugardal · Engjateig 19 · 104 Reykjavík · Sími 553 1111 · www.glo.is Opnunartími: Virka daga 11-20 · Laugardaga 11-15 L E Y N I V O P N I Ð Crystal Harris, fyrrverandi unnusta klámkóngsins Hugh Hefner, segist sátt við þá ákvörðun sína að slíta trúlofuninni við Hefner aðeins viku fyrir brúð- kaupið. „Ég hafði verið mjög óviss með þetta allt í nokkurn tíma og alls ekki verið með sjálfri mér,“ sagði Harris í viðtali við útvarpsmanninn Ryan Seacrest. „Þetta gerðist allt svo hratt og þegar mér loks gafst tími til að hugsa málin áttaði ég mig á því að þetta væri ekki fyrir mig. Þetta var ekki rétta lífið fyrir mig.“ Að sögn Harris tók Hefner fréttunum með ró og var sammála henni um að best væri að aflýsa brúð- kaupinu. „Við rifumst ekki. Hann skildi þetta og var sammála um að best væri að hætta við brúðkaupið, hann vildi aðeins giftast því hann trúði því að það væri draumur minn.“ Að lokum neitaði Harris öllum sögusögnum um meint samband hennar og Jordan McGraw, sonar dr. Phil. Sátt við ákvörðunina SÁTT Crystal Harris, fyrrverandi unnusta Hugh Hefner, er sátt við ákvörðun sína um að aflýsa brúðkaupi þeirra. NORDICPHOTOS/GETTY Rihanna hefur ákveðið að taka að sér að vera talsmaður ferðamanna- þjónustu á Barbados. Söngkonan, sem fæddist á eyjunni, vill hjálpa til við að kynna land og þjóð betur fyrir ferðamönnum og ætlar að halda stóra tónleika í heimaland- inu í ágúst. „Barbados er einstakur staður og ein af ástæðum þess að ég er að kynna landið er stoltið sem þjóð mín býr yfir. Ég vil að allir ferða- menn sem heimsækja þessa fallegu eyju upplifi hvað það er sem gerir þennan áfangastað öðruvísi en alla aðra, og það er meðal annars hinn góði andi og hlýjan frá samlöndum mínum,“ segir Rihanna. Stolt af Barbados ÞJÓÐARSTOLTIÐ MIKIÐ Rihanna hefur tekið að sér að kynna Barbados enn betur fyrir heiminum. Jim Carrey segir að dóttursonur sinn sé virkilega fyndinn og að hann minni sig mikið á sjálfan sig í æsku. Dóttir Carreys eignaðist drenginn í febrúar og er hann því aðeins nokkurra mánaða gamall. „Hann er alltaf með þennan prakkarasvip og maður sér að hann er að hugsa: „Ég er með þetta. Ég veit þið viljið sjá mig og ég veit að ef ég segi „hæ“ fara allir að hlæja‘,“ segir afinn stolti. Segir afason- inn fyndinn STOLTUR AFI Jim Carrey eignaðist sitt fyrsta barnabarn í febrúar. Hann segir dóttursoninn virkilega fyndinn. Leikkonan Kristie Alley er byrj- uð með dansaranum Ted Voly- nets, sem væri ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að dansarinn er heilum fjörutíu árum yngri en leikkonan. Alley er hvað þekktust fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Cheers en ferill hennar gekk í endurnýjun lífdaga eftir þátt- töku í dansþættinum Dancing with the Stars. Þátturinn er mjög vinsæll vestanhafs og lenti Alley þar í öðru sæti. Þar kynntist hún dansaranum unga, sem er einungis þremur árum eldri en dóttir Alley. Yngir upp HAMINGJUSÖM Leikkonan Kirstie Alley ku vera mjög hamingjusöm með Ted Voly- nets, sem er fjörutíu árum yngri en hún.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.