Fréttablaðið - 20.06.2011, Side 34

Fréttablaðið - 20.06.2011, Side 34
20. júní 2011 MÁNUDAGUR22 sport@frettabladid.is SEXTÁN LIÐA ÚRSLIT Valitor-bikars karla í fótbolta hefjast í kvöld með þremur leikjum. Pepsi-deildarliðin Þór og Víkingur mætast á Þórsvellinum klukkan 18.30 og klukkan 19.15 spila Haukar og Keflavík á Ásvöllum og Fjölnir tekur á móti Hamri á Fjölnisvellinum. Þrír leikir fara síðan fram á þriðjudag og síðustu tveir verða spilaðir á fimmtudaginn. Þar á meðal er stórleikur KR og FH á KR-vellinum Eiríkur Stefán Ásgeirsson og Anton Brink fjalla um EM U21 í Danmörku eirikur@frettabladid.is - anton@frettabladid A-riðill Ísland-Danmörk 3-1 Sviss-Hvíta-Rússland 3-0 Mehmedi 2 (6. víti, 43.), Feltscher (90.+3) STAÐAN Sviss 3 3 0 0 6-0 9 Hvíta-Rússland 3 1 0 2 3-5 3 Ísland 3 1 0 2 3-5 3 Danmörk 3 1 0 2 3-5 3 B-riðill England-Tékkland 1-2 Danny Welbeck (76.) - Jan Chramosta (89.), Tomas Pekhart (90.+4) Úkraína-Spánn 0-3 Juan Manuel Mata 2 (10., 72. víti), Adrián (27.) STAÐAN Spánn 3 2 1 0 6-1 7 Tékkland 3 2 0 1 4-4 6 England 3 0 2 1 2-3 2 Úkraína 3 0 1 2 1-5 1 Undanúrslitin Spánn-Hvíta-Rússland Mið. 22. júní 16.00 Sviss-Tékkland Mið. 22. júní 19.00 ÚRSLITIN Á EM Álaborg, áhorf.: 9.308 Ísland Danmörk TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 17–26 (7–8) Varin skot Haraldur 7 – Andersen 4 Horn 4–9 Aukaspyrnur fengnar 12–13 Rangstöður 4–4 ÍSLAND 4–3–3 *Haraldur Björnsson 9 Eggert Gunnþór Jónsson 6 Hólmar Örn Eyjólfsson 5 Jón Guðni Fjóluson 7 Hjötur Logi Valgarðsson 7 Aron Einar Gunnarsson 8 Birkir Bjarnason 8 (79. Arnór Smárason -) Gylfi Þór Sigurðsson 8 Jóhann Berg Guðmundsson 7 Rúrik Gíslason 6 (68. Björn Bergmann Sigurðarson 6) Kolbeinn Sigþórsson 8 *Maður leiksins 1-0 Kolbeinn Sigþórsson (58.) 2-0 Birkir Bjarnason (60.) 2-1 Bashkim Kadrii (81.) 3-1 Hjörtur Logi Valgarðsson (91.) 3-1 Mazic, Serbíu (2) FÓTBOLTI ÍA og KR léku á laugar- dagskvöldið styrktarleik fyrir Sigurstein Gíslason sem kallaðist Meistaraleikur Steina Gísla og tókst frábærlega. Liðin gerðu 2-2 jafntefli en tæplega 4.000 manns mættu á völlinn, sem er mesta aðsókn á Skaganum í fimmtán ár. Einar Þór Daníelsson og Rúnar Kristinsson skoruðu fyrir KR en Bjarni Guðjónsson og Ólafur Þórðarson fyrir ÍA. Þetta var ágóðaleikur fyrir Sigurstein, sem greindist á dög- unum með krabbamein í nýrum og lungum. Allar tekjurnar af þessum leik runnu til Sigursteins og fjölskyldu. „Ég er djúpt snortinn og mjög hrærður yfir þessu. Það er ótrú- legt framtak hjá þessum strák- um að standa fyrir þessu og ég á varla orð yfir þetta,“ sagði Sigur- steinn í viðtali á Stöð 2 en hann tjáði sig líka um veikindin. „Þetta var rosalegt sjokk og mikið lagt á ekki bara mig heldur alla fjöl- skylduna og alla í kringum okkur. Þetta er mjög erfitt en ég tók strax þá ákvörðun að taka þessu af æðruleysi. Ég ætla bara að vera jákvæður og fara í gegnum þetta. Þetta er bara einn leikur, reyndar langur leikur en ég ætla bara að vinna hann,“ sagði Sigur- steinn Gíslason. - óój Meistaraleikur Steina Gísla: Frábær mæting TVEIR GÓÐIR SAMAN Sigursteinn Gíslason ásamt Guðjóni Þórðarsyni á leiknum. FRÉTTABLAÐIÐ/GUÐMUNDUR BJARKI MÖRG FAÐMLÖG Í LEIKSLOK Sigursteinn Gíslason þakkar Alexander Högnasyni fyrir í lok leiks. FRÉTTABLAÐIÐ/GUÐMUNDUR BJARKI FÓTBOLTI Ísland féll um helgina úr leik á EM U-21 liða í Danmörku þrátt fyrir glæsilegan 3-1 sigur á heimamönnum. Tapleikirnir tveir í upphafi riðlakeppninnar reynd- ust Íslandi að lokum banabiti þó svo að litlu hafi mátt muna. 4-1 eða 3-0 sigur gegn Dönum hefði dugað Íslandi til að komast áfram í undanúrslit keppninnar. Strákarnir sýndu loksins sitt rétta andlit í leiknum um helgina og spiluðu eins og þeir gerðu best í undankeppninni. Liðið komst loksins af stað en hið sorglega er að tvo leiki þurfti til þess. Eyjólfur Sverrisson þjálfari segir að það eigi sínar skýringar. Þær felist fyrst og fremst í því hvernig liðið hafi búið sig undir úrslitakeppnina. Leikmennirnir 23 komu ekki saman fyrr en 8. júní og æfðu fyrst saman að kvöldi næsta dags – tveimur dögum fyrir fyrsta leik. L eikmenn l iðsi ns voru lang f lestir uppteknir með A-landsliðinu eða félögum sínum í Pepsi-deildinni. Flestir fengu sig því ekki lausa fyrr. „Umgjörðin sem við fengum til að sinna undirbúningnum var mjög erfið,“ sagði Eyjólfur. „Við hefðum átt að gera þetta öðru- vísi. Við hefðum átt að gefa okkur meiri tíma með strákunum.“ Hann bendir þó á að hann hafi sjálfur ekki séð lausnina. „Við fórum margoft yfir þetta en ég þekki mótamál Íslandsmótsins með nákvæmum hætti og get því ekki tjáð mig um þetta í mikl- um smáatriðum. Mér var sagt að þetta hefði ekki verið hægt öðru- vísi og trúi ég því auðvitað að menn séu að koma hreint og beint fram hvað þessi mál varðar.“ Hann segir að A-landslið- inu yrði aldrei boðið upp á svo stuttan undirbúning fyrir stór- mót. „Kannski geta menn lært af þessu. En niðurstaðan fyrir okkur er svekkjandi.“ Eyjólfur segir að þrátt fyrir 2-0 tap fyrir Hvíta-Rússlandi í fyrsta leik hafi Ísland spilað vel lengst af í leiknum. Hann blæs á gagnrýnis raddir um annað. „Ég var ekki sammála þeim sérfræðingum heima á Íslandi sem gagnrýndu liðið fyrir að vera of hægt í þeim leik. Það er auð- vitað bara kjaftæði. Ef einhverjir snillingar heima hafa verið að vanmeta Hvít-Rússa, þá vorum við ekki að því. Við fórum eins inn í þann leik og gegn Dönum – með því að sýna þolinmæði, þreifa fyrir okkur og finna hvar við gætum komið höggstað á þá. Við vorum nálægt því gegn Hvít- Rússum en fengum á okkur órétt- mætt rautt spjald og rangstöðu- mark sem reyndist okkur afar dýrkeypt á endanum. Strákarn- ir voru síðan stórkost legir gegn Dönum og sýndu loksins sitt rétta andlit.“ Eyjólfur mun halda áfram að þjálfa U-21 lið Íslands og tekur við nýjum hópi leikmanna í haust. U-21 liðið hefur lent í árekstrum við A-lið karla vegna leikmanna en spurður segir Eyjólfur ekkert samstarf hafa verið á milli þess- ara tveggja liða. „Nei, í raun og veru ekki. Það þarf að vera meira og þá á milli landsliða í öllum aldursflokkum. Það þarf meiri yfirsýn yfir starfsemina og sam- ræma aðgerðir,“ viðurkennir Eyj- ólfur en segir alls enga óvild ríkja á milli hans og Ólafs Jóhannes- sonar landsliðsþjálfara. „Ég hef fengið að kynnast því hvern- ig önnur lönd standa að þessum málum og tel ég rétt að öll lands- lið Íslands í knattspyrnu þurfi að vera betur samstíga.“ Hann hrósaði sínum leikmönn- um í hástert að loknu mótinu. „Ég er klökkur yfir því að hafa starfað með þessum frábæra hópi. Þess- ir strákar eru snillingar og eiga eftir að ná enn lengra og koma A-liðinu á stórmót. Þá eigum við eftir að skemmta okkur konung- lega.“ Áttum að gefa okkur meiri tíma Eyjólfur Sverrisson, þjálfari U-21 liðsins, segir að stóra lexían eftir Evrópumeistaramótið sé að undirbúningur- inn fyrir mótið hafi þurft að vera lengri. Hann segir einnig að samstarf við A-landslið karla hafi verið ekkert. SVEKKTUR ARON EINAR Aron Einar Gunnarsson hljóp úr sér lungu og lifur eins og aðrir í íslenska U-21 landsliðinu gegn Dönum og var sársvekktur í leikslok þrátt fyrir 3-1 sigur. Ísland var úr leik á EM. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FÓTBOLTI „Ég vona að Íslending- ar hafi verið stoltir af okkur í dag og slökkt á Twitter-aðdáendun- um,“ sagði Aron Einar Gunnars- son, leikmaður íslenska U-21 liðs- ins, við Fréttablaðið eftir leikinn í gær. Eins og aðrir leikmenn liðsins var hann sár og svekktur með að hafa ekki komist áfram en stoltur af frammistöðu liðsins í leiknum gegn Dönum. Ísland fagnaði 3-1 sigri á Dönum á laugardaginn en hefði þurft að skora eitt mark til viðbótar til að komast áfram. Tapleikirnir tveir í upphafi riðlakeppninnar reyndust of dýrkeyptir og Ísland féll því úr leik. Leikmenn sögðu þó að liðið hefði náð að svara þeirri gagn- rýni sem það fékk á sig eftir töpin gegn Hvíta-Rússlandi og Sviss. „Það var allt undir í þessum leik. En við vorum frábærir og fannst mér að við hefðum fengið nokkuð harða gagnrýni á okkur frá sumum heima. En við erum gott lið og ég held að enginn sé í vafa um það í dag,“ sagði Eggert Gunnþór Jóns- son. Á endanum komst Hvíta-Rúss- land áfram með Sviss upp úr A- riðli og fannst mörgum það súrt í broti. „Það er ótrúlega skrýtið að Hvíta-Rússland sé komið áfram,“ sagði Rúrik Gíslason. „Við hefðum átt að vinna þann leik. Það er hárfín lína á milli þess hvort við vinnum eða töpum þeim leik. Mér fannst íslenskt mark liggja í loftinu allan leikinn og verður það að skrifast á algeran klaufaskap að við skyldum ekki vinna þann leik.“ Gylfi Þór Sigurðsson sagði sam- heldni og vináttu leikmanna hafa verið lykilatriði í því að sigrast á mótlætinu sem liðið fann fyrir í Danmörku. „Ég held að það hafi helst verið vegna þess að við erum allir góðir vinir og allir saman í þessu. Samheldnin er mikil í liðinu. Við vissum að við værum betri en við gáfum til kynna í síðustu leikj- um. Við settumst því niður, töluð- um saman og ræddum um hvað við þyrftum að bæta. Við gerðum það hér í dag.“ Allir voru þó strákarnir sammála um að þeir hefðu sjálfir komið sér í þessa stöðu og gætu engum öðrum um kennt. „Við vorum hársbreidd frá því að komast áfram og það er það sem er svo svekkjandi. En við komum okkur í þessa stöðu sjálfir,“ sagði Aron Einar. „En í dag lögðum við okkur alla fram, unnum Dani og getum verið stoltir af okkur.“ - esá Viðbrögð íslensku leikmannnanna eftir leikinn gegn Danmörku á laugardaginn: Þögguðum í gagnrýnisröddunum FYRSTA MARKIÐ Kolbeinn Sigþórsson skorar hér fyrsta mark Íslands á EM í Dan- mörku. Íslensku mörkin urðu á endanum þrjú. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON 2-0 Birkir Bjarnason fagnar marki sínu. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A N TO N

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.