Fréttablaðið - 20.06.2011, Side 38

Fréttablaðið - 20.06.2011, Side 38
20. júní 2011 MÁNUDAGUR26 FÉSBÓKIN „Við vorum að klára tveggja daga upptökutörn en það er nóg að gera hjá okkur þessa dagana,“ segir Alma Guðmundsdóttir, ein af meðlimum hljómsveitarinnar The Charlies en útrás sveitarinnar vestanhafs gengur ágætlega. Nýlega komu stúlkurnar fram á sérstöku meðlimakvöldi skemmti- staðarins Supper Club. „Klúbbur- inn er einn sá flottasti hér í Holly- wood og það er alltaf troðfullt. Það var því mikill heiður fyrir okkur að vera beðnar um að taka lagið á afmæliskvöldi staðarins þar sem mikið var um dýrðir. Risavaxin afmælisterta og kampavínsflaska í súperstærð látin síga niður úr loftinu.“ Þær Alma, Klara og Stein- unn vöktu athygli fyrir að klæð- ast frumlegum búningum á svið- inu. „Búningana hönnuðum við og útfærðum alveg sjálfar. Við erum mjög ánægðar með útkom- una og notuðum hverja lausa stund milli æfinga til að setjast niður og sauma, festa kögur, gadda, keðj- ur og fjaðrir,“ segir Alma en hug- myndina fengu þær stöllur út frá gallavesti sem Alma keypti sér og klæddist þá um kvöldið. „Við erum mjög samstillar varðandi hvernig við viljum líta út á sviði og getum farið í mikinn ham þegar við erum að spá í útlit okkar á sviði,“ segir Alma og bætir við að þær sitji samt ekki alltaf sjálfar við sauma- vélina og vinni líka með hönnuðum og stílistum annað slagið. Dagar þeirra Ölmu, Klöru og Steinunnar fara í æfingar og upp- tökur ásamt því að koma fram á eins mörgum viðburðum og þær geta. „Við höfum verið duglegar við að koma fram á hinum ýmsu viðburðum upp á síðkastið og höfum mjög gaman af því.“ alfrun@frettabladid.is ALMA GUÐMUNDSDÓTTIR: ERUM MJÖG SAMSTILLTAR Í FATAVALI CHARLIES-STELPUR SITJA SVEITTAR VIÐ SAUMASKAP Í STÍL Þær Alma, Klara og Steinunn í stúlknasveitinni The Charlies voru klæddar í hönnun eftir Elísabetu Kristófersdóttur síðustu tónleikum þeirra hér á landi en sjást hér koma fram á afmæliskvöldi Supper Club í búningum sem þær hönnuðu og saumuðu sjálfar en búningarnir minna óneitanlega á sviðs- fatnað poppdívunnar Lady Gaga. „Núna hef ég í hyggju að draga mig inn í skelina og finna aftur nördið í sjálfum mér,“ segir Páll Óskar Hjálmtýsson. Eins og Fréttablaðið greindi frá fór Páll á kostum með sin- fóníuhljómsveit Íslands í Hörpu í síðustu viku. Hann rokseldi þar eintök af Silfursafninu en hefur í hyggju að láta minna fyrir sér fara á næstunni því hann hyggst hefja undirbúning að næstu plötu. „Það eru nokk- ur „demo“ til en platan kemur örugglega ekki út á þessu ári, það er mikið líklegra að hún komi 2012.“ Aðdáendur popp- stjörnunnar þurfa hins vegar engu að kvíða, þeir fá sinn skammt á þessu ári; DVD- útgáfa með sinfóníutónleikun- um kemur út fyrir jólin. Síðasta plata poppstjörnunn- ar, Allt fyrir ástina, rokseldist og lögin sprengdu vinsælda- lista útvarpsstöðvanna fyrir fjórum árum. Páll hefur hins vegar ekki fundið samstarfs- mann fyrir næstu plötu, hann segist vera að leita og tala við fólk. „Hins vegar er alltaf fólk útí bæ að senda mér lög eftir sig og biðja mig um að hlusta. Þetta er oft fólk sem ég þekki ekki neitt en er að semja ágætis lög.“ - fgg Ókunnugt fólk sendir Páli Óskari lög Nýtt! Hvað ætlar þú að hafa í matinn? „Ég er algjörlega ástfanginn af landinu ykkar og langar til að gera því hærra undir höfði,“ segir bandaríski framleiðandinn og kvikmyndagerðar- maðurinn Danny Sherman. Sherman er staddur hér á landi til að skoða hent- uga tökustaði fyrir kvikmynd sem hann vill gera í samstarfi við íslenska framleiðslufyrirtækið On the Rocks. Sherman telur að kostnaður við gerð myndar innar eigi eftir að vera í kringum tíu millj- ónir dala en hann er jafnframt að skoða íslenska leikara til að leika í myndinni. Þar hefur hann notið dyggrar aðstoðar Ásdísar Ránar, fyrirsætunnar góðkunnu, við þá leit. Enn á eftir að ráða handrits- höfund fyrir myndina en Sherman segir það ferli fara á fullt þegar hann fer aftur til Bandaríkjanna. Sherman, sem starfar hjá bandaríska umboðs- fyrirtækinu Principle Entertainment, er ekki að stíga sín fyrstu skref í kvikmyndaiðnaðinum því hann framleiddi nýverið kvikmyndina Isolation með Evu Amurri úr Californication í aðalhlutverki. „Ég er síðan með kvikmynd í vinnslu þar sem Jim Carrey kemur við sögu.“ Sherman segir myndina eiga að vera íslenska útgáfu af Lost in Translation eftir Sofiu Coppola, en þar lék Bill Murray útbrenndan leikara sem festist í japanskri menningu ásamt ungri amerískri snót. „Þetta verður kvikmynd um Ísland og menningu landsins og mun fjalla um mann sem leitar að hinni fullkomnu fegurð.“ - fgg Vill gera mynd um Ísland ÁSDÍS AÐSTOÐAR Ásdís Rán hefur aðstoðað Danny Sherman við að finna íslenska leikara og áhugaverða staði og hér eru þau úti að borða ásamt Ósk Norðfjörð. „Við erum ekki alveg búin að móta okkur hugmyndir en það vilja ansi margir tónlistarmenn heiðra karl- inn,“ segir Margrét Gaua Magnús- dóttir, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði og dóttir Magnúsar Kjartanssonar tónlistarmanns. Magnús verður sextugur hinn 6. júlí næstkomandi. Af því til- efni hafa tvö af börnum hans, Margrét og gítarleikarinn snjalli Davíð Magnússon, ákveðið að fá nokkra velvalda tónlistarmenn til að syngja og spila lög Magnúsar, sem lék með hljómsveitum á borð við Trúbrot og Júdas. Jón Ólafsson, oftast kenndur við Skífuna, hefur verið Margréti og Davíð innan handar en hann og Magnús eru æskuvinir. „Flutningur Diktu á To Be Grate- ful var fyrsti vísirinn að þessu en við erum ekki alveg búin að ákveða hvort þetta ratar á safndisk eða hvað við gerum. Okkur fannst við bara þurfa að gera eitthvað fyrir hann og hans tónlist, en þeir sem bíða eftir því að komast í hljóðver til að taka upp lög eru ótrúlega margir.“ Margrét segir pabba sinn mjög lítið stressaðan fyrir þessum tímamótum, hann geri sér grein fyrir því að John Lennon-styttan í Liverpool bráðni ekki þótt hann nái þessu takmarki. „Aðalveislan verð- ur bara á annan í jólum. Við höfum nefnilega verið að safna fyrir ferð til Kúbu í þrjú ár og þar verður öll fjölskyldan þegar mamma verður sextug.“ - fgg Heiðra föður sinn TÓNLISTINNI GEFIÐ LÍF Margrét Gaua Magnúsdóttir og bróðir hennar, Davíð Magnússon, ætla ásamt Jóni Ólafssyni að heiðra Magnús Kjartansson á sextugsafmælisárinu hans. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA „Takk Hafnarfjörður fyrir kvöldið. Næsti viðkomustaður er Hof á Akureyri! Rosalega var það skemmtilegt að spila fyrir ykkur íkvöld :)“ Jógvan Hansen og Friðrik Ómar þeysast þessa dagana um landið. DREGUR SIG INN Í SKELINA Páll Óskar hyggst láta lítið fyrir sér fara og einbeita sér að því að finna nördið í sjálfum sér. Hann langar að gefa út plötu á næsta ári.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.