Fréttablaðið - 09.07.2011, Page 2

Fréttablaðið - 09.07.2011, Page 2
9. júlí 2011 LAUGARDAGUR2 SAMGÖNGUR „Þetta er ekki til fyrir- myndar,“ segir Einar Kristjáns- son, hjá skipulags- og þróunar- sviði Strætós, um tvær biðstöðvar á Vesturlands vegi. Aðstæður við biðstöðvarnar tvær verða seint kallaðar góðar. Sú norðanmegin götunnar, við Viðar- höfða, stendur þétt við akbrautina og engin leið er að henni nema upp brattan grasbala. Vandséð er að fatlaðir, fólk með barnavagna eða aðrir sem komast ekki óhindrað leiðar sinnar geti með góðu móti tekið strætisvagn til eða frá stöð- inni. Hinum megin götunnar, hjá bensín stöð Skeljungs, er biðstöðin sömuleiðis svo þétt við fjölfarinn Vesturlandsveginn að varla nokkuð skilur farþegana frá götunni annað en kantsteinninn. Einar bendir á að Strætó hafi lítið um biðstöðvarnar sjálfar að segja, þær séu á forræði hvers sveitar- félags fyrir sig. „En við vinnum þetta mjög náið með sveitar- félögunum og höfum í tæp fjögur ár verið að berjast fyrir breytingum á þessum stöðvum á Vesturlands- veginum,“ segir Einar. „Vandræðin liggja í því að Vesturlands vegurinn er ríkisvegur innan þéttbýlis. Reykjavíkurborg og Vegagerðin þurfa þess vegna að ná samkomulagi um þessi mál og við erum í rauninni bara lúsin milli tveggja nagla,“ bætir hann við. Einar segir hins vegar að nýlega hafi borist bréf frá borginni þar sem lausn sé sögð í sjónmáli. Búið sé að teikna upp nýja biðstöð norðan megin og gera tillögu um að færa þá sunnan megin niður á Viðar- höfða. „Það mun hins vegar tefja vagninn og svo mikið að við vitum ekki alveg hvort við getum sett það inn í okkar áætlun,“ segir hann. „Við höfum helst viljað leggja þessa biðstöð niður,“ segir Einar. Það sé hins vegar ekki ákvörðun Strætós og biðstöðin sé töluvert notuð. Vonandi hilli hins vegar undir lausn. Strætó fundi reglulega með framkvæmdaráði borgarinnar. „Og þessar biðstöðvar eru allt- af með á hverjum einasta fundi og verða það þangað til lausnin er fundin.“ stigur@frettabladid.is VONDAR AÐSTÆÐUR Á efri myndinni má sjá farþega bíða eftir vagni á biðstöðinni norðan Vesturlandsvegar. Þeir sem standa lengst til vinstri skýla sér fyrir umferðinni á bak við vegrið. Á neðri myndinni má sjá brekkuna sem farþegar þurfa að klífa til að komast í strætó. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Varasamar biðstöðvar þyrnir í augum Strætó Strætó hefur í tæp fjögur ár barist fyrir því að fá biðstöðvum við Vesturlandsveg breytt. Aðgengi er afleitt og farþegar bíða nokkra sentímetra frá hraðri umferð. Strætó linnir ekki látum fyrr en ástandið lagast. Borgin segir lausn í sjónmáli. BANDARÍKIN, AP Bandaríska geim- ferjan Atlantis hélt í gær af stað í síðustu ferð sína út í geiminn. Jafnframt er þetta síðasta ferð bandarískra geimferja. Notkun þeirra verður nú hætt, rúmlega þrjátíu árum eftir að fyrstu geim- ferjunni var skotið út í geim. Fjórir geimfarar eru með í þessari ferð, sem er heitið til alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Ferðin tekur tólf daga. Eftir það verður ferjan til sýnis í banda- rísku geimferðamiðstöðinni á Canaveral-höfða í Flórída. - gb Síðasta geimferjuskotið: Atlantis fór upp í geiminn í gær BEINT UPP Í LOFT Geimferjan Atlantis fór á loft í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Snögg ehf. var stofnað 1967 og hefur alla tíð verið til húsa í Suðurveri. Veitum samdægurs þjónustu ef þess er þörf. Opið mánudaga til föstudaga kl. 08–18. 50 viðskiptavini þarf til að virkja tilboðið í krafti fjöldans 190 kr. GILDIR 24 TÍMA 590 kr 68% 400 kr. Kristján, verður ekki næst boðið upp á relax? „Nei, við höldum bara áfram að guðlaxa, lagsmaður.“ Kristján Berg í Fiskikóngnum bauð viðskiptavinum sínum upp á guðlax í verslun sinni í gær. DÓMSMÁL Héraðsdómur Suður- lands hefur vísað frá kröfu Páls Reynissonar, forstöðumanns Veiðisafnsins, þess efnis að honum verði afhentar um níutíu byssur sem lögregla lagði hald á um síðustu helgi á heimili hans. Í húsinu er jafnframt Veiðisafnið. Lagt var hald á byssusafnið eftir að maðurinn hafði hleypt af skammbyssum sem hann handlék þegar lögregla kom á vettvang. Héraðsdómur hafnaði afhendingu þeirra enda hafði maðurinn verið sviptur skotvopnaleyfi til bráða- birgða. - jss Forstöðumaður Veiðisafnsins: Fær ekki byssu- safnið til baka GENF, AP Mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna, Navi Pillay, telur að Bandaríkin hafi brotið alþjóðalög þegar mexíkóskur maður var tekinn af lífi í ríkis- fangelsi í Texas. Pillay segir að með því að taka mexíkóskan ríkisborgara af lífi í bandarísku fangelsi vakni upp margar spurn- ingar varðandi réttindi erlendra einstaklinga í landinu. Barack Obama Bandaríkja- forseti fór fram á að aftökunni yrði frestað. Beiðni forsetans var hafnað af Hæstarétti Bandaríkj- anna. Maðurinn var dæmdur til dauða árið 1994 fyrir að nauðga og myrða bandaríska tánings- stúlku. - sv Mexíkói tekinn af lífi í Texas: Beiðni Obama var hunsuð UTANRÍKISMÁL Össur Skarphéðins- son utanríkisráðherra var á ferð um Vesturbakkann og Jerúsalem í gær að kynna sér aðstæður. Hann segir þær skelfilegar. „Ég hef sérstaklega verið að kynna mér þetta svokallaða land- nám Ísraela og það er engum blöð- um um það að fletta að þeir þjarma kerfisbundið að Palestínumönn- um á þessum slóðum. Það kerfi sem þeir hafa sett hér upp minnir óhuggulega mikið á aðskilnaðar- stefnuna í Suður Afríku á sínum tíma.“ Össur fundaði á fimmtudag með Riad Al Malki, utanríkisráðherra Palestínustjórnar, og tjáði honum að þjóðstjórn Fatah og Hamas væri forsenda þess að vinir Palest- ínumanna í Evrópu gætu stutt þá með eins miklum þunga og mögu- legt væri. „Ég sagði honum sömuleiðis að ef fram kæmi tillaga á allsherjar- þingi Sameinuðu þjóðanna í haust, að þeirra undirlagi, um að lýsa yfir stuðningi við Palestínu sem full- valda ríki, miðað við landmær- in 1967, þá mundi Ísland styðja hana.“ Eins mundi Ísland styðja tillögu um að Palestína yrði tekin inn í Sameinuðu þjóðirnar, en Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hefur lýst því yfir að hann vonist til þess að svo verði. Össur afhenti utanríkis- ráðherranum yfirlýsingu, svo- kallaða diplómatanótu eða skrif- lega yfirlýsingu, þess efnis að Ísland mundi hækka stöðu palest- ínsku sendinefndarinnar gagnvart Íslandi, sem hefur aðsetur í Ósló, upp í formlega sendiskrifstofu. Það þýðir að yfirmaður hennar hefur titilinn sendiherra gagnvart Íslandi, án þess að hafa formlegar skuldbindingar. „Með þessu erum við að sýna stuðning okkar við palestínsku þjóðina í verki,“ segir Össur. - kóp Íslendingar munu styðja tillögu um sjálfstætt ríki Palestínu: Líkir meðferð Ísraela við apartheid UTANRÍKISRÁÐHERRA Össur hitti utan- ríkisráðherra Palestínustjórnar í gær. Hann segir meðferð Ísraela á Vestur- bakkanum helst líkjast aðskilnaðar- stefnunni í Suður-Afríku. Reykjavíkurborg og Vegagerðin þurfa þess vegna að ná samkomu- lagi um þessi mál og við erum í rauninni bara lúsin milli tveggja nagla. EINAR KRISTJÁNSSON STARFSMAÐUR STRÆTÓS DÓMSMÁL Karlmaður sem játað hefur að hafa smyglað til lands- ins nær fjórum kílóum af mjög sterku amfetamíni skal sæta gæsluvarðhaldi til 26. júlí. Hæsti- réttur hefur staðfest dóm héraðs- dóms þessa efnis. Málið hefur verið sent til ríkis- saksóknara, sem gefur út ákæru á næstunni. Maðurinn hefur sætt gæsluvarðhaldi frá 14. júní. - jss Nær fjögur kíló amfetamíns: Dópsmyglari áfram í gæslu Þrír á slysadeild Þrír voru fluttir á slysadeild eftir árekstur sem varð á Suðurlandsvegi við afleggjarann að Hafravatni um klukkan tvö í gær. Slysið varð með þeim hætti að jeppi og jepplingur skullu saman og valt önnur bifreiðin. LÖGREGLUFRÉTTIR SAMGÖNGUR Í utanríkisráðuneytinu er það nú til vandlegrar skoðunar hvort fyrirhugað lendingarbann herflugvéla á Reykjavíkur flugvelli sé mögulegt og í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar Íslend- inga. Í drögum að samkomulagi á milli Jóns Gnarr borgarstjóra og Ögmundar Jónassonar innanríkis- ráðherra segir að unnið skuli með það að leiðarljósi að banna umferð herflugvéla og flug í þágu her- tengdrar starfsemi um flugvöllinn nema þegar hann þjónar hlutverki sem varaflugvöllur. Lendingarleyfi allra flug- véla erlendra ríkisstjórna, þar á meðal herflugvéla, eru hins vegar afgreidd af utanríkisráðuneytinu. Fréttablaðið falaðist eftir skoð- un á málinu hjá ráðuneytinu og hvort starfsmenn þess teldu bann af þessu tagi myndu brjóta í bága við alþjóðlegar skuldbindingar. Urður Gunnarsdóttir, upplýs- ingafulltrúi ráðuneytisins, segir málið flókið, þar sem málaflokk- urinn varnarmál sé óðum að flytj- ast til innanríkisráðuneytisins þótt lendingarleyfin séu enn á könnu utanríkisráðuneytisins. - sh Utanríkisráðuneytið skoðar ákvæði í viljayfirlýsingu Jóns og Ögmundar vandlega: Herflugvélabann undir smásjánni HERÞOTUR Á REYKJAVÍKURFLUGVELLI Þetta vilja Jón Gnarr borgarstjóri og Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra ekki sjá. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.