Fréttablaðið - 09.07.2011, Síða 8
9. júlí 2011 LAUGARDAGUR8
UMHVERFISMÁL Sorpa áformar að
reisa gas- og jarðgerðarstöð á
Álfsnesi en heildarkostnaður við
hana gæti orðið vel á annan millj-
arð að sögn Bjarna Gnýs Hjarð-
ar, yfirmanns þróunar- og tækni-
deildar Sorpu.
Oddný Sturludóttir, stjórnar-
formaður Sorpu, segir að stefnt sé
að því að stöðin verði reist í áföng-
um og að vonir standi til þess að
einhverjir þeirra verði tilbúnir í
júlí 2013 en þá tekur gildi Evrópu-
tilskipun um að draga úr urðun á
lífrænum úrgangi um helming frá
því sem hún var árið 1995. Það ár
var slík urðun um 60 þúsund tonn
þannig að Sorpa stendur frammi
fyrir því að geta ekki urðað 30
þúsund tonn og þar með geta ekki
unnið úr því metangas.
„Ef þessi stöð verður ekki til
staðar árið 2013 þá fer sá mögu-
leiki til spillis að geta unnið gas
úr þessum 30 þúsund tonnum en
við gætum hins vegar nýtt hann
til jarðgerðar,“ segir Bjarni Gnýr.
Hann segir þó hug Sorpumanna
standa til þess að geta unnið sem
mest af metangasi en eftir spurnin
eftir því fer hríðvaxandi. Gas- og
jarðgerðarstöðin myndi einnig
gera Sorpu kleift að nýta úr-
ganginn betur. Til dæmis fer sig-
vatn til spillis nú um leið og það
rennur úr haugnum en í nýrri stöð
væri hægt að nýta það einnig til
gasvinnslu.
„Sveitarfélögin sem standa að
Sorpu hafa ekki tekið endanleg
ákvörðun um það hversu hratt
verður farið í þessa framkvæmd,“
segir Oddný. „Við settum af
stað mikla úttekt og greiningu
á stöðu byggðarsamlaganna og
þeim verkefnum sem fyrir liggja
hjá Samtökum sveitar félaga á
höfuðborgar svæðinu (SSH) og
við erum að rýna í niður stöðurnar
núna en það liggur ljóst fyrir að
öll sveitar félögin á höfuðborgar-
svæðinu eru tilbúin að koma
þessari gas- og jarðgerðar stöð á
koppinn í áföngum.“
Oddný segir að fleiri breytingar
standi til í sorpumálum hjá íbúum
höfuðborgarsvæðisins sem lúti
að frekari flokkun sorps. „Þetta
verður gert með það fyrir augum
að koma verðmætu hráefni, sem
ruslið er, til frekari vinnslu,“ segir
hún.
„Þetta er frábært tækifæri
til umhverfisuppeldis í nær-
umhverfinu þannig að fólki verði
ljóst að við eigum ekki að kasta
frá okkur rusli heldur losa okkur
við það á ábyrgan hátt. Krakkarn-
ir eru núorðið með þetta á hreinu
en nú þurfum við fullorðna fólkið
að fara að taka við okkur,“ segir
Oddný. jse@frettabladid.is
1. Hvað á bygging nýs skemmti-
garðs í Smáralind að kosta?
2. Hvað heitir kynjafiskurinn
sem skipverjar á Þór HF færðu
Fiskikónginum í vikulokin?
3. Hvert er þema Menningarnætur
í Reykjavík í ágúst?
SVÖRIN
1. Um fimmhundruð milljónir króna. 2.
Hann heitir guðlax. 3. Gakktu í bæinn.
DÓMSMÁL Jón Bjarki Magnússon,
blaðamaður á DV, hefur verið
dæmdur til að greiða manni hálfa
milljón í miskabætur fyrir meið-
yrði í umfjöllun um meint ofbeldi
hans í garð barna sinna. Jóni Bjarka
er einnig gert að greiða honum 750
þúsund krónur í málskostnað.
Í umfjöllun blaðsins var haft
eftir nafngreindum konum í óbeinni
ræðu að maðurinn hefði beitt börn
sín ofbeldi. Konurnar sendu frá sér
yfirlýsingu við upphaf meðferðar
málsins þar sem þær staðfestu að
rétt hefði verið eftir þeim haft.
Niðurstaða Kolbrúnar Sævars-
dóttur héraðsdómara er sú að þetta
skipti ekki máli, enda séu um mælin
augljóslega ærumeiðandi og sam-
kvæmt þágildandi prentlögum beri
blaðamaður ábyrgð á þeim, jafnvel
þótt aðrir kunni að gera það líka.
Lögmaður Jóns Bjarka benti á að
í nýjum fjölmiðlalögum væri þessu
háttað á annan veg, en dómarinn
komst að því að þau lög væru ekki
afturvirk.
„Þetta er mjög há upphæð sem
ég sé ekki fram á að geta borgað,“
segir Jón Bjarki. Hann segist þurfa
að bera kostnaðinn sjálfur og sjái
því fram á gjaldþrot. Hann bendir
á að frétt hans í blaðinu hafi verið
framhald fréttar sem annar blaða-
maður hafði skrifað á vef blaðsins
daginn áður, þar sem sams konar
ávirðingar birtust. Ekki hafi verið
stefnt vegna hennar, enda hafi
ábyrgð á netmiðlum verið í lausu
lofti fram að setningu nýju fjöl-
miðlalaganna. „Það er eins og blek-
ið hafi skipt öllu máli,“ segir Jón
Bjarki. Hann hefur ekki ákveð-
ið hvort dómnum verður áfrýj-
að. Þegar eru sambærileg mál,
þar sem blaðamaður er dæmdur
fyrir ummæli viðmælanda, á borði
Mannréttindadómstóls Evrópu. - sh
Jón Bjarki Magnússon blaðamaður þarf að greiða 1.250 þúsund úr eigin vasa og sér fram á gjaldþrot:
Dæmdur fyrir ummæli um meint ofbeldi föður
GETUR EKKI BORGAÐ Jón Bjarki sér ekki
fram á að geta greitt bæturnar.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
HEIMSENDING
á höfuðborgarsvæðinu
alla daga frá kl. 15–19
eða á smellugas.is
Hafðu samband í síma
515 1115
Smellugas
Smellugas
smellugas.is
PI
PA
R
\
TB
W
A
•
S
ÍA
•
1
11
71
2
Bodrum í Tyrklandi
16. júlí
Frá 137.600 kr.
með „öllu inniföldu“ í 10 daga
Glæsileg gisting!
Heimsferðir bjóða frábært sértilboð til hins einstaka áfangastaðar
Bodrum í Tyrklandi á ótrúlegum kjörum. Um er að ræða 10 nátta
ferð í beinu leiguflugi með Icelandair.
Frá kr. - með “öllu inniföldu” í 10 daga
Netverð á mann m.v. 2 fullorðna og 2 börn í fjölskylduherbergi með öllu
inniföldu á Royal Palm Beach ***+ í 10 nætur. Verð m.v. gistingu í tvíbýli
159.900.
Frábær tilboð á
Royal Palm Beach ***+
og Hotel Royal
Asarlik Beach * * * * *
Ath. Verð getur hækkað án fyrirvara. Mjög takmarkaður fjöldi flugsæta og herbergja í boði.
FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN
KOMDU Í ÖLL HELSTU
PARTÝIN MEÐ OKKUR
m.visir.is
Fáðu Vísi í símann!
Meiri Vísir.
Meira sjónvarp, meira útvarp, meiri fréttir, meiri upplýsingar,
meiri umræða, meira líf, meiri íþróttir, meiri virkni, meira úrval.
Þú færð meira af öllu á Vísi.
Sorpa reisir dýra gas-
og jarðgerðarstöð
Kostnaðurinn gæti orðið hátt á annan milljarð. Hún verður reist í áföngum og
eiga einhverjir að vera tilbúnir eftir tvö ár. Breytt flokkunarkerfi er í bígerð.
GASHREINSISTÖÐIN Á ÁLFSNESI Mikil áhersla hefur verið lögð í að framleiða sem
mest gas á Álfsnesi en án nýrrar gas- og jarðgerðarstöðvar yrði Sorpu ekki kleift að
vinna gas úr 30 þúsund tonnum af sorpi eftir 2013. MYND/VALLI
VEISTU SVARIÐ?