Fréttablaðið - 09.07.2011, Qupperneq 12
12 9. júlí 2011 LAUGARDAGUR
greinar@frettabladid.is
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is
HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is
ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að
fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í
gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
Ó
fremdarástandið í fangelsismálum er að verða óbæri-
legt. Öll fangelsi landsins eru yfirfull og yfir 300 manns
á boðunarlista Fangelsismálastofnunar, þ.e. búnir að fá
fangelsisdóm en komast ekki í afplánun.
Einar Andrésson, formaður Fangavarðafélags Íslands,
lýsti því í Fréttablaðinu í gær að til að reyna að ganga á biðlistann
hefði verið gripið til þess ráðs að sleppa brotamönnum sem frekar
væru til friðs úti í samfélaginu
fyrr úr afplánun og láta þá til
dæmis gegna samfélagsþjónustu.
Þetta hefði hins vegar í för með
sér að í fangelsunum væri nú
enn harðsvíraðri hópur glæpa-
manna, þar á meðal meðlimir
glæpagengja sem stundum lenti
saman og sprautufíklar sem létu
einskis ófreistað að smygla fíkniefnum inn í fangelsin.
Einar segir fangaverði oft lenda í lífshættulegum aðstæðum.
Hann kallar eftir því að byggingu nýs fangelsis verði hraðað og
segir að það muni meðal annars gera kleift að aðskilja glæpa klíkur,
frelsa aðra fanga undan áreitni þeirra og hótunum, flokka fólk
niður eftir aðstæðum, afeitra fíkniefnaneytendur og koma þeim
þannig á beina braut.
Ástandið í fangelsismálum gengur gegn margvíslegum
grundvallar reglum réttarríkisins. Brotamenn ganga lausir
mánuðum og jafnvel árum saman eftir að þeir hafa fengið dóm,
sem er brot á réttindum fórnarlamba þeirra og í ósamræmi við
réttlætis kennd almennings. Í Fréttablaðinu í dag kemur fram að
meðal manna sem hafa fengið dóm en ekki hafið afplánun eru
margir ofbeldismenn, þar á meðal nauðgarar og barnaníðingar.
Skortur á fangaklefum þýðir að fangar eru vistaðir við heilsu-
spillandi aðstæður, sem er sömuleiðis mannréttindabrot og fer í
bága við alþjóðasamninga sem Ísland hefur staðfest. Hin langa bið
eftir afplánun þýðir að fótunum kann skyndilega að verða kippt
undan mönnum sem hafa snúið af braut afbrota þegar loksins losnar
handa þeim pláss í fangelsi. Nábýli harðsvíraðra glæpamanna og
þeirra sem raunverulega vilja nýta fangelsisvistina til að mennta
sig eða bæta, þýðir að þeir síðarnefndu eiga minni möguleika en
ella. Loks er ástandið í fangelsunum ógn við öryggi og heilsu starfs-
mannanna, eins og ummæli Einars Andréssonar vitna um.
Eins og fram kemur í Fréttablaðinu í gær og dag virðist deila
innan ríkisstjórnarinnar um hvort ríkið eða einkaaðilar eigi að
reisa nýtt fangelsi á Hólmsheiði standa í vegi fyrir ákvörðun um
að hefja framkvæmdir.
Vega þarf og meta bæði kostnaðinn við hvora leið um sig og hvor
er líklegri til að koma fangelsinu í gagnið fyrr. Hafa þarf í huga að
kostnaðurinn við núverandi ófremdarástand er líka talsverður og
talsvert til vinnandi að ráða bót á því sem fyrst.
Vonandi verður andstaða innan Vinstri grænna við allt sem heitir
„einka-“ ekki til að tefja ákvörðun um þessa bráðnauðsynlegu fram-
kvæmd lengur en orðið er.
Ólafur Þ.
Stephensen
olafur@frettabladid.is
SKOÐUN
SPOTTIÐ
AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR
Sennilega hefur engin ríkis-stjórn önnur en sú sem nú situr lagt úr vör með jafn sterkan meðbyr. Nú er hún
heillum horfin. Fáir meðhalds-
menn verja hana. Takmarkað-
ur stuðningur þeirra sem næst
standa forystumönnum stjórnar-
flokkanna byggist ekki á skír-
skotun til árangurs heldur þeirri
afsökun að ekki sé kostur á öðru.
Það öfugsnúna við þessa stöðu
er að nokkuð er til í afsökuninni
fyrir þrásetu stjórnarinnar. Vand-
séð er að unnt sé að mynda annars
konar stjórn á þessu kjör tímabili.
Yfirgnæfandi líkur eru hins
vegar á falli ríkisstjórnarinnar
í kosningum.
Eigi að síður
er senni leg-
ast að hún sitji
áfram eftir þær
með liðstyrk
framsóknar-
ma n na . Þ að
my ndi eng u
breyta um eðli
stjórnarinnar
því að Fram-
sóknarflokkurinn hefur fyrst og
fremst átt málefnasamleið með
vinstri væng VG og Hreyfingunni
upp á síðkastið.
Fátt getur breytt því að Sjálf-
stæðisflokkurinn fari langt
með að ná fyrri stöðu í næstu
kosningum hvort sem þær verða
fyrr eða síðar. Það væri mikill
sigur þó að hann megi að ein-
hverju leyti rekja til óvinsælda
stjórnarinnar. Að því leyti stendur
forysta flokksins vel að vígi.
Þjóðin þarf frjálslyndari stjórn-
arstefnu með markvissari sýn
á hagvöxt og alþjóðasamvinnu.
Nauðsynleg breyting á stjórnar-
stefnu er hins vegar nánast óhugs-
andi án aðkomu Sjálfstæðisflokks-
ins. Gallinn á gjöf Njarðar er sá að
þeirri pólitísku þoku ætlar ekki að
létta sem seig yfir með málefna-
kreppunni sem gjald miðils- og
bankahrunið leiddi af sér.
Öfugsnúin staða
ÞORSTEINN
PÁLSSON
Þau verkefni sem við blasa eru þess eðlis að nánast engar líkur eru á árangri nema þeir flokkar sem
nálgast miðju stjórnmálanna frá
hægri og vinstri taki höndum
saman og finni málefna legar
lausnir. Þetta eru Sjálfstæðis-
flokkurinn og Samfylkingin. Við
ríkjandi aðstæður er samstarf
þeirra hins vegar óhugsandi. Ekki
verður séð að kosningar breyti
neinu þar um. Ástæðurnar fyrir
þessu eru margar.
Hafa verður í huga að núverandi
forysta Samfylkingarinnar hefur
fært flokkinn það langt til vinstri
að hann getur ekki að öllu óbreyttu
átt samstarf í átt að miðjunni.
Hugmyndafræðileg gerjun gegn
þessari lokuðu stöðu er að byrja
innan Samfylkingarinnar. Engin
merki eru þó um að hún opnist
fyrir kosningar.
Í því ljósi á Sjálfstæðisflokkur-
inn tveggja kosta völ í fylgisleit.
Annar er sá að höfða til hægri
vængs Samfylkingarinnar. Hinn
er að keppa við Framsóknarflokk-
inn um Evrópusambandsóánægju-
fylgi frá VG. Seinni kosturinn virð-
ist hafa orðið ofan á.
Það eru einkum tvær ástæður
sem liggja til þess að Sjálfstæðis-
flokkurinn stefnir ekki við svo
búið í samstarf við Samfylkinguna.
Eitt er að veruleg tortryggni ríkir
enn vegna stjórnarslitanna 2009.
Annað er að þingmenn flokksins
geta varla skilið skilaboð Morgun-
blaðsins á annan veg en að frá
þeirri bæjarhellu yrði betur séð
að flokkurinn stefndi að samstarfi
við vinstri væng VG. Hætt er hins
vegar við að draga myndi úr fylgis-
aukningunni ef slík áform yrðu
opinber fyrir kosningar.
Samstarf Sjálfstæðisflokks og
Framsóknarflokks er ólíklegt eins
og sakir standa. Óvíst er að þeir
nái saman þingmeirihluta. Nú-
verandi þingmenn Framsóknar-
flokksins telja sig aukheldur vera
eins og brennt barn eftir fyrra
samstarf flokkanna. Slíka stjórn
myndi líka skorta æskileg tengsl
við verkalýðshreyfinguna.
Engin útgönguleið í augsýn
Við svo búið eru því veru-legar líkur á umtals-verðum kosningasigri Sjálfstæðisflokksins án
þess að það opni sjálfkrafa leið að
ríkisstjórnar samstarfi. Þetta þýðir
að fólkið í landinu á væntanlega
ekki kost á hófsamri frjálslyndri
stjórn. Efnahagslega afleiðingin
er áframhaldandi stöðnun eða mun
hægari endurreisn en vera þyrfti
út næsta kjörtímabil.
Hvenær svo sem næsta kjör-
tímabil hefst eru því meiri líkur en
minni á að núverandi stjórnarsam-
starf haldi áfram með stuðningi
framsóknarmanna. Hugsanlega
gætu orðið breytingar á forystu
ríkisstjórnarinnar. Formaður VG
hefur í reynd leitt samstarfið til
þessa. Í því ljósi væri formleg for-
ysta hans rökrétt. Framsóknar-
flokkurinn er ekki líklegur til að
setja málefnaleg skilyrði sem þýð-
ingu hafa en hann gæti gert kröfu
um forsætið.
Gangi mál þannig fram yrðu skoð-
anir verulegs hluta hefðbundinna
frjálslyndra kjósenda Framsóknar-
flokksins og Samfylkingarinnar án
málsvara við ríkisstjórnarborðið
og kjósendur Sjálfstæðisflokksins
áhrifalausir með öllu. Þetta þýðir
einfaldlega að sú málefnalega pólit-
íska kreppa sem heft hefur endur-
reisnina í meir en tvö ár framleng-
ist yfir á næsta kjörtímabil. Enginn
flokkur sýnist hafa hug á að brjóta
þessa stöðu upp.
Pólitíska kreppan framlengd
Óbærilegt ástand í fangelsismálum:
Ekki tefja
nýtt fangelsi
NJÓTTU SUMARSINS
TILBOÐSDAGAR
Eyjarslóð 5 101 Reykjavík S: 511 2200 www.seglagerdin.is
ÆGIR TJALDVAGN
1.279.000.
*Afsláttur -200.000.
Verð kr. 1.079.000.
með fortjaldi
PALOMINO COLT
2.559.000.
*Afsláttur -369.000.
Verð kr. 2.190.000.
með fortjaldi
KÍKTU VIÐ OG GERÐU GÓÐ KAUP