Fréttablaðið - 09.07.2011, Qupperneq 16
16 9. júlí 2011 LAUGARDAGUR
Beint lýðræði og rökræðu-lýðræði eru tvennt ólíkt. Beint
lýðræði felur í sér að borgararn-
ir taka pólitískar ákvarðanir án
samráðs við stjórnmálamennina
og á það við um setningu stjórn-
arskrár, afsal fullveldis, þjóðar-
atkvæðagreiðslur og að koma vald-
höfum frá þegar þeir hafa misst
traust fólksins. Rökræðulýðræði
er lýðræðis leg aðferð til að auka
þátttöku borgaranna við laga-
setningar innan ramma fulltrúa-
lýðræðisins. Í því felst að hin ólíku
sjónarmið almennings eru lögð
til grund vallar þegar pólitískar
ákvarðanir eru teknar og stjórn-
völd eru skyldug til að réttlæta
allar ákvarðanir sínar með því að
færa rök fyrir þeim sem almenn-
ingur skilur.
Lýðræðið í dag
Nútíma frjálslynt lýðræði byggist
á fulltrúalýðræði, þar sem stjórn-
málamenn eru fulltrúar borgar-
anna, þar sem þeim er ætlað að
setja sig inn í flóknari pólitísk
málefni, leita sér sérfræðings-
álita, safna sjónarmiðum hags-
munaaðila og taka síðan póli-
tískrar ákvarðanir með hagsmuni
almennings að leiðarljósi.
En lýðræðið er takmarkað.
Flokksræðið er sterkt og leiðir
til kappræðu frekar en málaefna-
legrar umræðu. Ólýðræðislegt
vald sérfræðinga, hagsmunaaðila,
fjármálaveldisins og skoðana-
myndandi fjölmiðlaveldis eru
aðalógnir lýðræðisins. Vægi hins
lýðræðislega kjörna Alþingis
hefur minnkað, stjórnarhættir
eru ofan frá og niður, ógegnsæi
er í pólitískum málefnum ríkis-
ins og oftar er tekið meira mið af
hagsmunaaðilum en almenningi.
Gjá er milli stjórnmálamanna og
fólksins. Þetta má glögglega sjá
ef skoðaðar eru þær aðferðir sem
notaðar eru til þess að taka pólit-
ískar ákvarðanir.
Meirihlutaræði, þar sem ein-
faldur meirihluti ræður, ekki
þarf að semja til að koma málum
í gegn, né taka tillit til skoðana
minnihlutans og oft er valtað
yfir hann. Flokksforysturæðið
er sterkt, venjulegir stjórnmála-
menn hafa lítið hlutverk, sérfræð-
ingaveldi ræður öllu í raun og
borgararnir búa við kjörklefalýð-
ræði þar sem þeir hafa í raun ekk-
ert að segja nema í kjör klefanum
á fjögurra ára fresti.
„Samningar um hagsmuni” er
dæmigert fyrir tveggja flokka
samsteypustjórnir hérlendis,
sem felur í sér helmingaskipti á
völdum. Pólitísk vandamál eru
séð sem hagsmunadeilur sem
hægt er að semja um. Stjórnmál-
in þykja frekar opin og almennir
stjórnmálamenn hafa stórt hlut-
verk í baktjaldamakki og hrossa-
kaupum. Sérfræðingarnir veita
lögfræðilega og hagsmunatengda
ráðgjöf. Þátttaka almennings
truflar samningsmöguleika og
andstæðum sjónarmiðum er því
breytt í hagsmunatengsl og hafn-
að.
„Samkomulag um gildi” breytir
pólitískum vandamálum í deilur
um gildi þegar ekki er hægt að
semja um hagsmuni. Deilt er um
frelsi eða jafnrétti, sjálfstæði eða
samvinnu þjóða, virkjanir eða
umhverfisvernd o.s.frv. Flokks-
foringjarnir komast að mála-
miðlunum frekar en að komast
að endanlegum niðurstöðum, að
vera sammála um að vera ósam-
mála með óljósa von um hægt
verði að semja um þau í fram-
tíðinni. Stjórnmálin eru frek-
ar yfirborðskennd og hlutverk
almennra stjórnmálamanna er
að taka þátt í pólitísku þrasi, en
sér fræðingarnir eru háspeki legir
um gildin. Þátttaka borgaranna
er ekki vel séð þar sem hún rask-
ar viðkvæmum málamiðlunum.
Þeim sem vilja taka þátt er breytt
í valdalitla stjórnmálamenn eða
einhvers konar sérfræðinga um
gildi til að koma þeim úr raun-
verulegum vandamálalausnum.
Rökræðulýðræði
Rökræðulýðræðinu er ætlað að
auka þátttöku borgaranna og
almennra stjórnmálamanna og
styrkja þannig Alþingi og fulltrúa-
lýðræðið. Grundvöllur lagasetninga
á ekki að vera eingöngu álit sér-
fræðinga og hagsmunaaðila.
Formlegir borgarafundir á
vegum Alþingis eiga að vera hluti
af löggjafarvaldinu þar sem stjórn-
málamenn kynna álitamálin og eiga
í samræðum við borgarana. Þá láta
borgararnir reyna á skoðanir sínar
og síðan þarf skipulega að safna
sjónarmiðum þeirra til að leggja til
í þann grunn sem pólitískar ákvarð-
anir Alþingis byggjast á. Gegnsæi í
pólitískri stjórnsýslu er megin skil-
yrðið fyrir því að almenningur geti
myndað sér skoðun á þeim á sömu
forsendum og stjórnmálamenn.
Rökræðan þarf að vera af heilind-
um og á jafnréttisgrundvelli. Mikil-
vægi ólíkra skoðana felst í því að
þær eru hvati að frekari umræðum
sem leiða til betri skilnings og geta
leitt til nýrra lausna.
Réttlæting pólitískra ákvarðana
felur í sér að stjórnvöld verða að
skýra með rökum hvers vegna þau
tóku einhverja ákvörðun frekar en
einhverja aðra og svara gagnrýni
borgaranna.
Með þessu móti fæst sátt um
pólitískar ákvarðanir og lagasetn-
ingar og þegjandi samkomulag
um að virða þær. Ekki vegna þess
að maður sé sammála þeim, held-
ur vegna þess að þær hafa fengið
réttláta málsmeðferð og öll sjón-
armið hafa fengið að komast að.
Pólitískar ákvarðanir njóta þá frið-
helgi, en auðvitað er hægt að end-
urskoða þær síðar ef forsendurnar
hafa breyst.
Rökræðulýðræðið er tímafrekara
og dýrara, en réttlátara, skynsam-
legra og virkara.
Rökræðulýðræði mikilvægara
en beint lýðræði
Staða félags- og hugvísinda innan Háskóla Íslands er ekki
góð. Raunar er staðan að mörgu
leyti svo slæm að furðu sætir. Í
meistararannsókn minni á vald-
dreifingu og formgerð hins aka-
demíska vettvangs kom m.a.
annars í ljós að félags- og hugvís-
indamenn upplifa sig sem undir-
málshóp innan akademíunnar.
Hugvísindamönnum þótti sem
þeir væru undir óeðlilegum kröf-
um raunvísindamanna um að
stunda vísindi á ensku. Það er að
stunda vísindi á forsendum raun-
vísindanna. Félagsvísindamönnum
þótti sem þeir væru ekki metnir að
verðleikum sem vísindamenn og
sumir lýstu ástandinu jafnvel sem
„akademískri aðskilnaðarstefnu
milli félagsvísinda og raunvísinda.
Ástæða þess að félags- og hug-
vísindamenn upplifa stöðu sína
gagnvart raun- og læknavísind-
um sem óréttláta byggir á ójafnri
stöðu greinanna innan skólans.
Hlutfall nemenda á fastráðna
kennara er einn þeirra mælikvarða
sem notaðir eru til að meta gæði
háskóla víða um heim. Mælikvarð-
inn metur hversu mikið ráðrúm
hver kennari hefur fyrir nemendur
sína og sömuleiðis í rannsóknir.
Vísindamaður sem ber ábyrgð á 9
nemendum getur betur sinnt þeim
og sínum eigin rannsóknum en sá
sem ber ábyrgð á rúmlega 40 nem-
endum. Þeir skólar sem stæra sig
af góðum gæðum hvað þetta hlut-
fall varðar eru með 10 nemendur
eða færri á hvern fastráðinn kenn-
ara. Meðaltals hlutfallið fyrir HÍ
er nú rúmlega tvisvar sinnum það,
eða 23 nemendur á hvern kennara.
Hlutfallið var 14 nemendur á kenn-
ara árið 1994 og hefur snarversnað
síðan þá.
Meðaltalið segir hins vegar
ekki alla söguna því talsverður
breytileiki er milli vísindagreina
innan HÍ hvað þetta varðar eins
og sjá má á línuritinu. Nemend-
um á kennara hefur fjölgað í hug-
vísindum en þó sérstaklega félags-
vísindum frá árinu 1994 á sama
tíma og hlutfallið hefur staðið í
stað í raun- og læknavísindum. Á
þessu tímabili fjölgaði nemendum
en þó í samræmi við væntingar
sé litið til hlutfallslegrar fjölg-
unar í gegnum söguna og þróun-
ar í öðrum löndum. Þessari aukn-
ingu nemenda var augljóslega ekki
mætt með fjármagni til þess að
viðhalda þeim gæðum sem voru
árið 1994 og félags- og hugvísindi
tóku á sig fall í gæðum til að þeim
mætti viðhalda í raun- og lækna-
vísindum. Nemendur á kennara í
félagsvísindum eru nú yfir 50 en
hafa haldist í kringum 10 í raun-
og læknavísindum.
Stundum er því haldið fram
af raunvísindafólki að kennsla í
félags- og hugvísindum byggist
á öðrum forsendum en í þeirra
eigin greinum. Það vill þannig til
að þekking á kennslu og þekking-
armiðlun er mest innan félagsvís-
inda, nánar tiltekið kennslufræða,
og samkvæmt þeim eru forsend-
ur góðrar kennslu áþekkar milli
greina. Og þetta vita allir góðir
kennarar og vísindamenn. Vís-
indin læra menn með því að fram-
kvæma vísindi í frjóu og metnað-
arfullu akademísku umhverfi og
síðast en ekki síst með því að eiga
í samræðu við aðra vísindamenn.
Verklegir tímar eru nauðsynlegir
í öllum vísindagreinum. Ástæðan
fyrir því að félags- og hugvísindi
fá ekki nema brot af því fjár-
magni sem rennur til raun- og
læknavísinda er sú að þau njóta
ekki réttmætrar virðingar, þau
hafa ekki sama akademíska vald
og raun- og læknavísindin.
Félags- og hugvísindi eru ekki
annars flokks og þessa mismun-
un þarf að leiðrétta án tafar. Rétt-
ast væri að greidd væri sama
fjárhæð til kennslu með öllum
háskólanemum en sérstaklega
fyrir tækjabúnað. Tryggja þarf
öllum nemendum samsvarandi
gæði kennslu. Rektor Háskóla
Íslands og menntamálaráðherra
bera ábyrgð á því að tryggja hug-
og félagsvísindum ásættanlegar
aðstæður til jafns við aðrar vís-
indagreinar.
Akademísk aðskilnaðarstefna
Lýðræði
Björn
Einarsson
læknir og
heimspekinemi
Menntamál
Kristinn Már
Ársælsson
BA í heimspeki,
Diploma í kennslufræði
og MA í félagsfræði
Ólýðræðislegt vald sérfræðinga, hags-
munaaðila, fjármálaveldisins og skoðana
myndandi fjölmiðlaveldis eru aðalógnir
lýðræðisins.
Álver eru engin
skyndilausn
Í þriðju grein minni um vægi áliðnaðar á Íslandi fjalla ég
um langtímaáhrif iðnaðarins hér
á landi.
Því hefur gjarnan verið hald-
ið fram að með uppbyggingu í
orkutengdum iðnaði sé verið að
leita skyndilausna sem á end-
anum skilji lítið eftir
sig. Stóriðjan sé ein-
hvers konar höfuð-
verkjartafla sem við
grípum til þegar sam-
dráttar verður vart í
hagkerfinu. Réttara
sé að beina kröftum
í uppbyggingu „ein-
hvers annars“ sem
skilji eftir sig varan-
lega verðmætaaukn-
ingu. En stenst þessi
fullyrðing?
Heildarfjárfesting
við byggingu Kára-
hnjúka og álvers
Fjarðaáls var um 266
milljarðar króna á
árunum 2004-2008.
Innlendur hluti þess-
arar fjárfestingar er
talinn hafa numið 82
milljörðum króna eða
innan við þriðjungi
heildarfjárfestingarinnar. Þetta
samsvarar að jafnaði 16 millj-
örðum króna á ári. Til þess að
setja þetta í samhengi er hér um
að ræða lítillega lægri fjárhæð
en rann að jafnaði til viðhalds og
uppbyggingar á vegakerfi lands-
manna á sama tímabili.
Vægi uppbyggingarfasa stór-
iðjunnar er því ekki nærri eins
mikið og af er látið. Þegar öllu
er á botninn hvolft er nánast hjá-
kátlegt að kenna þessari fram-
kvæmd um ofhitnun íslensks
efnahagslífs á þessu tímabili.
Þessar tölur mega sín lítils í
samanburði við útlánaaukningu
bankakerfisins, hækkun á mark-
aðsvirði íbúðarhúsnæðis lands-
manna og svo mætti áfram telja.
Innlend rekstrarútgjöld Fjarðaáls
margfalt meiri en fjárfestingar-
kostnaður
En hvað er það sem uppbygg-
ing stóriðju skilur eftir sig? Ef
við skoðum rekstur Fjarðaáls á
árunum 2008-2010 má sjá að inn-
lend rekstrarútgjöld álversins
á þessu tímabili námu 90 millj-
örðum króna. Á þessum þrem-
ur árum varði fyrirtækið því
hærri fjárhæð í rafmagnskaup,
launagreiðslur og kaup
á vörum og þjónustu en
varið var í innlenda efn-
isþætti byggingafram-
kvæmda álversins og
virkjunar á fimm ára
byggingartíma.
Ætla má að innlend-
ur rekstrarkostnaður
Fjarðaáls verði um
1.200 milljarðar króna
að núvirði á gildis-
tíma raforkusamnings
fyrirtækis ins, eða sem
samsvarar fimmtán-
földum fjárfestingar-
kostnaði hér innanlands
vegna verkefnisins. Svip-
uð mynd blasir við þegar
horft er til virðisauka af
áliðnaði í heild sinni, en
útgjöld áliðnaðar hér á
landi á síðasta ári námu
alls 80 milljörðum króna.
Raunar má til fróðleiks
nefna að athugun á verðmæta-
sköpun í kanadískum áliðnaði
leiddi í ljós að eitt 300 þúsund
tonna álver skapar ámóta mik-
inn virðisauka á hverju 10 ára
tímabili og stofnun 750 lítilla og
meðal stórra fyrirtækja hefði gert
á sama tíma. Meðallíftími álvera í
Kanada er í dag 50 ár.
Uppbygging áliðnaðar er því
fráleitt skyndilausn. Þvert á móti
er þetta uppbygging iðnaðar sem
skilur eftir sig umtalsverðan
virðis auka á ári hverju og mun
halda áfram að gera það næstu
áratugina.
Áliðnaður
Þorsteinn
Víglundsson
framkvæmdastjóri
Samáls – Samtaka
álframleiðenda á
Íslandi
Þegar öllu
er á botn-
inn hvolft
er nánast
hjákátlegt að
kenna þessari
framkvæmd
um ofhitnun
íslensks
efnahags-
lífs á þessu
tímabili.
ÁHRIF HITASTJÓRNUNAR
Á ÞRÓUN HEILA
SJÁVARSPENDÝRA
Thermogenesis in Cetacean Brain Evolution
Dr. Paul Manger fjallar um rannsóknir sínar á formgerð
heila sjávarspendýra mánudaginn 11. júlí kl. 16:00–17:00.
Niðurstöður rannsókna dr. Manger styðja nýstárlega
kenningu þess efnis að stærð heila sjávarspendýra skapist
af hitastjórnunarhlutverki hans, en ekki æðra hugarstarfi
eins og talið hefur verið.
Fyrirlesturinn, sem fram fer á ensku, verður haldinn í
Háskólanum í Reykjavík, Betelgás (V.1.02).
Dr. Paul Manger er prófessor í líffærafræði við Witswatersrand
háskóla í Jóhannesarborg. Að loknu doktorsprófi í taugavísindum
starfaði dr. Manger við rannsóknir í samanburðarlíffærafræði við
UCLA háskóla og UC Irivine háskóla. Áður en hann tók við núverandi
stöðu árið 2002 var hann gistivísindamaður við Karolinska Institutet
og fékkst þar við sjónkerfisrannsóknir. Dr. Manger hefur nú helgað
sig alfarið samanburðarlíffærafræði og er hér á landi í þeim tilgangi
að safna heilum úr hrefnum. Dr. Manger hefur birt um 115
fræðigreinar og er leiðandi fræðimaður á sínu sviði.
ALLIR VELKOMNIR!
www.hr.is