Fréttablaðið - 09.07.2011, Page 22

Fréttablaðið - 09.07.2011, Page 22
9. júlí 2011 LAUGARDAGUR22 Utanríkisráðherra tók nýlega undir orð stjórnar- andstæðings á Alþingi og sagði íslenska stjórn- málamenn vissulega geta gætt hagsmuna Íslands betur en nú er gert, innan ramma EES- samningsins. Ráðherra benti á eina leið sem er opin, en það er samstarf við hópa á Evrópuþinginu. Þetta gætu íslenskir flokkar nýtt sér, eins og Norð- menn gera, til að hafa áhrif á mál sem koma til með að taka gildi í EES. Íslensku flokkarnir ættu því að þiggja boð um seturétt í flokkahópum í Brussel, segir ráðherra. Fréttablaðið spurði starfsfólk flokkanna um tengsl þeirra við Evrópuþinghópa. Framsóknarflokkurinn hefur, í krafti aðildar að Alþjóðasamtökum frjálslyndra flokka, sent fulltrúa bæði á þing ELDR (Frjálslyndir demókrat- ar í Evrópu) og til ALDE, sem er Evrópuþinghóp- ur ELDR og þriðji stærsti flokkahópur Evrópu- þingsins. Framsókn hefur ekki sótt um aðild að ELDR, en það hefur komið til tals. Meðal leiðtoga ALDE eru Íslandsvinirnir Pat the Cope Gallagher og Diana Wallis. Sjálfstæðisflokkurinn á enga aðild að flokka- hópum á Evrópuþinginu en bæði EPP og ECR hafa boðið honum til samstarfs. EPP er hreyfing mið-hægrimanna, kristilegra demókrata. EPP er evrópusinnaður félagsskapur. Frægir foringjar EPP eru Angela Merkel og Nicolas Sarkozy. ECR er hins vegar flokkur íhaldsmanna sem efast um ágæti aukins samruna Evrópusambandsríkjanna. Stór hluti ECR var áður í EPP, til dæmis þekktasti leiðtoginn: David Cameron. Félagsskapur þessi er nokkuð illræmdur á meginlandinu, því honum tengjast nýnasistar og aðrir hatursmenn innflytjenda. Hreyfingin á engan formlegan samstarfsflokk á Evrópuþinginu og innan hennar hefur ekki verið rætt um hvaða flokkur yrði fyrir valinu, gangi Ísland í ESB. Í svari Hreyfingarinnar til blaðsins er tekið fram að til greina kæmu m.a. allir flokkar sem taka almannahagsmuni fram yfir sérhags- muni. Samfylkingin er lengst komin í þessum málum. Hún er aukaaðili að PES, flokki evrópskra sósíalista, en var áheyrnaraðili, áður en umsóknarferlið hófst. Formaður PES er Daninn Poul Nyrup Rasmus- sen en þekktasta andlitið kannski sá spænski José Zapatero. Í PES er einnig Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs. Dagur B. Eggertsson, varaformaður Samfylkingar, situr í stjórn PES. Samband sósíalista og demókrata, S&D er þinghópur PES og sá næststærsti á þinginu. VG hefur lagt mesta áherslu á samstarf við flokka á Norðurlöndunum en hefur átt í óform- legu samstarfi við GUE/NGL, sem er hópurinn lengst til vinstri á Evrópuþinginu. Meðal annars tekur VG þátt í einstaka ráðstefnum og dæmi um það er heimsókn þingflokks GUE/NGL hingað til lands í vor þar sem ráðherrar VG héldu ræður. Í GUE/NGL eru flokkar eins og Sinn Fein og Die Linke, sem á rætur sínar í kommúnistaflokki Austur-Þýskalands. Þar eru einnig danskir efasemdamenn um aukinn samruna í Evrópu. GUE/NGL er „staðfastlega skuldbundið Evrópu- samrunanum“ en vill breyta núverandi kerfi. Formaður er STASI-uppljóstrarinn fyrrverandi Lothar Bisky. VG mun ekki hafa átt í samstarfi við flokk græningja/EFA á Evrópuþinginu. E vrópuþingið er fordæma- laus tilraun til að skapa lýðræðislegt löggjafar- vald utan um umsvifa- mikið milliríkjasamstarf, eða sjálfa alþjóðavæðinguna eins og hún birtist í Evrópusamstarfinu. Þing kjörinna fulltrúa án ríkis. Þótt hvert aðildarríki Evrópu- sambandsins hafi þar ákveðinn fjölda þingmanna eiga þeir ekki að gæta hagsmuna eigin ríkis fyrst og fremst heldur ganga í pólitíska Evrópuþinghópa í samræmi við hugsjónir. Hingað til hafa sérhagsmunir einstakra þjóða ekki mikil áhrif haft á afstöðu þingmanna en önnur einstök mál geta klofið stjórnmála- hópa, sérstaklega vegna afstöðu til Evrópusamstarfsins almennt: meiri samruna eða minni. Þingið þykir þó í heildina afar samrunasinnað, langt umfram kjósendur sína. Sígild vinstri-hægri aðgreining á við á Evrópuþinginu eins og víðar en Evrópumál eru þeirrar náttúru að passa ekki alltaf inn í hana. Sum stefnumál einkenna Evrópuþingið umfram önnur því það hefur lagt sérstaka rækt við umhverfismál og mannréttindi. En öll ákvarðana- taka innan þingins, og raunar ESB sem slíks, er afrakstur mikils karps og samningagerðar. Í takt við það, og þar sem engri ríkisstjórn þarf að steypa, greiða þrír stærstu stjórn- málahóparnir (EPP, S&D og ALDE) samhljóða atkvæði í 75 til 80 pró- sent tilvika. Samvinna þessi styrkir þingið sem sjálfstæða stofnun ESB. Ýmis hlutverk og margar tungur Evrópuþingið fer með löggjafar- og fjárveitingarvald innan ESB ásamt ráðherraráðinu og að hluta til fram- kvæmdastjórninni. Það sinnir pólit- ísku eftirliti og stýringu gagnvart framkvæmdavaldinu. Það kýs for- seta framkvæmdastjórnarinnar að undangengnum yfirheyrslum. Það hefur og sett framkvæmdastjóra af. Starf þingsins felst að miklu leyti í nefndarstarfi og að ræða skýrslur úr nefndum. Almennar um ræður og ályktanir taka sinn tíma og nokkur tími fer í samskipti við ráðherra- ráð og framkvæmdastjórn. Innan þingsins eru 20 fasta nefndir en einnig tilfallandi rannsóknarnefnd- ir. Tæplega 6000 manns starfa hjá þinginu og stór hluti rekstrar- kostnaðar þess felst í að túlka orð þingmannanna. Í ESB eru 23 opin- ber mál og hver þingmaður má ávarpa þingið á sinni tungu. Engin völd yfir ráðherrum Það fer eftir eðli máls hverju sinni hversu mikil áhrif Evrópuþingið getur haft. Í sumum málum hefur það neitunarvald, í öðrum getur það í mesta lagi tafið mál og allt þar á milli. Þingið getur ekki átt frum- kvæði að lagasetningu heldur þarf að biðja framkvæmdastjórnina um það. Í heildina er ljóst að þing- ið hefur töluverð áhrif á lagasetn- inguna, þótt það hafi engin völd yfir ráðherraráðinu og leiðtogaráðinu. Ýmsar gamlar hefðir, svo sem að láta ekki duga að þinga á einum stað heldur eyða peningum í að halda úti starfsemi í borgum þriggja aðildar- ríkja, í Brussel, Lúxemborg og Strassborg, varpa skugga á störf Evrópuþingsins. Þá þykja þingfundirnir heldur dauflegir og eru oft illa sóttir. Ekki hefur heldur fegrað ásýnd þingsins að þingmenn þar hafa gerst sekir um spillingu, svo sem að ráða ætt- ingja sína til starfa. Þá má nefna að Evrópuþingmenn þykja ekki í mikl- um tengslum við almenning. Kosið um Evrópu Evrópuþingið er sú stofnun Evrópusambandsins sem mest hefur sótt í sig veðrið síðustu ár. Þar eru stærstu hóparnir oft sam- mála. Allir íslensku flokkarnir, nema Hreyfingin, eru í talsam- bandi við Evrópuflokka, en Samfylkingin ein á í formlegu sam- starfi. Klemens Ólafur Þrastarson kynnti sér málið. ÉG MÓTMÆLI! Dæmigerður Evrópuþingmaður hefur reynslu af stjórnmálum, er fyrr- verandi ráðherra eða forseti. Hann gæti einnig verið að hefja ferilinn. Bændahöfð- ingjar og verkalýðsforingjar hafa komist á Evrópuþingið, sem og nokkrir fyrrverandi háttsettir embættismenn ESB. Einnig má nefna að frægðarmenni reyna að komast til Brussel. Hvar stæðu íslensku flokkarnir? Evrópuþingið var upphaflega valda- laus en ráðgefandi stofnun – kölluð samkunda frekar en þing. Þingmenn- irnir voru valdir úr hópi þingmanna aðildarríkjanna og sátu því á tveimur þingum í senn. Þjóðþingin voru iðulega ofar á dagskrá þessara þing- manna en samkoman í Brussel. Árið 1979 var fyrst kosið beint til Evrópuþingsins og breytti það eðli þess. Allar götur síðan hefur Evrópuþingið sótt í sig veðrið. Nú eru þingmennirnir þar í fullu starfi. Völd þingsins hafa aukist við hverja sáttmálabreytingu aðildarríkjanna og nú er svo komið að það er orðið ein mikilvægasta stofnun ESB. Mikilvægi hennar helgast ekki síst af því að fulltrúar hennar, þing- mennirnir, eru kosnir beinni kosningu af borgurum aðildarríkjanna til að sitja þar. Í öðrum stofnunum er hinn frægi lýðræðishalli ESB því meiri: þar er lengri vegur frá atkvæði kjósanda til ákvarðanatökunnar. Þannig séð er Evrópuþingið sú stofnun sem getur helst löggilt Evrópusamrunann, sér í lagi í augum almennings. Það er orðið að einu mikilvægasta löggjafarþingi heims og ákvarðanir þess hafa áhrif víðar en á Evrópska efnahagssvæðinu. Við kosningar til þingsins er ekkert sameiginlegt kosningakerfi notað í aðildarríkjunum og þær fara ekki endilega fram á sama degi í þeim. Illa hefur gengið að skapa stemningu fyrir kosningunum og Evrópumálin verið í bakgrunni. Fólk er gjarnan kosið á þingið eftir því sem er í gangi í innan- ríkisstjórnmálum. Til dæmis fá flokkar stjórnarandstöðu góða kosningu því kjósendur vilja refsa sitjandi ríkisstjórn. Ein ástæða því að áhugi á Evrópuþingkosningum mælist lítill er sú að það er engin Evrópuríkisstjórn, sem þingið veitir meirihlutastuðning eða ekki. Það þykir því ekki jafn mikið í húfi fyrir kjósendur og í t.d. þjóðþings kosningum. Kosningaþátt- taka hefur minnkað úr 62% árið 1979 og í 43% árið 2009. Þó fer þetta eftir löndum. Í smæsta ríkinu, Möltu, kjósa t.d. 80%. Aukið mikilvægi þings, minni áhugi almennings GEGN RITSKOÐUN Evrópuþingmenn mótmæla hér fjölmiðlalögum Viktors Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, þegar hann ávarpaði þingið í janúar. Á Evrópuþinginu eiga frá og með árinu 2014 að sitja ekki fleiri en 750 þingmenn til fimm ára í senn og einn forseti þingsins að auki. Fastneglt er að aðildarríki skulu minnst hafa sex þingmenn en það fjölmennasta (Þýskaland) hefur 96. Ísland hefði sex þingmenn, eins og fjögur önnur ríki. Þetta eru sumsé 751 þingmaður fyrir 500 milljón íbúa 27 aðildar- ríkja. Er það mikið eða lítið? Í New Hampshire-ríki í Bandaríkjunum eru 400 þingmenn í umboði 1,3 milljóna íbúa. Á Alþingi eru 63 fyrir 310.000 íbúa. Löggjafarþingið á Ind- landi (Alþýðuhúsið) hýsir hins vegar 543 þingmenn, sem starfa fyrir 1,2 milljarða manna. Innan ESB fá smáríkin gjarnan hlutfallslega meira vægi en þau stóru. Þetta kemur greinilega fram á Evrópuþinginu þar sem ríkir öfug hlutfallsregla. Samkvæmt henni er sætunum skipt milli aðildarríkj- anna þannig að smáríkin fá hlutfallslega fleiri kjörna fulltrúa en þau stærri. Einn þingmaður frá Þýskalandi situr fyrir hverja 860.000 landa sína en þing- maður frá Íslandi kæmi til Brussel í umboði 52.000 Íslendinga. Að meðaltali er um einn þingmaður fyrir hverja 656.000 íbúa ESB. Sumir fá fleiri þingmenn en aðrir SLÖK MÆTING Þótt Ísland fengi sex þingmenn á Evrópuþingið er ekki þar með sagt að þeir myndu alltaf mæta í vinnuna, ekki frekar en við Austurvöll. Staðan á yfirstandandi kjörtímabili, 2009 til 2013: Hópur Fjöldi þingmanna EPP 265 S&D 184 ALDE 84 Grænir/EFA 55 ECR 54 GUE/NGL 35 EFD 32 Utan hópa 27 Meirihlutamyndanir á þinginu: 1979-1989 Mið-hægri flokkar 1989-1994 Vinstri-grænir flokkar 1994-1999 Meirihlutalaust 1999- Mið-hægri flokkar Land Fjöldi Þýskaland 96 Bretland 73 Pólland 51 Grikkland 22 Svíþjóð 20 Danmörk 13 Slóvenía 8 Lúxemborg 6 Malta 6

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.