Fréttablaðið - 09.07.2011, Side 24

Fréttablaðið - 09.07.2011, Side 24
9. júlí 2011 LAUGARDAGUR24 L augavegurinn verður lokaður fyrir umferð bíla frá gatnamót- um Vatnsstígs að gatnamótum Skólavörðustígs út júlímánuð. Þessi breyting virðist hafa lagst ágætlega í vegfarendur, sem hafa fjölmennt í bæinn síðustu daga. Verslunargatan hefur breyst mikið í gegnum tíðina og óhætt er að fullyrða að þær breytingar hafi flestar verið til góðs. Pétur Ármannsson arkitekt segir götuna vera áhugaverða enda geymi hún fjölbreytta og kaflaskipta sögu íslenskr- ar byggingalistar. „Upphaflega var þetta aðeins stígur sem lá upp Bakarabrekku og að Vegamótum en seint á nítjándu öld var tekin ákvörðun um að leggja veg að þvotta- laugunum í Laugardalnum til að auðvelda vinnukonum gönguna þangað. Um aldamót- in voru farin að rísa nokkur hús með götunni sem svipaði til húsanna við Laugaveg 4 og 6. Smám saman þróaðist síðan gatan yfir í það að verða verslunargata þar sem Íslend- ingar ráku sjálfstæðan rekstur og í kjölfar- ið fóru að rísa stærri og veglegri timburhús við götuna.“ Eftir Reykjavíkurbrunann árið 1915 varð óheimilt að byggja stór timburhús í mið- bænum og í staðinn risu mörg þrílyft stein- hús eins og Kirkjuhúsið. Sé gengið eftir Laugaveginum má sjá hvernig byggingar- listin hefur þróast í gegnum aldirnar og ættu borgarbúar að njóta hennar og skoða. Stígur sem varð verslunargata Laugavegi var lokað að hluta fyrir bílaumferð í byrjun mán- aðar og verður göngugata út júlí. Sara McMahon grúskaði í gömlum myndum og ræddi við Pétur Ármannsson arkitekt um Laugaveginn. LAUGAVEGURINN Í DAG Eftir að lokað var fyrir bílaumferð hafa gangandi og hjólandi vegfarendur meira pláss til að spóka sig. Veitingastaðir hafa einnig verið fljótir að bregðast við og settir hafa verið stólar og borð út á gangstéttina svo hægt sé að njóta sólarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/HAG IÐANDI LAUGAVEGUR Hér má sjá bílum lagt misvel við Laugaveginn og mikla umferð í átt að Bankastrætinu. Myndin er tekin á áttunda áratugnum. LOFTMYND Loftmynd af Laugaveginum á áttunda áratugnum. Þarna má glitta í hornhúsið við Lauga- veg og Smiðjustíg sem nú hýsir Gullkúnst Helgu. UMFERÐARLJÓS Ekki er langt síðan öll umferðarljós hurfu af Laugaveginum. Hér má sjá tvö slík og handrið til að skilja að gangandi vegfarendur og umferð við verslunina Vísi. LÍF Á LÆKJARTORGI Lækjartorgi hefur einnig verið lokað fyrir umferð. Þessi mynd er frá níunda áratugnum og má sjá borgarbúa njóta sólarinnar á torginu. HJÓLAUMFERÐ Efri hluti Laugavegarins er nú með hjólreiðastíga fyrir hjólreiðamenn en áður lét fólk götuna duga eins og þessi herramaður. MYNDIR/LJÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.