Fréttablaðið - 09.07.2011, Page 26

Fréttablaðið - 09.07.2011, Page 26
9. júlí 2011 LAUGARDAGUR26 Harry Potter-ævintýrinu lýkur Sögurnar um Harry Potter og ævintýri hans í galdraheimum eru flestum kunnar. Börnin sem lásu fyrstu bókina þegar hún kom út eru komin á fullorðinsaldur og sama má segja um Harry. Í tilefni þess að áttunda og síðasta myndin sem gerð er eftir bókunum um Harry verður frumsýnd í bíó á miðvikudag rifjar Birgir Þór Harðarson upp söguna af galdradrengnum og ævintýrum hans. Dauðadjásnin eru þrír hlutir sem Dauðinn sjálfur á að hafa gefið þremur bræðrum eftir að þeir reyndu að forð- ast hann. Þeir óskuðu sér galdrasprota, endurlífgunar- steins og huliðsskikkju. Hvert og eitt er til í raun þó að margir í galdraheimum haldi að sagan sé ævintýri fyrir börn. Galdrasprotinn. Dauðinn gaf elsta bróðurnum galdrasprota sem sigrað gæti alla aðra sprota. Sprotinn var í eigu Albus Dumbledore og var grafinn með honum. Voldemort nær hins vegar sprotanum í lok fyrri kvik- myndarinnar. Endurlífgunarsteinninn. Dauðinn gaf öðrum bróðurnum stein sem gat reist fólk upp frá dauðum. Bróðirinn sá endurlífgaði eiginkonu sína en hún átti ekki heima með lifendum og því létust þau bæði í eymd. Steinninn var í eigu fjölskyldu Voldemorts en Voldemort notaði steininn sem helkross. Steinninn endar svo í fórum Dumble dores, sem eyðileggur helkrossinn. Huliðsskikkjan. Dauðinn gaf þriðja bróðurnum huliðsskikkju sína. Bróðirinn vildi fá það sem mundi vernda hann frá dauðanum þar til hann ætti að deyja úr elli. Skikkjuna ánafnaði hann syni sínum og þriðji bróðirinn fylgdi Dauðanum í sátt. Harry fékk skikkjuna í arf frá föður sínum. ■ DAUÐADJÁSNIN Harry er kennt eftir að hann mætir Voldemort í fyrsta skipti að ást móður hans á honum sé vörn gegn hinu illa. Ástæðan fyrir því að Volde- mort gat ekki snert hann með berum höndum var sú að móðir hans fórnaði sjálfri sér til að bjarga honum. Þetta er mikilvægt atriði í öllum sög- unum um Harry Potter. Albus Dumble- dore útskýrði fyrir Harry að ástin og væntumþykja væru mögnuðustu galdrar sem nokkur galdramaður gæti búið yfir. Voldemort kann ekki þessa galdra. Hann hefur enga trúa á náunganum og treystir aðeins sjálfum sér. Skýringin á göllum Volde- morts gæti verið að móðir hans yfirgaf hann eftir að hann fæddist. Föður sinn þekkti hann aldrei. Tom Marvolo Riddle gat ekki hugsað sér að gang- ast við nafni mugga og kallar sig því Voldemort. Voldemort sem aldrei hefur eign- ast vini er því illur og gerir allt sem þjónar honum best. Harry er hins vegar brenndur af ástinni fyrir lísfstíð. Foreldr- ar hans birtast honum í ýmsum myndum þegar hætta steðjar að og vinir hans og velunn- arar hjálpa honum úr vandræðum. Það er því heillandi að skoða þá hlið sögunnar sem snýr að væntumþykju og vinaböndum. ■ HARRY KANN GALDRA SEM VOLDEMORT KANN EKKI Lærifaðir Harrys er Albus Dumbledore. Þáttur Dumble- dores í framvindu bókanna um Harry Potter er mikilvæg- ur. Hann leggur leið Harrys svo sigur geti unnist gegn Voldemort. Ætla má að um leið og for- eldrar Harrys voru drepnir hafi Dumbledore hafist handa við áætlun sína. Hann kemur Harry fyrir hjá móðursystur hans þar sem hann nýtur áfram verndar fjölskyldunnar. Harry fær svo fræðslu í Hogwarts þar sem Dumbledore kennir honum um veikleika Voldemorts. Það er svo Harrys að framkvæma. Eftir lát Dumbledores kemur í ljós að flest það sem komið hafði fyrir Harry hafði verið skipulagt af Dumble- dore. Það var hans vilji svo Harry væri tilbúinn að mæta Voldemort upp á líf og dauða. Áætlun Dumbledores er svo fullkomin að hann undir- býr eigin dauða. Severus Snape myrðir hann fyrir framan Harry í hæsta turninum í Hogwarts. Spurningin sem hangir í lausu lofti fyrir síðustu myndina er hvort Snape sé hliðhollur Fönixreglunni eða Voldemort. Og, auðvitað, hvort áætlunin hafi virkað. ■ ÁÆTLUN DUMBLEDORES L iðin eru rúm fjórtán ár síðan fyrsta Harry Potter-bókin var gefin út í Eng- landi. Síðan hafa verið gefnar út sex til viðbótar og nú á allra næstu dögum er áttunda kvikmyndin frumsýnd, en farin var sú leið að hafa myndina sem gerð var eftir sjöundu bókinni í tveimur hlutum. Bæði bækurnar og kvikmyndirnar um galdra- strákinn hafa notið gríðarlegra vinsælda um allan heim og verið þýddar á 68 tungumál, þar með taldar þýðingar á latínu og forngrísku. Seld- ar hafa verið yfir 400 milljónir eintaka af bók- unum og er Jo Rowling höfundur bókanna tólfta ríkasta konan á Bretlandseyjum, eignir hennar eru metnar á tæpa 93 milljarða íslenskra króna. Í kvikmyndinni sem frumsýnd verður á mið- vikudaginn er farið yfir síðustu kaflana í Harry Potter-ævintýrinu og það er kannski við hæfi að lokabardaginn fer fram í sjálfum Hogwarts-skóla, þar sem ævintýrið byrjaði. Harry var aðeins ellefu ára þegar við kynnt- umst honum fyrst. Hann var að stíga sín fyrstu skref í galdraheimum og að uppgvöta uppruna sinn upp á nýtt. Honum hafði verið talin trú um að foreldrar hans hefðu farist í bílslysi og því hefði honum verið komið fyrir hjá frændfólki sínu, hinni þröngsýnu Dursley-fjölskyldu. Foreldrar Harrys voru myrtir þegar hann var aðeins eins árs af Voldemort eftir að hann heyrði spádóm um að sá sem gæti orðið honum að falli myndi fæðast á síðasta degi sjöunda mánaðar ársins. Flókið líf Svona hefst ævintýrið og barátta hins góða og illa í galdraheimum. En hlutirnir í lífi Harrys eru ekki svona einfaldir. Honum er ætlað að skilja andstæðing sinn. Mann sem fórnaði sál sinni til að verða enn öflugri og enn sterkari galdrakarl en hann var. Albus Dumbledore lærifaðir Harrys deyr, áður en hann getur kennt honum allt, fyrir hendi Severus Snape, sem allir þekkja sem hinn illgjarna kennara. Snape er flókinn, mjög erfiður að skilja og það kemur á daginn að hann er ekki allur þar sem hann er séður. Alan Rickman sem leikur Snape í myndunum er til að mynda eini leikarinn sem fékk að vita örlög og forsögu persónu sinnar áður en fyrsta myndin var gerð. Harry og vinir hans Ron Weasley og Hermione Granger þurfa því að leysa gátuna á eigin spýt- ur. Það á eftir að reynast erfitt. Vinátta þeirra hangir oft á bláþræði vegna verkefna sem full- þroska galdrakarlar og konur ættu í erfiðleikum með að sigrast á. En Dumbledore var búinn að hugsa fyrir öllu. Í erfðaskrá sinni ánafnar hann Harry gullnu eld- ingunni sem hann náði í fyrsta Quidditch-leiknum sem hann spilaði. Í fyrri hluta kvikmyndanna um Dauðadjásnin kom fram að sama gullna elding- in „muni opnast að leikslokum“. Einnig ánafnaði hann Harry sverði Godrics Griffindor, því sem hann notaði til að drepa basilíuslönguna á öðru ári sínu í Hogwarts. Sverðið má nota til að tor- tíma helkrossunum sem Harry, Ron og Hermione leita að. Dauðadjásnin Og það er fleira sem Harry þarf að íhuga áður en lokabaradaginn hefst. Í geðsjúkri leit sinni að ódauðleika er Voldemort á hött- unum eftir Dauðadjásnunum. Þau saman- standa af ósigrandi galdrasprota, huliðs- skikkju og endurlífgunarsteini. Í galdraheimum er börnum sögð saga um þessa hluti. Dauðadjásnin eru þó mikilvæg fyrir framvindu sögunar um Harry og Volde- mort því í lok fyrri hlutans sést hvar Voldemort brýst inn í grafhvelfingu Dumbledores og stelur galdrasprotanum ósigrandi. Uppgjör í galdraheimum Þegar fyrri hlutanum sleppti hafði þríeykinu rétt tekist að sleppa undan drápurum Voldemorts. Þeim hafði einnig tekist að bjarga Griphook sem starfaði í Gringotts-banka og Olivander sprotasmið. Þá höfðu þau tortímt einum helkrossi til viðbótar við þann sem eyðilagður var í Leyniklefanum, þann sem Dumbledore eyðilagði. Harry Potter og annar hluti Dauðadjásn- anna er því eins konar uppgjör í galdra- heimum. Lokabardaginn er eins ótrúleg- ur og lokabardagar gerast og það skyldi engan undra að Harry Potter er eina von Fönixreglunnar gegn Voldemort. Sautján árum áður, kvöldið örlagaríka þegar Harry Potter lifði af, merkti Volde- mort Harry sem þann eina sem gæti orðið honum að falli. Hvort sem Harry líkar það betur eða verr þá stendur honum ekkert annað til boða en að hjóla í’ann. Þeir eru ekki gamlir leikar- arnir sem mynda þríeykið góða. Daniel Radcliffe er fæddur árið 1989 og var tólf ára þegar fyrsta myndin var frumsýnd. Jo Rowling sagðist vera himinlifandi yfir Daniel og sagði hann vera hinn fullkomna Harry. Daniel hefur fengið að spreyta sig í öðrum hlutverkum en Harry Potter. Hann hefur verið duglegur í leikhúsinu, leikið í West End-sýningum og á Broadway við góðan orðstír. Rupert Grint er fæddur árið 1988 og er elstur þeirra þriggja. Hann hafði aldrei leikið áður en hann fékk hlutverkið í fyrstu myndinni en hóf snemma að taka önnur verkefni. Rupert hefur ekki tekið þátt í mjög farsælum verkefnum fyrir utan Harry Potter en einbeitir sér þó frekar að kvikmyndaleik. Emma Watson er fædd árið 1990 og er því yngst í þríeykinu. Gagn- rýnendum hefur yfirleitt þótt hún standa sig best af þeim þremur en það hefur ekki orðið til þess að hún leiki meira. Emma hefur gjarnan kvartað undan frægðinni og valdi til að mynda að halda áfram með námið og settist á skólabekk frekar en að leggja áherslu á ferilinn. Emmu hefur farnast vel í tískuheiminum. Hún hefur fengist við fyrirsætustörf og verið ráðgjafi hönn- uða í Bretlandi. Nú síðast sat hún fyrir hjá Lancôme í mars á þessu ári. ■ DANIEL, EMMA OG RUPERT

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.