Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.07.2011, Qupperneq 28

Fréttablaðið - 09.07.2011, Qupperneq 28
9. júlí 2011 LAUGARDAGUR28 109 6 7 1 23 4 5 8 11 Borganes Bifröst 1. Hafnarfjall Margir hafa lent í sviptivindum undir Hafnarfjalli og fýsir kannski ekki að ganga á tindinn. En þeir sem það gera verða ekki sviknir af fögru útsýni. Fjallið er nokkuð auðgengt en gangan hefst norðan- megin fjalls. 2. Hvanneyri Í því prjónaæði sem ríður yfir land- ann er óhætt að mæla með heim- sókn í Ullarsetrið á Hvanneyri, verslun og vinnustofu áhugafólks af Vesturlandi um ullariðn. Margt fleira er að sjá á Hvanneyri, sem er aðsetur Landbúnaðarháskóla Íslands. 3. Bjössaróló Heimsókn á einn skemmtilegasti róló landsins, Bjössaróló í Borgar- nesi, mun pottþétt hitta í mark hjá yngstu kynslóðinni. Rólóinn var reistur af Birni H. Guðmundssyni trésmíðameistara og hefur sérstætt útlit sem hefur verið vel varðveitt. 4. Landnámsetrið Landnámssetrið í Borgarnesi hefur fest sig í sessi sem skyldu- stopp fyrir ferðamenn. Sýning- arnar eru forvitnilegar og kaffihúsið gott. 5. Brúðuheimar Heimsókn í Brúðuheima í Borgar- nesi er skemmtileg fyrir börn og fullorðna, þar má skoða fallegar brúður, fara á sýningar og svo er kaffihúsið dásamlegt. 6. Glanni og Paradísarlaut Rétt sunnan við Bifröst liggur afleggjari til austurs og göngu- stígur í framhaldi þar sem fag- urt útsýni er yfir fossinn Glanna. Áfram er svo hægt að ganga niður í Paradísarlaut, fagra laut í hrauninu með lítilli tjörn sem aldrei leggur. 7. Hreðavatn Það er skemmtilegur túr að aka að Hreðavatni en víðsýnt er af leið- inni frá Hreðavatni og upp á hæð- ina vestan við það. Ef áfram er haldið yfir ásinn er komið niður að litlu vatni sem heitir Selvatn. Þarna er hægt að ganga vestan megin inn í skógræktar girðinguna og njóta stórkostlegs útsýnis yfir héraðið. 8. Grábrók Ganga á Grábrók er þægileg og hentar allri fjölskyldunni. Þó fjall- ið sé ekki hátt er víðsýnt af toppn- um, gott útsýni yfir Norðurárdal og fjallahringinn. 9. Kleppjárnsreykir Á ferðalagi er ekki ónýtt að geta gert góð kaup á grænmeti og sult- um eins og raunin er á Kleppjárns- reykjum. Þar er einnig indælis sundlaug sem gott er að fara í. 10. Reykholt Slóðir Snorra Sturlusonar eru áhugaverðar heim að sækja. Sögu- sýning í Snorrastofu hittir í mark og svo má ekki gleyma að líta á heitu laugina þar sem Snorri baðaði sig forðum daga. 11. Húsafell Tjaldsvæðið í Húsafelli er mjög fínt og sundlaugin á svæðinu góð. Í nágrenni þessa vinsæla sumarleyfis- staðar til áratuga er margt skemmti- legt að skoða, hella, Húsafell og fjöll svo fátt eitt sé nefnt. Fossar, fjöll og fjölskylduvænt fjör Margt áhugavert og skemmtilegt fyrir ferðamenn er að finna í Borgarfirði og nágrenni. Fréttablaðið bendir hér á nokkra staði sem enginn ferðalangur á þessum slóðum ætti að láta framhjá sér fara. Bylgjulestin sem fagnar 25 ára afmæli Bylgjunnar með ferð um Ísland í sumar verður á Sauðárkróki og verður þátturinn Ævintýraeyjan með Hemma Gunn og Svansý sendur þaðan út. Klassík í Reykholti 22. til 24. júlí fagnar Reykholtshátíð fimmtán ára afmæli sínu. Á hátíðinni leika listamenn frá Íslandi, Noregi, Litháen, Englandi og Svíþjóð klass- íska tónlist af fjölbreyttu tagi. Nytjamarkaður í Brákarey Körfuknattleiksdeild Skallagríms stendur fyrir nytjamarkaði í Brákarey í Borgarnesi á laugardögum í sumar. Varðeldur og Eyvi Á hverjum laugardegi fram í ágúst er tendraður varðeldur í Hátíðarlundi í Húsafelli klukkan níu. Eyjólfur Kristjánsson, söngvarinn góðkunni, sér um sönginn við eldinn. Farmall-fagnaður Laugardaginn 16. júlí efna menn til Farmall-fagnaðar á Hvanneyri. Þá eru allir áhugamenn velkomnir með forndráttarvélar sínar að Hvanneyri. ■ HÁTÍÐIR OG VIÐBURÐIR FRAM UNDAN: Opnunartími: Mán-Fös. kl: 10-18 Laug-Sun. kl: 12-16 Fossháls 5-7 l 110 Reykjavík Sími 551 5600 l utilegumadurinn.is Rockwood fellihýsi fyrir íslenskar aðstæður Rockwood Premier 2317G 12 fet. Rockwood 191XR OFF ROAD 10 fet.Rockwood Premier 1904 10 fet. Ríkulegur staðalbúnaður í Rockwood fellihýsum • Galvaníseruð grind • Evrópskar þrýstibremsur • Upphitaðar 12 cm springdýnur • Tjakkar með sandskeifum á öllum hornum • Góð fjöðrun, fjaðrir sem henta vel á íslenskum vegum • Útdraganleg trappa við inngang • Breitt nefhjól (uppblásið gúmmídekk) • Handbremsa og varadekk m/hlíf • 50 mm kúlutengi • 220v tengill (blár skv. reglugerð) • Útvarp með geislaspilara, hátalarar inni og úti • Radial dekk / 13” álfelgur • Vatnsh. öndunardúkur í svefnrými • Dometic kæliskápur XL 2,5 cubic • SMEV ryðfrí gaseldavél m/rafstarti • 2 gaskútar • Gasviðvörunarkerfi • Öflug Truma combi 4 miðstöð m/heitu vatni • Stór loftlúga m/þriggja hraða viftu • Skyggni (markísa) • Skyggðir gluggar • Flugnanet f. gluggum og hurð • Gardínur f. gluggum og svefnrými • 2ja feta geymsluhólf • Stórt farangurshólf • Voldugir öryggisarmar fyrir þak og tjald • 3 x 12 volta loftljós og 1 x útiljós • 1 x færanlegt lesljós með viftu • 110 amp rafgeymir • Heitt og kalt vatn, tengt • Rafmagnsvatnsdæla • 86 lítra vatnstankur • Klósett með hengi Torfæru útgáfan frá Rockwood fyrir þá sem vilja komast lengra. m/ útdraganlegri hlið. • upphækkað á 15” dekkjum • sér styrkt grind og sterkari hjólabúnaður. Verð: 2.698.000krVerð: 2.998.000kr Verð: 2.898.000kr
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.