Fréttablaðið - 09.07.2011, Blaðsíða 34
9. júlí 2011 LAUGARDAGUR2
Hin pólskættaða Mao, sem vill
koma fram undir listamanns-
nafni sínu, endaði ekki fyrir til-
viljun á Flateyri.
Hún var að leita að íbúð í
miðbæ Reykjavíkur af því hún
þurfti að flytja úr Miðstrætinu.
En hún gat ekki hugsað sér að
búa annars staðar í Reykjavík
en einmitt í þeirri götu. „Og þá
spurði einhver: af hverju flyturðu
ekki til Flateyrar? Og ég fann
ekki nógu góða afsökun fyrir því
að flytja ekki og var farin tveim-
ur vikum síðar,“ segir Mao.
En hvað gerir hún eiginlega á
Flateyri? „Allt allt, skapa skapa
skapa, meira meira. Í vor verður
sýning í brúðuleikhúsinu, ég er
orðin formaður Leikfélags Flat-
eyrar og við ætlum að gera eitt-
hvað skemmtilegt í haust.
Ég kenni útlendingum íslensku
og svo er ég félagsráðgjafi og
gef fólki stundum bjór á barn-
um,“ segir Mao sem gerir allt
sem hægt er að gera í fjörðunum
djúpu en reynir fyrst og fremst
að skapa.
Niels@frettabladid.is
Framhald af forsíðu
„Það er ekki nokkur spurning að
það verður brjálað stuð enda reikn-
um við með 200 hressum krökkum
sem munu etja kappi í fótbolta,
sundi, frjálsum og strandbolta, svo
fátt eitt sé nefnt,“ segir Gunnar
Gunnarsson, ritari Ungmenna- og
íþróttasambands Austurlands, sem
stendur fyrir Sumarhátíð á Fljóts-
dalshéraði um helgina.
Ekkert verður til sparað við að
gera hátíðina sem veglegasta enda
fagnar sambandið 70 ára afmæli í
ár. Keppni hófst í sundi og frjáls-
íþróttum í gær og eftir það hefur
hver spennandi viðburðurinn rekið
annan. Sjálf afmælisveislan verður
hins vegar í dag klukkan 17 og lofar
Gunnar góðri skemmtun. „Fárán-
legir fáránleikar, afhjúpun á lukku-
dýri UÍA og afhending verðlauna
úr ljóða- og myndlistar-
samkeppni Snæfells eru
meðal uppákoma.“ Rús-
ínan í pylsuendanum er
svo ein stærsta og girni-
legasta afmæliskaka sem
hefur lengi sést.
Gunnar er ekki í nokkrum
vafa um að bæði núverandi og
fyrrverandi félagar í UÍA eigi
eftir að fjölmenna um helgina,
enda hafi sambandið allt frá
stofnun þann 28. júní 1941
skapað kjölfestu í æskulýðs- og
í þrót tasta rfi á
Austurlandi sem
hafi hreyft við lífi
margra. „UÍA hefur
staðið fyrir fjöl-
mörgum mótum og
viðburðum í gegnum
árin í samstarfi við tæp-
lega 40 aðildarfélög og því
haft góð og víðtæk áhrif.
Í dag hlaupa meðlimir
sambandsins á einhverj-
um þúsundum og af þeim
eru virkir íþróttaiðkendur
þrjú til fjögur þúsund. UÍA
er því meðal stærstu héraðssam-
bandanna og eitt helsta samein-
ingartákn Austurlands,“ útskýr-
ir hann og býður alla hjartanlega
velkomna.
Hátíðarhöldunum verður form-
lega slitið síðdegis á morgun með
glímukynningu í Minjasafni Aust-
urlands. Þar stendur jafnframt
yfir sögusýning sem var opnuð á
föstudag og munu hún og ljóða- og
myndlistarsýning í Sláturhúsinu fá
að standa áfram. Allar nánari upp-
lýsingar á heimasíðu UíA, slóðin er
www.uia.is. roald@frettabladid.is
Í kringum 200 hressir krakkar taka þátt í Sumarhátíð UÍA sem hófst í gær.
Gefið í á endasprettinum.
Eldri keppendur láta ekki sitt eftir liggja.
Einkennisdýr Austurlands í nýju
ljósi. Um helgina verður heiti á nýju
lukkudýri UÍA ljóstrað.
Húllumhæ
fyrir austan
Ungmenna- og íþróttasamband Austurlands blæs til veisluhalda á
Fljótsdalshéraði um helgina. Þá fer í hönd Sumarhátíð sambandsins
sem er óvenju vegleg af því tilefni að sjötíu ár eru liðin frá stofnun þess.
borðapantanir í síma: 5800 101 101hotel@101hotel.is www.101hotel.is
101 brunch
laugardaga og sunnudaga frá 11 til 15
101 brunch – hollustu brunch – beikon og egg brunch
Stórútsala
30-50% afsláttur
FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN
MÁ BJÓÐA
YKKUR
MEIRI VÍSI?
Sköpunarkrafturinn blómstrar á Flateyri enda náttúrufegurðin engu lík. MYND/MAO
Látrabjarg er í fyrsta sæti á lista ferðavefsins Lonely planet
yfir eftirsóknarverðustu staði heims til að skoða villt dýralíf.
Ekki amalegt að geta skroppið í skoðunarferð yfir helgi.