Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.07.2011, Qupperneq 34

Fréttablaðið - 09.07.2011, Qupperneq 34
9. júlí 2011 LAUGARDAGUR2 Hin pólskættaða Mao, sem vill koma fram undir listamanns- nafni sínu, endaði ekki fyrir til- viljun á Flateyri. Hún var að leita að íbúð í miðbæ Reykjavíkur af því hún þurfti að flytja úr Miðstrætinu. En hún gat ekki hugsað sér að búa annars staðar í Reykjavík en einmitt í þeirri götu. „Og þá spurði einhver: af hverju flyturðu ekki til Flateyrar? Og ég fann ekki nógu góða afsökun fyrir því að flytja ekki og var farin tveim- ur vikum síðar,“ segir Mao. En hvað gerir hún eiginlega á Flateyri? „Allt allt, skapa skapa skapa, meira meira. Í vor verður sýning í brúðuleikhúsinu, ég er orðin formaður Leikfélags Flat- eyrar og við ætlum að gera eitt- hvað skemmtilegt í haust. Ég kenni útlendingum íslensku og svo er ég félagsráðgjafi og gef fólki stundum bjór á barn- um,“ segir Mao sem gerir allt sem hægt er að gera í fjörðunum djúpu en reynir fyrst og fremst að skapa. Niels@frettabladid.is Framhald af forsíðu „Það er ekki nokkur spurning að það verður brjálað stuð enda reikn- um við með 200 hressum krökkum sem munu etja kappi í fótbolta, sundi, frjálsum og strandbolta, svo fátt eitt sé nefnt,“ segir Gunnar Gunnarsson, ritari Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands, sem stendur fyrir Sumarhátíð á Fljóts- dalshéraði um helgina. Ekkert verður til sparað við að gera hátíðina sem veglegasta enda fagnar sambandið 70 ára afmæli í ár. Keppni hófst í sundi og frjáls- íþróttum í gær og eftir það hefur hver spennandi viðburðurinn rekið annan. Sjálf afmælisveislan verður hins vegar í dag klukkan 17 og lofar Gunnar góðri skemmtun. „Fárán- legir fáránleikar, afhjúpun á lukku- dýri UÍA og afhending verðlauna úr ljóða- og myndlistar- samkeppni Snæfells eru meðal uppákoma.“ Rús- ínan í pylsuendanum er svo ein stærsta og girni- legasta afmæliskaka sem hefur lengi sést. Gunnar er ekki í nokkrum vafa um að bæði núverandi og fyrrverandi félagar í UÍA eigi eftir að fjölmenna um helgina, enda hafi sambandið allt frá stofnun þann 28. júní 1941 skapað kjölfestu í æskulýðs- og í þrót tasta rfi á Austurlandi sem hafi hreyft við lífi margra. „UÍA hefur staðið fyrir fjöl- mörgum mótum og viðburðum í gegnum árin í samstarfi við tæp- lega 40 aðildarfélög og því haft góð og víðtæk áhrif. Í dag hlaupa meðlimir sambandsins á einhverj- um þúsundum og af þeim eru virkir íþróttaiðkendur þrjú til fjögur þúsund. UÍA er því meðal stærstu héraðssam- bandanna og eitt helsta samein- ingartákn Austurlands,“ útskýr- ir hann og býður alla hjartanlega velkomna. Hátíðarhöldunum verður form- lega slitið síðdegis á morgun með glímukynningu í Minjasafni Aust- urlands. Þar stendur jafnframt yfir sögusýning sem var opnuð á föstudag og munu hún og ljóða- og myndlistarsýning í Sláturhúsinu fá að standa áfram. Allar nánari upp- lýsingar á heimasíðu UíA, slóðin er www.uia.is. roald@frettabladid.is Í kringum 200 hressir krakkar taka þátt í Sumarhátíð UÍA sem hófst í gær. Gefið í á endasprettinum. Eldri keppendur láta ekki sitt eftir liggja. Einkennisdýr Austurlands í nýju ljósi. Um helgina verður heiti á nýju lukkudýri UÍA ljóstrað. Húllumhæ fyrir austan Ungmenna- og íþróttasamband Austurlands blæs til veisluhalda á Fljótsdalshéraði um helgina. Þá fer í hönd Sumarhátíð sambandsins sem er óvenju vegleg af því tilefni að sjötíu ár eru liðin frá stofnun þess. borðapantanir í síma: 5800 101 101hotel@101hotel.is www.101hotel.is 101 brunch laugardaga og sunnudaga frá 11 til 15 101 brunch – hollustu brunch – beikon og egg brunch Stórútsala 30-50% afsláttur FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN MÁ BJÓÐA YKKUR MEIRI VÍSI? Sköpunarkrafturinn blómstrar á Flateyri enda náttúrufegurðin engu lík. MYND/MAO Látrabjarg er í fyrsta sæti á lista ferðavefsins Lonely planet yfir eftirsóknarverðustu staði heims til að skoða villt dýralíf. Ekki amalegt að geta skroppið í skoðunarferð yfir helgi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.