Fréttablaðið - 09.07.2011, Page 50

Fréttablaðið - 09.07.2011, Page 50
6 matur Hugmyndin að þessu salati kom þegar við vorum að stækka matseðilinn hjá okkur á 73 og okkur fannst vanta sumarlegt salat á hann. Fátt er sumarlegra en fersk jarðar-ber. Þegar ég fór að prófa hvað færi best með þeim endaði ég á fetaosti og konfekttó- mötum, ásamt dressingunni okkar. Þetta prufukeyrðum við svo á starfsfólkinu og nokkrum kúnnum og allir voru sammála um að þetta passaði mjög vel saman,“ segir Arnbjörn um tilurð salats ins sem hann gefur lesendum fúslega uppskrift að. „Þetta hentar ágætlega sem valkostur fyrir þá sem vilja koma og njóta sólarinnar í garðinum okkar en eru ekki alveg tilbúnir í 400 gramma nautasteikina eða 300 gramma hamborgarann,“ bendir hann á. - gun Sumarsalat úr jarðarberjum, konfekttómötum, fetaosti og Lambhagasalati. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Ferskt íslenskt salat (t.d. Lambhagasalat). Jarðarber 4-5 stykki fer eftir stærð, skorin í fernt (auðvitað má nota miklu meira af þeim, eftir smekk). 3-4 konfekttómatar eða kirsuberjatómatar einnig skornir í fernt. u.þ.b. 10 bitar fetaostur smá Maldon-sjávarsalt yfir „Það má nota ýmsa dressingu með þessu salati en við á 73 kjósum að nota með því ferska sítrónu-hunangsdressingu sem búin er til á staðnum,“ segir Arnbjörn brosandi en lengra fer hann ekki í uppljóstrunum. SUMARSALAT 73 Fátt sumarlegra en FERSK JARÐARBER Sól, jarðarberjasalat og hvítvínsglas eða Toppur er algerlega málið í sumar að mati Arnbjörns Kristjánssonar veitingamanns á 73 og móður hans Jóhönnu Arnbjörnsdóttur. Bókin Safar og þeytingar geymir fjölbreytt úrval hollustudrykkja úr alls kyns hráefnum. Í henni eru uppskriftir að fljótlegum drykkjum sem einfalt er að útbúa. Drykkirnir eru úr grænmeti og ávöxtum og eiga það sameig- inlegt að vera ferskir og uppfullir af næring- arefnum. Ítarleg atriðisorðaskrá auðveld- ar leit að drykkjum úr ákveðnu hráefni. Lím- ónusæla, berjaþeytingur og ástarfuni eru á meðal yfir tvö hundruð drykkja í bókinni. A FREISTING.IS er fréttasíða um mat og vín. Á síðunni má lesa nýj- ustu fréttirnar úr veitingageiranum ásamt mannlífsfréttum sem honum tengjast og fróðleiksmola um mat og vín. Einnig er hægt að nálgast uppskriftir á síð- unni. Síðan er sjálfstæð eining innan matreiðslu- klúbbsins Freistingar, sem fjórir skólafélagar úr Hótel- og veitingaskólanum stofnuðu árið 1994. Tilgangur klúbbsins er að öðlast frek- ari þekkingu á leyndardómum matargerðar- menningar almennt, til dæmis á sykurskreyt- ingum, klakaskurði og vínþekkingu. BÆNDAMARKAÐUR er starfræktur í Garðyrkju- stöðinni Engi í Laugarási í Biskupstungum. Mark- aðurinn er opinn föstudaga, laugardaga og sunnu- daga frá klukkan 12 til 18. Virka daga er hægt að kaupa kryddjurtir og það grænmeti sem tiltækt er frá klukkan 13 til 18 ef ábúendur eru á staðnum, en þá er markaðurinn ekki opinn. STEINEFNI eru nauðsynleg næringarefni sem líkaminn þarfnast í litlu magni fyrir eðlilega líkamsstarfsemi. Mismik- ið er af steinefnum í fæðutegundum eins og kjöti, korn- vörum, fiski og mjólk. Steinefni eru nauðsynleg af þrem- ur ástæðum, til að byggja upp sterk bein og tennur, til að stjórna vökvajafnvægi líkamans og til að umbreyta matn- um sem við borðum í orku. Margt smátt MATREIÐSLUBÓKIN Frískandi í sólinni FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN FÁÐU BEITTUSTU BRANDARANA Í SÍMANN m.visir.is Fáðu Vísi í símann! Meiri Vísir. Meira sjónvarp, meira útvarp, meiri fréttir, meiri upplýsingar, meiri umræða, meira líf, meiri íþróttir, meiri virkni, meira úrval. Þú færð meira af öllu á Vísi. Skopmyndir Halldórs Baldurssonar eru á Vísi

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.