Fréttablaðið - 09.07.2011, Síða 56
9. júlí 2011 LAUGARDAGUR32
timamot@frettabladid.is
VALGERÐUR SIGURBERGSDÓTTIR: FAGNAR AFMÆLI OG FYRSTU SKÓFLUSTUNGU
Unnið stíft akkúrat þessa dagana
BRYNDÍS SCHRAM fyrrverandi skólameistari er 73 ára.
„Aldurinn skiptir ekki máli heldur hvað maður er
að fást við á hverjum tíma.“
73
Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug
vegna andláts og útfarar móður okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
Bjargar Jóhannsdóttur
Bólstaðarhlíð 13, Reykjavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á F 2 og G 2 á Hrafnistu
í Reykjavík fyrir alúð og góða umönnun.
Jóhann Ólafsson Jeanne Miller
Sigrún Ólafsdóttir Helgi Bergþórsson
ömmubörn og langömmubörn.
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð,
vináttu og hlýhug við andlát og útför
dóttur minnar og systur okkar,
Sigríðar Sigtryggsdóttur
Vesturbrún 17.
Sérstakar þakkir til starfsfólks í Vesturbrúninni,
Bjarkarási og hjá Heimahlynningu fyrir hlýja og
fagmannlega umönnun hvort heldur var í lífi Siggu og
starfi eða í veikindum hennar undir lokin.
Elín Sigurðardóttir
Sigurlaug Anna Sigtryggsdóttir Erla Sigtryggsdóttir
og fjölskyldur.
Elskuleg eiginkona mín, móðir ,
tengdamóðir og amma,
Ísleif Þórey Grímsdóttir
frá Vestmannaeyjum,
andaðist á spítala í Somerset, New-Jersey 31. maí.
Útförin hefur farið fram.
Gerry Doyle
Theodora Doyle Connor Thomas Vincent Connor
Thomas G. Connor
Miochael T. Connor
Okkar ástkæri faðir, tengdafaðir,
afi og langafi,
Bjarni Magnússon
Brúnavegi 9, Reykjavík,
áður til heimilis á Bugðulæk 16, Reykjavík, lést á
líknardeild Landspítalans í Kópavogi miðvikudaginn
6. júlí. Útförin fer fram frá Laugarneskirkju
föstudaginn 15. júlí kl. 15.00. Sérstakar þakkir til
starfsfólks líknardeildar Landspítalans í Kópavogi.
Birna Birgisdóttir
Gunnar Ólafur Bjarnason Sigrún Sigfúsdóttir
Dóra Bjarnadóttir Gylfi Gunnarsson
Gunnar Ásbjörn Bjarnason Guðný Káradóttir
Hannes Bjarnason Birna Vilbertsdóttir
barnabörn, barnabarnabörn.
Ástkær eiginkona mín, dóttir, móðir,
tengdamóðir og amma,
Dagmar Koeppen
Þinghólsbraut 56, Kópavogi,
lést 2. júli. Útför hennar fer fram frá Dómkirkjunni í
Reykjavík, mánudaginn 11. júlí 2011, kl. 13.00.
Brynjar Bjarnason Erwin Pétur Koeppen
Erwin Marcela
Ingimar Magdalena
Angela Sverrir
og barnabörn.
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar
og tengdamóðir, systir og mágkona,
amma og langamma,
Edda Sigrún Svavarsdóttir
Illugagötu 50, Vestmannaeyjum,
lést á Heilbrigðisstofnun Vestmanneyja 29. júní.
Útförin fer fram frá Landakirkju í dag, laugardag 9.
júlí kl. 14.00. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á
Félag nýrnasjúkra s: 561 9244.
Garðar Gíslason
Svavar Garðarsson Valdís Stefánsdóttir
Gísli Þór Garðarsson Elva Ragnarsdóttir
Eggert Garðarsson Svava Johnsen
Sigríður Garðarsdóttir Hjalti Hávarðsson
Lára Ósk Garðarsdóttir Jósúa Steinar Óskarsson
Garðar Rúnar Garðarsson Rinda Rissakorn
Halldór Pálsson
Friðrikka (Rikka) Svavarsdóttir Hrafn Oddsson
Áslaug Svavarsdóttir Ingvar Vigfússon
Svava Svavarsdóttir Egill Ásgrímsson
Sif Svavarsdóttir Sævar Guðjónsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir,
afi og langafi,
Friðbjörn Guðni
Aðalsteinsson
lést þann 7. júlí. Jarðarförin verður auglýst síðar.
Ásta Einarsdóttir
Magnús Guðnason
Klara Sveinbjörg Guðnadóttir
Birgir Guðnason Borghildur Sverrisdóttir
Eygló Guðnadóttir Kristinn Gunnarsson
Ingi A. Guðnason Sonja Einarsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Einlægar þakkir til allra þeirra sem
sýndu okkur samúð og hlýju við andlát
og útför elsku eiginmanns mín, föður
okkar, tengdaföður, afa og langafa,
Einars Ó. Stefánssonar
húsgagnabólstrara,
Sólheimum 23, Reykjavík.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki hjartadeildar
Landspítalans við Hringbraut fyrir einstaka hlýju og
umönnun.
Ásta Kristjánsdóttir
Stefán Einarsson Inga Þórsdóttir
Sigríður Einarsdóttir Þorgeir Kristjánsson
Berglind Einarsdóttir
barnabörn og barnabarnabarn.
Valgerður Sigurbergsdóttir matráðs-
kona í jarðvinnufyrirtækinu Skúta-
bergi á Akureyri fagnar tveimur
stórum áföngum í dag, sjötugsafmæli
og fyrstu skóflustungu að húsi eina
vinnuvélasafns Íslands, Konnasafns,
sem tekin verður á Skútum í Hörgárdal
klukkan 15. Safnið heitir eftir manni
hennar, Konráði Vilhjálmssyni véla-
manni sem lést skyndilega í febrúar
síðastliðnum.
Þegar Valgerður er beðin að rifja
upp sitthvað frá sínum dögum er hún
fljót til svars: „Mínir dagar eru allir
eins svo þetta verður einfalt. Síðan
stóra áfallið reið yfir hafa þeir að
minnsta kosti allir verið ósköp svip-
aðir.“
Valgerður ólst upp í hópi tíu systkina
í Svínafelli í Nesjum. Þar runnu Horna-
fjarðarfljótin beggja megin við bæinn.
„Ég fór oft yfir Fljótin á hestum, í kláf
og síðar bílum en þrátt fyrir þetta
vatnauppeldi slapp ég við að þurfa að
bjarga mér á sundi sem var gott. Það
fóru nefnilega allir út á Höfn að læra
að synda á ungdómsárunum nema ég,
mér fannst ég þurfa að hjálpa mömmu
með mjaltir og fleira og hef ekki enn
haft tíma til að læra sund.“
Ung kveðst Valgerður hafa verið
send austur í Norðfjöð að hjálpa til á
heimili og einnig norður í Skagafjörð
að passa bróðurson sinn. „Þá strax var
ákveðið að ég færi í húsmæðraskólann
á Löngumýri. Það passaði til að þegar
ég fór þangað, 19 ára, var ég búin að
finna skagfirskan draumaprins og fór
ekkert heim eftir það heldur flutti til
hans að Ytri-Brekkum í Akrahreppi.
Konráð var nefnilega í vinnuflokknum
sem kom austur að brúa Hornafjarðar-
fljótin vorið 1960. Þetta var allt undir-
búið einhvers staðar.“
Meðan börnin, átta talsins, voru
ung kveðst Valgerður mest hafa sinnt
heimilishaldi og búskap. „Stundum
var ég líka að kokka í vinnuflokkum
með Konráði og þess vegna urðu börn-
in snemma svo tengd vélavinnu. En
á haustin var ég oft í sláturhúsinu á
Sauðárkróki og ég vann við löndun líka
hjá Fiskiðjunni. Svo var ég húsvörður
í félagsheimilinu Miðgarði í nokkur ár
en seinna gerðist ég ráðskona í fullu
starfi hjá fjölskyldufyrirtækinu okkar
Arnarfelli, sem fékkst við vegagerð og
fleiri framkvæmdir víða um land.“
Ekki gerir Valgerður mikið úr eigin
vinnuvélareynslu. „Ég var einu sinni
eitthvað á ýtu við vegagerð á Háreks-
staðaleiðinni. Það var komið fram
undir jól, við hjónin vorum ein eftir í
flokknum og veðrið orðið frekar kulda-
legt. Þá fannst mér betra að taka þátt
í jarðvinnunni en að hanga ein í búð-
unum.“
Nú eldar Valgerður handa 15 manns
og sumum þeirra færir hún mat í
malar gryfjuna á Skútum. „Það er
unnið svo stíft akkúrat þessa dagana,“
er skýringin. gun@frettabladid.is
MATMÓÐIR MEÐ MEIRU Valgerður tekur fram að fyrsta skóflustunga að Konnasafni verði
klukkan 15 í dag á Skútum í Hörgárdal og býður í kaffi á eftir. MYND/HEIDA.IS