Fréttablaðið - 09.07.2011, Blaðsíða 60
9. júlí 2011 LAUGARDAGUR36
Er gaman að leika Steindann
okkar? „Já, það getur verið
mjög gaman, sérstaklega þegar
ég bregð mér í góð gervi eða
þegar ég leik karaktera sem
eru mjög ólíkir mér í raunveru-
leikanum.“
Er ekki erfitt að búa til
svona marga brandara
og lög? „Það er að sjálf-
sögðu vinna á bak við
hvern einasta brandara.
Við erum þrír sem skrifum
þættina og náum ótrúlega vel
saman. Við höfum ekki lent í
ritstíflu hingað til.“
Meinarðu allt sem þú segir í
sjónvarpi? „Nei alls ekki, langt
frá því. En að mínu mati má
gera grín að öllu.“
Er stundum dýpri boð skapur
eða falin merking í mynd-
böndunum með þér? „Geturðu
komið með eitt dæmi? Að sjálf-
sögðu, en áhorfendur verða að
finna það út sjálfir.“
Hvenær þarftu að vakna á
morgnana og hvenær finnst þér
best að vakna? „Það er rosalega
misjafnt, stundum þarf ég að
vakna eldsnemma og stundum
fæ ég að sofa út. Ég get verið
lengi í gang á morgnana. Mér
finnst best að vakna klukkan
10 og vinna frekar fram eftir,
þannig kem ég fleiru í verk.“
Hvað ætlaðirðu að verða þegar
þú varst lítill? „Leikstjóri, svo
með árunum fór ég að heillast
meira af því að skrifa og leika.“
Hverjir voru uppáhalds sjón-
varpsþættirnir þínir þegar þú
varst krakki? „Þeir voru marg-
ir, til dæmis Skot á mark, Kalli
og félagar og Nonni og Manni.
Svo þegar ég varð ungling-
ur voru það Tvíhöfði og Fóst-
bræður.“
Hvað finnst þér um krakka?
„Þeir eru mjög skemmtilegir,
krakkar eru svo hreinskiln-
ir. Einu sinni sagði krakki við
mig að ég liti út eins og hrúts-
pungur í framan. Hver getur
hatað það?“
Það er ein kona sem er alltaf
í þáttunum. Er
hún kærast-
an þín? „Það
er hún Þór-
unn Antonía.
Hún er kærast-
an hans Bents, sem leik-
stýrir og skrifar með mér
þættina.“
Heldurðu að sería þrjú
komi út? „Já, ég held
það. Við sáum alltaf
fyrir okkur að þetta yrðu
þrjár seríur. Svo langar
okkur að prófa að gera eitt-
hvað nýtt. Við erum með mjög
margar hugmyndir. Við erum
langt frá því að vera saddir.“
Spilarðu tölvuleiki? „Ég spila
mjög mikið af tölvuleikjum
og þá aðallega á PS3. Ég spila
COD og Mortal Kombat mest,
enda er sá síðarnefndi besti
tölvuleikur allra tíma. Þegar
ég spila COD nota ég Galil með
Suppressor og er óstöðvandi.“
Hver er uppáhaldsmaturinn
þinn? „Saltkjöt.“
krakkar@frettabladid.is
36
Það er að sjálf-
sögðu vinna á
bak við hvern einasta
brandara. Við erum
þrír sem skrifum þætt-
ina og náum ótrúlega
vel saman.
Þú getur sent brandara til krakkar@frettabladid.is
Fíll og mús fóru í bíó. Fíllinn
sat beint fyrir framan músina.
Í hléinu spurði músin fílinn:
„Gætirðu nokkuð fært þig um
eitt sæti svo ég sjái mynd-
ina líka?“ Þegar fíllinn neit-
aði settist músin fyrir fram-
an hann og sagði: „Nú sérðu
hvað þetta er pirrandi.“
Spurning: Af hverju veiddi Nói
bara tvo fiska á meðan hann
var í örkinni?
Svar: Hann var bara með tvo
ánamaðka.
Einu sinni fóru fíll og mús
saman í sund. Þegar á leiðar-
enda var komið áttaði fíllinn
sig á því að hann hafði gleymt
sundskýlunni heima. „Ekkert
mál,“ sagði þá músin. „Ég er
með tvær.“
Nafn og aldur: Ég heiti Þórhildur Stein-
unn Kristinsdóttir og ég er 13 ára.
Í hvaða skóla ertu: Ég er í Víkurskóla
í Vík.
Í hvaða stjörnumerki ertu: Ég er naut.
Áttu happatölu? Já, 13.
Helstu áhugamál/hvað gerirðu í frí-
stundum þínum? Ég les, syng, spila á
píanó og dansa með klappstýruliðinu
mínu.
Eftirlætissjónvarpsþáttur: Desperate
Housewives.
Besti matur? Pasta með hvítlauksosta-
sósu.
Eftirlætisdrykkur? Vatn.
Hvaða námsgrein er í eftirlæti? Enska.
Áttu gæludýr – ef svo er, hvernig dýr
og hvað heitir það? Nei, því miður.
Skemmtilegasti dagurinn og
af hverju? Aðfangadagur – það
skýrir sig sjálft.
Eftirlætistónlistarmaður/
hljómsveit? Paramore.
Uppáhalds litur? Grænn.
Hvað gerirðu í sumar? Ég er
í unglingavinnunni hálfan dag-
inn. Svo er ég mikið úti og líka
að æfa mig að syngja.
Skemmtilegasta bók sem þú
hefur lesið? Twilight-
bækurnar eftir Stephenie
Meyer.
Hvað ætlarðu að verða
þegar þú ert orðin stór?
Dansari, söngkona eða
leikkona.
Þórhildur Steinunn Kristinsdóttir
ALLS KYNS skemmtileg ævintýri og þjóðsögur er að finna
á vefslóðinni http://www.snerpa.is/net/.
FANNST ÉG EINS OG
HRÚTSPUNGUR Í FRAMAN
Steinþóri Steinþórssyni, betur þekktum sem Steindi Jr., finnst skemmtilegt hvað
krakkar eru hreinskilnir og þykir Mortal Kombat vera besti tölvuleikur allra tíma.
Á Vísi er hægt að horfa
á myndskreyttan upp-
lestur úr þessum sígildu
ævintýrum.
Hlustaðu á Dísu ljósálf
og Alfinn álfakóng á Vísi
Ævintýrið um Dísu ljósálf kom fyrst út á íslensku árið
1928 í þýðingu Árna Óla og hefur margsinnis verið
endurprentað. Dísa ljósálfur er ein klassískra sagna holl-
enska meistarans G.T. Rotman, sem fylgt hafa íslenskum
börnum í tugi ára.