Fréttablaðið - 09.07.2011, Side 62
9. júlí 2011 LAUGARDAGUR38
BAKÞANKAR
Davíðs Þórs
Jónssonar
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
krossgáta
■ Pondus Eftir Frode Øverli
■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman
■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes
■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman
Fiðraði Örn
var óskoraður konungur
regndansins
Það kemur
bara eitt til
greina.
Eldri kona braust í dag inn á
skrifstofu forstjóra „Catwalk
powder“-megrunarduftsins
og tróð þó nokkru af dufti
ofan í háls hans. Lögregla
segir...Er þetta
ekki...?
Hver
önnur?
Ef ég hefði einka-
kennara væri ég
miklu fljótari að
læra heima.
Nú?
Hmm.
Já, og það myndi gefa mér
meiri tíma til að einbeita mér
að kjarnaáhugamálum mínum.
Hver eru
kjarnaáhuga-
mál þín?
Að forðast
heimanám.
Ég fékk ekki góðan
nætursvefn
en það
reddast.
Ég verð miklu betri þegar ég er
búinn að hella upp á kaffi,
fá mér morgunmat
og lesa blaðið.
Megum
við fá
vöfflur?
Ég er að vinna í
þessu, ókei?
Það er komið
hádegi, fer
morgunmatur-
inn ekki að
verða til?
7.30 f.h. 12 á hádegi
LÁRÉTT
2. fyrirhöfn, 6. frá, 8. drulla, 9.
nægilegt, 11. aðgæta, 12. bolur, 14.
yfirstéttar, 16. strit, 17. meðvitundar-
leysi, 18. gilding, 20. mun, 21. engi.
LÓÐRÉTT
1. djæf, 3. skóli, 4. brá, 5. knæpa, 7.
skóhljóð, 10. guð, 13. skip, 15. högg,
16. angra, 19. í röð.
LAUSN
LÁRÉTT: 2. ómak, 6. af, 8. aur, 9. nóg,
11. gá, 12. stofn, 14. aðals, 16. at, 17.
rot, 18. mat, 20. ku, 21. akur.
LÓÐRÉTT: 1. dans, 3. ma, 4. augnlok,
5. krá, 7. fótatak, 10. goð, 13. far, 15.
stuð, 16. ama, 19. tu.
Jákvæðar
fréttir fyrir
sumarið
Allt sem þú þarft
*Meðan birgðir endast
Það fá allir afmælisblöðru*
á sölustöðum Fréttablaðsins
um land allt.
Þú færð Fréttablaðið
á 16 stöðum á Austurlandi.
Það er engin ástæða til að missa af neinu í sumar. Fréttablaðið er
aðgengilegt um land allt. Því er dreift ókeypis í lúgur og kassa á
kjarnadreifingarsvæði okkar. Auk þess er það selt í lausasölu á
kostnaðarverði á 120 sölustöðum um land allt.
Þú getur alltaf fengið Fréttablaðið beint í símann, fartölvuna
eða spjaldtölvuna hvar sem er og hvenær sem er á Vísi.is eða
fengið það sent með tölvupósti daglega.
Nánar um dreifinguna má lesa á visir.is/dreifing.
Mónakó, Bakkafirði
N1, Vopnafirði
Olís, Fellabær
N1 Þjónustustöð, Egilsstöðum
Bónus, Egilsstöðum
Samkaup Úrval, Egilsstöðum
Samkaup Strax, Seyðisfirði
Olís, Reyðarfirði
Grillskálinn Orka, Reyðarfirði
Fjöldi lausasölustaða á Austurlandi
Góður vinur minn á eldgamlan Land Rover, klassískan dýrgrip. Um árið
varð hann aftur á móti vélarvana. Þetta olli
vini mínum talsverðu hugarangri, það var
rándýrt að skipta um vél og varla forsvaran-
legt að eyða slíkum peningum í svona gaml-
an bíl. Á móti kom að hann fengi varla jafn-
góðan fararskjóta nema fyrir mun hærri
upphæð. Með þetta var hann að bögglast
heillengi uns hann bar vandræði sín undir
eiginkonu annars vinar okkar. Hún var
ekki lengi að leysa málið. „Láttu hann Pétur
reikna þetta fyrir þig,“ sagði hún. „Hann
er snillingur í að reikna út að það sé hag-
kvæmast að gera það sem hann langar
mest til.“ Land Roverinn fékk umsvifa-
laust nýja vél og ekki örlar á eftirsjá hjá
eigandanum.
VIÐ MENNIRNIR teljum okkur gjarn-
an vera skynsemisverur. En þegar upp er
staðið kemur einatt í ljós að skyn-
semin má sín lítils gagnvart til-
finningunum. Ef við lítum
til baka sjáum við flest að
hvað eftir annað höfum við
tekið ákvarðanir byggð-
ar á tilfinningum en ekki
skynsemi. Við metum það
nefnilega oftast sem svo að
það sé skynsamlegt að taka
mark á tilfinningunum.
Samt heyrist oft talað á
niðrandi hátt um tilfinningarök, eins og þau
séu ógild eða a.m.k. ekki fullgild og megi
sín lítils gagnvart svokölluðum skynsemis-
rökum.
NÁTTÚRUVERNDARSINNAR eru meðal
þeirra sem legið hafa undir ámæli fyrir að
beita tilfinningarökum. Við því hafa þeir
brugðist með því að reyna að sýna fram á að
málstaður þeirra sé skynsamlegur óháð til-
finningum, náttúruvernd sé hagkvæm. And-
stæðingar þeirra nota að eigin mati ísköld
skynsemisrök. Hjá þeim eru atvinnuupp-
bygging og efnahagur sett á oddinn en ekki
kjánalegar tilfinningar. En af hverju setja
þeir þetta á oddinn? Er það ekki til að við-
halda byggð í plássinu sem þeir bera svo
miklar tilfinningar til? Hvaða skynsemi er í
því að borga stórfé og fórna náttúruperlum
til að í hverjum firði geti verið þorp fyrir
nokkur hundruð hræður að draga fram
lífið? „Landið allt í byggð“ var einhvern tím-
ann mikilvægt slagorð. En af hverju? Er það
skynsamlegt eða hefur það fyrst og fremst
tilfinningalegt gildi fyrir okkur?
MIG LANGAR ekki að gera lítið úr mann-
legri skynsemi. Ég er ekki frá því að hún
reynist oft vel. En stundum fæ ég það á
tilfinninguna að mikilvægasta hlutverk
hennar sé þó að vera dulbúningur fyrir til-
finningarnar gagnvart vélrænni rökhyggju
okkar.
Tilfinningarök