Fréttablaðið - 09.07.2011, Side 64

Fréttablaðið - 09.07.2011, Side 64
9. júlí 2011 LAUGARDAGUR40 Eyðibýli og húsarústir eru mynd- og yrkisefni Nökkva Elíassonar ljósmyndara og Aðalsteins Ásbergs Sigurðs- sonar ljóðskálds í bókinni Hús eru aldrei ein. „Hús eru aldrei ein/ um þau ráfa svipir/ stíga fæti á þröskuld/ hrasa í lúnum tröppum/ stika níu álna gólf/ með staf í hendi/ og starandi augnaráð,“ segir í upphafslínum ljósmynda-ljóðabókarinnar Hús eru aldrei ein, sem komin er út á vegum Uppheima. Bókin saman- stendur af svarthvítum ljósmynd- um Nökkva Elíassonar af eyðibýl- um víða um land, sem Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson yrkir ljóð við. Enskar þýðingar ljóðanna fylgja einnig. Hús eru aldrei ein er endur- skoðuð og uppfærð útgáfa bókar- innar Eyðibýli, frá árinu 2004. Hún seldist upp fyrir nokkrum árum og hafði Nökkvi því hug á að endur útgefa hana. Hins vegar hafði mikið af nýju efni safnast upp síðan þá, bæði myndir og ljóð, nógu mikið til að gefa út nýja bók. „Í staðinn völdum við það besta úr gömlu bókinni og nýja efninu,“ segir Nökkvi. „Útkoman er að mínu viti mun sterkari bók.“ Elstu myndirnar eru frá 1985 og spannar bókin því um aldarfjórð- ung. Nökkvi segir að eyðibýlin hafi verið áhugamál sem vatt upp á sig. „Mig vantaði i rauninni bara verkefni, ákveðið þema til að elta. Ég byrjaði því að fara í túra á sumrin og mynda eyðibýli hér og þar um landið.“ Nökkvi segir hjólin hafa byrjað að snúast eftir sýningu sem hann hélt á eyðibýlamyndum í Ljós- myndasafni Reykjavíkur. „Þá kom Aðalsteinn Ásberg að máli við mig og viðraði hugmynd- ina að bókaútgáfu. Mál og menn- ing bauð útgáfusamning. Það gerði mér kleift að hella mér í þetta og klára verkefnið á næstu þremur árum, sem ég varði í að þræða krummaskuð landsins og varð eigin lega heltekinn; verkefnið fór að verða hluti af sjálfum mér.“ Nökkvi segir að þótt mark miðið hafi ekki verið að gera tæmandi úttekt á eyðibýlum á Íslandi bregði bókin engu að síður ljósi á byggða- sögu landsins. „Mörg þessara húsa hafa verið jöfnuð við jörðu og önnur byggð upp. Þessar myndir eru því ákveð- in heimild um söguna og þróun byggðar, þótt markmiðið hafi fyrst og fremst verið að ná góðri mynd.“ Nökkvi segist hafa leitast við að fanga fegurðina í hrörnunni. „Sums staðar er eins og fólk hafi einfaldlega staðið upp og gengið burt, leirtauið er jafnvel enn á borðum. Það hvílir sorglegur drungi yfir þessum húsum, sem er mjög áhrifaríkur og ég vildi reyna að festa á mynd. Þess vegna hafði ég myndirnar svarthvítar, litmynd- irnar urðu helst til konfektkassa- legar þrátt fyrir myndefnið. Ljóð Aðalsteins Ásbergs geirnegla síðan þennan anda og stemningu sem ég reyni að ná fram, um leið og þau búa til nýja vídd fyrir myndirnar.“ Spurður hvort hann sé búinn að fá nóg af eyðibýlum svarar Nökkvi neitandi. „Þetta er eilífðar verkefni. Ég var síðast á Reykjanesi um síð- astliðna helgi. Það eru alltaf ný býli að fara í eyði og yfirleitt tekur það nokkur ár fyrir þau að grotna nógu mikið til að ég fái áhuga á þeim.“ Austurland er eftir lætis landshluti hans, þaðan sem hann er ættaður. „Það er enginn hörgull á eyðibýlum fyrir austan, Fljótsdalshérað er til dæmis gullnáma fyrir mann eins og mig.“ bergsteinn@frettabladid.is 40 menning@frettabladid.is HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Laugardagur 9. júlí 2011 ➜ Tónlistarhátíð 14.00 Jazzhátíð í Skógum. Ókeypis tónleikadagskrá í Skógakaffi. Aðal- tónleikar hátíðarinnar í Fossbúð kl. 21 og aðgangseyrir er kr. 1.500. ➜ Uppákomur 10.00 Afrískur dagur í Hjartagarðinum á Laugavegi með afrískri tónlist, döns- um, list og uppákomum. Allir velkomnir. 12.00 Álfagarðurinn verður opinn um helgina í Hellisgerði, Hafnarfirði. Sýning nokkra listamanna. Sjáandinn Ragnhildur Jónsdóttir með álfagöngu um Hellisgerði þar sem hún kynnir og lýsir álfum og huldufólki sem þar býr. Gangan tekur um 40 mínútur og kostar kr. 1.500. 14.00 Félagarnir Einar Már Guðmunds- son og Bjartmar Guðlaugsson slá saman og troða upp á Sjávarbarnum við Grandagarð. Þeir flytja sögur, ljóð og söngva. Allir velkomnir. 14.00 Menningarveisla Sólheima með tónleikum Unnar Birnu og Munaðar- leysingjunum í Sólheimakirkju og fyrir- lestri Hrólfs Sigurðssonar um mikilvægi íslensks drykkjarvatns í Sesseljuhúsi. Aðgangur er ókeypis. ➜ Myndlist 10.00 Konstantinos Zaponidis með sýningu í L51 Artcenter, Laugavegi 51. Yfirskrift sýningarinnar er Impressions of Iceland. Allir velkomnir. 16.00 Síðasta sýningarhelgi á verkum Huldu Hlínar í Ráðhúsinu. Opið laugar- dag kl. 16-19 og sunnudag kl. 14-18. Allir velkomnir. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is og einnig er hægt að skrá þá inni á visir.is. ➜ Tónleikar 12.00 Zuzana Ferjencikova orgelleikari frá Vín spilar á hádegistónleikum í Hall- grímskirkju. Miðaverð er kr. 1.500. 15.00 Tríó Ragnheiðar Gröndal spila á sumartónleikum Jómfrúarinnar við Lækjargötu. Leikið er utandyra. Aðgang- ur er ókeypis. 22.00 Andrea Gylfa flytur tónlistar- perlur kvikmyndanna ásamt hljómsveit á ObLadíOblada, Frakkastíg. Aðgangs- eyrir er kr. 1.500. 22.00 Margrét Eir og Hljómsveitin Thin Jim með tónleika á Græna hattinum. Miðaverð er kr. 2.000. 23.00 Illgresi með tónleika á Faktorý. Aðgangseyrir er kr. 1.000. – ÞVÍ X ER EKKI NÓG! FRÁ ÞEIM SÖMU OG FÆRÐU YKKUR SIRKUS SÓLEY MIÐASALA Í TJARNARBÍÓI, Á MIÐI.IS OG Í SÍMA 527 2102SÝNT Í TJARNARBÍÓI Í JÚLÍ S I R K U S Í S L A N D S K Y N N I R AUKASÝNINGAR! í kvöld 9. júlí kl. 14 og 18 sunnudag 10. júlí kl. 14 og 18 „Húmor, metnaður og skemmtun í hávegum höfð“ —Kidda, Pressunni FEGURÐIN Í HRÖRNUNINNI NÖKKVI ELÍASSON Leitast við að fanga fegurðina í hrörnunni með aðstoð ljóða Aðal- steins Ásbergs Sigurðssonar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN BRJÁNSLÆKUR Elstu myndirnar í bókinni eru frá 1985 en þær nýjustu voru teknar í fyrra. Mörg húsanna hafa verið jöfnuð við jörðu síðan þá og önnur gerð upp. Eyðibýlin við ströndina eru fleiri en heiðarbýlin sem verða á vegi okkar. Og einhvern veginn virðist það eðlilegt. Hús sem starir án afláts út á breiðan fjörð hefur meiri möguleika en heiðarbýlið sem kúrir niðurbrotið undir barði bíður þess að veturinn breiði þykkan feld yfir laut og leiti, bakka og hjalla. MÖGULEIKAR NÝR REYFARI KOMINN ÚT Út er komin bókin Það sem aldrei gerist eftir norska höfundinn Anne Holt. Í bókinni finnast þjóðkunnir Norðmenn myrtir á hrottafenginn hátt í Ósló. Morðinginn virðist leita hefnda en enginn veit fyrir hvað. Bókin er sjálfstætt framhald reyfarans Það sem mér ber. Salka gefur bókina út hér á landi en Solveig Brynja Grétarsdóttir þýddi.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.