Fréttablaðið - 09.07.2011, Page 66
9. júlí 2011 LAUGARDAGUR42
folk@frettabladid.is
Stjörnur eru ekki aðeins fríðar
ásýndum heldur eru þær marg-
ar einnig vel að sér í tungu-
málum. Til að mynda tala þau
Joseph Gordon-Levitt og Jodie
Foster bæði frönsku og Gwyneth
Paltrow og Casey Affleck eru
þekkt fyrir góða spænskukunn-
áttu. Aðrar stjörnur eru þó svo
heppnar að hafa fengið sitt annað
tungumál strax með móður-
mjólkinni.
SANDRA BULLOCK
Óskarsverðlaunahafinn Sandra
Bullock er hálfþýsk og talar lýta-
lausa þýsku. Móðir hennar, Helga
Meyer, var þýsk óperusöngkona
og söngkennari og ferðaðist
Bullock gjarnan með henni er
hún tók að sér verkefni í Evrópu.
Bullock dvaldi oft hjá ömmu
sinni og frænku í Nürnberg og
náði þá fullkomnum tökum á
þýskunni.
VIGGO MORTENSEN
Hjartaknúsarinn á bandaríska móður
og danskan föður. Mortensen-fjölskyld-
an bjó lengi í Argentínu og því talar
Mortensen spænsku. Eftir háskólanám
ákvað leikarinn að halda af stað út í
heim í leit að sjálfum sér og bjó þá um
stund í Danmörku, þar sem hann vann
meðal annars sem vörubílstjóri og
blómasali. Mortensen talar reiprenn-
andi dönsku og spænsku.
CHARLIZE THERON
Fólk gleymir því gjarnan að
leikkonan Charlize Theron er
ekki bandarísk heldur frá Suður-
Afríku og því er enska ekki
hennar fyrsta mál. Leikkonan
fæddist í bænum Benoni í
Suður-Afríku og bjó þar til sextán
ára aldurs, þá flutti hún til Ítalíu
til að sinna fyrirsætustörfum.
Móðurmál Theron er afrikaans
en hún skilur einnig hollensku.
NATALIE PORTMAN
Leikkonan Natalie Portman fæddist sem
Natalie Hershlag og er faðir hennar frá
Ísrael. Portman fæddist í Jerúsalem og
bjó þar til fjögurra ára aldurs en þá flutti
fjölskyldan til Bandaríkjanna. Portman
talar bæði ensku og hebresku og hefur
látið þau orð falla að hjarta hennar búi
í Jerúsalem; „Þar finnst mér ég eiga
heima.“ NORDICPHOTOS/GETTY
COLIN FIRTH
Hinn breski Colin Firth er
kvæntur ítalska kvik-
myndaframleiðandanum
Livia Giuggioli og deila
þau tíma sínum á milli
London og Ítalíu. Firth
talar fullkomna ítölsku
og veigrar sér ekki við að
veita viðtöl á því tungu-
máli.
Mikið var um dýrðir í London þegar rauða dreglinum var
rennt út fyrir leikaralið Harry Potter myndanna. Síðasta
myndin í seríunni um vinsæla galdrastrákinn, Harry
Potter og dauðadjásnin, seinni hluti, var frumsýnd í Lond-
on í vikunni.
Harry Potter og dauðadjásnin hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda sem
segja myndina verðugan endapunkt fyrir galdrastrákinn og að hún svíki
ekki aðdáendur sína. Myndin er sú áttunda sem gerð hefur verið um Harry
Potter á tíu árum en myndirnar eru með þeim vinsælustu í kvikmynda-
sögunni og hafa halað inn rúmlega 6,3 milljarða dala.
Myndin verður frumsýnd hér á landi þann 13. júlí og
hafa þegar selst á þriðja þúsund miðar í forsölu.
Þríeykið Daniel Radcliffe, Rupert Grint og Emma Wat-
son skörtuðu sínu fegursta á frumsýningunni og Watson
gat ekki haldið aftur af tárunum þegar hún kvaddi Harry
Potter.
FELLDU TÁR
FYRIR POTTER
ÖLL FJÖLSKYLDAN Breski leikarinn Warwick Davis
mætti með alla fjölskyldu sína á frumsýninguna.
GÓÐUR HÓPUR Leikaranir Emma Watson, Rupert Grint og höfundur Harry Potter-
bókanna J.K. Rowling eru sannkallað draumateymi. Í baksýn má sjá aðalleikarann
Daniel Radcliffe. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
KVEÐJUSTUND Leikkonan Emma Watson gat ekki haldið aftur af tárunum á frum-
sýningunni á síðustu Harry Potter-myndinni.
EINTÖK seldust af nýjustu plötu Beyoncé í Bandaríkjunum í
síðustu viku og náði hún toppsæti á Billboard listanum. Platan
kallast „4“ en þetta er einmitt fjórða sólóplata söngkonunnar.
Lady Gaga segist ekki lengur
gera greinarmun á sjálfri
sér og þeirri persónu sem
kemur fram á sviðinu. Lady
Gaga, sem heitir réttu nafni
Stefani Germanotta, segir að
hún fari oft á tíðum svo djúpt
í karakter að búningarnir og
framkoma hennar séu einfald-
lega orðin jafn mikilvæg og
líffærin.
„Línurnar á milli mín og
karaktersins eru orðnar mjög
óljósar og ég veit varla mun-
inn á leik og alvöru. Ef þú
bæðir mig um að fjarlægja
risavaxið höfuðfat í partíi
myndi mér líða eins og þú
værir að biðja mig um að fjar-
lægja lifrina.“
Lady Gaga í
tómu rugli
VEIT EKKI MUN Á LEIK OG ALVÖRU
Lady Gaga segist sökkva sér svo
djúpt í karakter að oft þekki hún ekki
mun á sjálfri sér og þeirri persónu
sem hún leikur.
Tvítyngdar Hollywood-stjörnur
310.000