Fréttablaðið - 09.07.2011, Síða 69
LAUGARDAGUR 9. júlí 2011 45
Það ríkir mikil og hörð sam-
keppni milli karlkyns leik-
ara sjónvarpsþáttanna True
Blood ef marka má frétt Star
Magazine. Tímaritið heldur
því fram að leikararnir berjist
um bestu línurnar og athygli
kvenna.
„Ryan Kwanten og Alexander
Skarsgård eru stanslaust í inn-
byrðis samkeppni. Þeir keppa
jafnvel um hvor þeirra lyfti
þyngri lóðum og hvor geti gert
fleiri magaæfingar,“ hafði tíma-
ritið eftir innanbúðarmanni.
Samkeppninni lýkur víst ekki
þar því karlkyns stjörnurnar
keppa einnig um hylli kvenna.
Sá eini sem tekur ekki þátt í
slíku er Stephen Moyer sem
er kvæntur mótleikkonu sinni,
Önnu Paquin. „Þeir reyna við
auka leikkonurnar og metast svo.
Stephen tekur ekki þátt í slíku
en hann er svo mikið merki-
kerti að fáir þola að vera nálægt
honum.“
Keppast um hylli kvenna
KEPPNISMAÐUR Alexander Skarsgård er
í stöðugri samkeppni við Ryan Kwanten
á tökustað True Blood. NORDICPHOTOS/GETTY
Kid Rock segir að hjónaband
hans og Pamelu Anderson hafi
verið stórskemmtilegt. Parið
gifti sig árið 2006 en þau skildu
aðeins fimm mánuðum síðar. Kid
Rock segir að þrátt fyrir ein-
hverja erfiðleika hafi hann aldrei
skemmt sér jafn vel í lífinu. „Að
gifta mig var eitt það skemmti-
legasta sem ég hef gert. Ég man
ekki eftir öðrum tíma í lífinu
sem var skemmtilegri en þegar
ég gifti mig. Það var svo gaman
hjá okkur að við giftum okkur
fjórum eða fimm sinnum,“ sagði
Kid Rock í viðtali við spjallþátta-
stjórnandann Piers Morgan á
dögunum.
Góðar stundir
með Pamelu
SJÚKLEGA GAMAN Kid Rock segir að
það skemmtilegasta sem hann hafi gert
í lífinu sé að giftast Pamelu Anderson.
Weston Cage, sonur leikarans
Nicolas Cage, og eiginkona hans,
Nikki Williams, hafa skráð sig
saman í áfengismeðferð. Hjóna-
kornunum, sem eiga von á sínu
fyrsta barni, lenti illilega saman
fyrir skömmu og fjölluðu banda-
rískir fjölmiðlar ítarlega um
málið.
Weston segir hins vegar að
málið hafi verið blásið upp, þetta
hafi verið stormur í vatnsglasi.
„Við áttum vissulega í útistöð-
um en hann sló mig aldrei í and-
litið,“ segir Nikki í samtali við
vefsíðuna TMZ.com. Hún vísaði
því jafnframt á bug að þau hjón-
in ætluðu að skilja.
Saman í meðferð
VANDRÆÐAGEMSI Nicolas Cage hefur
sjálfur átt í erfiðleikum með skapsmuni
sína.
Heiti lyfs og virk innihaldsefni: Íbúprófen Portfarma 400 mg filmuhúðaðar töflur. Hver tafla inniheldur íbúprófen 400 mg. Ábendingar: Bólgueyðandi og verkjastillandi lyf, ætlað til notkunar við liðagigt, slitgigt, tíðaverkjum, tannpínu og höfuðverk. Lyfið má einnig nota sem verkjalyf eftir minni háttar aðgerðir, t.d.
tanndrátt. Skammtar og lyfjagjöf: Skammtastærðir handa fullorðnum: Sjúkdómseinkenni og lyfjasvörun ákvarða hæfilegan skammt fyrir hvern einstakling. Skammtar eru venjulega 600-2000 mg á dag og ekki er mælt með stærri dagsskammti en 2400 mg. Hæfilegt er að gefa lyfið 3-4 sinnum á dag í jöfnum
skömmtum. Við tíðaverkjum: 400 mg, 1-3 sinnum á dag eftir þörfum. Við gigt: 400 mg eða 600 mg, 3 sinnum á dag. Morgunskammt má gefa á fastandi maga til að draga fljótt úr morgunstirðleika. Við nýrnabilun þarf að minnka skammta. Skammtastærðir handa börnum: Venjulegir skammtar eru 20 mg/kg
líkamsþunga á dag, gefið í 3-4 jöfnum skömmtum. Börnum, sem vega innan við 30 kg, skal eigi gefa meira en 500 mg á dag. Frábendingar: Ofnæmi fyrir íbúprófeni eða einhverju hjálparefnanna. Sjúklingar, sem hafa fengið astma, nefslímubólgu eða ofsakláða eftir töku acetýlsalicýlsýru eða annarra bólgueyðandi
lyfja (annarra en barkstera), skulu ekki notað lyfið. Lyfið er ekki ætlað vanfærum konum. Lyfið skal ekki notað ef lifrarstarfsemi er skert eða ef alvarlegur hjarta- eða nýrnasjúkdómur er til staðar. Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun: Gæta þarf varúðar við gjöf lyfsins hjá sjúklingum með aukna
blæðingartilhneigingu eða helluroða (SLE). Einnig hjá sjúklingum með veilt hjarta, nýrna- eða lifrarsjúkdóm, sérstaklega ef meðhöndlað er með þvagræsilyfi samtímis, þá þarf að fylgjast með mögulegri minnkaðri nýrnastarfsemi og vökvasöfnun. Íbúprófen Portfarma töflur innihalda laktósa. Sjúklingar með
galaktósaóþol, laktasaþurrð eða glúkósa-galaktósa vanfrásog, sem eru sjaldgæfir arfgengir kvillar, skulu ekki taka lyfið inn. Meðganga og brjóstagjöf: Fullnægjandi rannsóknir á mönnum hafa ekki verið framkvæmdar. Dýratilraunir hafa ekki sýnt nein áhrif á þroska fósturs. Lyfið í venjulegum skömmtum er
ekki talið hafa áhrif á barn á brjósti. Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla: Á ekki við. Lesið vandlega leiðbeiningar í fylgiseðli fyrir notkun.
ÍB
ÚP
RÓ
FE
NI
Ð
Í B
LÁ
U
PÖ
KK
UN
UM
ER
K
OM
IÐ
A
FT
UR
!
• Nettar töflur
• Auðvelt að brjóta í tvennt
• Þægilegar til inntöku
• Hitalækkandi
• Verkjastillandi
• Bólgueiðandi
Íbúprófen Portfarma er einnig ætlað börnum (sjá skammtastærðir fyrir börn)
Paris Hilton hrósar lífvörðum
sínum í hástert fyrir frammi-
stöðu þeirra þegar þeir yfirbug-
uðu eltihrelli fyrir utan heimili
fyrirsætunnar á þjóðhátíðardegi
Bandaríkjanna.
Hinn 36 ára James Rainford
veittist fyrst að Hilton við dóm-
hús í Kaliforníu á síðasta ári og
fékk Hilton í kjölfarið nálgunar-
bann á hann. Rainford
lét sér hins vegar
ekki segjast og
birtist fyrir utan
hús hennar hinn
4. júlí. Lífverðir
fyrir sætunnar
tóku málin í
sínar hendur
og á vef-
svæði
sínu
þakk-
ar hún
þeim
fyrir
snör hand-
tök. „Sem
betur fer er
ég með öflugt
öryggis kerfi og
fjóra lífverði
til taks allan
sólarhringinn.
Þeir brugðust
við áður en við-
komandi náði
að meiða ein-
hvern.“
Hrósar líf-
vörðunum
ALLT RÉTT Líf-
verðir Parisar
Hilton brugðust
hárrétt við þegar
eltihrellir birtist
fyrir utan heimili
hennar.