Íslendingur

Tölublað

Íslendingur - 02.02.1940, Blaðsíða 3

Íslendingur - 02.02.1940, Blaðsíða 3
ÍSLENDINGUR Þankabrot /óns í Grófinni. ALÞÝÐUMADTJRINN ræöir nokk- uð hitaveitumálið þriðjudag- inn 23. f. m. og telur að umræður ísl. og Dags undanfarið, gefi til kynna að það eigi að vera kosningamál næsta vetur. — E. t. v. má ráða þaö af >Degi« nylega, að honum leiki hugur á því, og mun engum þykja ótrúlegt, sem man hinar stóru fyrir- sagnir blaðsins um rafveitulán V. Þor fyrir bæjarstjórnarkosningarnar síð- ustu. Nú á Jónas frá Hriflu aö vera einskonar faðir jarðhitans, eftir því, sem helzt er á blaðinu að skilja. — Og þaö talar um að það sé »sorg- legt, þegar ímyndaðir flokkshags- munir spilla fyrir framgangi góðra mála, eins og átti sér stað um hita- veitu Reykjavíkur*. Hvort það hefir verið af því, að Framsóknar- menn álitu Sjálfstæðismenn hafa flokkslegan hag af framgangi máls- ins, að þeir töfðu það eins og þeir framast gátu, skal ósagt látið. En fullrægjandi skyring á þeirri staö- reynd hefir aldrei fengist. Hitt' er útlit fyrír, að hér á Akureyri verði Framsóknarmenn yfirleitt með mál- inu, eins og tekið mun hafa verið fram hér í blaðinu áður. Opinberan fund héldu Sjálfstæðisfélögin hér í Satn- komuhúsinu s. 1. þriðjudagskvöld. Fundinn sóttu nm 300 mahns. Stóð hann í fulla'r tvær klukkustundir, Þessar ræður voru fluttar: Sig. Éin. Hlíðar: Um verzlunarmál, Sig. Eggerz: Um Sjálfstæðismálið, Frk. Arnfinna Björnsdóttir: Konan og stjórnmálin, Frú Jónheiður Eggerz ; Um stéttaríg, Jón Solnes: Um fjár- mál. Jakob Ó. Pétursson: Komm- únisminn, og Jóhann Hafstein; Stefna Sjálfstæðisflokksins. Fundurinn fór mjög vel fram og var mjög almenn ánægja látin í Ijós yfir honum. Kolafarm fékk Kolaverzlun Ragnais Ólafssonar með e. s: Snæ- fell s. 1. föstudag. Bókavinir Þjóðvinafélagið og Menning- arsjóður hafa ákveðið að gefa út i sameiningu þess- ar baekur: 1. fllmanak pjóðvinafélagsins. 2. flndvari. 3. Baiði Guðm.: Leitinal) höt. Njálu 4. Hvxley 1: Takmötk og leiðir 5. Joh. Sæm.: Alpyðleg heilsulræði 6. Hamsun. Sullur 7. L. Sirachey: Viktoria Englands- diotning. Verð allra þessara 7 bóka er a ð e i n s kr. 10 oo Bókasðfn og bókttvialr? Þetta er einstakt bókatilboð. Gerist áskrifendur hið fyrsta. Áskriftalisti liggur framnii í Bókaversl. Þ. Thorlacius BoiliKlatjiirinii er á iiiáiititlayinn Eins og að undanförnu fáið þér vönduðustu og beztu bollurnar í Brauðgeró K.E.A. Heitar hollur vería til aílan sunnudaginn. MuniðK'E.A. bollur eru beztar! Brauðgerð K. E.A. VIKAN Gerist áskrifendnr að stærsta, skemmtileg- asta og fjölbreyttasta blaði landsins. - Útsölumenn: Akureyrarumdæmi Richardt Rvel. Eyjafjarðarsýsla Arni Bfarnarson, Skjaldborg. Vasabók, með litprentuðum landabréfum af öll- um heimiuum; nauð- synleg öllum sem fylgjast vilja með í ófriðarfréttunum f æ s t í Bikaversl. 1». Thorlacius Dagur og íjárlðgin. FRÉTTIR: Dánaríregn: Nýlega er látinn vestan hafs dr. Rögnvaldur Péturs- son, einn af þekktustu og mikilhæf ustu löndum vorum þar. Karlakór Akureyrar minntist 10 ára afmælis síns með fjölmennu samsæti í Samkomuhúsinu s. 1. laug- ardag. Voru margar íæður fluttar undir boröum, en á eftir söng kór- inn nokkur lög. Því næst var dansað fram undir moigun. Stofn- andi kórsins og stjórnandi frá upp- hafi er Áskell Snorrason tónskáld. Sjáltstæðisfélag Akureyrar hélt fund að Hótel (iullfoss s. 1. sunnudag. Var hann vel sóttur. — Jóhann Hafstein erindreki Sjálfstæðis- flokksins flutti erindi. Þá voru og kosnir 2 menn til að mæta á lands- fundi Sjálfstæðisflokksins. Kosnir voru Sig. Eggerz bæjarfógeti og Axel Kristjánsson kaupm. Dánardægur; Nýlega er látinn að Götu ;i Árskógsströnd Stefán Árnason frá Steinsstööum í Öxnadal f. 10. júlí 1860. Verður hans nán- ar getið síðar. Þá er nyiega látinn í Reykjavík frú MarsiKa Kristjánsdótlir kaupkona. Átti hún lengi heima hér á Akur- eyri. Brauðverð hækkaði fReykja- vík í morgun. Rúgbrauö um 15 aura brauðið og annað brauð í tfku hlutfalli. Gúmmlskúr fást í skóvinnustofu f. M. fónatanssonar Strandg, 15 ,Cjreysir Annað gleðikvöld félagsins verður haldið í Samkomu- húsi bæjarins 10. þ. m. — Nánar augiyst síðar — STJÓRN/N. Kaupum tóm sultuglös (hrein) með skrúf- uðu ioki. Nýja kjötbúðin. Leiktélag Akureyrar biður þess getið, að börnum innan 12 ára aldurs verði ekki leyfður aðgangur að næstu sýningum félagsins og alls engum börnum að frutr.sy"ningunni. »Dagur< 15. f. m. reynir að koma lesendum sínum í skilning um, að ekki hafi gæfulega til tekist með niðurskurö á fjárlögunum í þetta sinn, þótt SjáJfstæðismenn réðu meiru' en áður um afgreiðslu þeirra. Tel- ur hann, að fjárlagafrumvarpið, sem Eysteinn Jónsson lagði fyrir þingið, hafi hækkað í meðförum þess um 1,6 milj krónur. Hafi á fjárlaga frumvarpinu upphaflega verið gert ráð fyrir 17,8 milj. króna greiðslum úr ríkissjóði. En nú vill svo til, aö fjárlögin eru einmitt samþykkt mcð 17,8 milj. króna útgjöldum, svo að ekki er þarna um hækkun að ræða. Þó er það vitað, að óhjákvæmilegar hækk- anir vegna gengisfajlsins og ófriðar- ins nema nokkuð á aðra miljón króna og vextir og afborganir af Esi,uláninu koma nú inn á fjárlögin, Niðurstaðan verður því sú, að þrátt fyrir að fjárlögin hafa farið mjög hækkandi irá ári til árs undanfarið, hefir nú verið staðar numið á þeirri braut, enda þótt um meira en miljón •sé að ræða vegna gengisfalls og styrjaldar. Heldur »Dagur«, að Framsóknarmenn hefðu gert þetta með Alþýðuflokknumr Agætt herbergi hef eg til leigu riú þegar. Tómas Björnsson. Barnastúkan Sakleysið heldur fund n. k. sunnud. á venjulegum stað og tíma. Kosning embættismanna, Kaupum nfi góða sjóvettlinga Verðið hækkað. Vöruhös Akureyrar. Beztu búkakaupin Þjóðvinafélagið og Menningar- sjóður hafa ákveðið samvinnu um bókaútgáfu og gefa í ár út þessar bækur: 1. Almanakþjóðvinafélagsins 2. Andvari 3. T. E. Lawrence: Uppreisn- in á eyðimörkinni. 4. A. Huxley: Takmörk og leiöir. 5. Jóh. Sæmundsson: Alþýð- leg heilsufræði. 6. Knut Hamsun: Sultur 7. L. Strachey: Viktoria Englandsdrottning. Verð allra þessara bóka er aðeins 10 krónur fyrir a- skrifendur: Áskriffarlisti Pjóð- vinafélagsins liggur frammi í Bökaverzl. Gunnl. Tr. Jónssonar

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.