Íslendingur

Tölublað

Íslendingur - 06.09.1940, Blaðsíða 4

Íslendingur - 06.09.1940, Blaðsíða 4
ISLENDÍNGUR Sumardvöl barna í Lauga- landsskóla. (Skýrsla umsjónarmanna til framkvæmdanefndar). Að tilhlwtun skólanefndar barna- skóla Akureyrar, barnaverndar- nefndar Akureyrar og nokkurra félaga, var um 40 börnum frá Ak- ureyri komið til sumardvalar að Laugalandsskóla. Formaður framkvæmdarnefndar, er þessir aðilar skipuðu, var Snorri Sigfússon skólastjóri. Börnin fóru að Laugalandi 17. júlí og dvöldu þar til mánaða- móta ágúst og september, eða 46 daga alls. Til þess að gæta barnanna voru ráðnir kennararnir Marinó L. Ste- fánsson og Steinþór Jóhannsson. Skólanefnd Laugalandsskólans tók að sér matreiðslu, þjónustu og ræstingu hússins, og réði til þess 3 stúlkur. Frk. Lena Hallgríms- 'dóttir kennslukona sá um fæði barnanna og ræstingu, en frú Guðbjörg Bergsveinsdóttir annað- ist þjónustubrögð og hreinlætis- eftirlit á börnunum. Dagleg störf og reglur á barna- heimilinu voru sem hér segir: Kl. 8 að morgni farið á fætur. Kl. 8.45 morgunverður. Kl. 9—10 herbergjaræsting. Kl. 10—12 gönguferðir um ná- grennið. Kl. 12 miðdegisverður, og a'ð honum loknum stuttur hvíldar- tími. Kl. 1 sund (eða sull) í lauginni, fyrir þá sem vildu. Eftir það til kl. 3.30 vinna og leikir. Kl. 4—7 sund fyrir synda, — berjaferðir þegar gott var veður — vinna og leikir. Kl. 7 kvöldverður. Kl. 7.30 þvottur. Kl. 10 venjulega allir sofnaðir. Hvert barn tók upp rúm sitt að morgni og bjó um það að kvöldi, og samkvæmt tilmælum frá kenn- urunum tóku telpurhar að mestu leyti að sér ræstingu herbergja sinna til skiptis, nema á sunnu- dögum, en drengirnir þrifu til umhverfis skólann. Um fæðið er þetta að segja: Morgunverður var hafragrautur og mjólk ásamt smurðu brauði með ofan-á-leggi. Kvöldverður var skyrhræra og mjólk og smurt brauð, — fleiri tegundir, með miklu og fjölbreyttu ofan-á-leggi. Miðaftansdrykkur barnanna var mjólk, nema á sunnudögum kakó. Hádegisverður var eins og gerist og gengur á heimilum. Börnin fengu eins og þau vildu af matn- um. Um 60 1. af mjólk voru notað- ir daglega, eða um IV2 1. á mann að meðaltali. v Fæðið mun hafa verið heppi- legt fyrir börn, enda þyngdust þau um rúmlega 1 kg. yfir tímann að meðaltali. Á gönguferðunum söfnuðu börn- in ýmsum jurtum, sem þau þurrk- uðu, nafngreindu og festu á blöð og höfðu síðan heim með sér. Sum söfnuðu allmiklu og af áhuga, önnur litlu. Vermihúsin að Brúnhúsum og kornakurinn aö Klaut voru oft heimsótt. Pá voru fatnar 3 lengri feröir. upp á fjall, fram að Munkaþverá og yfir að Hraínagili. Börnin notuðu sér sund- laugina allmikið og sum lærðu . lítið eitt. Börnin unnu mikið úr tré og pappa eða pappír. Drengirnir smíð- uðu flugvélar, bila, pílur, boga, vopn og íleira. Sumt af þessu var furðu vel gert áhaldalítið. Úr pappa og pappír unnu börnin, einkum stúlkurnar, ótal margt: M. a. allikonar sknuulegan höfuö- búnað, íána og verölaunastjörnur. Var þetta gert til undirbúnings fyr- irhuguðu íþróttamóti. Mót þettá var haldið seint á dval- artímanum. Undirbúningur þess haíöi tekið marga daga. Hófst það með skrúðgöngu, þar sem börnin báru skrauthúfur sínar og pappírs- fána og sungu. Síðan fóru fram allskonar kappleikir s. s.; hlaup, stökk, sund, ílokkaleikir, þrautir o. fl. og tóku öll börnin þált í sumu af þessu. Börnin voru vanin á góða um- gengni og regtusemi, og skóskipta var stranglega gætt, þegar farið var út og inn. Skemmdir urðu engar á húsinu eða munum skólans, og mjög litlar úti viö. Heii*ufar var yíirleitt gott. Þó var lítilsháttar kvef. Nokkur börn duttu og hrufluðu sig ílla, önnur fengu smávegis ígerðir. Ein stúlka klemmdi fingur milli stafs og hurð- ar og varö að ganga til læknis í 15 daga. önnur hafði útbrot á handlegg þegar hún kom, versnaöi það og var ekki aö fullu gróið, þegar hún fór, Eyddist því »apótek« það, sem börnunum var ætlaö, og varð að fá nokkra viðbót. Héraðslæknirinn kom einu sinni fram eftir. Kostnaöinn nf veru barnanna á Laugalandi greiða foteldrar þeirra að nokkru Jeyti, Hitt verður greitt með frjálsutn fjárframlöguni ein- stakra manna og styrk frá ríki og bæ. Yekjaraklukkur Vöruhús Akureyrar. Ráðskonu vantar á Itííö heimili hér í bæ frá 15. þ. m. R. v: á. Fjármark Sigurðar Garðarssonar Staðarhóli, Öngulsstaðahreppi, er: Sýlt hœgra og f/öður aftan vinstra. Vetrarstúlku vantar mig frá 1. október með annari. Málfriður Friðriksdóttir Brekkugötu 4, 1 I Til viðskiptamanna vorra: Nú getum vér aftur boðið viðskiptamönn- um vorum góð ensk kol til vetrarins, B. S. Y. ASS. HARDS, sem kosta- 136 krönur smálestin. Vér væntum að geta nú endurnýjað okkar fyrri viðskipti, er vér reynum að gjöra yður sem hagfeldust. — AXEL KRI STJÁNSSON h.f. Notaðar menntaskólabækur sérstaklega stærðfræði, eðlisfræði, sögu- og dönsku- bækur, áðrar en á ' slenzku, kaupir Bókaverzlun GunnL Tr. /ónssonar á Akureyri. Heimsendingar frá aðal-verzluninni hófust á ný um síð- astliðin mánaðamót. Pöntunum er einnig veitt móttaka í úti- búunum á Oddeyri og í innbænum, en sendingar fan ein- göngu fram frá aðal-verzluninni. — Til að létta og flýta fyrir afgreiðslu eru húsmæður vinsamlegast beðnar að sjá um, að greiðsla og skömmtunarseðlar séu ávalt fyrir hendi þegar send- ingin kemur, þar sem bílstjórinn hefir fyrirmæli um, að skila ékki sendingum nema gegn greiðslu og skömmtunarseðlum. Kaupfélag Eyfirðinga. Börn og fullorðnir þurfa daglega að borða SKYR Þá er heilsufar þeirra og vellíðan í lagi. — Peningabudda 01- og Gosdrykkjagerð Akureyrar meö nokkru af pening- kaupir f/ÖSkur um og skömmtunarseðl- um fundin. R. v. á, Eggert Einarsson. Fæði Erlendur skófatnaður gegn sanngjörnu verði geta selst meö tæfcifærisveröi dag- 2—3 reglupiltar fengiö frá lega milli kl. 13 og 15. - 1. oltt. n. k. Pjónusta get- J. S, KVARAN. ur komið til mála. R v. á.________________ sem fékk lánaðan hjá mér l» iárnleist fyrir skömmu, er beðinn að skila honum strax. — HJALTI SIGURÐSSON. ZION. Næstkomandi sunnudag 8.30 e. h. almenn samkoma, allir velkomnir. .Allir velkomnirl j brotagull og gullpeninga Guðjón, gullsmiður. OPINBERAR SAMKOMUR í Verzlnnarrnannahúsinu alla sunnu- daga kL. 5 e. h, og fimmtud. kl. 8,30 e. h, — PrentsmiAja Björna J6a«tvaar,

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.