Íslendingur

Tölublað

Íslendingur - 27.09.1940, Blaðsíða 3

Íslendingur - 27.09.1940, Blaðsíða 3
ISLENDINGUR ÁVARP frá útgáfufélaginu „LANDNÁMU". Gunnar Gunnarsson er íslenzkur í lund, steyptur í mót íslenzks bónda. Það er því naumast tilvilj- un, eða duttlungar draumóra- skálds, er hann flyzt heim og stofnar bú, heldur eðlisnauðsyn íslendings, sem kominn er af bændum í ættir fram, og borið hefir tregandi heimþrá til móður- stranda. Góðir íslendingar! Hér á landi eru starfandi mörg útgáfufélög, og þætti ýmsum ef til vill sem verið sé að bera í bakka- fullan lækinn, að eitt sé stofnað til viðbótar. En sú skoðun hefir ekki við rök að styðjast. Mörg verkefni bíða lausnar, og þau verkefni eru þess eðlis, að ekkert hinna eldri félaga getur tekið þau að sér. Eftir sum höfuðskáld þjóð- arinnar, t. d. Hallgrím Pétursson og Sigurð Breiðfjörð, hefir aðeins verið gefið út brot af því, sem þeir hafa ritað. Aldrei hefir borið meiri nauð- syn til þess en nú, að þjóðin neyti þeirrar lífsorku, sem felst í ís- lenzkum bókmenntum. Vér biðjumst því engrar afsök- unar á því, þótt vér stofnum enn eitt útgáfufélag. Það er ekki stofnað til höfuðs eða samkeppni við hin eldri félög, heldur er því ætlað sérstakt verkefni. Það ætlar eingöngu að annast útgáfu á ritum nokkurra höfuðskálda þjóð- arinnar og hafa þá útgáfu með öðru sniði en áður hefir tíðkazt. Vill félagið geta leyst stærri verk- efni af hendi á styttri tíma en önnur útgáfufélög, gert skrautleg- ar heildarútgáfur að smekk vand- fýsinna bókamanna, án þess að horft sé um of í kostnað. Hefir fé- lagið ákveðið að snúa sér fyrst að því verkefni, sem þjóðinni er mikil vansæmd að hafa vanrækt og eigum vér þar við: íslenzka heildarútgáfu af ritum Gunnars Gunnarssonar. ingarstarf. En 10 kr. ársgjald eins og önnur bókmenntafélög hafa, hrekkur skammt til slíkra fram- kvæmda, sem hér er í ráðizt. Mán- aðargjald hefir því verið ákveðið kr. 3.50. Væri æskilegast, að það væri greitt í einu lagi fyrir heilt eða hálft ár í senn. Vér þurfum 2000 félaga, til þess að félagið geti starfað af nægilegum þrótti, þ. e. látið 2—3 stór bindi koma út ár- Islandi ber heiður af kjarnanum í verkum Gunnars Gunnarssonar le§a- Fæst sa fJöldi vafalaust þeg hefir ar í stað- og því þreki, sem skáldið búið yfir. Það er því skylda þ]óð- arinnar, ef hún þekkir sóma sinn, að helga sér að fullu verk Gunn- ars Gunnarssonar, og verður það ekki betur gert með öðru en að eiga á sinni eigin tungu vönduð- ustu heildarútgáfuna, sem til er af þeim. Það hefir líka verið draum- ur skáldsins um langt skeið, að aðalútgáfan af verkum hans væri íslenzk og ritaði hann sjálfur eft- irmála við hvert bindi, og verði sú útgáfa lögð til grundvallar þýð- ingum á erlendar tungur. í þessu felst jafnframt krafa frá honum sjálfum um það, að vera talinn ís- lenzkur rithöfundur, eins og rétt er og skylt. Einungis með slíkri útgáfu getur þjóðin réttilega fagnað heimkomu skáldsins. Með því að gerast félagar í Landnámu stuðla menn ekki ein- ungis að menningarstarfi, sem þjóðinni ber skylda að inna af hendi, og fagna heimkomu skálds, sem borið hefir hróður íslands út um heiminn, heldur eignast menn einnig listræn skáldrit, meðal hinna beztu í íslenzkum bók- menntum. Bækur Gunnars Gunnarssonar eru orðnar um 4 tugir. Sumar hinna fyrri hafa verið þýddar á íslenzku, en flest hin listaverk hans, er hann samdi sem full- þroska maður, hafa ekki komið út hér, t. d. Kirkjan á fjallinu, sjálfs- æ*fisaga Gunnars í skáldsöguformi. Mun hún að flestra dómi talin fullkomnasta verk Gunnars. Þá Löngu fyrir heimkomu Gunnars má nefna skáldsagnaflokk úr þjóð- voru uppi margar raddir, sem arsögu íslands (Jón Arason, Jörð, töldu þjóðinni ekki vansalaust, að rit hans hafi ekki verið gefin út á íslenzku. Nú eru þessar raddir orðnar enn fleiri og enn háværari. Það var framar öllu nauðsynin á þessari útgáfu, sem hratt þessu fé- lagi af stokkunum, þó að fleiri verkefni bíði þess. Gunnar Gunnarsson er nafn- kunnastur erlendis allra íslenzkra rithöfunda. Sum rit hans eru tek- in í úrvalsrit heimsbókmenntanna. Danir telja hann einn bezta rit- höfund á danska tungu, og þeir hafa hlotið bróðurpartinn af frægð hans. Úr dönsku hafa rit hans ver- ið þýdd, og til Danmerkur hefir verið leitað um útgáfurétt á þeim. Margir ókunnugir hafa talið hann danskan rithöfund. Mörgum ís- lendingi hefir sviðið þetta sárt. Eigi vitum vér, hvernig Gunnari Gunnarssyni hefir fallið þetta, en yér þykjumst skynja, að heims- frægðar hafi hann leitað til þess að hefja veg og virðingu íslands. Víst er um það, að Gunnar Gunn- arsson er umfram allt íslenzkur rithöfundur. Sögur hans fjalla um íslenzka menn og íslenzk lífskjör. Þær eru íslenzkar bókmenntir. Hvíta-Krist o. fl.). Aðeins tvær sögur í þessum flokki (Fóstbræð- ur og Svartfugl) eru til á íslenzku.^ íslenzkum lesendum, sem eigi njóta skáldskapar Gunnars á dönsku, er því ókunnugt um flest hið bezta, sem hann hefir skrifað. Kirkjan á fjállinu er eitt feg- ursta listaverk eftir íslenzkan höfund. Upphafið að Kirkjunni á fjall- inu verður fyrsta bók heildarút- gáfunnar. Halldór Kiljan Laxness, rithöfundur, þýðir bókina, að ósk höfundarins sjálfs. Verkið allt verður þrjú bindi. Kemur fyrsta bindið semma á næsta ári. Síðar á næsta ári er ætlast til að komi út ný skáldsaga eftir Gunnar Gunnarsson. Glœsilegasta útgáfa á íslandi, cinungis fyrir félaga í Landnému ¦rog alls ekki seld öðrum. Bækurnar verða allar í Skírnis- broti, bundnar í vandað skinn- band, tölusettar og áritað af höf- undi, er skrifar eftirmála við hvert bindi. Landnáma verður að heita á alla, sem vilja styðja þetta menn- Umsjón með útgáfunni hefir út- gáfuráð. Erum það vér, sem ritum hér nöfn vor undir. Úr vorum hópi höfum vér kosið: Prófessor Sigurð Nordal, forseta útgáfuráðs, og 7 manna fram- kvæmdastjórn, þá: Andrés G. Þormar, aðalgjald- kera, (formann), Ragnar Jónsson, fulltrúa, (vara- formann), Kristján Guðlaugsson, ritstjóra, (ritara), E. Ragnar Jónsson, forstjóra, (gjaldkera), Ármann Halldórsson, magister, Kristinn E. Andrésson, magist- er, og Ragnar Ólafsson, lögfræðing, og endurskoðendur þá: Hauk Þorleifsson aðalbókara, og Jón Grímsson, fulltrúa. Reikningar félagsins verða birt- ir árlega. Jafnskjótt og vér sjáum þessari útgáfu á verkunT Gunnars Gunn- arssonar-að fullu borgið, höfum vér hugsað oss að gefa út rit fleiri beztu skálda vorra, en vér teljum ekki tímabært að ákveða neitt um það áður en vér höfum snúið oss til yðar í nýju bréfi. Viljum vér nú, góðir íslending- - ar, bjóða yður að gerast félags- menn í Landnámu, bjóða yður að "yrírlíggjanöí: K E R T I STÓR og SMA. verða einu eigendur að hinni ís- lenzku heildarútgáfu á verkum Gunnars Gunnarssonar. Vér treystum því, að þér þurfið ekki langan umhugsunarfrest áður en þér takið þessu tilboði. Áskriftarlistar liggja frammi í öllum bókaverzlunum í Reykja- vík. Síðar verður auglýst hvar menn geta gerzt félagar utan Reykja- víkur. Með virðingu, Sigurður Nordal, prófessor, Ragnar Jónsson, fulltrúi, Kristján Guðlaugsson, ritstjóri, E. Ragnar Jónsson, forstjóri, Halldór Kiljan Laxness, rithöf., Kristinn Andrésson, magister, Guðm. Thoroddsen, prófessor, 'Ármann Halldórsson, magister, Jón Grímsson, fulltrúi, Guðni Jónsson, magister, Haukur Þorleifsson, aðalbókari, Páll ísólfsson, oganleikari, Ól. H. Sveinsson, forstjóri, Árni Friðriksson, fiskifræðingur, Andrés G. Þormar, aðalgjaldkeri, Mgnús Gíslason, skrifstofustjóri, Ásgeir Ásgeirsson, bankastjóri, Jens Figved, kaupfélagsstjóri, Jakob Frímannsson, framkv.stjóri, lngólfur Gíslason, læknir, Sigrún Blöndal, frú, Símon Ágústsson, dr., Sigurður Thorlacius, skólastjóri, Árni Jónsson frá Múla, alþm., Ragnar Ólafsson, lögfræðingur, Tómas Guðmundsson, rithöfundur, Gunnl. Einarsson, læknir, Helgi Hjörvar, skrifstofustjóri. Umsóknarirestur um íögreglu þjónsstöðurnar hér í bæ var útrunn- inn í fyrrakvöld, Höfðu þá 33 um- sóknir borizt. Heiidverzlun Valg. Stefánssonar Akureyri, Sími 332. er 'chœu - hún twtar Vera Simillon SNYRTIVÖRUR ftnÚL' jO«aNH&»oN f C«. UPPBOD fer fr.am þriðjudaginn 1 október n,k. við húsið nr. 105 í Hafnarstræti (hús Jóns rakaraj á 'ýmiskonar lausafé, svo sem: skápuín, búsáhöldum, bát, veiðarfærum o. fl. Uppboðið hefst kl. 1 e. h. — Staðgreiðsla. Akureyri 26. sept, 1940. F. b. Jóns Einarssonar Sveinn Bjarnason,

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.