Fréttablaðið - 06.08.2011, Blaðsíða 16
16 6. ágúst 2011 LAUGARDAGUR
AF NETINU
Veðsetning aflaheimilda
Varðmenn óbreytts kvótakerfis fara mikinn yfir margræddu banni við
veðsetningu aflaheimilda í framlögðu frumvarpi sjávarútvegsráðherra
að nýju fiskveiðistjórnunarkerfi. Hagfræðingar og viðskiptafræðingar eru
dregnir fram til vitnis um það að óráðlegt sé að “hefta frjáls viðskipti
með kvóta”, eins og það er kallað með fussi og svei-i. Í þessari umræðu
vill gleymast að veðsetning aflaheimilda er nú þegar harðlega bönnuð
og hefur svo verið frá árinu 1997 þegar sett voru lög nr 75 um samnings-
veð. Þar segir:
Eigi er heimilt að veðsetja réttindi til nýtingar í atvinnurekstri, sem skráð
eru opinberri skráningu á tiltekið fjárverðmæti og stjórnvöld úthluta
lögum samkvæmt, t.d. aflahlutdeild fiskiskips og greiðslumark bújarðar.
Hafi fjárverðmæti það, sem réttindin eru skráð á, verið veðsett er
eiganda þess óheimilt að skilja réttindin frá fjárverðmætinu nema með
þinglýstu samþykki þeirra sem veðréttindi eiga í viðkomandi fjárverð-
mæti. (3. gr. – 4 mgr.)
blog.eyjan.is/olinath
Ólína Þorvarðardóttir
Í Fréttablaðinu 26. júlí s.l. ritaði Einar Steingrímsson, stærð-
fræðingur, grein sem bar yfir-
skriftina „lögfræði, réttlæti og
réttarríki“. Í greininni, sem einn-
ig birtist með viðbót á Eyjunni,
er Einar ósáttur við að bæði for-
maður Lögmannafélags Íslands
og forseti Lagadeildar HÍ skuli
sjá ýmsa annmarka á því að skip-
uð verði sérstök rannsóknarnefnd
til að rannsaka Guðmundar- og
Geirfinnsmálið niður í kjölinn.
Lítur Einar svo á að þessir framá-
menn innan lögfræðistéttarinnar
telji formsatriðin mikilvægari en
réttlætið.
Lögfræðingar hafa að sjálf-
sögðu engan einkarétt á umfjöll-
un um lögfræði, réttlæti og
réttarríkið og því ánægjulegt að
vita til þess að aðrir velti þessum
hugtökum fyrir sér. Ég hef marg-
oft ritað pistla um þessi hugtök og
gjarnan deilt á þá sem telja póli-
tískar skoðanir sínar sérstakt
réttlætismál og að lögin eigi að
víkja þegar þau samrýmast ekki
þeirra réttlæti. Ég tel slíka hug-
myndafræði beinlínis andstæða
réttarríkinu.
Það er ekkert athugavert við
það að menn láti í ljós skoðun sína
um að dómstólar hafi ranglega
sakfellt sakaða menn eða á grund-
velli ónógra sönnunargagna, enda
deila lögfræðingar um það dag-
lega í dómsölum landsins. Það er
heldur ekkert athugavert við það
að telja einstaka dóma ranga, eins
og kollegi Einars hafði reiknað út
með ákvörðun Hæstaréttar um
lögmæti kosninga til stjórnlaga-
þings. En vandinn hjá stærðfræð-
ingunum er sá að þeir gefa sér
ýmsar forsendur um staðreyndir
málsins.
Í greininni gefur Einar sér þær
forsendur að játningar sakborn-
inga í Guðmundar- og Geirfinns-
málunum hafi verið fengnar með
pyntingum og að þær hafi ekki
verið trúverðugar. Og enn bætir
Einar í þegar hann fullyrðir að
lögregla og dómstólar hafi framið
illvirki á sakborningum í málinu,
burtséð frá því hvort þeir ættu
þar nokkra sök. Því verði að skipa
rannsóknarnefnd til að rannsaka
málið niður í kjölinn.
Dómstólar, sem meta eiga sönn-
unargögn lögum samkvæmt,
töldu hins vegar játningar sak-
borninga í Guðmundar- og Geir-
finnsmálunum trúverðugar og
breyttan framburð einstakra
sakborninga síðar fyrir dómi,
þar sem játningar voru dregn-
ar til baka, ótrúverðugan. Einn-
ig fór fram rannsókn á meintum
pyntingum áður en málið kom
til Hæstaréttar þar sem niður-
staðan var sú að ekkert benti til
þess að játningar væru fengnar
með þeim hætti. Rétt er að benda
á í þessu sambandi að játningar
sakborninga í Guðmundarmál-
inu komu fram eftir stuttan tíma
í gæsluvarðhaldi vegna rann-
sóknar á öðru máli. Sakborning-
ar voru mörgum sinnum leiddir
fyrir dómara við rannsókn máls-
ins með verjendum sínum án þess
að draga framburð sinn til baka.
Það var ekki fyrr en fyrir dómi,
eftir útgáfu ákæru, sem sumir
drógu framburð sinn til baka en
þó ekki allir og hafa ekki enn gert
það. Framburður sakborninga
var ekki eingöngu um eigin sök
heldur einnig vitnisburður um
sök annarra. Þessar aðstæður
við sönnunarfærslu eru alþekkt-
ar í sakamálum og til að mynda í
fíkniefnamálum þar sem sakfellt
er fyrir innflutning á fíkniefn-
um á grundvelli framburða sak-
borninga við rannsókn málanna
án þess að nokkur fíkniefni finn-
ist og sakborningar dragi fram-
burð sinn til baka fyrir dómi eftir
útgáfu ákæru. Þá er það regla
frekar en undantekning í kyn-
ferðisbrotamálum að sakborn-
ingar eru sakfelldir á grundvelli
mats á trúverðugleika kæranda
og sakbornings án þess að öðrum
beinum sönnunargögnum sé til að
dreifa.
Ég er sammála skoðun forseta
Lagadeildar HÍ um að löggjaf-
inn eigi ekki að setja á laggirnar
rannsóknarnefndir til að yfirfara
endanlega úrlausn Hæstaréttar,
æðsta handhafa hins sjálfstæða
dómsvalds. Það er ekki hægt að
tala um sjálfstæði dómsvaldsins
ef pólitískt skipaðar rannsókn-
arnefndir eiga síðan að yfirfara
niðurstöðu dómstóla hvað þá að
breyta þeim í kjölfar slíkra rann-
sókna. Þrígreining ríkisvaldsins
byggir á því að sjálfstæði hvers
um sig veiti hinum aðhald. Það
hefur ekkert með það að gera að
veita dómsvaldinu aðhald að hinn
pólitíski meirihluti hverju sinni
breyti niðurstöðu dómsvaldsins í
einstökum málum vegna þess að
hann telji hana ranga. Með því er
verið að grafa undan sjálfstæði
dómsvaldsins og frekar ætti að
flokka það sem valdníðslu en
aðhald.
Hugmyndafræði Einars og
margra pólitískra samherja hans
um að löggjafinn skipi rannsókn-
arnefndir til að yfirfara endan-
lega niðurstöðu dómstóla hefur
verið nokkuð áberandi seinustu
misseri. Ég minnist þess að einn
viðmælandi þáttastjórnandans
í Silfri Egils, eðlisfræðingur og
hagfræðingur að mennt, taldi
rétt að skipuð yrði nefnd til að
fara yfir dóma Hæstaréttar eftir
að rétturinn hafi að hans mati
komist að rangri niðurstöðu í
máli Vilhjálms Bjarnasonar gegn
stjórnarmönnum Glitnis banka.
Það er í sjálfu sér allt í lagi að
hafa slíkar skoðanir en þær hafa
ekkert með hugtökin réttlæti og
réttarríki að gera.
Það eru hins vegar til fram-
bærileg rök fyrir því að rýmka
heimildir til endurupptöku mála.
Ég sé aftur á móti ekki rök til
þess að Guðmundar- og Geir-
finnsmálinu verði endurupptekin
þar sem sönnunin fólst aðallega í
mati á framburði sakborninga og
vitna. Það eru engar forsendur
fyrir nýja dómara í dag að endur-
meta framburð þeirra nú, án þess
að ný gögn komi fram sem skipt
geti máli.
Að lokum verð ég að lýsa furðu
minni á ómaklegri aðför Einars
að stjórnendum rannsóknarinnar
og dómurum sem dæmdu í Guð-
mundar- og Geirfinnsmálinu að
hætti pólitískra ofstækismanna.
Þeir rannsakendur og dómarar
sem komu við sögu í málinu eru
ekki þekktir illvirkjar, heldur
þvert á móti. Flestir þeirra hafa
lagt mikið af mörkum til lög-
fræðinnar og eiga stóran þátt í
því að við búum við réttarkerfi
sem jafnast á við það besta sem
þekkist í lýðræðisríkjum.
Rannsóknarnefndir og réttlætiÞar sem
ábyrgðin liggur
Tilkynnt hefur verið um óvenju margar nauðganir
eftir síðustu verslunarmanna-
helgi. Það er viðbúið að þegar
viðbjóðslegir glæpir eiga
sér stað verði fólki umhugað
um hvernig megi koma í veg
fyrir þá. Umræðan síðustu
daga hefur því einkennst af
vangaveltum um hvort gæsla
og aðbúnaður á útihátíðum
sé nægileg og hvort þjón-
usta við þolendur sé góð. Það
er skiljanlegt og sjálfsagt að
velta við öllum steinum í svo
mikilvægri umræðu til að
reyna að gera betur.
Hins vegar er hættulegt að
ætla að leggja of mikið traust
og ábyrgð á utanaðkomandi
aðstæður, þegar staðreyndin
er sú að það eru gerendur
hverju sinni sem eru þeir einu
sem bera ábyrgð á því ofbeldi
sem þeir beita. Það er því
hættulegt að ætla að treysta á
reglusetningu með einhverj-
um fyrirfram ákveðnum við-
miðum um hvað sé nægilegur
aðbúnaður.
Slíkar reglusetningar leysa
aldrei grunnvandann og varpa
í raun ábyrgðinni frá ofbeldis-
manninum.
Það er synd að í umræðunni
undanfarna daga hefur farið
of mikil orka í að benda á alla
aðra en ofbeldismennina. Það
gerir málaflokknum engan
greiða að umræðan endi í
skotgröfum um tæknileg
atriði. Það er ekki hægt að
ákveða í fundarherbergjum
stjórnsýslunnar með hvaða
hætti gæsla er nægileg til að
ekkert kynferðisbrot eigi sér
stað. Hver er fullkominn fjöldi
gæslumanna? 42? Það er ekki
lausnin að flóðlýsa Dalinn og
girða af skúmaskot. Það er
ekki heldur lausnin að gleyma
sér í orðræðu um hver veitir
nauðsynlega aðstoð fyrir þol-
endur kynferðisbrota, þar sem
það sem skiptir mestu er að
það sé gert.
Viðbjóðslegir glæpir hafa
áhrif á okkur og það er mann-
legt að vilja finna hinn gullna
ramma sem kemur í veg fyrir
þá.
En það er vert að minna
á að heimurinn horfir með
aðdáun til Noregs um hvernig
þeir vinna úr sínum harmleik,
og það er með meiri upplýs-
ingu, opinni umræðu, virð-
ingu og kærleika. Í stóra
samhenginu er gæslan og sál-
gæslan í Eyjum góð, Stíga-
mót eru góð, Neyðarmóttaka
nauðgana er góð, forvarna-
hópar eru góðir og útihátíðir
eru góðar. Hins vegar eru það
ömurlegir ofbeldismenn sem
eru ekki góðir. Til að sporna
við nauðgunum þurfum við að
muna það.
Nauðganir
Hildur
Sverrisdóttir
lögfræðingur og fyrrv.
frkvst. V-dagsins gegn
kynferðisbrotum
Rannsóknar-
nefnd
Brynjar
Níelsson
hæstaréttarlögmaður
Það var ekki fyrr en fyrir dómi, eftir
útgáfu ákæru, sem sumir drógu fram-
burð sinn til baka en þó ekki allir og hafa
ekki enn gert það. Framburður sakborninga var ekki
eingöngu um eigin sök heldur einnig vitnisburður um
sök annarra.