Fréttablaðið - 06.08.2011, Blaðsíða 4
6. ágúst 2011 LAUGARDAGUR4
VESTMANNAEYJAR Páll Scheving
Ingvarsson, formaður Þjóð-
hátíðar nefndar og bæjarfulltrúi
Vinstri grænna í bæjarráði
Vestmannaeyja, segir að þó að
umræða og gagnrýni eigi full-
an rétt á sér sé honum þungbært
að sitja undir þeirri gagnrýni að
hann stjórnist af gróðasjónar-
miðum, styðji nauðgunarmenn-
ingu og sé skjól fyrir kynferðis-
brotamenn.
„Vanþekkingin verður ekki
betur auglýst. Í þessu sambandi
vil ég minna alla Íslendinga á
að Þjóðhátíð Vestmannaeyja er
fjölskylduhátíð
samfélags-
ins sem hald-
in hefur verið
samfleytt frá
árinu 1874,“
segir Páll í
yfirlýsingu
sem hann sendi
frá sér í gær.
Hann minn-
ir á að útilok-
að sé að færa ábyrgð nauðgana
og líkamsárása sem gerðust á
hátíðinni á starfsmenn hennar.
Gerandinn skuli bera ábyrgðina.
Þá segir Páll að það sé niður-
lægjandi fyrir Vestmannaeyinga
að sitja undir jafn „ömurlegu
froðusnakki“ og að halda því fram
að því fram að þeir velji menn sem
meðal annars stjórnist af gróða-
sjónarmiðum og styðji nauðgun-
armenningu.
Sex nauðganir hafa nú verið til-
kynntar eftir Þjóðhátíð í ár. - sv
GENGIÐ 05.08.2011
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
220,8282
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
115,79 116,35
188,68 189,60
164,02 164,94
22,017 22,145
21,069 21,193
17,760 17,864
1,4752 1,4838
184,53 185,63
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is
ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is RAÐAUGLÝSINGAR/FASTEIGNIR SÍMI 512-5403:
Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is
Öryggi í samskiptum
-námskeið við félagsfælni
Ellefu vikna árangurmælt námskeið Kvíðameðferðar-
stöðvar innar þar sem kenndar eru leiðir til að draga
úr kvíða og óöryggi í félagslegum aðstæðum og í
samskiptum með aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar.
Kennsludagar: Mánudagar frá 15:00-17:00, alls 22 klst.
Kennarar: Sálfræðingar Kvíðameðferðarstöðvarinnar
Næsta námskeið hefst mánudaginn 22. ágúst 2011
Skráning og fyrirspurnir í síma 534-0110 eða kms@kms.is
Nánari upplýsingar: www.kms.is
FÓLK Víða um borgina má sjá skokk-
ara koma sér í form fyrir Reykja-
víkurmaraþonið en blaðamenn
Fréttablaðsins ráku þó upp stór
augu í fyrrakvöld þegar þeir sáu
Þórð Pétursson hlaupa meðfram
Miklubrautinni en hann er nær
blindur og notast því við blindrastaf
á skokkinu.
„Ég hleyp hérna frá Lönguhlíð
eftir Miklubrautinni og fer síðan
upp hjá Suðurveri en þaðan er leiðin
svo ógreiðfær heim í Hamrahlíðina
að ég geng þann spöl,“ sagði Þórð-
ur móður þegar blaðamaður fékk
að trufla hann. „Ég fer þetta núna
á hverjum degi enda er ég að æfa
fyrir Reykjavíkurmaraþonið. Þar
ætla ég að hlaupa þrjá kílómetra.
Ég er nú að vonast til þess að fá
aðstoðarmann með mér í það.“
Hann segist óhræddur við að
hlaupa með blindrastafinn og enn
hafi hann ekki lent í neinu óhappi.
Stafurinn er frábrugðinn öðrum
blindrastöfum að því leyti að það er
kúla á endanum sem Þórður rennir
á undan sér.
Það þarf heldur betur traust á
stafinn til að skokka við þessar
aðstæður en Þórður sér einung-
is birtu. „Ég sé þig til dæmis ekki
núna,“ sagði hann við blaðamann
þegar hann stóð um metra frá
honum.
Svava Oddný Ásgeirsdóttir hlaup-
stjóri segist ekki vita til þess að
blindur maður hafi áður tekið þátt í
Reykjavíkurmaraþoninu. „Reyndar
er það svo að fólk er svo duglegt og
lætur nánast ekkert aftra sér svo
það gæti verið að einhver blindur
hafi hlaupið hjá okkur án þess að
við hefðum orðið vör við það,“ segir
hún. Hún segir að um ellefu þúsund
manns hafi hlaupið í fyrra og allt
útlit sé fyrir svipaðan fjölda í ár.
Meðal keppenda verða um þúsund
erlendir hlauparar frá um fimmtíu
þjóðlöndum. jse@frettabladid.is
Nær blindur maður ætlar í
langhlaup með hvíta stafinn
Þórður Pétursson skokkar daglega en hann er nær blindur og treystir því alveg á blindrastafinn. Þórður
ætlar að hlaupa þrjá kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu. Hann vonast eftir aðstoðarmanni í hlaupinu.
ÞÓRÐUR Á HLAUPUM Ekki getur hjarta Þórðar verið sem fóarn úr fugli fyrst hann
lætur sig hafa það að hlaupa einungis með stafinn að vopni. FRÉTTABLAÐIÐ/HAG
Guðmundur Felix Grétarsson er á meðal þeirra sem
undirbúa sig fyrir Reykjavíkurmaraþonið en hann missti
báðar hendur í vinnuslysi árið 1998. Hann hefur leitað
til fjölmargra sérfræðinga í Frakklandi með það fyrir
augum að fara í handaágræðslu. „Þeir koma svo allir
saman þann 9. september næstkomandi og þá fæst
úr því skorið hvort af verður,“ segir Guðmundur Felix.
Hann segist vera bjartsýnn þar sem rannsóknirnar hafi
komið vel út. Þessar rannsóknir hafa kostað Guðmund
Felix óhemju fjár en þeir sem vilja styrkja hann í þessari
þolraun geta heitið á hann á vefsíðunni hlaupastyrkur.is.
Guðmundur Felix er ekkert fyrir neinn tepruskap þegar
ástand hans er rætt. Blaðamaður komst að því þegar hann spurði hvort það
væri við hæfi að hann titlaði sig sem handlangara í símaskránni. „Já, já,“
svaraði hann að bragði, „mig langar í hendur svo það er alveg við hæfi.“
Handahlaup
GUÐMUNDUR FELIX
GRÉTARSSON
ÞJÓÐKIRKJAN Innanríkisráðherra
hefur skipað nefnd til að meta
hvaða áhrif niðurskurður fjárveit-
inga hafi haft á starfsemi þjóð-
kirkjunnar og
hverjar yrðu
afleiðingarnar
ef haldið yrði
áfram á þeirri
braut. Nefndin
kom saman
til síns fyrsta
fundar í fyrra-
dag og mun
skila áliti til
ráðherra fyrir
1. maí 2012.
Nefndina skipa Ingibjörg Pálma-
dóttir, fyrrverandi ráðherra, sem
er formaður, Oddur Einarsson,
sérfræðingur í innanríkisráðu-
neytinu, séra Gísli Jónasson og
séra Halldóra Þorvarðardóttir. - kh
Nefnd skoðar þjóðkirkjuna:
Meta afleiðing-
ar niðurskurðar
INGIBJÖRG
PÁLMADÓTTIR
NÁTTÚRA Verulega hefur dregið úr
líkum á hlaupi úr eystri Skaft-
árkatli. Mæligildi aurs og leiðni
eru ennþá há, en rennsli árinnar
hefur ekki aukist.
Sérfræðingur hjá Veðurstof-
unni segir þessar sveiflur skýr-
ast fyrst og fremst af dægur-
sveiflu jökulleysinga og því að
vestari ketillinn er að tæmast.
Það var í lok júlí sem vaxandi
leiðni og grugg mældist svo talið
var að hlaup myndi hefjast í
Skaftá. Síðast hljóp úr Skaftár-
kötlum í júní árið 2010. - kh
Dregur úr hlaupi í Skaftá:
Minni líkur á
hlaupi úr ánni
SAMGÖNGUR Talsverðar breyt-
ingar verða á akstri Strætó í dag
vegna Gleðigöngu Hinsegin daga
og hátíðarhalda í miðborginni.
Í tilkynningu frá Strætó segir
að breyta þurfi akstursleiðum
og loka nokkrum stoppistöðvum
meðan á hátíðarhöldunum stend-
ur en gangan fer ekki niður
Laugaveg eins og síðustu ár held-
ur hefst við Vatnsmýrarveg og
gengið verður norður Sóleyjar-
götu, eftir Fríkirkjuvegi og
Lækjargötu.
Breytingar verða á níu aksturs-
leiðum, leiðum 1, 3, 6, 11, 12, 13,
14, 15 og 19. Nánari upplýsingar
um breytingar á akstri Strætó má
finna á vefnum strætó.is. - kh
Strætó fer aðrar leiðir:
Breytingar á níu
leiðum vegna
Gleðigöngunnar
Formaður Þjóðhátíðarnefndar sendi yfirlýsingu vegna nauðgunarumræðu:
Niðurlægjandi fyrir Eyjamenn
PÁLL SCHEVING
INGVARSSON
Vanþekkingin verður
ekki betur auglýst.
PÁLL SCHEVING INGVARSSON
FORMAÐUR ÞJÓÐHÁTÍÐARNEFNDAR
VEÐURSPÁ
Alicante
Basel
Berlín
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
33°
26°
27°
22°
26°
27°
21°
22°
25°
19°
29°
28°
34°
22°
22°
21°
21°Á MORGUN
Víða 3-8 m/s,
hvassara NV- og SA-til.
MÁNUDAGUR
Víða 3-8 m/s,
hvassara NV- og SA-til.
15
13
11
13
12
9
10
13
14
12
9 6
2
3
3
9
7
5
3
5
6
7
15
11
11
8
13
14
12
11
10
9
BEST SV-TIL Það
léttir til næstu
daga og nokkuð
bjart S- og V-
til. Skýjað með
köfl um A-lands og
líkur á þokulofti
við ströndina. Það
verður dálítið svalt
A-til næstu daga.
Einhver væta SA-til
í dag en svo styttir
upp. Strekkingur
við SA-ströndina í
dag og á morgun.
Snjólaug
Ólafsdóttir
veður-
fréttamaður