Fréttablaðið - 06.08.2011, Blaðsíða 48
6. ágúst 2011 LAUGARDAGUR16
Umsóknarfrestur er til og með 18. ágúst 2011.
Í umsókn skal koma fram lýsing á náms- og
starfsferli, sem og nöfn og símanúmer
meðmælenda. Gætt verður fyllsta trúnaðar
varðandi allar umsóknir, fyrirspurnir og
persónulegar upplýsingar.
Umsóknir skulu sendar á umsoknir@mila.is
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
4
7
6
2
1
Starfslýsing
Um er að ræða vaktavinnu hjá Kerfisvöktun Mílu þar sem
unnið er á þrískiptum 8 tíma vöktum allt árið um kring.
Starfið felst í bilanagreiningu og vöktun á þeim fjar-
skiptakerfum sem Míla á og rekur.
Kerfisvöktun tekur einnig við og skráir tilkynningar um
bilanir auk þess að bregðast við þeim í gegnum eftirlits-
kerfin. Að auki veitir Kerfisvöktun viðskiptavinum, innan-
og utanlands, upplýsingar um framkvæmdir á vegum
Mílu og þær bilanir sem verða á kerfum fyrirtækisins.
Menntunar- og hæfniskröfur
· Menntun á sviði rafeindavirkjunar, rafiðnfræði
eða sambærilegt nám
· Reynsla af fjarskiptalögnum er mikill kostur
· Samskiptalipurð
· Hæfni til að vinna með öðrum
· Aðlögunarhæfni
· Skipulagshæfni
· Sjálfstæð og öguð vinnubrögð
· Góð enskukunnátta
Míla ehf. Stórhöfða 22 Sími 585 6000 www.mila.is
Lífæð samskipta
Míla byggir upp og rekur fullkomnasta fjarskiptanet á
Íslandi. Míla sér fjarskipta- og afþreyingarfyrirtækjum
fyrir aðstöðu og dreifileiðum um net ljósleiðara og kopar-
strengja sem tengja byggðir landsins við umheiminn.
Míla er lífæð samskipta.
Gildi Mílu eru virðing, forysta og traust.
Míla leitar að rafeindavirkja
eða rafiðnfræðingi
Úrskurðarnefnd
almannatrygginga
Úrskurðarnefnd almannatrygginga óskar eftir að ráða
lögfræðing til starfa frá 1. október nk. eða eftir nánara
samkomulagi. Verkefnin felast aðallega í túlkun og beit-
ingu réttarreglna á sviði almannatrygginga, sjúkratrygg-
inga, sjúklingatryggingar og stjórnsýslu og í undirbúningi
úrskurða fyrir úrskurðarnefndina.
Starfið krefst lipurðar í samskiptum, nákvæmni í vinnu-
brögðum og sjálfstæðis til verka. Laun eru samkvæmt
kjarasamningi ríkisins og stéttarfélags lögfræðinga.
Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf
berist til úrskurðarnefndar almannatrygginga, Hafnar-
húsinu v/Tryggvagötu, Reykjavík, eigi síðar en 23. ágúst
2011.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun hefur
verið tekin um ráðningu.
Nánari upplýsingar veitir Guðrún Agnes Þorsteinsdóttir
framkvæmdastjóri í síma 551-8200.
Yfirmaður mötuneytis
Sækja skal um starfið á vefsíðu Reykjavíkurborgar,
www. reykjavik.is, undir Auglýsingar, Störf í boði.
Við Hólabrekkuskóla er laus staða yfirmanns í
mötuneyti skólans. Um tímabundna ráðningu er að
ræða. Hólabrekkuskóli er heilstæður grunnskóli með
um 500 nemendur og 70 starfsmenn.
Leitað er að einstaklingi með ríka þjónustulund, sem
á auðvelt með að vinna með börnum og fullorðnum.
Um er að ræða 100% starf.
Helstu verkefni og ábyrgð
Yfirmaður í mötuneyti skólans ber ábyrgð á matseld
fyrir nemendur og starfsmenn.
Lögð áhersla á fjölbreyttan og hollan mat þar sem
notast er við viðmið Lýðheilsustöðvar.
Yfirmaður mötuneytis hefur yfirumsjón með mat-
reiðslu, hönnun matseðla, frágangi í eldhúsi, samskip-
tum við birgja auk innkaupa á hráefni. Yfirmaður mötu-
neytisins hefur mannaforráð. Einnig sér viðkomandi
um veitingar fyrir ýmsar uppákomur í starfinu ásamt
því að sinna öðrum tilfallandi verkefnum.
Hæfniskröfur
Menntun og reynsla á sviði matreiðslu.
Góð þekking á næringarfræði.
Færni í mannlegum samskiptum.
Þekking á rekstri mötuneyta.
Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.
Frumkvæði í starfi, reglusemi og stundvísi.
Geta til að vinna undir álagi.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Reykjavíkur
og viðkomandi stéttarfélags.
Umsóknarfrestur er til 18. ágúst 2011. Nánari
upplýsingar um starfið veitir Hólmfríður G.
Guðjónsdóttir, skólastjóri í síma 4117550 / 6648235
eða með því að senda fyrirspurnir á netfangið
holmfridur.g.gudjonsdottir@reykjavík.is
Heilbrigðisfulltrúi - Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur
Starfið felst m.a. í:
• Að hafa reglubundið eftirlit með matvælum, neysluvatni
og starfsleyfisskyldum fyrirtækjum í samræmi við lög
um matvæli nr. 93/1995, lög nr. 7/1998 um hollustuhætti
og mengunarvarnir, og lög nr. 52/1988 um eiturefni og
hættuleg efni og reglugerðum skv. þeim.
• Að sinna skráningum, skýrslugerð og bréfaskriftum, sinna
kvörtunum og annast fræðslu. Beita þvingunarúrræðum í
samráði við deildarstjóra.
• Sinna öðrum verkefnum samkvæmt fyrirmælum
deildarstjóra.
• Að vinna með hópi sérfræðinga Heilbrigðiseftirlitsins.
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Háskólamenntun á sviði heilbrigðisvísinda, raunvísinda,
umhverfisfræða eða sambærileg menntun s.s.
dýralækninga, líffræði, matvælafræði eða verkfræði.
• Góð hæfni í mannlegum samskiptum, sveigjanleiki
og samstarfshæfni, sem og geta til að leiða og taka þátt
í uppbyggilegu hópastarfi. Viðkomandi þarf að geta unnið
vel undir álagi.
• Jákvæðni, samviskusemi og vilji til að takast á við fjölbreytt
og krefjandi verkefni.
• Sjálfstæði, frumkvæði og skipulagshæfileikar.
• Færni til að setja fram ritað mál fyrir stjórnsýslu borgarinnar
á greinagóðri íslensku.
• Réttindi til að starfa sem heilbrigðisfulltrúi eru æskileg.
Laust er til umsóknar starf heilbrigðisfulltrúa hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, Matvælaeftirliti.
Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir borgarinnar
endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum viðkomandi stéttarfélaga og Reykjavíkurborgar.
Nánari upplýsingar veitir Óskar Ísfeld Sigurðsson, deildarstjóri Matvælaeftirlits Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur hjá Umhverfis-
og samgöngusviði Reykjavíkurborgar, Borgartúni 12-14, frá kl. 9-16 í síma 411 1111.
Umsóknir skulu berast til deildarstjóra Matvælaeftirlitsins, Borgartúni 12- 14, 105 Reykjavík, netfang oskar.isfeld.sigurdsson@
reykjavik.is eigi síðar en 21. ágúst 2011.
Reykjavík 4. ágúst 2011. Umhverfis- og samgöngusvið Reykjavíkurborgar/ Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, Matvælaeftirlit.
Umhverfis- og samgöngusvið Reykjavíkurborgar er eitt af fagsviðum borgarinnar og samanstendur af skrifstofum Samgöngumála, Neyslu
og úrgangs og Náttúru og útivistar, auk Staðardagskrár 21, Bílastæðasjóði og Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur sem skiptist í tvær deildir:
Matvælaeftirlit og Umhverfiseftirlit auk þess sem Heilbrigðiseftirlitið sér um vöktun umhverfisgæða og hundaeftirlit.
Leiðarljós Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur er að tryggja borgarbúum heilnæm lífsskilyrði, að neysluvatn og matvæli séu örugg
og vernda heilnæmt og ómengað umhverfi.
Starf í boði er hjá Matvælaeftirliti sem sér um eftirlit með matvælum, matvælafyrirtækjum og hollustuháttum í fyrirtækjum
og stofnunum, gististöðum, útgáfu starfsleyfa, umsagnir, fræðslu og sinnir kvörtunum, ásamt öðrum verkefnum. Deildarstjóri
er næsti yfirmaður.
Óskastarfið laust til umsóknar
Skrifstofa stéttarfélaganna á Húsavík leitar eftir
skrifstofu- og fjármálastjóra til starfa. Starfið felur í sér
umsjón með bókhaldi, fjármálastjórn og almennri
þjónustu við félagsmenn stéttarfélaganna sem telja
um 2600 manns. Tölvu- og tungumálakunnátta
og lipurð í mannlegum samskiptum er æskileg.
Starfsmaðurinn heyrir undir forstöðumann
skrifstofunnar, Aðalstein Á. Baldursson, sem jafnframt
veitir frekari upplýsingar um starfið í síma 8646604.
Starfsemi stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum er ein
sú öflug asta á landsvísu. Umsóknarfrestur um starfið
er til 10. ágúst 2011 og skal umsóknum skilað á Skrif-
stofu stéttarfélaganna, Garðarsbraut 26, 640 Húsavík
í lokuðu umslagi eða á netfangið kuti@framsyn.is.