Fréttablaðið - 15.08.2011, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 15.08.2011, Blaðsíða 14
15. ágúst 2011 MÁNUDAGUR Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. timamot@frettabladid.is STIEG LARSSON (1954-2004) rithöfundur fæddist þennan dag. „Vinátta er líklega algengasta form ástar.“ Merkisatburðir 1914 Panamaskurðurinn er opnaður fyrir skipaumferð. 1936 Tíu atvinnulausir stúdentar byrja að grafa fyrir grunni væntanlegs Háskóla Íslands við Suðurgötu í Reykjavík. Skólahúsið er svo formlega tekið í notkun 17. júní 1940. 1945 Síðari heimsstyrjöldinni lýkur með því að Japanar gefast upp. 1945 Kórea fær sjálfstæði frá Japan. 1969 Woodstock-tónlistarhátíðin hefst í New York-fylki í Banda- ríkjunum. 1971 Minnisvarði um Stefán Ólafsson skáld er afhjúpað- ur. Hann stendur í Vallanesi í Suður-Múlasýslu, þar sem Stefán þjónaði sem prestur. AFMÆLI STEINAR BRAGI rithöfundur er 36 ára. BEN AFFLECK leikari er 39 ára. DEBRA MESSING leikkona er 43 ára. VIGDÍS GRÍMS- DÓTTIR rithöfundur er 58 ára. Þennan dag árið 1933 kom flug- kappinn Charles Lindbergh til Íslands. Hann kom til Íslands frá Grænlandi ásamt konu sinni. Hann lenti á Viðeyjarsundi og gisti ásamt konu sinni í vélinni yfir nótt. Þau hjónin flugu síðan áfram norður og austur um land og fóru frá Eskifirði til Færeyja 23. ágúst. Tilgangur Lindberghs var að kanna flugleiðina yfir Atlantshaf fyrir Pan- American-flugfélagið sem hafði hug á að hefja flugrekstur á þessari leið. Charles varð heimsfrægur yfir nótt árið 1927 þegar hann flaug við- stöðulaust og einn yfir Atlantshafið, frá New York til Parísar. Síðar komst Lindbergh einnig í fréttirnar þegar ungum syni þeirra hjóna var rænt og hann myrtur. Heimild: Wikipedia og Ísland í aldanna rás. ÞETTA GERÐIST: 15. ÁGÚST 1933 Lindbergh kemur til Íslands Matthías Bjarnason fæddist á Ísa- firði 15. ágúst 1921. Hann lauk versl- unarprófi frá VÍ árið 1939 og gegndi ýmsum störfum og rak verslun í fæð- ingarbæ sínum. Hann var fyrst kjör- inn á Alþingi fyrir Sjálfstæðisflokk- inn árið 1963 og sat samfellt sem þingmaður flokksins til 1995. Hann var ráðherra í ríkisstjórn Geirs Hall- grímssonar 1974 til 1978 og Steingríms Hermannssonar 1983 til 1987. Spurður að því hvernig hann hafi það segir hann: „Mér líður ágætlega, ég hef nóg að bíta og brenna.“ Hann segist ekki hugsa allt of mikið um póli- tík. En um það hvort honum þyki ekki gott að vera laus við ábyrgðina segir hann eftir smá umhugsun: „Jú, jú, ég tel að ég hafi unnið mjög vel fyrir kaupinu mínu. Enga eftirvinnu haft eða næturvinnu.“ En hverju er hann nú stoltastur yfir að hafa áorkað um ævina? „Ég var auðvitað afskaplega ánægður þegar ég stofnaði togarafélag á Ísafirði, við keyptum togarann Ísborg og síðar Sól- borg. Við stofnuðum hlutafélag sem rak þessi skip og þetta var langstærsti atvinnurekandinn í kaupstaðnum í nokkur ár. En svo hallaði undan fæti í togaraútgerð almennt,“ segir Matthías og minnist þess að þá hafi verið móðins að togarar væru í eigu bæjarfélaganna. „Við sjálfstæðismenn á Ísafirði misstum meira að segja meirihlutann fyrir það að vilja ekki stofna bæjarút- gerð. Við vorum í samstarfi við vini okkar kommana, og kratarnir auð- vitað börðust algjörlega á móti þessu,“ segir Matthías sem byggði ásamt þrótt- miklum mönnum á góðum aldri stærð- ar frystihús sem enn stendur, þótt það hafi farið á hausinn á sínum tíma. „Ég var nú svo ólánsamur að lenda í því að verða sjávarútvegsráðherra þegar verst stóð á. Þá var afli útlend- inga, Breta og Þjóðverja aðallega, um helmingur af bolfiskafla landsmanna, svo á þeim tíma færðum við út í 200 mílur. Það fannst mörgum óþarfi að gera,“ segir Matthías um afrek sín í stjórnmálum. Matthías hefur alltaf verið á móti kvótakerfinu og ætlar sér ekki að skipta um skoðun. „Að sumu leyti get ég tekið undir þetta kerfi sem núver- andi sjávarútvegsráðherra setti á, þetta strandkerfi. En hann er eigin- lega búinn að eyðileggja það sem var gott við það,“ segir Matthías. Rifjað er upp að Matthías hafi verið kallaður járnkarlinn í ráðherratíð sinni. Hann hlær góðlátlega. „Maður fékk mörg heiðursnöfn og öfugt. Þetta voru afskaplega slítandi ár og óskap- lega harðir dómar sem voru kveðnir upp yfir manni. Einu sinni sat ég heima hjá mér í Garðabæ, var einn í húsinu og þá hringir maður sem segir mig vera landráðamann og að hann væri að koma að skjóta mig. Ég sagði við þennan mann: „Já, komdu þá bara. Ég er með fína skammbyssu hérna á borð- inu hjá mér. Ég skal ekki vera lengi að kála þér!“ Ég var ekki með neina byssu og hef aldrei skotið úr byssu á ævinni! Ég var ekkert smeykur og hann kom aldrei,“ segir Matthías en hann hafði frá svo mörgu áhugaverðu að segja að það hefði getað fyllt heilt blað. nielsg@365.is MATTHÍAS BJARNASON, FV. ALÞINGISMAÐUR OG RÁÐHERRA: NÍRÆÐUR Í DAG Vann vel fyrir kaupinu sínu ÁHUGAMAÐUR UM FUGLA Matthías Bjarnason er með veglegt safn uppstoppaðra fugla á skrifstofu sinni. Hann hefur þó aldrei skotið fugl. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, Svanur Kristjánsson Hafnarbergi 16, Þorlákshöfn, lést á Landspítalanum við Hringbraut miðvikudaginn 10. ágúst. Útförin fer fram frá Þorlákskirkju miðvikudaginn 17. ágúst kl. 14.00. Edda Laufey Pálsdóttir Laufey Elfa Svansdóttir Tor Ulset Páll Kristján Svansson Kristín Berglind Kristjánsdóttir Guðrún Ingibjörg Svansdóttir Bjarni Jónsson og barnabörn. MOSAIK Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Pálína Sveinbjörg Andrésdóttir Hrafnistu, Reykjavík, lést þann 4. ágúst. Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 16. ágúst kl. 13.00. Davíð Garðarsson Gerd Gardarsson Hjörtur Pálsson Ragnhildur G. Hermannsdóttir Ólöf Ingibjörg, Jón Garðar, Guðlaugur Magni, Davíð Jóhann, Páll, Andrés Brynjar, Unnur Ósk, Birgir Páll, Hermann Jakob, langömmubörn og aðrir aðstandendur. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Magnús Karl Pétursson læknir, Einilundi 1, Garðabæ, sem lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi að morgni 9. ágúst verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 16. ágúst klukkan 15.00. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Hjartavernd. Ingibjörg Pétursdóttir Ólafur Tryggvi Magnússon Björg Vilhjálmsdóttir Magnús Karl Magnússon Ellý Katrín Guðmundsdóttir Atli Freyr Magnússon Steinunn Gestsdóttir Ásdís Magnúsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, Grétar Jónsson Höfða, Akranesi, andaðist 9. ágúst. Útförin fer fram frá Akraneskirkju fimmtudaginn 18. ágúst kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Dvalarheimilið Höfða. Hrefna Grétarsdóttir Árni Sigurðsson Þórarinn Grétarsson Guðbjörg Vera Kristinsdóttir og afabörn.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.