Fréttablaðið - 15.08.2011, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 15.08.2011, Blaðsíða 36
15. ágúst 2011 MÁNUDAGUR16 BAKÞANKAR Gerðar Kristnýjar 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman LÁRÉTT 2. íþrótt, 6. úr hófi, 8. þvottur, 9. gyðja, 11. kringum, 12. laust bit, 14. framvegis, 16. tveir eins, 17. þjálfa, 18. for, 20. pfn., 21. könnun. LÓÐRÉTT 1. hryggð, 3. pot, 4. peningar, 5. óðagot, 7. fáskiptinn, 10. gogg, 13. útsæði, 15. kviður, 16. missir, 19. holskrúfa. LAUSN LÁRÉTT: 2. golf, 6. of, 8. tau, 9. rán, 11. um, 12. glefs, 14. áfram, 16. tt, 17. æfa, 18. aur, 20. ég, 21. próf. LÓÐRÉTT: 1. sorg, 3. ot, 4. lausafé, 5. fum, 7. fálátur, 10. nef, 13. fræ, 15. magi, 16. tap, 19. ró. Þetta voru sem sagt fimmtíu tvöfaldir expressó með extra miklum sykri? JÁ! 2-0 sigur á Arsenal og við erum MEISTARAR! Vá! Þú ættir að þjálfa Liverpool í alvörunni! Einmitt! Ég fullyrði að við hefðum ekki verið titlalausir í 20 ár ef ég hefði stýrt skútunni! Það er ég viss um! Já. Þakka þér. Ég held ég haldi mig við mitt leikkerfi. Takk fyrir að hringja. Nei! Ekki skella á! 4-3-3 með varnaraf- brigði á útivelli! Og kauptu Gylfa Þór! Ég þarf að komast. PAAA BBI! Þú ryðst aftur inn í herbergið mitt án þess að banka! Hvað með rétt minn til einkalífs? Hvað með að virða persónu- legt svæði mitt? Hvernig væri þá að þú þvægir af þér sjálfur hér eftir? Þú bregst of harka- lega við. Undirbúningur 24. desember Bragi kaupir sér kaffi hjá okkur! Já! Og engar hrukkur eða grá hár heldur! Mér sýnist tennurnar hennar líka vera hvítari! Þessi mynd var tekin nákvæm- lega ári áður en ég fæddist. Vá, sérðu hvað mamma var grönn! Nei, hæ mamma. Ef þú ert að leita að myndaalbúmunum þá læsti mamma þau inni í geymslu. Það skiptir máli hvaða blað fólk gefur sér tíma til að lesa. Ný Prentmiðlakönnun Capacent Gallup staðfestir að lesendur á aldrinum 12-59 ára gefa sér lengri tíma til að lesa Fréttablaðið en Morgunblaðið. Við hlökkum til að færa ykkur fleiri góðar stundir í framtíðinni. Lesendur gefa sér góðan tíma í Fréttablaðið Allt sem þú þarft... MBL FBL 12-14 ára 15-19 ára 20-24 ára 25-29 ára 30-34 ára 35-39 ára 40-44 ára 45-49 ára 50-54 ára 55-59 ára 20 mín 15 mín 10 mín 5 mín 0 mín Meðal lestími í mínútum á hvert eintak* *Prentmiðlakönnun Capacent Gallup. Mældur er tími sem fer í lestur hvers eintaks Morgunblaðsins og Fréttablaðsins hjá lesendum á aldrinum 12-59 ára á öllu landinu. Einu sinni bjó ég í sama stigagangi og fíkniefnaneytandi. Þrátt fyrir ónæði af hans hálfu á öllum tímum sólarhrings var engin leið að koma honum í burtu því foreldrar hans áttu íbúðina. Virtust þeir hafa keypt hana til að hola mann- inum einhvers staðar niður en hann var kominn á fimmtugsaldur. Pattstaða fyrir þau en sömuleiðis hjá fjölskyldu minni því ekki gátum við búið við ónæðið og því síður selt íbúðina með svona nágranna. Eftir því sem maður- inn sökk dýpra í dópneysluna fór gestakomum til hans fækkandi. TÓNLISTARSMEKKUR hans breyttist sömuleiðis. Hann hætti að spila tónlistina úr kvikmyndinni Trainspotting og færði sig yfir í Hótel Kali- forníu með The Eagles. Hasslyktin laumaðist eins og gömul fylgja um stigaganginn. Síðan tók U2-lagið „One“ við í flutningi Johnny Cash. Stundum barst líka spurning Pink Floyd neðan úr djúpinu: „Is there anybody out there?“ Svarið hefði nágranninn svo sem getað sagt sér sjálfur en hirti ekki um það. Auðvitað var hann óttalega einmana og hvað gera menn þá? Jú, þeir fá sér hund og ekki svona lítið kvikindi sem eitt sinn voru ræktuð til að halda á fólki hita, heldur dóbermanhund. SPURÐIST út að dýrið héti Mjölnir og hann var nú ekki að fara fínt í hlutina, heldur gerði stykki sín bara úti í garði. Ég leitaði til hundaeftirlitsmanns borgar- innar, ákaflega hjálpsams manns. Hann benti mér á að fyrst að hundur af þess- ari tegund væri kominn í eigu nágranna míns hefði hann eflaust gengið vafa- samra manna á milli um tíma og væri orðinn taugaveiklaður. „Passaðu þig á að horfast ekki í augu við hundinn,“ ráðlagði hann mér. Skömmu áður höfðum við þá eins og hálfs árs sonur minn verið stödd niðri í þvottahúsi þegar dýrið rölti hjá. ÞEIR synir mínir voru um það bil í sömu hæð og höfðu því vitaskuld horfst í augu í fáein óhugguleg andartök. Sem betur fer höfðu báðir sýnt stillingu.Hundar sem ekki hefur fengist leyfi fyrir hjá nágrönnunum eru einfaldlega hirtir og þau urðu örlög Mjölnis. Lengi vel óttaðist ég að hann sneri aftur eins og nafni hans úr Ásheimum en það gerðist sem betur fer ekki. Litlu síðar tóku tónar lagsins „Til eru fræ“ með Hauki Morthens að óma úr íbúð nágranna míns. Skip sem aldrei landi ná

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.