Íslendingur


Íslendingur - 18.05.1946, Blaðsíða 2

Íslendingur - 18.05.1946, Blaðsíða 2
2 ISLENDINGUR Laugardaginn 18. maí 1946 I. 0. 0. F. — 12851781/2 — Kirkjan. Messaö í Akureyrarkirkju kl. 2 á sunnudaginn kemur. Fermingum í prestakallinu er lok- ið á þessu vori. Fermd voru úr Ak- ureyrarbæ alls 105 börn, piltar 51 og stúlkur 54, og í Lögmannshlíð 13 börn. Heitbundin eru opinberlega Ólaf- ur læknir Sigurðsson og Asta Karls- dóttir, sýningastjóra við Tjarnarbíó í Rvík Guðmundssonar. Þórhallur Ásgrímsson, bóndi á í’rastarhóli í Möðruvallasókn, var sextugur í gær. Gagnfrœðapróf í Menntaskólanum á Akureyri hefst 25. þ. m. Ársprófi 1. og 2. bekkjar var lokið í gær. Inn- tökupróf til 1. bekkjar fer fram 23. og 24. þ. m. Nýi spítalinn. Lokið er nú við að grafa fyrir grunni hans. Timbur er fyrir hendi (keypt í fyrra) til upp- sláttar. En mjög bagalegt er það, að vinnuteikning er enn ekki full- búin. Verkinu stjórna Bjarni Rós- antsson og Oddur Kristjánsson. Sýslufundi Eyjafjarðarsýslu er nýlokið. — Sýslunefndin tók upp nýtt fyrirkomulag um fjárveitingar til sýsluvega. Verður nú veitt fje til vegakafla í einum eða fleiri hrepp um árlega eftir því, sem fje er til, svo að betur notist afl það, er in stórvirku vinnutæki, sem nú hafa borist til hjeraðisins, geta leyst af hendi. Áður voru veittar smáupp- hæðir til hvers hrepps fyrir sig. Hreppsnefnd Hríseyj arhrepps var Keimliað að taka allt að 564 þús. kr. lán til hafnargerðar í Hrísey og 100 þús. kr. lán til kaupa á mótor- rafstöð. Veittar 25 þús. kr. til stækkunar • á Laugalandsskóla og hitaveitu hans. — Veittar 12 þús. kr. til stofnunar sæðingarstöðvar fyrir nautpening á svæði Sambands nautgriparæktarfje- laga Eyjafjarðar. — Skógræktarfje- lagi Eyfirðinga veittar 1 þús. kr. til rekstrar skógræktarstöðvar og 2 þús. kr. til stofnunar hennar. Sambandi ísl. berklasjúklinga veittar 2 þús. kr. og til vinnustofu við Kristneshæli 3 þús. kr. — Niðurjafnað sýslusjóðs- gjald ákveðið 50 þús. kr. Eftirstöðv- ar í sýslusjóði til næsta árs áætlaðar 135 þús. kr. VÍSITALA framfærslukostnaðár fyrir þennan mánuð hefir verið reiknúð út af kaupíagsnefnd og Hagstofu, og reyndist hún vera 287 stig að þessu sinni (áður lengi 285 stig). Áskorun samþykkt til þingmannaf kjördæmisins að beita sjer fyrir því á næsta þingi, að launakjör ljós- mæðra verði bætl. Ákvcðið að veita til nýrrar vegagerðar: I Ongulsst.hr. 8 þús., Hrafnag.hr. 15 þús., Saur- bæjarhr. 6 þús. og í Svarfaðardals- hreppi 50 þús. kr. Lofuð gjafadags- verk í Svarfaðardal til nýrrar vega- gerðar eru metin rúmar 8 þús. kr. Niðurstöðutölur sýslusjóðsreikn- ings eru 230 þús. og sýsluvegasjóðs- reiknings 150 þús. kr. Kjörinn í yfirkjörstjórn Valdimar hrstj. Pálsson, í stað Davíðs hrstj. á Kroppi, er baðst lausnar. Hinn sýslun.kjörni yfirkjörstjórnarmaður- inn er Eiður hrstj. Guðmundsson, en oddviti yfirkjörstjórnar er Pjetur dbrm. Ólafsson á Hranastöðum. Lýður Sigtryggsson harmoniku- snillingurinn kemur hingað til bæj- arins um helgina, og mun hann þá bráðlega efna lil hljómleika með kennara sínum, Kristoffersen. B. Nordenskjöld, einn bezti svig- kennari Svía er kominn til bæjarins og mun halda skíðanámskeið hjer um helgina. Hefir hann meðferðis sænskar skíðakvikmyndir, sem hann mun sýna hjer. Væntanlegir þátl- takendur í skíðanámskeiðinu riti nöfn sín á lista, er liggur frammi í Hafnarbúðinni í Skipagötu. Tryggvi Jónatansson, sem gegnt hefir undanfarið starfi byggingar- fulltrúa, en sagt hafði lausri þeirri sýslan, var ráðinn byggingarfulltrúi bæjarins á síðasta bæj arstj órnar- fundi frá 1. þ. m. Auk fastra launa fær hann kr. 3600,00 á ári í bifreiða- kostnað. Fulltráar á landsþing Sambands ísl. sveitarfjelaga til 4 ára voru kosn- ir á síðasta bæjarstjórnarfundi: Steinn Steinsen, Steindór Steindórs- son, Þorsteinn M. Jónsson og Stein- grímur Aðalsteinsson. Látinn er 15. þ. m. frú Anna Jóhannsdótlir Thorarensen, nær því 77 ára að aldri, eftir langvarandi vanheilsu. Verður hennar nánar minnst síðar hjer í blaðinu. Influenza, hefir gengið í bænum undanfarið og er enn að stinga sjer niður hjer og þar. Hafa margir tekið veikina. „Alþýðumaðurinn“ skýrir frá því, að 11 ræður hafi verið fluttar hjer 1. þ. m. í sambandi við hátíðahöldin þá. 10 ræðumenn voru Kommúnist- ar, en aðeins 1 Alþýðuflokksmaður. Ennfremur segir blaðið, að „75 manns hafi komið í ráðhúsið til að hlusta á túlkun komma á verklýðs- hreyfingunni á Akureyri. Á Hótel Norðurland leystist skemmtunin upp, því að sárfáir komu þangað. Fjöl- mennast var í Verklýðshúsinu, þar sem eini skemmtikrafturinn var — harmonika!“ i { i i i i i i p, . ) Flugpappi r - | flugumslög | I nýkomið Munið að prentsmiðj- an er tlutt í nýja húsið Gránuféiagsgötu 4 k Sirni 24 Prentsmiðja ) | Björns Jónssonar h.f. | Enslcur skáksnillingur lieimsækir Ákureyri. Það bar óvæntan gest að garði akureyrskra skákmanna, þar sem var enski skákritstjórinn Barush H. VVood. Hann skrapp hingað norður um síðustu helgi, en í Reykjavík hafði hann dvalist vikutíma og teflt fjölskákir tvívegis og einvígi við okkar bezla skákmann, Asmund Ásgeirsson. Fór viðureign þeirra Ásmundar svo, að sína skákina vann hvor. Wood er kunnur um víða ver- öld sem ritsljóri brezka skáktíma- ritsins Chess. Hann hefir stofnað þelta tímarit sjálfur og sýnt óvenju- lega hagsýni og blaðamennskuhæfi- leika í rekslri þess. Hann hefir lag á að fá ýmsa af ritfærustu mönnum skákarinnar til samstarfs við sig og er sjálfur fleytifullur af skemmtileg- um hugmyndum, enda kvað Chess á árunum fyrir stríð, eftir það að Weiner Schachzeitung leið, vera eitt fjöllesnasta skáktímarit heimsins. Jeg mirmist frá þessum árum greina- flokksins. „My most excitiny Game“, þar sem margar af kurinustu skák- kempúnum sögðu frá þeirri viður- eign sinni á skákborðinu, er þeim þótti ævintýralegust og minnisstæð- ust. En auk þess að vera góður blaða- maður er Wood einnig einn af bezlu skákmönnum Englendinga, og í þess- arri heimsókn hefir sern komið er PÍANÓ, notað, tækifærisverð. Uppl. hjá Karli Jónassyni, prentsmiðj ustj. Sími 24. Sokkaviðgerðavél til sölu. Afgreiðslan vísar á. | Silkisokkar I Verð frá kr. 6.00 É | Alsilkisokkar (puresokkar) væntanlegir eflir næstu helai. 8 i I I Í BRAUNS-VERZLUN Páll Sigurgeirsson mrmmm tj REGNHLÍFAR | nýkomnar. || | Einnig * GÖNGUSTAFIR | B 1 8 1 BRAUNS-VERZLUNÍ I Páll Sigurgeirsson | SÆNSICAR | þvottaklemmuri W{ r 1 — sérstaklega sterkar — fást í .Brauns-Verzlun Páll Sigurgeirsson. I 1 Móðir mín, Anna Thorarensen, andaðist að kvöldi hins 15. þessa mónaðar. Fyrir hönd barna og tengdabarna Ólafur Thorarensen. einkum reynt á þann þáttinn, — eftir cr að sjá hvernig hann skrifar um ferðina. Ekki verður annað sagt en að ís- lendingar hafi gert s'ilt til að koma Wood í skilning um, að þeim hafi ekki farið aftur í skákinni frá dög- um Grímseyinga. 1 Reykjavrk fóru fyrstu samtímaskákir Wood, tíu skákir tefldar með takmörkuðum tíma, þannig að Wood gerði þrjú jafnlefli en lapaði sjö. I síðari sam- tímaskákunum hlaut hann 10i/ó vinn- ing úr 20 skákum. Þctla hefir vænt- anlega komið Wood á óvárt, en við því er þó ekkert að segja, því að bvað skákstyrk snertir stendur Rvík áreiðanlega framarlega meðal Evrópuborga utan Rússlands. Hitt liefir væntanlega komið tals- vert flatt upp á Wood, að Akureyr- ingar veittu næstum eins harða mót- spyrnu og Reykvíkingar. Á laugardaginn var ljek hann sam- tímis gegn 6 mönnum úr Skákfjelagi Akureyrar með taknrörkuðum tíma. Tóksl Wood. að gera jafntefli við Guðmund Jónsson og Steingrím Bernharðsson, fornt. Skákf. Ak., en hann lapaði fyrir Guðmundi Arn- laugssyni, Jóhanni Snorrasyni, Júlí- usi Bogasyni og Unnsteini Stefáns- syni. Á sunnudaginn tefldi Wood 20 samtímaskákir. Fór keppnin fram á Gildaskálanum á Hótel KEA og stóð frá klukkan hálf tvö til níu. Þar hlaut Woðd IIÁ2 vinning gegn 8^/2- Af þeim, sem tefldu við hann degin- um áður tóksl Jóhanni og Júlíusi að vinna aftur, Steingrímur gerði jafn- tefli, en þeir Guðmundur Jónsson og Unnsteinn töpuðu. Aðrir, sem unnu gegn Wood voru Björn Ax- fjörð, Jón Ingimarsson og Halldór Ólafsson. Wood fór til Goðafoss í boði Skók- fjelags Akureyrar. VinnufatnaOur á fullorðna og unglinga. Vinnuvettlingar Fjölbreytt úrval. I BRAUNS-VERZLUN Páll Sigurgeirsson. I I | 1 | I I 1 | i | I | 1 | I lAtneriskir skinnjakkar I rajöB ðóð tegund nýkoranir Fataverzlun Tómasar Björnssonar h. f. Akureyri Sími: 155 Með e. s. LUBLIN: i 1 1 I I 1 y I | 1 I I | I I 1 Hveiti „Canadian Beauty" — Hveitiklíð — Rúgmjöl — Río kaffi — Blandað hænsna- fóður — Maísmjöl — Maískurl — Hveitikorn Ungafóður — Corrt Flakes — Kakao — Te — Grænar Baunir — Ávaxtasafi — Toilet- pappír. Qfeildverzíun I. BRYNJÓLFSSON & KVARAN i I | I 1 I y 1 | I 8 1 * 1 AKUREYRI. ♦

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.