Íslendingur


Íslendingur - 18.05.1946, Blaðsíða 6

Íslendingur - 18.05.1946, Blaðsíða 6
6 ÍSLENDINGUR Laugardaginn 18. maí 1946 \ íslenzki söngkórinn hefir nú sungið í Oddfellow-höllinni í Khöfn. Dómar Hafnarblaðanna um sönginn eru inir lofsamlegustu. Kórinn söng í gærkveldi í Stokk- hólmi. Landssöfnunin hjer til Norðmanna og Dana nam 'alls 4.5 milj. króna. Peningagjajirn- ar voru rúml. 3.5 milj. Reikningar landssöfnunarinnar hafa nýlega verið birtir í Lögbirt- ingablaðinu. Nefndin, sem stóð fyr- ir söfnuninni, sundurliðar gjafir og kostnað, en í henni áttu sæti: Gunn- laugur E. Briem, ftr. í Stjórnarráð- inu, form., Birgir Thorlacius, Bjarni Guðmundsson blaðafulltrúi, Henrik Sv. Björnsson og Torfi Jóhannsson. Rússar vilja engin afskipti smáþjóðanna eða íhlutun um friðarsamningana Það hafði verið gert ráð fyrir því, að friðarráðstefnan byrjaði 1. maí. Úr því varð ekki. Utanríkisráð- herrar fjórveldanna komu saman í París 26. f.m., og enn sitja þeir þar. Myllan gengur, en hvar er mjölið? Þar sem friðarfundurinn (þ.e. alls- herjar-friðarþing) fórst fyrir 1. maí, lagði Byrnes, utanríkismálaráðherra Bandaríkjanna, til, að hún yrði haf- in 15. júní, og studdi Bevin, ulan- ríkisráðherra Breta, þá tillögu, en Molotov, utanríkismálafulltrúi Rússa, var henni andvígur. Segist honum svo frá, að á ráðstefnunni í Moskva í deshr. s.l. hafi samkomu- lag orðið um það, að utanríkisráð- herrar fjórveldanna skyldu fyrst semja um friðinn í aðalatriðum, áð- ur en samningarnir væru lagðir fyr- ir friðarþingið. Er nú deilt um það, hvort smá- ríkin fái að leggja nokkuð til mál- anna eða ekki. Það virðist vera stefna Molotovs, að stórveldin eigi að ganga alveg frá friðarsamningunum og að því húnu skuli þeir lagðir fyrir friðar- þingið til undirskriftar, og hafi þá smáþjóðirnar engan rjett til þess að gera nokkrar breytingar á þeim. — Þjóðirnar, sem áttu upprunalega að taka þátt í friðarþinginu, eru 21 að tölu. Svona vilja Rússar búa að smá- þjóðunum á friðarj)inginu. Rússar neita að verða á brott með setulið sitt úr Búlgaríu Ekkert samkomulag hefir náðst á ráðstefnu utanríkisráðherranna um Rúmeníu og Búlgaríu frekar en um önnur mál, er miklu skipta. Bevin mæltist til þess við Molotov fyrir nokkrum dögum, að Rússar yrði á brottu með allan her sinn úr Búlga- ríu. Molotov tók því fjarri, kvað JRússa ekki geta það, af því að þeir yrði að verja samgönguleiðir um Dóná. Yfirleitt vilja Rússar ekki fara með setulið sitt úr löndunum, heldur halda fast því, sem þeir einu sinni hafa náð. Áburðarverksmiðittmálið, sem Ólafur J ónsson ritar um í „Dag“ í fyrradag, verður athugað bráðum hjer í blaðinu. Enn er Ólafur sáróánægður yfir því, að byggðavaldið (þ.e. búnað- arsamböndin) sknli hafa fengið Búnaðarmálasjóð til ráðstöfunar. Það virðist ekki vera mikið sam- ræmi í því hjá „Degi“, að halda fram byggðavaldinu og illskast svo yfir því samtímis, að það skuli vera eflt, 'eins og gert er með lögunum frá síðasta Alþingi um Búnaðarmála sjóðinn. Eða er kannske baráttan fyrir hyggðavaldinu hjá „Degi“ ekki svo einlæg, sem maður skyldi ætla? Heimili og skóli, tímarit um uppeldismál, 5. ár, 2. hefti 1946, nýlega sent blaðinu. Efni: Hannes J. Magnússon: Óttinn við einveruna. Árni M. Rögnvaldsson: Nýtt skólahús, með tveimur mynd- unr. Snorri Sigfússon: Mark og leið- ir. Fr. W. Foerster: Gott hjónaband er lífsins mesta lán (Til ungra karla og kvenna). Þýtt hefir Sigurður Gunnarsson. Margt er nú reynt (mál- fræði í Ijóðum eftir Örn Snorrason). Hersilía Sveinsdóttir frá Mælifellsá: Nokkrar hugleiðingar um kristin- dómskennslu. Nokkrar smágreinar úr hókinni llationel Skrivning, eftir II. C. Pedersen. M. S. þýddi. Áfengi og langlífi. Ur ýmsum áttum, eftir ritstjórann. Kennarafjelag Eyjafjarð ar gefur tímarit þetta út. Ritstjóri er Hannes J. Magnússon yfirkennari. FRÉTTATILKYNNING FRÁ UTANRÍKISRÁÐUNEYTINU Hjer með skal vakin athygli þeirra, er ferðast ætla til Sviss um París á eftirfarandi: Fararleyfi til stuttrar dvalar í Sviss er að jafnaði hægt að fá, ef viðkomandi hefir gjaldeyri til dval- ar þar og engar sjerstakar ástæður eru til þess að synja um leyfið. Um- sókn verður að sendast í þremur ein- tökum ásamt tveinr ljósmyndum. Um- sóknareyðublöð er hægt að fá í ut- anríkisráðuneytinu, og mun það sjá um áframsendingu þeirra til sendi- ráðs íslands í París til frekari fyrir- greiðslu. Svari má búast við eftir þrjár til fjórar vfkur. Loks skal tekið fram, að þegar til- kynning hefir borizt frá sendiráðinu í París um að fararl^fi til Sviss verði veitt, verða menn að snúa sjer til franska stjórnarfulltrúans í Reykjavík vegna fararleyfis um Frakklands. Utanríkisráðuneytið ~ Reykjavík, 10. maí 1946. Á boðstólnm er Rijjlað jlauel í síðbuxur Mislit sœngurveraejni Drengjafataejni Ullarpeysur og vesti á ungl. Barnakjólar, jleiri stœrðir Kvenblússur og pils Silki- og bómullarsokkar Náttkjólar og nœrföt Kventöskur og hanzkar og margt jleira. Anna & Freyja „En eí saitið dotnar?“ Nú er loks fallinn dónrur í málinu Júlíus Davíðsson gegn Ólafi Ásgeirs- syni. En eins og mörgum er kunnugt, reis mál þetla út af því, ltver hefði íbúðarrjett í húseign okkar Sniðg. 1 hjer í bæ. Þar sem jeg hefi áður skýrt nokk- uð frá gangi þessa máls hjer í blað- inu, sje jeg ekki ástæðu til að end- urtaka neitt af því, en vil aðeins gefa mönnum kost á að fylgjast nreð lil enda, því að jeg hefi orðið þess vör, að margir hafa áhuga á því. En dómsorð hæstarjcttar eru þessi: „Hinn áfrýjaði úrskurður á að vera óraskaður. Áfrýjandi Júlíus Davíðsson greiði stefnda, Olafi As- geirssyni, .500 krónur í málskostnað fyrir liæstarjelti. Dóminum ber að fullnægja, að viðlagðri aðíör að lög- um.“ Það er einkennilegt, að flestir, sem heyrl liafa dóm þennan, hafa horðið fram spurningar, og er gam- an að taka eftir, hvernig þær skipt- ast, eftir því hvað hverjum er kær- ast. En það eru aðallega þessar: „Hvað er orðið af rjettlætinu? Hvað er orðið af eignarrjettinum“. En öll- um virðist Ijóst, að þessi tvö hugtök hafi nú orðið að lúla í lægra lialdi fyrir lögunum. Þetta mun ekki hafa verið óþekkt út í löndum, að menn væru reknir frá eignum sínum út í óvissuna; má þar minna á Gyðinga-ofsóknir og fleira. En því hefir að þessu almennt verið trúað, "að við byggjum við stjórnarfyrirkomulag, sem ekki leyfði slíkt, hvað þá löghelgaði það. Jeg veit ekki hvort nokkur aísökun er í því fólgin fyrir þingmennina, sem sarnið hafa og samjrykkt lögin, að sumir þeirra að minnsta kosti telja sig ekki hafa skiiið jjau á jjennan hátt. Það er hæði snúninga- og kostnaðarsamt fyrir einstaklinga að þurfa að kosta hæstarjetlardóma lil að korna jreim í skilning um, livað þeir hafa gert. Þeir, sem spyrja í sambandi við dóm þennan um rjettlæti, liafa kannske einhverntíma gengið um „bragga“-hverfin hjer úli á eyrun- um. Þar er hægt að sjá, hvaða trygg- ing lögin eru fyrir þá sjúku og fá- tæku. Það er gumað af hjálp jjeirri, sem send er til útlanda, og er gott, 'ef Island hefir á sómasamlegan hátt orðið jrar ofarlega á lista. En fyrir sumum mun það draga nokkuð úr hrifningunni að vita, að hjer á eyrunum verða konur að bera vatn langa vegu, efnalitlir ménn að leggja sinn síðasta eyri í ónýt hús og heilsu fjölmargra barna stefnt í augljósa hættu, og þetta fólk er ekki talið hafa rjelt á neinu öðru, enda Jiótt hjer inn í hænum búi lillar fjöl- skyldur í stórum tveggja 4il þriggja hæða húsum, án þess að leigja frá sjer íbúðir. Hefði engin leið verið að gera eilthvað fyrir sína eigin landa hjer heima eða voru þá engir peningar til? Sú mikla tregða, sem virðist vera á að fá dóm þenna fram, hefir að líkindum stafað af því, aö rjettum aðiljum hefir verið ljóst, að virðing laganna myndi ekki vaxa í augum fjöldans við staðfesjlngu á jafn-aug- Ijósu broti á þeirri gömlu siðfræði, sem talin var sjálfsögð lil skamms tíma. Því að hverjum nreðalmanni er ljóst, að Jjað er engin hót ráðin á húsnæðisvandræðunum, joó að það sje þessi frekar en hinn, sem ekki hefir nægilegt húsrými, og sannar á nokkuð sjerstakan hátt, fyrir hverj- um hezt sjeð með lögunum. En þau eru trygging fyrir því, að menn, sem voru á góðum launum í stríðs- hyrjun, þurfa ekki að leggja fje sitt í hús, meðan dýrast er að byggja, því að jreir, sem góð laun iiöfðu, leigðu sjer íbúðir samkvæmt jiví meðan verkamennirnir, sem lagt höfðu margfalt meira en jieir áltu að koma upp húsum, urðu að búa í kjöllurunum eða alltof þröngt til að standa í skilum með rándýr lán. En þeir vonuðu í lengstu lög, að fram úr myndi rakna, svo að Jjeir gætu búið- rýmra, og af því er komið í lögin ákyæðið um, að j)ví aðeins er leigjendum skylt að skipta á ibúð við húseiganda, að um jafn góða eða svipaða íbúð sje að ræða. Það er að vísu langt frá því, að allir hafi hagnýtt sjer lögin úl í æs- ar, og hafa mjög margir vikið fyrir húseigenduin eða á annan hátt með lipurð hliðrað til. En slíkt er aðeins komið undir innræti manna og skap- gerð, en hætir ekki lagastafinn á nokkurn hátt. Hins vegar er slíkur lagastafur frekar afsökun fyrir j)á, sem hrasað hafa í sambandi við eignarrjett ná- ungans, og tæplega liægt að taka eins hart á unglingum, j)ó jreir skilji ekki hvar takmörkin eru eða hverjir mega taka til sín eignir náungans, án hans samþykkis, og hverjir ekki. Og hvar erum við þá stödd, ef lögin gefa tilefni til að taka svari smá- Jrjófanna? Nú þykir rnjer fróðlegl að vita, hvort allir þeir, sem virðingarstöð- mn gegna hjer í bæ, eru svo sýktir orðnir af þessari nýju siðfræði, að þeir gangi jjegjandi fram hjá. Eða hugsa þeir líkt og Pjetur Sigurðsson segir í Einingu, 4. tbl. þ. á., þar sem hann fer nokkrum orðum um ó- sæmilegt hátlalag foruslumanna J»jóð arinnar: „Við skiljum að við „biðj- um banvænu illgresi hlíf“ og „bæl- um“ þar með og tröðkum í „eyði“, ef við látum Jretta óálalið; við svíkj- um þá einnig J)jóðina. Við gerumst þá samsekir eyðingaröflununr. Þess vegna tölum við, J)ótt menn kunni að „gnísta tonnum“ yfir hinum beiska sannleika“. Því enn er í gildi sá sannleikur, að hver sem ekki vinn- um með rjeltlætinu er á móti J>ví. Akureyri, 24. apríl 1946 Anna HelgadóTtir. Starfið er margt,- en vellíðan, afköst og vmnuþol er háó þvi að fdtnadurinn se hagkvœmur »8 traustur VQK VDWWHtFATrAO>g:tD{Ð ÓStLAÞItDS % Reykjavit Elzta, itœrjto og •ullkomnaito vorksmld|o ilnnar grelnar ó lilandi Margskonar vinnufatnaður ávallt fyrirliggjandi. Kivcrzli Valg.Sfefánssonar Sími 332. — Akureyri. !— NYJA-BIO Föstudagskvöld kl. 9: M.G.M. Stjörnurevyan Laugardaginn kl. 6: Tarzan og skj aldmeyj arnar Laugardagskvöld kl. 9: Flugferð frá Shungking Sunnudaginn kl. 3: Tarzan sk j aldmeyj arnar Sunnudaginn kl. 5: Undrabarnið í síðasta sinn Sunnudagskvöld kl. 9: M.G.M. Stjörnurevyarr I síðasta sinn Skjaldborgarbíó Föstudagskviild kl. 9: B L E SI Laugardagskvöld kl. 5 og 9: BLESI Sunnudaginn kl. 5: Draugurinn glottir (I síðasta sinn samkv. áskorun) Sunnudagskvöld kl. 9: Auglýst síðar. I I i I I m m Páll Sigurgeirsson Drengja- milliskyrtur 1 8 Fjölbreytt úrval. BraunS'Verzlun | 1 UPPBOÐ á ýmsu lausafé, svo sem: Dýnum Bekkjum Þvollafötum Vatnsglösum Hirslum Fatnaði Uppkveikjuvið o. fl. fer fram við Slökkvistöðina Laugardaginn 18. þ. m. kl. 2 e. h. Staðgreiðsla. EGGERT ST. MELSTAÐ. SVEINN BJARNASON. Borðstoíuborð og 6 stólar til sölu í Strand- # götu 29. Sími 267.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.