Íslendingur


Íslendingur - 28.06.1946, Blaðsíða 5

Íslendingur - 28.06.1946, Blaðsíða 5
Föstudagurinn 28. júní 1946 í SLENDINGUR 5 Pjóðernisvandamálin i ríkjunura. Hvers vegna vilja rússnesku þjóðabrotin ekki hverfa lieim aftur? Þessi grein er þýdd iir síðasta maíhefti brezka túrihritsins If'orld Review. Hún er efttr Edgar Bruce, sem um rúm/ega eins árs skeið hefir haft það verk með höndum að koma sovétborgurum, sem tvístrazt höfðu í styrjöldinni víða um Ev- rópu, heim aftur. Greinin ber með sér, að ekki hafa allir þessir sovétþegnar mikið dálœti á Ráðstjórninni rússnesku. EITT af því, sem talið hefir verið sovétskipulaginu til ágætis, og komm únistar hafa hamrað svo rækilega á, að heimurinn er farinn að trúa því, er, að „Sovét-Rússland hafi leyst þjóðernisminnihluta vandamálin. Okkur er sagt, að Sovét-Rússland hafi ekkert af svipuðum vandræð- um að segja, og þeim, sem Bretar þurfa að glíma við á Indlandi, í Burma og Palestínu. Þjóðabrotin í Rússlandi, sem eru líklega tveir þriðju hlutar af 166 miljónum íbúa Sovétríkjanna, eru sögð ánægð. Þegar „uppreisnin“ brauzt út í persneska Azerbaijan er sagt, að Sta- lín hafi komizt þannig að orði: „Ef Azerbaijanmenn í Persíu krefjast þess að sameinast bræðrum sínum í Sovétríkjunum, verður erfitt að reisa rönd við slíkri kröfu.“ Nokkra undanfarna mánuði hefi ég átt viðskipti við sovétþjóðabrot og embættismenn Ráðstjórnarinnar. Það eru tugir þúsunda manna af sovétþjóðum tvístraðir víðsvegar um Evrópu — Ukrainumenn, Azer- baijanmenn, Kirghizar, Georgíu- menn, Don Kósakkar og Turkóman- ar. Fólk þetta fluttist frá heimkynn- um sínurn í Ráðstjórnarríkjunum, þegar herir Hitler réðust inn í Rúss- land. Eg veit ekki, að hve miklu leyti þessir flutningar fóru frarn með eða móti vilja fólksins. En eitt veit ég, að allt að 30 af hundraði (sumir segja 50 af hundraði) harðneita að hverfa aftur heim til Sovét-Rússlands. Með- al Letta, Litháa og Eistlendinga, sem ennþá einu sinni glötuðu sjálfstæði sínu í hendur Rússa árið 1939, kemst hlutfallstala þeirra, sem neita að fara heim, upp í 95 af hundraði. Gauragangurínn í Svíþjóð Ennþá er í fersku minnL gaura- ggingurinn, sem varð í Svíþjóð, þe'g- ar sænska stjórnin ákvað að flytja heim með valdi sovétborgara frá Eistrasaltslöndunum, sem leitað höfðu sér hælis í Svíþjóð. Eg hefi spurt hundruð þessara út- iaga, hversvegna þeir æski ekki eftir því að hverfa aftur heim. Aðstoðarmaður minn, sem er ung- ur stúdent frá Kiav, fræddi mig á því, stiS þegar liann var barn að aldri, hafi lögreglan gert húsleit á heimili hans og fundið axlarskúfa föður hans, en hann hafði um eitt skeið verið foringi í her keisarans. Föður sinn sá hann ekki aftur. Hann fluttist til systur sinnar, sem lagði hart að sér og varð að greiða 300 rúblur til þesa að tryggja honum aðgang að háskól- anum í Kiev. Til þess að geta staðið straum af námskóstnaðinum, varð hann að draga flutningabáta á fljét- inu á daginn. A kvöldin las hann lexíurnar sínar. „Þetta var reglulegt hundalíf“, sagði hann, „ég hefi enga löngun til þess að hverfa aftut til þess.“ Eg hefi verið viðstaddur, þegar foringjar úr sovéthernum hafa reynt að livetja þessa sovétborgara til þess að hverfa aftur heim. „Hvers vegna viltu ekki fara aft- ur heim til Rússlands?“ spyrja þeir. „Eg hefi enga löngun til þess.“ „Einhver ástæða hlýtur þó að vera fyrir hendi.“ „Eg yrði sendur til Síberíu. — Foreldrar mínir voru drepnir af sov- étmönnum. — Eg svalt í Sovét-Rúss- landi. — Eg veit of mikið.........“ Þetta voru nokkur algengustu svör- in, sem ég heyrði. Stalín fer í stúfana Og sjálfur Stalín fór á stúfana. Einn bæklingurinn, sem hann ritaði í hófst á þessum orðum: „Ættmenn ykkar vilja fá ykkur heim!“ í þess- um pésum er skýrt tekið fram, að engum verði retfsað fyrir að hafa bognað vegna þýzkrar þvingunar og látið tilleiðast að vinna fyrir Þjóð- verja. Því «r lýst með mörgum fögr- um orðum, hve stórkostleg verkefni bíði Rússa eftir stríðið, og ekki má gleyma ánægjunni, sem rússneslsir borgarar hefðu af því að tala og heyra talað móðurmál sitt aftur. En meginþorri flóttafólksins var gallharður eftir sem áður. Eg hefi heyrt sovétnefndir tala við menn í fimm klst. Af tveimur hundruðum tókst þeim að telja um fyrir þremur og fá þá til að hverfa heim. „Eg veit of mikið um bolsévik- ana,“ heyrðist oft hrjóta af vörum þeirra, sem ófúsir voru heimfarar- innar. \ „Eg hefi farið víða og séð heim- inn,“ sagði gamall Don Kósakki við mig. „Það er uppspuni, sem þeir hafa sagt okkur, að lífskjörin væru betri í Ráðstjórnarríkjunum, og þeir vita, að þeir hafa farið méð rangt mál. Þótt þeir segi nú: ,Komdu aft- ur til ættfólks þíns,‘ veit ég, að þeir munu ekki senda mig heim, heldur til Síberíu, þar sem ég get talað um það, sem ég hefi reynt og séð, án þess að það veki æsing eða tjón.“ Eitt sinn þakkaði talsmaður hóps Úkrainiumanna mér fyrir að senda þá ekki aftur til Sovét-Rússlands. Eg Ráð stiórnar - svaraði, að ég vildi engar þakkir, því að það væri skylda mín að hvetja þá til þess að hverfa heim. Þeir urðu óttaslegnir og næsta dag fékk ég í hendur skjal, sem var und- irritað af öllpm í hópnum. Þetta er þýðiftgin á skjalinu: „Við erum mótfallnir Sovétríkj- umim af þess*m sökum: Stjórnin sk-attlegur hvern bónda á samyrkjubúunum með þessum hætti: Mjólkurskattur allt að 500 lítrar Kjötskattur allt að 52 kg. Eggjaskattur allt að 120 egg. Ef rið eigum sjálfir kú verðum við að greiða S50 lítra af mjólk í skatt til ríkisins af þessari einu kú. Af verkamannalaunum dregur stjórnin 10 af hundraði, sem er nauðungarlán, og þar að auki kem- ur tekjuskarttur og „menningarskatt- ur“ til frádráttar. Stakkanóvítkerfið w ákvæðis- vinnufyrirkomulag. Stjórnin lætur óvenju duglegum verkamaimi í té beztu tækin og efnið. Með þessu set- ur hann afkastamet, en stjórnin ætl- ast til, að meðalverkamaður skili sömu afköstum. Meðalkaup faglærðs manns eru 320 rúblur á mánuði. Ófaglærður verkamaður ber 80—90 rúblur úr býtum, en verð nauðsynjavara er sem hér getur: Ilúgbrauð 1 rúbla pr. kg. Kjöt 12 rúblur pr. kg. Smjör 28 rúblur pr. kg. Sykur 6 rúblur pr. kg. Þessar vörur kaupir stjórnin fyr- ir 1/10—1/14 þess verðs, sem við erum látnir greiða fyrir þa«'. Það getur varðað allt að því 6 mánaða fangelsisvist að koma of seint til vinnu. Einstaklingunum er bannað að vinna utan verkamiðj anna. Njósnir eru víðtækar og fara i vðxt. Menn eru ekki óhultir í sinni eigin fjölskyldu. Engum er leyfilegt að breyta iwn vinnu eða velja sjálfum sér vinnustað.“ Lífskjörin í Ráðstjórnar- ríkjunum Bæði bændum og verkamönnum kom saman um, að lífskjörin í Sov- étríkjunum væru svo aum að við hungur lægi. Þúswndir Georgíumanna geta ekki gleymt því, að land þeirra var eitt sinn sjálfstætt lýðveldi. Sömu sögu er að segja um Armeníumenn. Þeg- ar tilraunir hafa verið gerðar til þess að flytja fólk af þessum þjóðum með valdi heim til Ráðstj órnarríkj anna, hefir það oft og einatt leitast við að fremja sjálfcmorð. Eg er ekki í nokkrum vafa um það, að hinn góði árangur, sem sovétstj órnin virðist hafa náð með þjóðabrotin, byggist fyrst og fremst á því, að þeim er haldið innilukt- um frá umheiminum, sem fær ekki að kynnast böli því, sem þau eiga við að búa. Frá þessu vil ég gera eina undan- tekningu. Þjóðabrot, eins og sumar kyn- kvíslir í Túrkestan og afskekktum héruðum Síberíu," sem aldrei höfðu séð áhald úr járni, áður en sovét- stjórnin settist að völdum, hafa síð- an komizt í kynni við iðnaðar- vörur og ýms þægindi. Þess vegna hallast þetta fólk á sveif með stjórn- inni. Þær þjóðir, sem bjuggu við betri lífskjör en Rússar yfirleitt, svo sem Lettar, Litháar og Eistlending- ar, Georgíumenn og sumar Kósakka- kvíslir, búa við verri kjör undir ráð- stj órnarkerfinu. Það er þeas vegna ef til vill ástæða til að taka undir spurningu þá, sem Edgar Snow varpaði fram fyrir skömmu: „Er ráðstjórnarfyrirkomu- lagið ekki Asíufyrirbrigði .... sem hæfir Asíuþjóðum betur en Evrópu- mönnum?“ Ef við ætlum að vera sanngjörn, verðum við einnig að athuga spurn- inguna frá öðru sjónarmiði. Hvað hugsa hinir hálaunuðu sov- étforingjar, þegar þeir spyrja flótta- fólkið og fó alltaf sama svarið? Trúa þeir því, sem þeir segja fólkinu, að það verði aftur flutt til heimkynna sinna, ef það kýs að hverfa aftur heim til Rússlands? Skyldu þeir nokkurntíma verða hvikulir í trúnni á sovétskipulagið, þegar þeir hlusta á harmkvæli og sýnilega hreinskilnar frásagnir af þjáningum þekn, sem flóttafólkið og fjökkyldur þess hafa orðið að þola í Ráðstjórnarríkjunum? Það er komið undir því, hvaða mann spyrj- andinn hefir að geyma, því að Rúss- ar eru vissulega mennskir eins og við. Sumir eru eldheitir kommún- istar og vísa öllum kveinstöfum á bug með svipuðum orðum og þess- um: IIvíKkir heimskingjar. Sjá þeir ekki, að við erum að byggja upp nýtt ríki, nýtt þjóðskipulag. Slíkt er hvorki hægt án fórna né þjáninga þeir hugsa bara um magann. Ef að þið Bretar hættuð að gefa þeirn svona góðan mat myndu þeir brátt hverfa heim af fúsum vilja.“ Aðrir hugsa lítt eða ekki. Fyrir þá hefir verið lagt að gefa þeim, sem vilja hvorfa heim, viss loforð. Þeir gera sér engar grillur vegna þess. Enn aðrir hafa samúð með flótta- fólkinu — í lauini. Rússneskur liðe- foringi nokkur sagði, að hann myndi halda kyrru fyrir í Vestur-Evrópu, ef hann mögulega gæti. Honurn féll vel frelsið. Við skulum gera ráð fyrir, að engin Ráðstjórn væri í Rússlandi og þjóðabrotin hyrfu heim af frjálsum vilja til þess að byggja upp nýtt þjóðskipulag. Myndi þar þá verða lýðræði? Það held ég ekki. Þau myndu verða jafn laus við umburðar lyndi gagnvart öðrum þjóðabrotum og Ráðstjörnin or nú gagnvart þeim. Það er enga samúð að finna lijá flóttafólki frá Úkrainu með flótta- mönnum frá Litháen. „Við Úkrainu- menn esum stór þjóð,“ segja Úkra- inumenn. „Litháar? Þetta eru fáein- ar hræður.“ Ef þúsund sovétborgurum væri smalað saman víðsvegar að úr Rúss- landi, myndu þeir fljótlega klofna í marga hópa, sem oftast nær væru á öndverðum meiði. Kósökkum geðj- ast illa að Turkómönum og Tvé’kó- mönum geðjast ekki að Armeníu- mönnum. Það er ekkert annað en svipan, sem kemur í veg fyrir að þeir berjist. Það er því hin mesta skyssa að dæma rússneska skipulagið eftir brezkum (ýðræðismælikvarða. Slaf- arnir eru ekki lýðræðissinnar, hvort sem jieir eru rússneskir, úkrainskir, búlgarskir eða serbneskir. Þeir sjá annaðhvort hvítt eða svart — komm- únisma eða nazisma. Þar er enginn Kátrín sver Katrín Thoroddsen vann hátíð- lega eið að því í útvarpsumræð- unum í fyrrakvöld, að íslenzku kommúnistarnir lytu ekki erlendri stjórn, og lagði þár við nafn föð- ur síns Skúla Thoroddsen. Þótt kommúnistar hafi undan- farið hamast við að afneita upp- runa og eðli stefnu sinnar, hafa þeir aldrei gengið eins langt og Katrín gerði í þetta sinn. En Katrín og aðrir kommún- istar ættu að fara varlega í eið- vinningar, því að öll þeirra fram- koma vitnar gegn þeim. Þegar Brynjólfur Bjarnason og Isleifur Högnason sigldu til Moskva árið 1932, birti „Verka- lýðsblaðið“ svohljóðandi kveðju- orð: „En félagar. Það er ekki nóg að tilheyra heimsflokki kommún- ismans. Við verðum einnig allir að vera reiðubúnir að fram- kvæma fyllilega í verkinu fyrir- skipanir hans.“ Vafalaust heldur Katrín, að hún segi satt, en reynslan sannar, að hugsanir og skoðanir komm- únista eru svo bundnar á klafa erlendrar stjórnmálastefnu, að þeim væri ekki treystandi til að gæta íslenzkra hagsmuna, ef sá Kommúnistarnir í Kanada aðili ætti hlut að máli. sögðust líka liafa svarið eið, sem væri þeim helgari en trúnaður við ættjörðina. Sá eiður var unn- iun hinum alþjóðlega kommún- isma. Bjarni Böðvarsson. kemur til bæjarins með 15 manna danshljómsveit. Flestir kannast við Bjarna Böðvarssón hljómsveitarstjóra frá Reykjavík. Þeir sem ekki þekkja hann persónulega munu kannast við hina vinsælu dans- hljómsveit hans, sem oft hefir látið til sín heyra í útvarpinu og öllum hefir líkað ágætlega. Bjarni hefir aukið tölu hljóð- færaleikara í sveitinni svo að nú eru þeir samtals 15. Næstkomandi fimmtudag (4. júlí) ætlar þessi 15 manna hljómsveit Bjarna Böðvarsson- ar að halda dansleik í Sam- komuhúsi bæjarins, en hljóm- sveitin er nú á ferðalagi um Norðurland. Þarf ekki að efa að húsfyllir verður, svo óvenjulegt sem það er fyrir Akureyringa að fá tækifæri til að dansa eftir hljóð- fjalli f jölmennustu og vinsælustu danshljómsveitar landsins — danshljómsveit Bjarna Böðvars sonar. Dansleikurinn verður nánar auglýstur í búðargluggum. meðalvegur. En þegar tilraunir eru gerðar til þess að færa rússneska stjórnskipu- lagið út fyrir núverandi landamæri þess — að „frelsa“ þjóðabrotin — ætti okkur að vera leyfilegt að rann- saka forsendur þær, sem kröfurnar um það byggjast á.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.