Íslendingur


Íslendingur - 28.06.1946, Blaðsíða 7

Íslendingur - 28.06.1946, Blaðsíða 7
Föstudagurinn 28. júní 1946 ÍSLBNDINGUR ? NJ „lfna“ kommúnista 1 Frakklandi Þeir reyna nú að afneita Moskva eins og kommún- istar hér á Islandi Hugleiðingar kjósanda KOMMÚNISTAR í Frakklandi juku mjög fylgi sitt á stríðsárunum og urðu um skeið stærsti flokkur landsins. Síðan hafa þeir þó mjog sett niöur eins og flokksbræður þeirra í öðrum lýðræðislöndum, og við þjóðaratkvæðagreiðsluna um stjórnarskrárbreytinguna í Frakk- landi biðu þeir mikinn ósigur. Ka- þólski flokkurinn lagði áherzlu á það í kosningabaráttunni, að konun- únistar stefndu að því að innleiða nýtt einræði í stað nazismans, og það kærðu Frakkar sig ekki um. I þingkosningunum, sem fram fóru fyrir skömmu, varð svo kaþólski flokkurinn stærsti flokkur landsins. Þessir ósigrar urðu þess valdandi, að foringjar frönsku kommúnist- anna sáu sér ekki annað fært en breiða yfir nafn og númer og taka á yfirboröinu upp alveg nýja stefnu. Ritar fréttaritari ameríska stórblaðs- ins „Time“ um bina nýju stefnu frönsku kommúnistanna í blað sitt fyrir skömmu. Er þessi nýja „lína“ frönsku kommúnistanna í svo eftir- tektarverðu samræmi við prédikan- ir íslenzku kommúnistanna síðustu, mánuðina, að „íslendingi" þykir rétt að birta frásögn ameríska blaða- mannsins. Fer frásögn hans hér á eftir. Breytt um stefnu í VIKUNNI sem leið brá Thorez upp mynd af binni nýju utanríkis- stefnu franska kommúnistaflokksins fyrir fréltaritara Times. Meðan á viötalinu stóð, greip bann penna og skrifaÖi: „Frakkland vonast til að geta byggt upp nýjan heim, sem grund- vallast á lýðræði og sameiginlegu öryggi. AS þessu ber að vinna með þjóðum þeim, sem börðust við hlið Frakka gegn nazistákúgurunum, sér- staklega Bandaríkjunum, Englandi og Ráðstjórnarríkjunum. Það er samband frjálsra þjóða, sem fært hafa fórnir í sameiningu og geta tryggt friðinn. Okkur virðist hinar sameinuðu þjóðir vera öflugasta tæk ið til varnar ágengni og ógnana.“ Thorez setti ekki einungis Banda- ríkin fyrst, heldur undirstrikaði bann orðið með penna sínum. Svo brosti hann blíðlega. Sama máli gegnir um, hina nýju innaíirikisstefnu frönsku kommún- istanna. Thorez heldur því fram, að húverandi ástand í Frakklandi krefj- lst lýðræðisstjórnar, og segir það vera eina áhugamál kommúnista- ilokks ins að vera lýöræöislegri en Hokkur annar franskur flokkur. Þar að auki, seg'ir l’horez, að franski komtnúnistaflokkurinn vilji því að- eins fara í stjórn að hann hafi meiri ^luta franskra kjósenda á bak við Slíb Kommúnistarnir setja sig ekki UPP á móti þeirri grein stjórnarskrár ínnar, er kveður á um friðhelgi eigna réttarin8 Um fram allt láta þeir í veðii vaka að ekki komi til mála að taka við skipunum frá JVIoskvu. Þessi tvískinnungsháttur er ætlað- ur til þess að kveða niður vissar grunsemdir manna i Frakklandi í garð kommúnistaflokksins., Frakki, sem hugleiðir að ganga í flokkinn, spyr sjálfan sig þeirrar spurningar, hvort kommúnistaflokkuBÍnn sé franskur, alþjóðlegur eða rússnesk- ur. Charles de Gaulle gaf þessum grunsemdum byr undir báða vængi, jiegar hann neitaði kommúnistum um utanríkis-, hernaðar- og innan- ríkisráðherraembæfetin. Frakkar muna einnig eftir hegðun kommún- ista frá því að Hitler gerði samning- inn fræga við Stalin 1939 og þar til Þjóðverjar réðust á Rússa. Thorez sjálfur vann það þá sér til ágætis að svíkjast undan merjum í franska hernum í september 1939 lil þess að komast til Rússlands. Þrátt fyrir þelta eru miljónir Frakka reiðubúnir til þess að stað- festa fööurlandsást frönsku konun- únistanna, vegna þess hve hraust- legayþeir börðust í mótspyrnuhreyf- ingunni. Reyndar hófu þeár ekki bar áltuna fyrr en Rússland var komið í stríðið. Og þó verða hvorki grunsemdirn- ar i'um Moskvu-eftirlitið kveðnar nið- ur, né ótti Frakka við kommúnista ríki eftir rússrieskri fyrirmynd. A- rangursjaust hrópar Thorez: „Ólík lönd, breytlar starfsaðferðir.“ , Stefnan er vtndir niðri óbreytt FRÖNSKU kommúnistarnir hafa beitt brögðum, frábrugðnum þeim, sem komniúnistaflokkarnir í Rúss- landi, Bretlaridi og Bandaríkj unum nota. í Rússlandi (og Austur-Ev- rópurikjunum, sem lúta Rússum) er flokkurinn einn þáttur lögreglu- valdsins, sem liefir vakandi auga með þjóðinni og gætir þess að þagga niður í öllum, sem eitthvað hafa út á stjórnina í Kreml að setja. í Bretlandi og Bandaríkjunum er kommúnisminn að nokkru leyti of- beldisaðgerðir og að riokkru leyti leynilegt samsæri manna, sem dylja hina raunverulegu stefnu sína. En franski kommúnistaflokkurinn fer ekki í felur með markmiö sín. Meðliyiatala hans er 1 miljón, kjós- endur 5 miljónir og 6 ráðherra á hann í ríkisstjórninni. Hann er eini kommúnistaflokkur veraldaf, sem í alvöru hefir reynt að ná meirihluta- aðstöðu á lýðræðislegan hátt. En sú kænska frönsku kommúnistanna að beita lýðræðislegum aðferðum, saim ar á engan háttjað flokkurinn sé á leicðnni til lýöræðis. Flokksforingj- arnir hafa aðeins lært að beita nýrri aðferð til þess að ná einræðistak- markinu. , Marxisti, sem hlær ÞEGAR kommúnistarnir settust í stjórnina, voru sumir hægri manna svo barnalegir að halda að valdíð myndi milda hinar ofstækisfuflu á- kvaröanir kommúnista. Þess sjást engin merki, að Thorez sé að bráðna. Sem varaforseti Frakklands, hefir hann aðsetur í hinu íburðarmikla Ilotel Matignon, sem sendiherrar Austurríkis—Ungver j alands bj uggu í fram að árinu 1914. Gobelin fóðr- ið á veggjúnum, hvorki hæfir né hef- ir áhrif á byltingarhug hans. Hann veit jafnvel ekki nafnið á rómverska keisaranum, sem brjósllíkanið, sem snýr að honum, er af. Þegar Thorez hlær (hann er einn þeirra fáu marx- ista, sem lilær) hristist hann allur og höllin bergmálar. Fjarvera Thorez á stríðsárunum er hvorttveggja í senn pólltísknr á- vinningur fyrir hann og frap. Ilann fór til Rússlands ásamt Jeannette Vermeerch. Hveritig þeim auðnað- ist að komast þangaö er „ennþá leyndararmál", eins og þau komust sjálf að orði fyrir skömmu. En þau neituöu ekki þeirri getgáiu, að rúss- nesk sprengjuflugvél hefðl flutt þau nokkurn hluta leiðarinnar. Thorez var í Rússlandi á stríðsár- unum, þegar rússneski kommúnista- flokkurinn gerði árangursríkar til- raunir, sem franski kommúnista- flokkurinn er nú að reyna að stæla. Það var elcki jlaggaS með kommún- istaslagorðum í Moskvu á stríðsár- unúm, heldur var skírskotað til þjóð ernistilfinninganna. Skyldi þessi bar dagaaðferð gefast vel utan Ráðstjórn arríkjanna? Frönsku kommarnir oru að grennslazt eftir því um þess- ar mundir. Þýzku kommúnistarnir gera há- værari kröfur en nokkrir aðrir Þjóð veijpr um Ruhrhéraðið. 1 Frakk- landi krefjast engir jafn eindregið Ruhr og frönsku kommúnistarnir. Þetta borgar sig beggja megin landa mæránna, og karlarnir í Moskvu kippa sór ekki upp við það, enda vita þeir sem er, að ákvöröunin um Ruhr verður tekin af hinum þreinur stóru, en hvorki af Frakklandi né Þýzkialandi. Auðvitað má þjóðernis- tilfinning erlendra kommúnista lúta í lægra haldi, þegar hagsmunir Moskvuvaldsins eru verulega í húfi. T.d. sjá etnlægir franskir föðurlands vinir hernaðarlega kosti við þátt- töku Frakklands í bandalagi vest- rænna þjóða. En franskir kommún- istar eru algjörlega andvígir slíkri þátttöku, vegna þess, að hún gæti liaft áhrif á rikjasamsteypu RÚ9sa í austri. Það er hlutverk Thorezar að skapa stefnu, sem er hæfileg blanda þjóÖlegra atriða og Rússavináttu. Reynsla hans í Rússkndi og hug- kvæmni 'um það, hversu framkvæma megi heimsbyltinguna með þjóðleg- um slagorðum, skapa honum að- ' stöðu í franska kommúnistaflokkn- um, sem á fárra færi er að keppa um við hann. Belgiskur sendilierra r I til Islands SENDIHERRA Belgíu, herra Char les Vierset, afhenti forseta íslands embættisbréf sitt við hátíðlega at- höfn á Bessasftiðum, að viðstöddum forsæfris- og utanríkisráðherra, sunnu daginn 23. þ. m. Sat sendiherrann síðan hádegisverð í boði forsetahjón anna, ásamt forsætisráðherra, ræðis manni Belgíu hér og nokkrum öðr- um gestum. (Frétt jrá utanríkisráðuneytinu). Undanfarið hefir Einar Olgeirs- son, alþm., verið að halda stjórn- málafundi út um landiö. Ja, því ekki þaö. Ekki mun vanþörf á, að hressa upp á fylgiö nú fyrir kosningarnar, Einn slíkur fundur var haldinn hér á Akureyri 11. þ. m. og var öllum flokkum boðin þátttaka. Eg hugði gott til að hlýða þar á mál manna, ásamt öðrum kjósend- um þessa bæjar, og sérlega var mér forvitni að heyra málflutning stjórn- arandstöðunnar, og þá ekki síöur )iins nýja kandidats Alþýðuflokks- ins, þessarar upprennandi stjörnu á stjórnmálahimni bæjarins, sem nú fyrir kosningarnar átti að lýsa upp hin ægilegu myrkur stjórnmálanna. Af ýmsum ástæðum tafðist ég svo, að ég gat ekki heyrt ræðu frummæl- anda, en hinar ræðurnar heyrði ég allar, og verð að viðurkenna, að ég bjóst ekki við sérlega vönduðum mál flutningi hjá þeim sumum hverjum, enda kom þar að getu minni. Þorsteinn M., sem talinn er góður skólastjóri og mörgum Framsóknar- mönnum frernri um málflutning, hóf ræðu sína með siðferðisprédikun, og komst að þeirri niðurstööu, að nú hefði siðgæðismálum hrakað svo á landi hér, að aldret hefðu þau koin- izt neðar. Og til þess að hefja þjóð- ina upp úr þessu öngþveiti, þyrfti að skipta’ um þingmenn og stjórn, og þá vitanlega setja Frainsóknarþing- menn í staðinn, sem ekki mundu verða lengi að hressa upp á velsæm- ið. Allur málflutningur hans bar keim af hinum stóru fyrirsögnum, er staðið höfðu þá í Tímanum und- anfarna daga, þar sem fyllilega var látiö skína í, að drykkjuskapurinn og glæpirnir í landinu, væru núver- andi ríkisstjórn að kenna, þó sann- ast hafi síðhr, að tveir hálfbrjálaðir menn eigi sök á flestum innbrotun- um. Nú vita allir, að vínverzlun ríkis- ins er ekki nýtt fyrirbrigði, því að Framsóknarstjórnin, meðan hún var og hét, -— hirti með ánægju þær tekj- ur, er sú verzlun gaf af sér, og því virðist þessi stjórn ekki sekari en fyrirrennarar hennar í þessu efni. Eg býst við, að fleirum en mér hafi komið málflutningur Þorsteins M. nokkuð á óvart, ekki það að hann væri á móti vínsölunni, heldur hitt, að svo mætur maður, sem hann að mörgu leyti er, skyldi algjörlega leggjast á sveif með slíkri sorpblaða- mennsku, sem Framsóknarmenn hafa rekið í stjórnarandstöðunni, og gera það að sínum orðum, því að það hlýtur liann að játa, a. m. k. með sjálfum sér, að það getur. ekki talizt til góðs siðferðis, eða nein rök, að kenna einni stjórn um alla glæpi og óreglu landsmanna, en þegja vendi- lega um allt, sem hún hefir vel gert. Næstur tók svo til máls, frambjóð- andi Alþýðuflokksins, Steindór Stein dórsson. Sennilegast er að álíta, að hann hafi haldið, að þarna væru fá- ir flokksmeiui hans inni, en aörir fundarmenn mundu lítið þekkja af- rek Alþýðuflokksins á undangengn- um árum, enda sjálfsagt farið fram- hjá mörgum háttvirtum kjósendum, a. m. k. hér á Akureyri. Var helzt að skilja á hounm, að hann vildi líjtið fara út í dægurmálin, en hóf að segja sögu flokksins á Alþingi síð- astliðin 30 ár. Eg hugsaði sem svo, að sá mætti vera mælskur, ef hann lyki við að segja frá því 30 ára stríði í ekki lengri ræðutíma en hann hafði til umráða, eða þá hitt, að afrekin væru hvorki mörg né, mikil á þessu tímabili og því fljóttalin. En til allr- ár hamingju hugsaði ég ckki upp- hátt, eins og öðrum fundarmanni varð á, sem varð til þess, aö nokkrir fundarmenn fóru að hlæja, sem tæplega var hægt að lá þeim, ekki sízt er það, sem sagt var, kom snið- uglega við ræöumann, og' var ein- mitt það, sem bæjarmenn hetida einna mest gaman að um þessar mundir. > En nú brá svo -við að ræSiímaður, í staðinn fyrir að byrja á æviminn- ingu flokksins, tók þetta svo éstinnt upp, að harm skipaði ölluin að þegja og fára út! Mun það vera ný aðfurö, að reka tilheyrendur á dyr, er upp- fræöslan á að byrja, og var tæplega liægt að skilja það á annan veg en þann, að ræöumaöur vildi talast einn við, er hann rifjaði upp ævi og af- rek Alþýöuflokksins, og 'verður þá þetta atvik vel skiljanlegt. Um hinn ræðumann Alþýðuflokks ins, Braga Sigurjónsson, vil ég sem minnst segja annaö en það, að illa trúi ég því, að málflutningur hans á þessum fundi verði til þess að auka hróður flokksins hér á Akureyri. Um frambjóðanda Kommúnista er lítið hægt að ségja af þessum fundi því að ekki lét hann ljós sitt skína þar, — tók aldrei til máls — af hvaða ástæðum, sem það kefir veriö. Héldu sumir, að framkoma hans sem for- seta, síöustu daga þingsins, hefði einhverju valdið þar um, því að ekki er ólíklegt, að til hafi veriÖ þeir menn meðal kjósenda hans, sem hafi þótt nóg um þá framkomu og viljað gjarnan að yfir hana fyrntist sem fyrst, því að ekki er víst að allir kjósendur hans séu svo „línu“ fastir að þeim þyki ekki leiöinlegt, að hann skuli fyrst vera haföur til glíkra verka að misnota forsetavald sitt, og síöan sýnd sú eindæma lítils- virðing, sem raun varð á við þing- slit, þar sem enginn — ekki einu sinni hans eigin flokksmenn — töldu viðeigandi að þakka honum slörf hans sem forseta efri deildar. Að öðru leyti fannst mér lítiö til ræðumennsku þeirra koma, er þarna töluöu annarra en Sjálfstæðismanna, er fluttu mál sitt með rökum og prúð- mennsku, sem þeirra er vandi; og býst ég við, að áheyrendum hafi fleir um farið sem mér, að þeir hafi lítið snúist til fylgis við flokka þessa — og ég vil biðja kjósendur Akureyrar að hugleiða í alvöru, hvort fram- koma þeirra Alþýðuflokksmanna og Þorsteinn M., að nokkru leyti, hafi verið til þess fallin, að við gætum á- litið þá ncíkkra fyrirmynd í siðgæði, og er það illa farið, því að fáar stétt- ir þjóðfélagsins geta haft meiri áhrif á siðgæði og siðferðis- þroska þjóðarinnar en einmitt kenn- ararnir. Þætti mér ekki ólíklegt, ef dæma ætti þá stétt, eftir framkomu þeirra kennara, er tóku þátt í fundi þessum sem ræðumenn, að ekki væri svo fjærri lagi, að skipta þar frekar um menn og vanda betur siðfágun þeirra, en að fara nú að skipta um þann þingmann, er allir viðurkenna, að ekki vilj i vamm sitt vita í einu né neinu, og þekktur er að prúðmennsku og sainvizkusemi í hvívetna, og á ég þar við þingmann Akureyrar, Sig. E. HlíÖar. : - Kjósandi.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.