Íslendingur


Íslendingur - 27.09.1946, Blaðsíða 5

Íslendingur - 27.09.1946, Blaðsíða 5
Föstudagur 27. september 1946' ÍSLENDINGUR 5 ÍSLENDINGUR Ritsljóri og abyrgðarmaður: MAGNÚS JÓNSSON. Útgefandi: BlaBaútgáfufél. Akureyrar. Skrifstofa Hafnaritr. 101. Sími 354. Auglýsingar og afgreiðsla; Svanberg Einarssoj}.. Pósthólf 118. Vonbrigði kommðnista. Bandaríkin hafa lýst yfir, að ! brottflutningur herliðs þeirra ! af Islandi sé hafinn og sam- i kvæmt samningstilboði því, sem ; ríkisstjórn Bandaríkjanna hefir ; sent ríkisstjórn Islands á allur | amerískur her að vera horfinn af Islandi innan 180 daga frá gildistöku samningsins. Jafn- framt er tekið fram, að flug- völlurinn á Reykjanesi og öll 'föst mannvirki þar, skuli vera j skýlaus eign íslenzka ríkisins. Allir góðir Islendingar, sem hingað til hafa treyst því, að Bandaríkin myndu virða ský- lausan rétt íslenzku þjóðarinnar til þess að ráða ein yfir landi sínu, munu fagna því, að hið mikla vestræna lýðræðisríki hef ir ekki brugðizt því trausti. Bandaríkin fóru hér fram á herstöðvar. Islendingar g;átu sem frjáls og fullvalda þjóð I ekki orðið við þeirri ósk. Vold- Ugasta stórveldi heimsins hefir til hlýtar virt óskir minnsta lýðveldis heimsins og þannig gefið ýmsum öðrum stórveldum fordæmi, sem þau hefðu gott af að hafa í huga í sambúð sinni við smáþjóðirnar. En það eru þó ekki allir glað- ir á landi voru yfir þessari á- kvörðun Bandaríkjastjórnar. — Kommúnistar h.afa risið upp á afturfæturna með dæmafáum ofsa og jafnvel ofbeldisverkum út af því, að* Bandaríkin hafa farið fram á að fá að hafa bráðabirgðaafnot af Reykjaness ftugvellinum. Þótt á engan hátt sé hægt að afsaka skrílslæti kommúnista °g ofbeldisverk, þá er þó af- staða þeirra skiljanleg. Þeir eru 1 rauninni einu Islendingarnir, " ef Islendinga skyldi kalla — hafa talið það æsþilegt, að ■^andaríkin tröðkuðu á rétti ís- ! tendinga og allar aðgerðir þeirra hafa miðað að því að j ®sa voldugasta herveldi heims- ins gegn okkur. Þeim er það á- reiðanlega þvert um geð, ef vin- samlegir samningar takast við ^andaríkin án þess, að íslend- !Ugar þurfi að fórna nokkru af Uhdsréttindum sínum. Þessu til j^Ununar má geta þess, að ráð- ®rrar kommúnista sátu hinir r°legustu í ríkisstjórn, meðan aðalmáigagn þeirra talaði dag Gert er ráð fyrir, að brúin verði fullgerð næsta sumar I SUMAR hefir verið unnið að smíði brúar yfir Jökulsá á Fjöllum hjá Grímsstöðum. Verður brú þessi hin mikilvægasta samgöngu- bót milli Norður- og Austurlands, enda oft verið nefnd fjórðungs- brú. Hefir minna verið um þetta mikla mannvirki talað en vert væri, og hefir „Islendingur“ því snúið sér til Árna Pálssonar, verkfræðings, sem hefír haft yfirumsjón með smiði brúarinnar, og beðið hann að skýra lesendum blaðsins eitthvað frá brúar- smíðinnl og gerð brúarinnar. Hefir hann einnig gert frumdrætti að brúnni og má því sögja, að hún sé að miklu leyti hans verk. eftir dag um landráðafyrirætl- anir samráðherra kommúnista og glæpsamlegt sinnuleysi gagn vart hersetu Bandaríkjanna á Islandi. En allt er þetta í sam- ræmi við það hlutverk, sem húsbændurnir austur í Moskva hafa ætlað þeim að leika. Rússar hafa átt erfitt um vik að afsaka ofbeldi sitt við ýmsar smáþjóðir í austurvegi, en þeir telja sér lífsnauðsyn að hafa tangarhald á þeim þjóðum. — Bandaríkin hafa reynzt Rússum þyngst í skauti í þessum mál- i«n. Það var því ekki lítils um vert fyrir Rússa, ef þeir gætu bent á það, að Bandaríkip tröðk uðu á réttindum smáríkis í norðurhðfum. Hvort sem ís- lenzku kommúnistarnir hafa fengið um það fyrirmæli frá húsbændunum eystra eða ekki, þá er það víst, að þeir myndu gera rússnesku vinunum mikið gagn, ef þeir gætu komið í veg fyrir friðsamlega samninga milli Islands og Bandaríkjanna og helzt komið því til leiðar, að Bandaríkin tröðkuðu opinber- lega á réttindum Islendinga. Það eru því mikil vonbrigði, er kommúnistar sjá nú, að fyrir milligöngu gætinna manna ætla ágreiningsmál Islendinga og Bandaríkjanna að leysast á þann veg, að Islendingum er tryggður réttur yfir öllu sínu landi. Kommúnistar hafa rneö fram' komu sinni sýnt það, að þeim liggur í léttu rúmi, þótt þeir tefli framtíðarsjálfstæði og ör- yggi sinnar eigin þjóðar í hættu með ofsa sínum og gífuryrðum í garð vinveittrar þjóðar. — Kommúnistar hafa hvarvetna um heim sýnt það, að þegar rekast saman hagsmunir þeirr- ar eigin þjóðar og paradísarrík- is kommúnista í austurvegi, þá- verða hagsmunir lands þeirra að víkja. Kommúnistar í Banda ríkjunum og Kanada hafa orðið uppvísir að njósnum fyrir Rússa og er nú markvisst unnið að því að útrýma áhrifum ’ kommúnista í þeim löndum. Þegar Bretar stóðu einir uppi i baráttunni gegn þýzka nazism- anum og Þjóðverjar voru enn í yfirborðsvinfengi við Rússa, reyndu brezkir kommúnistar að telja kjark úr þjóð sinni og sannfæra hana um það, að á- stæðulaust væri að halda styrj- öldinni áfram. Fyrir þetta hafa kommúnistar hlotið almenna fyrirlitningu meginþorra brezku þjóðarinnar. 1 her- numdu löndunum létu kommún istar sig engu varða baráttu leynihreyfinganna fyrr en Þjóð- verjar réðust á Rússa. — Allir muna eftir framkomu kommún ista hér heima, sem kölluðu það landráð að vinna fyrir Breta, meðan Stalin og Hitler voru vinir, en landvörn eftir að Þjóðverjar réðust á Rússa. Islenzka þjóðin verður að gæta þess að láta ekki slíka menn leiða sig á glapstigu. Vér — Það má segja, að smíði þessarar brúar hafi verið á döf- inni um 12 ára skeið. sagði verk fræðingurinn, og hafa nærliggj- andi héröð mjög þráð, að hún Ábyrgðir bœjarstjórnar í SÍÐASTA blaði „íslendings" var minnst á þá ákvörðun bæjarstjórnar að veita ábyrgð bæjarins fyrir láni til bygg- ingar tveggja bráðabirgðahúsa, og sú ráð- stöfun talin geta skapað varhugavert for- dæmi. Annar þeirra manna, sem liefir fengið þessa ábyrgð, hefir gefið blaðinu þær upplýsingar, að hjá sér séu óvenju- lega erfiðar aðstæður, en -ógerlegt að fá lán án bæjarábyrgðar, og ætti ekki að vera hætta á, að ábyrgð bæjarins á smá- lánveitingu til sín skapaði neitt fordæmi, sem valdið gæti erfiðleikum. Það var að sjálfsögðu ekki ætlun „Is- lendings" að mæla gegn því, að bærinn að- stoðaði borgarana til þess að leysa liús- næðisvandræði sín, því að það er bæjar- félaginu skylt að gera, eftir því, sem hægt ei. Hitt taldi blaðið — og telur enn — geta verið varhugavert fyrir bæinn að íara að ganga í ábytgðir fyrir byggingar- lánum, því að erfitt geti orðið að tak- marka þær úbyrgðir. Sé aftur ú móti svo háttað með áðurnefndar ábyrgðir, að þær séu svo sérstaks eðlis, að menn geti ekki almennt til þeirra vitnað, þá er ekkert við þeim að segja. Skrítin grautargerð AUMINGJA „Verkamaðurinn1 er nú að reyna að blása fra sér reyknum, sem alveg hafði blindað dómgreind hans um daginn og heldur nú sýnilega, að hann sé kominn út úr svartasta mökknum, því að forsíðu- greinina í síðasta blaði kallar ritstjórinn „Ihaldið í ljósi staðreyndanna". Við nán- ari athugun þessarar greinar virðist þetta ljós þó hafa verið sannkölluð grútartýra, því að þessar svokölluðu staðreyndir eru hinn furðulegasti 6amtímngur. Fyrst er óskapast yfir því, að „Islendingur“ hafi ekki farið að ræða húsbyggingamálin fyrr verðum að standa fast á rétti vorum, en um leið verðum vér að gæta þess, að framtíð hins unga íslenzka lýðveldis er undir því komin, að oss takist að tryggja sem bezt vináttu milli þjóðar vorrar og engilsaxnesku stórveldanna beggja vegna við oss. Ef vér teljum eitthvað at- hugavert í sambúð vorri við þessi ríki, eigum vér að ræða það með gætni og stillingu en ekki ofstæki og skrílslátum. kæmist sem fyrst upp. Var mik ið rætt um brúarsmíði á Jök- ulsá á árunum 1938—39, en af framkvæmdum varð ekki vegna gjaldeyrisvandræða. A stríðsár- en „dagur er að kveldi kominn“. Síðan kemur skáldleg lýsing af Jóni Árnasyni, þegar hann stríkur ístruna, og niðurstaðan af þeim hugleiðingum er svo sú, að „til sé íhald á íslandi“. Eftir þetta koma svo nokkrir velþekktir „frasar“ um bölvun auðvaldsskipulagsins og barsmíði lögregl- unnar á verkalýðnum og að lokum klykkir blaðið út með þeirri staðhæfingu, að í- haldið sé nú farið að óttast „frjálslyndi" sitt. Hefði grein þessi sennilega notið sín bezt í* skemmtiþætti „Dags“, sem hann nefnir „Ut uin hvippinn og hvappinn". „Verkamaðurinn" getur verið alveg ó- hræddur um það, að ritstjóri „íslendings“ fékk engan „innblástur" frá „Verkamann- inum“, er hann reit grein sína um hina undarlegu synjun bankanna á lánveitingu til húsbygginga bæjarstjórnarinnajr. Það hefft: enginn Sjálfstæðismaðun, hvorki fyrr né síðar, talið þá afstöðu Landsbank- ans eðlilega. Hinsvegar verða hús ekki reist með bægslagangi einum saman. Það liggur ekkert fyrir, sem bendir til þess, að bæjarráð hafi haldið slælega á þessum málurn og ekki kunn nein sérstök afrek kommúnista, enda hafa þeir liingað til verið duglegastir að lieimta allar aðgerðir af öðrum. „fslendingi" var vel kunnugt um, að bæjarstjórn og bæjarráð vildi leggja allt kapp ú að koma bæjarhúsun- utn sem fyrst upp og blaðið taldi sig ekki hafa neina ástæðu til þess að vantreysta þessum aðilum um að leggja sig alla fram við lausn málsins, allra sízt þegar jafn á- kaflegir áhugasamir og úrræðagóðir menn og kommúnistar úttu þar setu. Þegar hins vegar varð ljóst, að málið væri að stranda á afstöðu Landsbankans, taldi blaðið eðli- legt að víta það viðhorf. Væri fróðlegt, ef „Verkamaðurinn“ vildi benda á það, livar Sjálfstæðismenn hefðu beitt sér gegn skyn samlegum ráðstöfunum til þess að leysa húsnæðisvandræði almennings. „Verkamaðurinn" segir, að „íhaldið“ hafi eftir kosningar „hundsast" til að fall- ast á byggingu bæjarhúsa fyrir atbeina sósíalista. í næstu málsgrein á undan seg- ir blaðið þó, að „íslendingur“ hafi fyrir kosningar birt myndir af bæjarliúsunum í Reykjavík og Svafar Guðmundsson liafi sagt: „Svona eigum við einnig að byggja". „Verkamaðurinn" telur víst, að lesendur blaðsins gleymi efni þess um leið og þeir hafa lesiff það, og kemur það sér líka vel, þegar svona rökfærsla er notuð. unum var auðvitað ekki viðlit að reisa brúna, en þó voru fram kvæmdir undirbúnar með því, að nokkur hluti af benzínskatti var lagður í sérstakan brúar- sjóð, sem nú er varið til þess að greiða kostnaðinn við smíði brúarinnar. Brúarsmíðin tekur tvö ár. Gert er ráð fyrir, að brúin verði fúllgerð næsta haust. Er ekki hægt að vinna nema um 3 mánuði á hverju ári vegna veðurs. Byrjað var á brúar- smíðinni um miðjan júní í vor, og verður unnið til september- Ioka. Hafa um 65 manns unnið við brúna í sumar, og hefir verk ið unnizt vel. Yfirverkstjóri við brúarsmíð- ina er Sigurður Björnsson, sem starfað hefir að brúargerð hér á landi um marga áratugi. Mikið mannvirki. Brú þessi verður önnur mesta brú á landinu — brúin yfir ölv- usá er nokkru stærri — og því hið mesta mannvirki. Er brúin hengibrú, en þó með sérstöku smði, því að turnar hennar eru úr járnbentri steinsteypu og einnig gólfið. Haf milli turna er 104 metrar, og er það mesta brúarhaf hér á landi, þvl að haf ölvusárbrúar er ekki neína 84 metrar. Hæð turnanna yfir brú- argólf er um 15,5 metr., en hæð þeirra frá vatnsborði er 20 m. Sjást turnarnir því langar leiðir að. Eru þeir mjög sterklegir. Turnarnir voru fullgerðir fyr ir nokkrum vikum, og er í þann veginn verið að ljúka við að steypa akkerin. Eru þau hvort um sig um 800 tonn. Breidd brúarinnar er 4.1 m'etrar. Styttir teiðina um 85 km. — Það verður mikil sam- göngubót, þegar brú þessi er komin upp, sagði Árni Pálsson að lokum, því að leiðin milli Austurlands og Norðurlands styttist þá um 85 km. Árni Pálsson, verkfræðingur hefir verið eystra mestan hluta sumars til þess að geta sem bezt fylgzt með smíði brúarinn- ar. Sagði hann, að sér væri mikið kappsmál, að verkið gæti gengið sem bezt, og brúin verið fujlgerð á þeim tíma, er áætlað hefði verið. fsland viðurkennir sjálfstæði Fiiippseyja. Ríkisstjórn Islands viður- kenndi hinn 10. þ. m. stofnun lýðveldisins Filippseyja. (Frétt frá utanríkis- ráðuneytinu). ^ÞaníaSroi

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.