Íslendingur - 04.10.1946, Blaðsíða 7
Föstudaginn 4. október 1946
ISLENDINGUít
7
Miðilliim Hafsteiim Björnsson
ELINBORG LÁRUSDÓTTIR
hefir safnað’ og skráð. •—
Bókaútgáfan Norðri h. f.
Prentverk Odds Björnssonar
.. 1946.
„Miðillinn Hafsteinn Björnsson
er fæddur 30. október 1914, að
Syðri-Hofdölum í Skagafirði, sonur
hjónanna Ingibjargar Jósafatsdóttur
og Björns Skúlasonar. Hann telur
sig hafa verið skyggnan frá fyrstu.
Hvenær fyrstu sýnina bar fyrir hann,
man hann ekki. Hann mun þá ekki
hafa gert sér grein fyrir, að hann
sæi neitt annað en það, sem full-
orðna fólkið sæi líka. En ekki var
hann orðinn hár í lofti, er hann
komst að því, að hann var eitthvað
öðruvísi en aðrir. Hann var atyrtur
fyrir það, sem hann sá og sagði frá,
og honum var jafn raunverulegt og
fólkinu var líf þess og starf. -—■ í
bernsku lifir hann í tveimur heirn-
um. í hvorugum þeirra unir hann
sér vel. Hann sér allt annað en það,
sem samferðamennirnir sjá. Það
skilja þeir ekki og hann skilur þá
ekki. Iiann lcernst síðar að því, að
með skilningsleysi og vantrú varpar
Bókmenntaþáttur
Framhald af 3. síðu.
eins kommúnilti, sem ekki er. Hann
er annað og meira: sígilt skáld, sem
að vísu tekur m. a. málslað komm-
únista til greina. Og er það mál út
af fyrir sig.
5.
Nýlega sendi Þorsteinn M. Jóns-
son á Akureyri út nýja vandaða úl-
gáfu af öllum þjóðsögum Ólafs
Davíðssonar. Þjóðsögur eru fegurri
og tærari slcáldskapur margar hverj-
ar en ýms skáldverkin meðal íslend-
ingasagna, hvað þá megin þorri af
nútíma skáldsagnaþvaðri. Því ber
að fagna, þegar fyrir er séð vönduð-
um búningi þeirra í bókaformú' eigi
sízt er um er að ræða söfn ágætra
manna' sem Ólafs Davíðssonar, Jóns
Arnasonar o. fl. — segjum sérútgáfu
a þjóðsögum, er skráð hefir Skúli
prestur Gíslason, sem væntanleg er.
Utgáfa Þorsteins á þjóðsögum
Ólafs er vahdaðasta íslenzk af slík-
um bókmenntum. Útgáfa á þjóð-
sögum Sigfúsar Sigfússonar er og
á góðum vegi með að verða forsvar-
anleg. Yms rit skildrar tegundar,
svo sem þjóðkvæðasafnið „Fagrar
heyrði ég raddirnar“ eru og prýði-
legar. Og nú er þeís að minnast, að
merkilegt ritsafn, er Jón Árnason
hóf, en Ólafur Davíðsson gekk frá
að meginhluta, J)arf nú að fara að
koma í nýrri útgáfu. Það er bálkur-
mn mikli: Islenzkar gátur, $lcemmt-
anir, vikivakar og þulur. Langt er
S)ðan Bókmenntafélagið gaf það út
í fyrstu og nú er það allflestum sem
falinn fjársjóður, líkt og Árbækur
Espólíns, sem illa gengur að Ijós-
prenta. Eru rit sem þessi J)ó ólíkt
eftirsóknarverðari en Salamöndru-
slríð og Gullbikar, að ógleymdu því
sem í Heimilisritið er skrifað. Jafn-
M Konungurinn á 'Kálfskinninu
híiknar og er þó ritaður um ramm-
lslenzka þjóð.
SigurSur Draumland-.
annar heimurinn skugga á hinn
heiminn, sökum þess, að rnargir
neila sambandi við hann meðan þeir
lifa. Til eru þeir líka, sem trúa J)ví
ekki, að neinn annar heimur sé til.“
Þannig farast Elinborgu Lárus-
dóltur orð, er hún ritar urn æsku
Hafsteins Björnsonar, sem nú er
landskunnur miðill. Bókin hefgt með
merkilegum inngangi eftir Jónas
Þorbergson, útvarpsstjóra, er hann
nefnir: „Miðillinn Hafsteinn Björns-
son og kynni mín af honum“. Upp-
liaf þeirrar kynningar eru þau, að
Hafsteinn varð lyftuþjónn í Lands-
simahúsinu. „Mér þótti þá maðurinn
strax vera eftirtektarverður. Yfir
honum var eitthvað dult og fjarlægt,
eins og hann ætti líf sitt að einhverju
leyti fyrir utan þess hversdagslega.
Eg varð - þess áskynj a, að misj öfn
persónuleg áhrif orkuðu á líðan
hans. Fékk ég J)á að vita, að þetta
stafaði af nálega stöðugri skyggni
hans. Svo mikið kvað að henni, að
hann átti jafnvel prðugt með að
greina hverjir af farþegunum voru
samborgarar hans og hverjir óboðn-
ir gestir úr öðrum heimi.“ Margt er
það í grein Jónasar Þorbergssonar,
er mér virðist eitt hið merkilegasta
er ég hefi lesið um störf ])au, er unn-
in eru „hinum megin frá“ og þá ekki
sízt frásögnin um stjórnandann
„Vin“,hvernig honum er lýst,hvenær
hann var uppi og hvernig það bar til
að hann valdist til þess verks, er
hann nú.stjórnar.
I bókinni cr mikill fjöldi frásagna
frá miðilsfundum Hafsteins, og eru
þær sagðar og vottfestar af Jreim er
fundina hafa setið, Eru margar frá-
sagnirnar furðulegar, cn bera ])ó
með sér óbrigðul einkcnni þess, að
Jrær hafi gerzt eins og þær eru sagð-
ar. Eg skal nefna nokkrar. „Húndur-
inn,“ sögð af Sóphoniasi Péturssyni',
„Unga stúlkan," sögð af Ásgeiri
Magnússyni, „Hefir Einar H. Kvar-
an gert tilraun til að sanna sig,“
(Séra Jón Auðuns) McKermott.
(Séra Jón N. Jóhannesson), „Reirn-
leikar“, frásagnir Elinborgar Lárus-
dóttur og séra Jóns Auðuns. „Mín
reynsla,“ (Jakob Jóns.on), og síðast
„Maður Mannsson“. (Elinborg Lár-
usdótlir) Hægt væri að nefna marg-
ar aðrar frásagnir, vottfestar af kunn
um mönnum og konum, sem ekki
verður efast um að segi satt og rétt
frá því er gerzt hefir, bæði á fund-
um og utan þeirra.
Með því að færast það í fang að
safna efni í Jressa bók víðs vegar -að,
hefir höfundurinn unnið íslenzkum
sálarrannsóknum mikið gagn og
munu menn sannfærast um Jrað —
ef ekki í nútíð, þá í framtíðinni. —
Þegar þess er gætt, að okkur hefir
verið kéúnt það frá blautu bárns-.
beini, að dularfullir hlutir gerist, og
jafnvel kirkjan hefir byggt kenningu
sína á svonefndum kraftaverkum,
andlegum lækningum og að menn
hafi verið vaktir til lífsins eftir að
hafa dáið líkamlegum dauða, þá er
það barnalegt að fullvrða að þeir
hlutir gerist ekki, og hafi ekki sann-
leiksgildi, sem sagt er frá í bókinni
„Miðillinn Hafsteinn Björnsson".
Allir þeir er áhuga hafa fyrir sálar-
rannsóknum, munu verða höfundin-
um — og útgáfufélaginu þakklátir
fyrir að fá þessa merku bók í hend-
ur, og þeir munu einnig fagna því,
að jafn fjölhæfur miðill og Hafsteinn
Björnsson er til á þessu xámenna
landi.
F. IJ. Berg.
Tvær merkar hækar
frá Norðra.
Bókaútgáfan „Norðri“ er orð
ið mjög tilþrifamikið útgáfu-
fyrirtæki og sendir nú hverja
bókina af annarri á markaðinn.
Hefir „Norðri“ yfirleitt lagt allt
kapp á að gefa ekki út nema
góðar bækur, enda hafa ýmsar
ágætar bækur komið frá forlagi
þessu.
„Norðri“ hefir nú nýlega
sent á markaðinn tvær bækur
sem eru þess virði, að þeim sé
gaumur gefinn. Eru bækur þess
ar HORFNIR GÓÐHESTAR,
eftir Ásgeir Jónsson frá Gott-
orp, og EG VITJA ÞÍN ÆSKA,
eftir hinn ágæta skagfirska hag
yrðing Ólínu Jónasdóttur.
HORFNIR GÓÐHESTAR er
stór og myndarleg bók. Hefir
höfundurinn safnað saman frá-
sögnum /um marga gæðinga,
sem kunnir hafa orðið víða um
sveitir fyrir glæsileik sinn, fjör
og fráleik. Eru margar skemmti
legar frásagnir í bókinni, og
höfundurinn lýsir víða með
næmum skilningi hinni einlægu
vináttu og nánu tengslum, sem
oft voru milli hestanna og eig-
enda þeirra.
Á þessari öld véltækninnar
eru hestarnir að hverfa í skugg-
ann og æði margir af ungu kyn-
slóðinni hafa aldrei komið á
hestbak. Þetta fólk mun senni-
lega eiga erfitt með að skilja
ýmislegt í þessari bók, en fyrir
margt eldra fólk mun bók þessi
verða eftirsóknarverð. Hestur-
inn hefir verið förunautur ís-
lenzku þjóðai’innar og stritað
við hlið hennar á liðnum öldum.
Hann verðskuldar því að minn-
ingu hans sé á lofti haldið.
Ásgeir hefir takmarkað frá-
sögn sína við hesta í Húnavatns
sýslu og Skagafirði, en sagnirn-
ar eru um fjölda hesta. Mun
sennilega flest eldra fólk í þess-
um sýslum kannast við ein-
hvern þessara gæðinga, og bók-
in því verða sérstaklega eftir-
sótt þar, en hún á einnig erindi
víðar.
EG VITJA ÞlN ÆSKA er
bók, sem margir hafa beðið
eftir með óþreyju og víða mun
verða lesin. Ólína Jónasdóttir
er fyrir löngu orðin kunn um
Skagafjörð og víðar fyrir ljóð
sín og ferskeytlur. I bók þessari
birtist allmikið af ferskeytlum
Ólínu, en langt er frá því, að
þar séu öll Ijóð hennar saman-
komin. Fyrri hluti bákarinnar
eru minningar hennar frá æsku-
árunum og eru þær frásagnir
hispursiausar og einlægar.
Ólína Jónasdóttir er einstök
kona. Hún hefir átt við langa
vanheilsu að stríða, en þó er
bjartsýnþ hennar og trú á feg-
urð lífsins meiri en margra
þeirra, sem alltaf hafa baðað í
rósum. Eru Ijóð hennar víða
þrungin lífsfjöri og kímni. —
Ólína hefir alið mest allan ald-
ur sinn í Skagafirði . og mun
mega teljast í hópi beztu dætra I
þess héraðs. Öllum, sem henni j
kynnast, þykir vænt um hana j
og virða hana, þvi að sálar-
göfgi hennar er óvenju mikil.
Dr. Broddi Jóhannesson hefir
búið bókina til prentunar og rit-
að fallegan formála fyrir
henni, þar sem hann lýsir Ólínu
og kveðskap hennar á mjög
raunsæjan hátt. Hann segir í
lok formála síns:
„Ýmsum mun þykja Ólína
rekja minningar sínar skammt,
en um það er ekki að sakast.
Allt hennar líf hefir verið fórn
og starf, og sést það á limum
hennar og liðum. Hendur henn-
ar eru grannar og fíngjörvar,og
manni finnst, að þær gætu
þreifað á hverju sári án þess að
valda sársauka og séu skapaðar
til þess að útdeila blessun. . .
Það er göfgandi fyrir sér-
hvern æskumann og konu að
lesa æskuminningar og ljóð
Ólínu Jónasdóttur — og um-
fram allt að reyna að skilja lífs-
skoðanir hennar. Ungu stúlk-
urnar hefðu gott af að taka sér
hana til fyrirmyndar á mörgum
sviðum.
Bókaútgáfan „Norðri“ á sér-
stakar þakkir skilið fyrir út-
gáfu sína á þessari ágætu þók.
eru að taka til starfa.
Eins og áður er verzl-
un mín birg af öllum
algengum skólavör-
um fyrir æðri og lægri
skóla. N ámsbækur,
allar fáanlegar, til.
Bókaverzlun
Þ. T h o r 1 a c i u s.
Allar fáanlegar skólavörur,
skólabækui* og sjálfblek-
ungar í miklu úrvali, fást I
nýkomið.
Hafnarstræti 83. — Sími 444
Tískablöð
haust- og vetrartízka
BRÉFSEFNI,
mjög falleg
nýkomið.
Sími 444
ÚTLENDAR
kartðílnr
á aðeins kr. 0,90 kgr.
Verzl. Eyjafjörður h.f.
*
HVÍT HANDKLÆÐI
HVÍT KHAKITAU
HVÍT LÖK
HVÍT LÉREFT
DISKA-ÞURRKUR
SILKILÉREFT
Verzl. Eyjaf jörður h.f.
Blúthner
Píanð
sem kemur með „Brúarfossi“
næst, get ég selt án aukakostn-
aðar til Akureyrar. Blúthner-
píanó eru talin fremst allra
píanóa. Sökum hagkvæmra inn-
kaupa er verðið lágt.
BJÖRN KRISTJÁNSSON
Reykjavík, Suðurgötu 12. Sími 3087
Buick
bílatæki er til sölu og sýnit í
Munkaþverárstræti 9.
Tek að mér að sníða
kvenfatnað
Er til viðtals frá kl. 10—12 f. h.
og kl. 6—8 e. h.
Ragnheiður Söebech
Skipagötu 4 (gengið upp einn stiga)
I
Stúlku
vantar nú þegar hálfan eða
allan daginn.
Hótel Akureyri
Nýtt kvenhjól
(Raleigh nr. 46680) hefir tap-
ast í síðustu viku. — Finnandi
beðinn að skila á símstöðina
gegn góðum fundarlaunum. —
Eversharp
lindarpenni tapaðist s. 1. mið-
vikudag. — Finnandi skili gegn
fundarlaunum í Sindra h. f.
STÚLKA
getur fengið herbergi gegn hús-
hjálp. Má hafa aðra með sér. —
A. v. á.