Íslendingur


Íslendingur - 19.12.1946, Blaðsíða 5

Íslendingur - 19.12.1946, Blaðsíða 5
Fiinmtudaginn 19. desember 1946 ISLENDINGUR 5 MEÐFERÐ HÚSDÝRA LEIÐBEININGAR TIL BÆNDA Effir Guðbrand HSíðar, dýralæknir. TILKYNNING Viðskiptaráð hefir ákveðið hámarksálagningu á eflirgreindum vörutegundum svo sem hér segir: 1. Silfurmunir hvers konar: í heildsölu ............................................ 16% I smásölu: a. Þegár keypt er af innlendum heildsölubirgðum .. 38% b. Þegar keypt er beint frá útlöndum.............. 50% 2. íþróttaáhöld og tæki alls konar: í heildsölu ............................................ 16% 1 smásölu: a. Þegar keypt er af innlendum heildsölubirgðum .. 38% b. Þegar keypt er beint frá útlöndum................. 50% 3. Enn fremur hefir Viðskiptaráð ákveðið, að hvers konar kústar og burstar, sem ekki eru taldir annars staðar, skuli teljast undir 5. lið búsáhaldaákvæðanna í tilkynningu Viðskiptaráðs nr. 2, 6. febrúar 1946. Akvæði tilkynningar þessarar koma nú þegar til framkvæmda. Reykjavík, 9. desember 1946. Verðlagsstjórinn. TILK YNNING ViðskiffaróS hefir ókveðið effirfarandi hómarksverð á brauðum: Rúgbrauð, óseydd 1500 gr............... kr. 2.35 Rúgbrauð, seydd 1500 gr.................. — 2.45 Normalbrauð 1250 gr...................... — 2.35 Franskbrauð 500 gr..........,*........ — 1.40 Heilhveitibrauð 500 gr................... — 1.40 Súrbrauð 500 gr.......................... — 1.10 Wienarbrauð pr. stk...................... — 0.40 Kringlur pr. kg.......................... — 3.20 Tvíbökur pr. kg.......................... — 7.60 Séu nefnd brauð bökuð með annarri þyngd en að ofan greinir, skulu þau verðlögð í hlutfalli við ofangreint verð. Á þeim stöðum, þar sem brauðgerðir eru ekki starfandi, má bæta sannanlegum flutningskostnaði við hámarksverðið. Ákvæði tilkynningar þessarar koma til framkvæmda frá og með 25. nóvember 1946. Reykjavík, 25. nóvember 1946 Verðlogssfjórinn. „íslendingur" birtir hér fyrstu grein dýralæknisins í Norðlendinga- fjórðungi uin húsdýrasjúkdóma og meðferð liúsdýra, en hann lofaði góðfúslega að rita hér í blaðið nokkr ar leiðbeiningar til bœnda um þetta efni. Vegna fjarvisla og anna hefir hann ekki getað komið þessu við, fyrr en nú. Ritar dýralœknirinn í þetta sinn um JÚGURBÓLGUR Júgurbólgur eru líklega algengasti og þrálálasti kvilli, sem bændur al- mennt eiga við að stríða. Þeir munu líklega fáir bændurn- ir, sem ekki fyrr eða siðar hafa feng- ið þennan vágest í fjósið, og sumir hverjir eiga í mesta stríði við að losna við hann aftur. Þess vegna tel ég sjúkdóm þennan í fremstu röð þeirra, er mestu eigna- tjóni valda hjá búfjáreigendum. Það er því tilhlýðilegt að skrifa nokkuð um júgurbólgur, ef ske kynni, að leiðbeiningar mínar gætu varpað nokkru ljósi yfir uppruna og eðli júgurbólgunnar, og ég mun leit- ast við ao geía nokkar góo ráð al- mennt í því sambandi. Júgurbólgur finnast hjá öllum hús- dýrum vorum, en langalgengastar og þýðingarmestar eru þær hjú kún- um. Því er slegið föstu, að júgurbólgu- orsökin eru alltaf gerlar af rnismun- andi tegundum, og fer því gangur sjúkdómsins eftir því, hvaða gerla- tegund er að verki í það skipti. Algengustu júgurbólgugerlarnir eru þrenns konar og af þeim er Strep- tococ-gerillinn langalgengastur. Allir þessir gerlar lifa frjálst í náttúrunni og berast því eðlilega með kúnum inn í fjósin. Að kýr fái ekki miklu oftar júgur- bólgu en raun ber vitni um, stafar af því, að óskemmdir spenar mynda góða loku og varna innrás gerlanna. Til þess að gerlarnir verði nógu skæðir, þurfa þeir sérslök vaxtarskil- yrði, en þau eru góð í sárum og flumbrum á spénum. Það er mjög algengt að kýr meiðist á spenum, oft sjást aðeins marblettir, smá- flumbrur eða smásár á spenabrodd- inurn. Þarna eru þá fyrstu og algeng- ustu skilyrði fyrir athöfnum júgur- bólgugerlanna fyrir hendi, og þarna er strax ástæða til þess að grípa inn með því að lialda þessum meiðslum hreinum með áburði og, ef hægt er, með umbúðum líka. Mér virðast menn gefa þessu at- riði alltof lítinn gaum og hlýtur það að stafa af vanþekkingu á eðli og uppruna júgurbólgunnar. Margir kúaeigendur segja mér, að þeir liafi reynt að halda sárunum hreinum og hafi borið júgurfeiti á þau. Þessar aðgerðir eru engan veginn nógar, því að júgurfeiti er alls ekki nógu sótthreinsandi né græðandi, enda ekki selt sem sáralyf. Notkun* júgurfeitis á sár stafar sennilega af þeirri staðreynd, að það finnst í baukum í hverju fjósi og því handhægt. Eg liefi reynt spenauppskurði á fjölda kúa. Við uppskurðinn skapast oft nokkur sár einmitt í spenaopinu og ættu því skilyrði fyrir júgurbólgu að vera fyrir hendi, en ég hefi nú í eitt ár, með góðum árangri, notað súlfaáburð, sem borinn er á spena- opið og lokar því vel auk þess, sem áburðurinn er bæði vel sótthreins- andi og græðandi. Áburð þennan ættu allir bændur að eiga og láta hann standa við hliðina á júgur- feitidósinni í fjósglugganum. Ef aðeins þessu ráði væri hlýtt og áburðurinn notaður til þess að þekja sárin og spenaopið milli mjalta, mundu mikil verðmæti mjólkur bjarg ast. Fleslir þekkja sjúkdómseinkenni júgurbólgunnar, en þar sem ég hefi nokkrum sinnum rekizt á að brengl- að er saman júgurbólgu og stálma- bólgu, vil ég í örfáum orðum lýsa einkennum hennar. Þegar júgurbólga ])lossar upp, er hún vanalega í aðeins einum júgur- hluta. Þessi júgurhluti er þá frábrugð- inn þeirn heilbrigðu í því, að hann stækkar nokkuð og er heitur og aum- ur viðkomu. Mjólkin breytir þá strax lit og verður vatnskennd með kyrn- ingi eða jafnvel graftrarkennd. Kýrin er þá oft með allháan hita (40° C eða meira), er dauf í bragði og étur ekki. Ef þessi einkenni eru fyrir hendi, ber strax að taka til óspilltra mál- anna og berjast gegn bólgunni. Ef engin meðöl eru fyrir hendi, og ekki næst í þau strax, er fyrsta ráðið, heitir bakstrar. Heitir vatnsbakstrar auka blóð- sóknina til júgursins og bæta þannig skilyrði kýrinnar til þess að sigrast á sjúkdómnum. Bakstrarnir verða að vera vel heitir og þeim verður að halda við júgrið vel og lengi. Sömuleiðis er nauðsynlegt að mjólka oft og vel úr sjúka júgurhlut- anura (4—5 sinnum á dag). í hverjum miólkurdropa, sem mjólkast úr sýktum júgurhluta, finnst hundruð þúsunda skaðlegra gerla og þá má tæma út með tíðum mjöltum. Gæta verður þess að mjólka ekki valnsglundrið niður á pallinn, því að þá verður júgurbólgan staðbund- in í fjósinu. . Þetta er þó sums staðar gert, og í þeim' fjósum finnast því gerlarnir í algleymingi. í þessu sambandi vil ég geta þess, að ráðlegt væri einu sinni á ári að sótthreinsa pallana rækilega, annað hvort með sjóðandi sódalút eða C.oronalblöndu (og slíkum lyfjum). Ur bólgnum júgurhlutum á því að ínjólka í sérstök ílál og eyðileggja þá mjólk lafarlaust. Annað atriði, sem skiptir miklu máli er, að ekki má mjólka úr bólgn- um júgrum í sama mund, sem hinir heilbrigðu júgurhlutar eru mjólkað- ir. Þessa er ekki nóg gætt. Það er ekki óalgengt, að kýr með júgur- bólgu séu mjólkaðar í þeirri röð, sem þær standa á palli í fjósinu og síðan hver kýrin af annarri. Bezta ráðið er að mjólka allar heilbrigðu kýrnar fyrst, síðan heil- brigðu júgurhlutana á kú þeirri, sem hefir júgurbólgu og síðast úr sjúka júgurhlutanum. Oruggast er, ef sérstök manneskja mjólkar sjúku kúna og aðeins hana. Þareð bændur eru nú óðum að koma upp mjaltavélum í fjósum, aðvara ég alvarlega við að nota á- höldin við kýr með júgurbólgu. Við þessum bráðu júgurbólgum finnast þó lyf, sem í flestum tilfell- um reynast gagnleg. Eg vil fyrst minnast á júgurbólgu- áburði, sem hafa sama tilgang og heitavatnsbakstrarnir; þeir eru víða til í fjósum en ættu að vera í hverju fjósi. Þeir geymast vel og því lítil áhætta að eiga eina dós. Heitu vatnsbakstr- arnir eru tímafrekir, en áburðirnir vinna svipað gagn. Ef kýrnar fá háan hita,. samfara júgurbólgu, er mjög heppilegt að gefa þeim stóra súlfaskammla, þeir slemrna hitann niður og í gegnurn blóðið vinna þcir gegn gerlunum í júgrinu. Súlfaskammtarnir flýta fyrir eyð- ingu júgurbólgunnar og gefa sjúku kúnni fyrr lystina aftur. Auk þessara lyfja, vil ég minnast á hið nýja undralyf penicillin, en það er nú fengin reynsla fyrir því í bar- áttunni gegn júgurbólgum, og árang- urinn er lofsverður. Þegar lyf þetta fæst i nógu stór- um birgðum og við vægara verði en nú, þá er stigið nýtt og stórt skref áfram í baráttunni gegn júgurbólg- um. En hvenær má-þá hætta fyrrnefnd- urn aðgerðum? Spurningunni er erfitt að svara, en ég er viss um að margir hætta aðgerðum of snemma. Júgurbólgugerlarnir hreiðra þá um sig í mjólkurvef og bandvef liins sjúka júgurs, og bíða aðeins eftir tækifæri til þess að hefja sóknina á nýjan leik. Það er því ekki ósjaldan, að bændur uppgötvi, að júgurbólgan tekur sig upp srftur, að vísu ekki eins ákaft og fyrr, en- nóg til þess að mjólkin breytir um lit, eða hersli eða bris finnst í júgrinu. Stundum er bólgan svo dul, að eina aðvörunin er tilkynning frá mjólkursamlaginu um að mjólkin fari í annan eða þriðja verðflokk, og ef ekki verði úr b'ætt, hætti sam- lagið að taka mjólk frá þeim kúa- eiganda. I þessum tilfellum er talað um króniska eða langvinna júgur- bólgu. Þegar júgurbólgan verður kron- isk er erfitt og oft ógerlegt að sigrast á henni til fulls. Hún tekur sig þá upp við hvaða tækifæri, sem gefst, en algengast mun það vera, ef illa er mjólkað, þó ekki sé nema í eitt eða tvö mál; önn- ur tækifæri eru: Ofkæling i fjósinu, ef t. d. glugga er gleymt opnum í vindátt yfir nótt- ina, eða ef kýrin verður fyrir öðr- um sjúkdómsáföllum, og mótstöðu- afl líkamans deyfist um stundarsakir. Kýr með króniska júgurbólgu borgar sig ekki að hafa til frambúð- ar, og er það oft mikið tjón um góða gripi á bezta aldri. Eina ráðið er því, að reyna með öllu móti að berjast gegn bólgunni á meðan Mn er í algleymingi og hætta ekki aðgerðum fyrr en öll bólga er horfin. Til frekara öryggis ættu kúaeig- endur alltaf að nota prufublöð þau, sem fást ókeypis í mjólkursamlögun- um. Blöð þessi eru næm og segja strax til um ástandið. Á blöðum þessum eru prentaðar notkunarreglur. Þar stendur meðal annars: „Mjólk úr kúm með júgurbólgu getur orsakað óhagstæðari flokkun og verðfellingu allrar mj ólkurinnar. Júgurbólga berst frá einni kú í aðra. Hún lækkar nytina. — F'orð- ist því útbreiðslu hennar.“ Eg vil svo enda þessi orð með því, að brýna fyrir mönnum tímabærar aðgerðir og hið mesta hreinlæti við meðferð júgurbólgunnar. Guðbrandur E. Hlíðar dýralæknir.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.