Íslendingur


Íslendingur - 19.12.1946, Blaðsíða 3

Íslendingur - 19.12.1946, Blaðsíða 3
 Fimmtudaginn 19. desember 1946. lSLENDINCUR f^DgaMSSu^M^ÍIilðN^aafc^úæaN^a^e^ Samband ungra Sjálístæðis- ________manna_________ t» Ungir Sfá/fstæðismenn í Ó/afsfiröi hafa mikinn áhuga á verkíegum tramkvæmdum í bænum. Á fundi ungra Sjálfstæðismanna í Eyjafj.sýslu mættu sem fulltrú- ar frá félagi ungra Sjálfstæðismanna í Ólafsfirði: Baldvin Tryggva- son, Birgir Jóhannsson, Guðmundur Williamsson, Jón Ólafsson og Þorsteinn Jónsson. Blaðið notaði tækifærið til þess að spyrjast fyr- ir um helztu f ramkvæmdir í Ólaf sf irði, en eins og mörgum er kunn- ugt, hafá Ólafsfirðingar haft mörg járn í eldinum upp á síðkastið. Öllum ber saman um, að hafnar- gerSin sé þýSingarmesta máliS, þar sem langflestir byggja afkomu sína á útgerSinni. Síðan 1942, hefir ver- ið unnið öll sumur við hafnargerð- ina. Vonast er til, að framkvæmdum verði svo langt komið á næsta hausti, að bátar geti notað höfnina að vetr- inum. Til þessa hafa allir bátar orð- ið að leita burtu vetrarmánuðina, og þá ýmist farið suður eða til Siglufjarðar. • I OlafsfirSi er þegar hafinn undir- búningur að byggingu stórrar ný- tízku niSursuSuverksmiSju. Fram- kvæmdum hefir miöað vel áfram, þrátt fyrir ýmsa örðugleika. Fram- kvæmdastjóri er ráðinn Magnús Gamalíelsson, útgerðarmaður. Hluta- félag sér um reksturinn og á bærinn þar hlut. A þessú ári hafa komiS til Olafs- fjarðar 3 nýir bátar, tveir smíðaðir í Svíþjóð en einn á Akureyri. Fyrir Voru 4 bátar. ÞaS má því segja, að útgerðin í OlafsfirSi sé nú í örum vexti. Hitaveita hefir veriS í Ólafsfirði i um 2 ár og reynzt vel. Vatn er þó ekki aS öllu leyti nægilegt og var því hafin borun eftir meira vatni í vor, og eru miklar líkur til þess, aS neita vatniS aukist til muna viS þær framkvæmdir. I fyrra sumar var vígS sundlaug í OlafsfirSi, en íþrótta félagiS stóS aS byggingu hennar. í- þróttafélagiS hefir nú afhent bæjar- félaginu sundlaugina til eignar meS því skilyrSi, aS þaS annist og kosfei aS öllu leyti rekstur hennar. I vor var hafin bygging nýs barnaskóla. Húsið er nú komið undir þak og verður byggingin hin fullkomnasta, með áföstum leikfimisal. I sumar hafa einnig veriS byggSir 5 verka- ^iannabústaSir, tveggja hæSa hús, ^etluS tveimur fjölskyldum. Eitt af áhugamálum ÓlafsfirSinga, og þá ekki sízt yngra fólksins, er bygging samkomuhúss, sem uppfylli nútímakröfur. Til þess ?S hrinda málinu í framkvæmd hefir veriS myndað hlutafélag og standa aS því flest félög bæjarins. LokiS var viS aS steypa grunninn aS annarri álm- unni, en ætlunin er, aS húsiS verSi 3 hæSir, gistihús á efstu hæð, en skrifstofur á miShæSinni og sam- komu- og kvikmyndasalur á neðstu hæS. Samgöngur hafa jafnan veriS frem ur erfiSar viS ÓlafsfjörS. Miklar lík- ur eru til þess að fjörðurinn kom- ist í akvegasamband viS Fljótin á næsta sumri. I sumar var sú leiS far- in á jeppum, og telja kunnugir menn aS þegar vegagerS sé lokið' verSi sú leiS fær allt sumariS. Stofnun sambantfs ungra Sjálfstæíisniaima í Eyjafjaríarsíslu. Um síðustu helgi var stofnað sam- band ungra sjálfstæðismanna í Eyja- fjarSarsýslu. Á fundinum, sem hald- inn var á Akureyri, mættu fulltrúar úr flestum hreppum sýslunnar, en gert er ráð fyrir því, að þátllakan muni aukast til muna á næsta ári. Stjórn fyrir sambandjð var kosin: Kristján Pálsson, KollugerSi, for- maSur, Gunnar Jónsson, Merkigili, gjaldkeri og Baldvin Tryggvason, Ólafsfirði, ritari. Starfsemi ungra sjálfslæðismamia og þátttaka þeirra í stjórnmálabar- áttunni hefir á undanförnum árum stöðugt fariS vaxandi. Á þessu ári hafa veriS stofnuS félög á Eskifirð'i, Norðfirði, SeySisfirði og á HéraSi fyrir austan. í sýslunum sunnan Iands, Rangárvalla- og Árnessýslu cru samlök ungra sjálfstæðismanna í örura vexli. Sumarið 1945 var stofnað samband ungra sjálfstæðis- manna í Snæfellssýslu og lét þaS mikiS til sín taká í kosningabarátt- unni sl. sumar. Sömu sögu er aS segja af slarfseminni í stærri bæjun- um. Á síSastliSnum vetri gengu um 1000 nýir félagar í Heimdall og bæSi Stefnir í HafnarfirSi og VörSur á Akureyri fjölguSu félögum. mm**-~ ^s^^--^'*smm\ W. Sqmerset Maugham: Svona var það og er það enn. Utgáfan BS Akureyri. Somerset Maugham er heimskunn- ur höfundur og hefir ritaS fjölda bóka. Hafa allmargar skáldsögur. hans veriS þýddar á íslenzku og náS hér miklum vinsældum. Svona var það og er það enn er síSasta skáldsaga þessa höfundar. Hefir hann valiS sér hér stórbrotið viSfangsefni, enda hefir sagan vak- iS mikla athygli bæSi í Bandaríkj- unum og víSar. Efnið er sögulegt, en er fært í skáldsögubúning. SögusviSiS er hin umbrotasama Italía miSaldanna og aðalpersónurnar eru tveir heimskunn ir stjórnmálamenn, sem báSir hafa þótt æSi harSlyndir, Machiavelli, stjórnspekingurinn mikli, og Caesar Borgia, sem mannkynssagan telur hafa veriS bæSi grimman og siS- lausan. , > I sögu þessari birtist í rauninni nýr skilningur á Machiavelli, því aS Maugham vill ekki dæma hann eins hart og flestir sagnfræSingar hafa gert. ÞaS eru víða mikil tilþrif í þess- ari sögu Maughams, enda eru sögu- hetjurnar ekki neinir méSalmenn. Mun mega fullyrSa, aS hún sé ein af beztu bókum þessa snjalla höf- undar. Brynjólfur Sveinsson, menntaskólæ kennari, hefir þýtt bókina, og er þýS ingin góS. Sama er að segja um ann- an frágang bókarinnar. Auglýsið í íslendingi . „síiííft 1 ---~ ¦ ¦ ¦' ¦' ¦ ¦¦¦ £*& n ¦ »M il ii I £ 'ií' i H ' ^P/'fy- er ásrarsaga um fagrar konur, fræga menn og forna daga. Gleðileg jól! Gott nýtt ár! Þökkum viðskiptin á liðna árinu. Heildverzl. Arni Jónsson h.f. Reykjavík. Heiðruðu viðskiptavinir! »Ojkum yður gleðilegra jóla og farsœls komandi drs. Virðingarfyllst, I. Brynjólfsson & Kvaran; Margar stærðir af BARNASKÓM fást í Baldarshagi hf. írbækur Espólfns II. og III. deild, eru komnar til okkar. Askrifendur beSnir aS vitja þeirra hiS allra fyrsta IV. og V. deild eru einnig komnar út, og er ætlast til, aS útgáfunni verSi lokiS á næsta ári. Bókaverzlunin EDDA Herrahattar nýjasta tízka. VALDABUÐ JÓLÁBÓK ungu stúlknanna er „Ungfrú Ærslabelgiir" BÓK Beztu óshir um GLEÐILEG JÓL! og FARSÆLT KOMANDI ÁR! Þöhltum viðskiplin á li'Snum árum. Fataverzlun Tómasar Björnssonar h.f. ^$^^§$$$$$$$^$$^$$$^$$$í GLEÐILEG JÓL! FARSÆLT KOMANDI ÁR! Þökkmfl viÍSskiptin á gamla árinu. Bílaverkst. Þórshamar h.f. GLEÐILEG JÓL! og FARSÆLT KOMANDI ÁR! Þökkum viðskiptin á liðnum árum. Byggingavöruverzlun Tómasar Björnssonar h.f. Bezlu óskir um GLEÐILEG JÓL! GOTT OG FARSÆLT NÝÁR! Þökkum viðskiptin á ^amla áfinu. Bókaverzl. Gunnl. Tr. Jónssonar .....'"' ' "".' ¦ ' ' i . * i r—i ¦' y i ¦ i

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.