Íslendingur


Íslendingur - 19.12.1946, Blaðsíða 1

Íslendingur - 19.12.1946, Blaðsíða 1
XXXII. árg. Fimmtudaginn 19. desember 1946. 52. tbl. horfur á Itagstæðri sðlu siávarafurða „ÍSLENDINGUR" óskar öllum lesendum sínum gleðilegra jóla. Hljómleika w Karlakórs Akureyrar, er fóru fram sl. sunnudag í Nýja-Bíó, voru mjög fjölsóttir. Söngstjórn önnuSust Gösta Myrgart, og Áskell Jónsson. Hr. Myr- gart hefir dvalið hér á Akureyri í nokkra mánuSi, en mun nú vera á förum til annarra staSa, þar sem býður hans sama starf og hann hefir haft með höndum hér. En óhætt er að ítillvríTa, betri ogjharfari gest en hann, hefir ekki borið hér að garði um langt tímabil, þar sem um er að ræða þjálfun meðlima karla- kóranna, og er leitt til þess að vita að þeir skuli ekki fá notið leiðsögu hans ennþá lengur. Meðferð kór- anna á viðfangsefnum á þeim hljóm- leikum, er þeir hafa efnt til, ber þess glöggan vott, að þ.ar hefir söngmennt aður maður átt drjúgan þátt í aug- 'jósum framförum kóranna. Karlakór Akureyrar hafði að,þessu smni margt ágætra laga á söngskrá Slnni, innlendra og erlendra. En svo er að sjá, sem talsverð mannaskipti "afi átt sér stað innan kórsins. Þar \> d. saknaði ég hins framúrskarandi hassa Magnúsar Sigurj ónssonar. Hvað raddgæði , snertir, stendur Karlakór Akureyrar nokkuð að baki heztu karlakóra okkar yfirleitt. En sóngur hans var samt prýðilega á- heyrilegur, raddir vel samstilltar og menningarbragur á söngnum. Enda hlaut kórinn hinar beztu móttökur tilheyrenda sinna. Mörg lögin voru endurtekin og fa-riS með nokkur aukalög. Jóhann Konráðsson söng nokkur einsöngslög. Tenórrödd hans er ó- venjulega blæfögur svo af ber meðal sóngmanna vorra hér og raddbeit- lngin furðugóð, eftir því sem búast ma við af ólærðum söngmanni. Var Jóhann mjög hylltur af tilheyrend- uni og söng aukalag. Hann þyrfti sem fyrst að komast undir hand- ^eiðslu söngkennara til frekari full- ''Omnunar, þar sem um svo gott sóngvaraefni er að ræða. Á hljóm- leikunum söng Gösta Myrgart og «okkur lög, og þótt hann, eftir því Sem tilkynnt var, hafi líklega verið ^kki sem bezt upplagður, kom það Bjartari horfurnu en undaafarin ár. Bretar og Russar fúsir til aí greiða gott verð fyrir fiskinn. Vegna mikils verðfalls á ísfiski á brezkum markaði, hefir undan- farið verið mikill kvíði ríkjandi um það, að vér myndum ekki geta selt afurðir vorar fyrir nægilega hátt verð. Upplýsingar þær um afurðasölumálin, sem Ólafur Thors, forsætisráðherra, gaf í Alþingi á'mánudaginn munu því vekja gleði alþjóðar, ekki sízt sjómaiwia og útgerðarmanna. , ÁTTRÆÐ verður 20. þ. m. Guðrún Sigurðar- dóttir, Bjarkastíg 4 hér í bæ, ekkja Hallgrím's stýrimanns Sigurðssonar, en hann andaðist fyrir tæpum 14 ár- um. — Þau hjón flultust hingað'íil bæjarins árið 1901 frá Steindyrum á Látraströnd, og hefir Guðrún síð- an átt heima hér samfleytt, að und- anteknu einu ári, er þau hjón dvöld- "ust vestur í Skagafirði. Guðrún er fædd á Steindyrum, dóttir Sigurðar Stefánssonar, .bónda þar og skip- stjóra, og konu hans, Guðlaugar 01- afsdóttur. Lifir hún nú ein sinna syst- kina. Einkabarn þeirra hjóna, Hallgríms og Guðrúnar, var Sigurlaug, kona Brynleifs Tobiassonar kennara, en hún andaðist vorið 1922, 29 ára að aldri. Hefir Guðrún síðan annast hússtjórn fyrir tengdason sinn, og jafnan farist það hið bezta, enda annáluð myndarkona til bústjórnar og hannyrða og á alla.grein. Þrátt fyrir þrálátan heilsubrest, heldur af- mælisbarnið sé furðanlega enn í dag. Árnum vér henni allrar blessunar áttræðri. samt skýrt í ljós, að þar var maður með þjálfaða söngrödd og meðferð hans á „Aiíu úr Toska" var mjög glæsileg. Síðast fór fram að sænskri fyrir- mynd, minning Sankti Luciu. Birt- ust á sviðinu 10 syngjandi ljós- klæddar meyjar með Sankti Luciu í broddi fylkingar, en einsöng Luciu fór með ungfrú Guðrún Tómasdóttir nemandi Menntaskólans. Var þessari nýlundu mjög vel fagnað. Bæði söng- stjórunum og einsöngvurunum bár- ust blóm. Söngvinur. Forsætisráðherra skýrði frá því, að um alllangt skeið hefðu stað- ið yfir viðræður við Rússa um kaup á fiski og öðrum sjávarafurðum. Hefði fulltrúi útflutningsráðs Sovét- ríkjanna, sem hér hefir dvalið,' látið í Ijós ósk Sovétstjórnarinnar að kaupa mikið af íslenzkum sjávaraf- urðum og jafnvel þær allar. Nokkur seinagangur hefði verið á málinu, enda hefði atvinnumálaráðherra tek- ið upp þessar viðræður án samráðs við utanríkisráðuneytið, en það hefði nú tekið málið í sínar hendur og færu nú fram samningaumleitanir með aðstoð sendiráðsins í Moskva. Sovietstjórnin hefir ekki enn gefið endanlegt svar við ósk utanríkis- ráðuneytisins um skipun samninga- nefndar, en sendiráð Islands í Moskva telur það stafa af önnum stjórnarinnar, og sé ekki ástæða til að ætla áhuga Sovétstjórnarinnar hafa minnkað. Því hefir áður verið yfirlýst af umboðsmönnum Rússa, að saniningar muni naumast slranda á verðinu. Þá skýrði ráðherrann frá því, að sendiherra Islands í London væri nú kominn heim og hefði hann íjáð sér, að Bretar hefðu mikinn áhuga á að kaupa síldarolíu, hraðfrystan fisk og fleiri afurðir. Að því til- skyldu, að Brelar fái verulegl magn af síldarolíu, munu þeir reiðubúnir að kaupa eins mikið af hraðfryst- um fiski a. m. k. og Islendingar ó\$ka að selja þeim. Sendiherrann kemur ekki með föst tilboð, en telur sig geta staðhæft, að verðhugmyndir Breta séu verulega hærri en í fyrra. Forsætisráðherra kvað sér einnig kunnugt um, að fleirr ríki hefðu á- huga á að kaupa afurðir okkar. Eg vil ekki staðhæfa of mikiS í þessu máli, sagði forsætisráSherra. Enda liggur í hlutarins eðli, að þar til samningar hafa verið gerðir, ligg- ur ekki fyrir full trygging. En ég dyrfist að segja, að allar þœr upplýsingar, sem nú eru fyrir hendi, heimila Islendingum að líta björtum augum á söluhorfurnar. Og þegar þess er minnst, að í fyrra um þetta leyti voru söluhorfur í Bret- landi litlar eða engar og Sovétríkin höfðu þá ekki svarað tilmælum okk- ar um viðskiptasamninga, tel ég ekki ofmœh, þótt nú sé staðhœft, að bjart- ara sé framundan um sölu ísl. ajurða en verið hefir undanfarin ár um sama leyti. Úlaíi Thors falin stjdrnarmyndan Tólf manna nefndirv er nú hætt störfum án ár- angurs, og hefir forseti íslands falið Ólafi Thorr, að reyna að mvnda ríkis- stjórn. Valdemar Steffensen læknir Nú er hann dáinn. Glæsilegt snyrti- menni er gengið veg allrar veraldar. Saddur lífdaga kvaddi Steffensen læknir þennan* barbariska heim. Hann var af öðrum heimi, þeim sem las Hippokrates á grísku og Hóraz á latínu og lét ' sér ekkert mannlegt vera óviðkomandi. Síðasta verk. hans var líka íslenzk þýðing á Hippokra- tes. En þann heim, sem sneri í flest- um greinum baki við menningararfi Evrópu síðustu alda og var reiðu- búinn að selja hann fyrir dollara, fyrirleit inn látni læknir. Steffensen var Evrópumaður í orðsins beztu merkingu. Hann hafði hlotið ágæta evrópiska menntun og hafði human- istiska HfsskoSun. Forsjónin hafði gefið honum fagr- an líkama og fjölhæfar gáfur. Fram- ganga hans var í stíl við þetta, virðu- leg, vel tamin, en þó eins og ásköpuð. — Margir eru þeir Akureyringar, bæði yngri og eldri, sem muna eftir inum glæsilegu læknishjónum á göngu þeirra um bæinn, er læknir- inn yar að vitja sjúklinga. Læknir-. inn var bezt klæddi maðurinn í bæn- um og konan hans með bezt klæddu frúm staðarins. Þessi hjón voru með- al þeirra, sem „settu svip á" Akur- eyrarbæ milli 3t) og 40 ár. Sjúklingar Steffensens treystu hon um mjög vel og dáðust að honum. Eg held, að hann hafi verið læknir af lífi og sál, og mér er nær að halda, að hann hafi borið sólskinið inn til sjúklinganna, ef- svo má að orði kveða. Hann kunni aðdáanlegt lag á því að umgangast veikar mann- eskjur og fá þeim svo góða líðan, sem nokkur kostur var á. Það var eftirtektarvert, hve íljðtur hann var að átta sig á því, hvaða umtalsefni hæfði bezt hverjum manni. Já, gáfurnar voru fjölhæfar! Hann var fyrr á árum einn af beztu söng- mönnum landsins og kunni góð skil á öllu því, er varðaði músik. Hann var prýðilega máli farinn og einkar sannfærandi. — Hann var mjög heimilisrækinn og sílesandi, bæði læknisfræði og margar aðrar grein- ar. Það var mjög ánægjulegt að heyra hann segja frá, því að hann var ekki einungis fjölfróður, heldur einnig var frásagnargleði hans ein- stök. Heim aS sækja var Steffensen inn ánægjulegasti og mjög ^veitull gest- gjafi. Ekki var boSið annaS en iS bezta, sem kostur var á í bænum. HeimílisfaSir var hann ágætur. Kona hans hæfði honum vel, og hann virti hana bæði og elskaði. Heimili þeirra var hlýlegt og fágaS. Bækur átti hann eigi allfáar og las þær. Smekkur hans var óbrigSull. ÞaS sýndu föt hans, heimili, fram- ganga, viSræSur og vistir á BorS- um hans. Fas hans var breitt og höfSinglegt. Hann tók þétt og inni- lega í hönd gesti sínum og leiddi hann til stofu meS áskapaSri hátt- prýSi, því alúSarinnar viSmóti, sem er allur galdur fagurrar framkomu. Valdemar Steffensen missti konu sína fyrir rúmu hálfu öSru ári. Hann tregaSi hana mjög, enda hafSi hún veriS honum tryggur og inndæll lífs- förunautur. Eg veit, aS V. St. fagn- aSi kallinu, en þaS kom 8. þ. m. Hann varS sjötugur aS aldri, tveim- ur vetrum fátt í. Br. T,

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.