Íslendingur


Íslendingur - 22.01.1947, Blaðsíða 2

Íslendingur - 22.01.1947, Blaðsíða 2
2 ÍSLENDINGUR MiÖvikudaginn 22. janúar 1947 ) Hannes J. Magnússon: Sögurnar hans pabba Bókaútgáfa Æskunnar. Nokkru fyrir jól gaf barnablaðið „Æskan“ út barnasögur eftir Hann- es J. Magnússon, yfirkennara á Ak- ureyri. Eru þetta 13 sögur, og nefnir höfundur þær Sögurnar hans pabba. Sögur þessar eru fyrst og fremst ætlaðar börnum innan tíu ára ald- urs. Eru þær með þjóðlegum blæ. og reynt að gera börnunum skiljan- leg ýms fyrirbrigði daglegs lífs. — Gott mál er á sögunum, og léttur og lipur stíll. Er ekki að efa, að þær geti orðið börnum kærkomið lestr- arefni, enda að ýmsu leyti aðgengi- legri en þýddar barnasögur, sem oft eru miðaðar við staðhætti og siði, sem íslenzk börn ekki þekkja. Þrettán vel gerðar myndir eftir Tryggva" Magnússon prýða bókina. Bókin er bundin í snoturt band og allur frágangur hennar góður. Fornir dansar Ólajur Briem bjó undir prent- un. — Útgefandi: Hlaðbúð. Bók þessi mun verða mikill feng- ur fyrir alla unnenda íslenzkra fræða. Er hér um að ræða nýja og aukna útgáfu á „Islenzkum fornkvæð um“, safni þeirra Svends Grundtvigs og Jóns Sigurðssonar, sem mun í fárra manna eigu. Er útgáfa þessi vel vönduð og prýdd fjölda mynda eftir Jóhann Briem listmálara. Fróð- legur eftirmáli er í bókinni um sögu þjóðdansanna og áhrif þeirra á íslenzka þjóðarmenningu á liðnum öldum. Hafa margir dansarnir verið þýddir úr erlendum málum. En ís- lendingar „sköpuðu sér líka sína eigin dansa, sem aðeins að formi voru byggðir á erlendum fyrirmynd um. MSrgir íslenzkir dansar eiga sér enga hliðstæðu í öðrum löndum. Meðal þeirra er Tristranskvæði, sem þykir allra dansa fegurst.“ Á það er bent í eftirmálanum, sem er athyglis vert, að íslendingar hafi sjaldan ort dansa um innlenda menn. „Eini dans inn, sem til er um Islending er Gunn arskvæði, sem fjallar um ævilok Gunnars á, Hlíðarenda og síðustu skipti hans. við Hallgerði. Annar dans virðist hafa verið ortur um Gauk á Stöng. En hann hefir farið sömu leið og saga bans og fallið í gleymsku. Til er aðeins þetta brot: Onnur var þá öldin, er Gaukur bjó á Stöng. Þá var ei til Steinastaða leiðin löng.“ Enn segir svo í eftirmála um dans- ana: „íslendingar þurftu ekki dansanna við til að varðveita minningu for- feðranna. Til þess höfðu þeir sög- urnar, sem Voru tiltölulega raun- sæjar. En riddaralífið með allri sinni viðhöfn og skrauti hafa þeir séð í töfraljóma fjarlægðarinnar. Og varla hefir íslenzk alþýða getað hugs að sér skennntilegra fólk til þess að syngja um á dansleikjum en skraut- klædda riddara og fagrar jómfrúr. Andspænis slíku fólki urðu jafnvel f ornaldarhetj urnar hversdagslegar. -Með dönsunum kom alveg fyrir nýr tónn inn í skáldskap íslendinga. Áður höfðu dróttkvæðin verið þar mestu ráðandi. En varla getur ólík- ari skáldskap en dróttkvæði og dansa. Dróttkvæðin voru ort undir dýrum bragarháttum og á torskildu máli og því illa fallin til að orka á tilfinningar alþýðunnar. Það var því engin furða, þótt hún tæki döns- unum fegins hendi. Dansarnir voru hverjum manni auðskildir og form þeirra var látlaust og einfalt ....“ Freistandi væri að birta meira úr hinni fróðlegu og skemmtilegu frá- sögn um dansana, en rúmið leyfir það ekki. Mörg kvæðanna í „Fornir dans- ar“ eru kunn eldri kynslóðinni, en fæst af unga fólkinu mun kunna mik il skil á gömlu danskvæðunum. Eru þau þó fyllilega þess virði að varð- veitast og mættu Fornir dansar gjarnan vera lil í hverju heimilis- bókasafni. Bókin er í þægilegu broti, og er það meira en sagt verður um ýmsar svokallaðar „viðhafnarútgáfur“, er komið hafa á markaðinn að undan- förnu og komast helzt ekki í nokk- urn bókaskáp. „Hlaðbúð“ hefir unnið þarft verk með útgáfu þessarar bókar. CjR.vifcmyndir SKJALDBORGARBÍÓ: HINRSK V. Two Cities Film. Skjaldborgarbíó er nú að byrja sýningar á brezku stórmyndinni Hinrik V, sem er íburðarmikil og stórbrotin söguleg mynd úr ævi Hin- riks V. Bretakonungs, gerð eftir sam- nefndum sjónleik Shakespeares. í myndinni koma fram fjölmargir kunnustu leiðtogar Breta og Frakka á þessum tíma. Hinrik V. gerði sem kunnugt er kröfu til konungsdóms í Frakklandi, en Karl VI. Frakkakon- ungur var ekki alveg á sama máli. Fór Hinrik V. þá með her gegn Frökkum, og er þeim átökum lýst í myndinni. Aðalorustan var árið 1415 í nánd við Agincourthöll í Norður-Frakklandi. Unnu Bretar þar mikinn sigur, þótt Frakkar hefðu margfalt meira lið. Hinrik konungur heimtaði Katrínu, dóttur Frakkakon- ungs, í sigurlaun, og lét prinsessan sér það vel líka. Einnig viðurkenndi Karl konungur rétt hans til ríkis- erfða að sér látnum. Laurence Oliver leikur Idinrik V., en Renee Asherson leikur Katrínu, dóttur Frakkakonungs. Tek framvegis alls konar húsgögn til máln- ingar á málaraverkstæði mitt, Brekkugötu 3 (vestari bygg- ingin, efri hæð). Þar til við- tals frá 5—7. Guðm. Halldórsson, málari. Enskir góifklukar í fást nú hjá Verzl. Eyjaf jörður h.f. Stúlarnir á kr. 34.85 komnir aftur. Verzl. Eyjafjörður li.f. •••••••••••••••••••••••••< Gmailleraðar mjúlkurfötur nýkomnar. Verzl. Eyjafjörður hf. KOKOS go'ifmottur £ást hjá VerzL Eyjaf jörður h.f. Olfuvélar Ein, tveggja og þriggja hólfa fást ennþá hjá Verzl. Eyjafjörður h.f. SÁ, sem fann rafmagnsborvél- ina, sem féll af mótorhjóli á leiðinni frá sænsku húsunum niður Eyrarlandsveg og Hafnar- stræti, er beðinn að gera aðvart í Raftækjaverzlun Samúels Kristbjarnarsonar. ACME eru beztu þvottavind- urnar — fást í:. Vöruhúsið h.f. Gðltmottar nýkomnar. Vöruhúsið h.f. Hjartans bestu þakkir til allra, sem auðsýndu okkur hjálp og samúð við andlát og jarðarför móður okkar, Margrétar Jónsdóttur. Fyrir okkar hönd og annarra vandamanna, Rannveig Gísladóttir. Oskar Gíslason. Jarðarför konunnar minnar, GUDRÚNAR JÓHANNESDÓTTUR, fer fram frá Akureyrarkirkju laugardaginn 25. þ. m. og hefst kl. 12y2 e. h. (hálf eitt). Jarðsett verður að Tjöm sama dag. - F. h. aðstandenda Snorri Sigfússon. Systir mín elskuleg, Halldóra Vigfúsdóttir, sem andaðist að heimili okkar, Brekkugötu 30, föstudaginn 17. þ. m„ verður jarðsungin þaðan laugardaginn 25. þ. m. kl. 1.30 síðd. F. h. aðstandenda Valgerður Vigjúsdóttir. . Verzlunarmannatelagið á Akureyri heldur fund í húsi félagsins miðvikudaginn 22. þ. m. kl. 9 e. h. Fundarefni: Leyfisveitingar Viðskiptaráðs. önnur mál. Stjórnin. Aðalfundur Skógræktarfélags Eyfirðinga verður haldinn að Hótel K. E. A. sunnudaginn 26. þ. m. og hefst kl. 2 e. h. — Dagskrá sam- kvæmt félagslögum. Lögð fram tillaga til laga- breytinga. — Skógræktarstjóri verðxu* mættur á fundinum að forfallalausu. STJÓRNIN. Játning Þjóðviljans Það verður nú ekki lengur um það villst, hvernig kommúnistar vilja mynda ríkisstjórn. „Þjóðviljinn" seg ir í forustugrein nl. sunnudag: „Það leikur ekki á tveim tungum, að meginþorri kjósenda Alþýðu- flokksins, Framsóknarflokksins og Sósíalistaflokksins vill, að þessir flokkar stjórni landinu í samein- ingu, — — Ýms fleiri atriði í þessari grein sanna, að ekki verður lengur um það villst, að kommúnistar vildu mynda ríkisstjórn undir forustu Hermanns Jónassonar, höfuðandstæðings ný- sköpunarinnar. Er hægt að hugsa séí öllu augljós- ari svik við þá stefnu, sem þjóðin vottaði traust sitt við síðustu kosn- ingar? HERBERGI ÓSKAST! Nemanda, sem er að lesa undir stúdentspróf, vantar herbergi nú þegar. Uppl. eftir hádegi í síma 126. Skynsamt íolk tekur olltaf leiðbeining- um vel. Vertu vinstra meg in ó vegi. Gakktu þvert yfir götu, en ekki ó skó. Víktu til vinstri.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.